Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 391 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFTIRMINNILEG RÁÐSTEFNA - OG RÆÐA RÁÐSTEFNAN um konur og lýðræði, sem var haldin hér um helgina, verður eftirminnileg og á áreiðanlega eftir að skila umtalsverðum árangri. Það er ekki sízt að þakka Hillary Rodham Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, sem flutti ræðu við lok ráðstefnunnar um hádegisbil á sunnudag, sem lengi verður í minnum höfð. Ræða for- setafrúarinnar sýndi að þar fer kona, sem er einlæg í áhuga á því að berjast fyrir þjóðfélagslegum umbótum og þá ekki sízt, þegar um er að ræða stöðu kvenna. Látlaus framkoma Hillary Clinton vakti strax athygli fólks, þegar hún kom hingað til lands, en ræða hennar á sunnudag er til marks um, að forsetafrúin stendur á eigin fótum sem stórathyglisverður stjórnmálamaður. Hillary Clinton vottaði menningararfleifð okkar Islend- inga virðingu sína er hún sagði í ræðu sinni: „Við lestur Islendingasagnanna hef ég meira að segja fundið mér nýja hetju - Guðríði (Þorbjarnardóttur), sem ólst upp á íslandi í upphafi síðasta árþúsunds. Þegar hún var ung kona sigldi hún til Ameríku í einu af þessum opnu vík- ingaskipum í einni af fyrstu ferðunum. Hún ól fyrsta evr- ópska barnið, sem vitað er að fæðst hafi í Norður-Amer- íku, sneri aftur til íslands og ákvað að fara í ferðalag til að hitta páfann í Róm, sem hún og gerði. Hún sneri aftur til Islands, þar sem hún náði háum aldri, komst til áhrifa og er ættmóðir margra, sem enn búa hér á Islandi. Þegar ég lít í kringum mig í þessum sal þúsund árum síðar sé ég margar konur, sem lagt hafa í frækilegt ferðalag. Þótt þið hafið ekki stigið um borð í víkingaskip og siglt yfir hafið eða lagt að baki þúsundir kílómetra til að hitta páfa hafið þið sýnt sama hugrekki og við fengum sýnishorn af því í hringborðsumræðunum í gær.“ Ekki fór á milli mála, að forsetafrú Bandaríkjanna er mjög með hugann við stöðu og hlutskipti kvenna í Rúss- landi, Eystrasaltsríkjunum og öðrum fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna. Hvað eftir annað vitnaði hún til samtala sem hún hefur átt við konur í þessum löndum á undan- förnum árum og sagði m.a.: „Sérstaklega verður mér hugsað til Galínu Staravotju frá Pétursborg í Rússlandi, sem ég hitti síðast á ráðstefnu til að fylgja eftir Mikilvæg- um röddum í Búlgaríu. Hún kom til mín þegar ég hafði lokið við að flytja ræðu mína til að segja mér frá því, sem hún var að gera og aðgerðum til að auka almenna þátt- töku í stjórnmálum og vinna gegn spillingu í landi sínu. Það var í síðasta skipti, sem ég sá hana. Skömmu eftir þetta var hún myrt. Eins og margir aðrir, sem barizt hafa fyrir réttlæti og lýðræði, fékk hún að gjalda það dýru verði .. . hér í dag, við dögun nýrrar aldar og við lok átakamestu og blóðugustu aldar, sem skráð hefur verið í sögunni, er fólk enn að gefa líf sitt og glata öllu, sem því er kært til að láta að sér kveða í þágu lýðræðis.“ Ráðstefnan um konur og lýðræði í Reykjavík er ein af mörgum ráðstefnum, sem haldnar hafa verið víðs vegar um heim og á eftir að halda. Um markmiðið með þessum ráðstefnum, sagði Hillary Clinton: „Við vinnum að því að veita konum um allan heim verkfæri tækifæranna. Því hvað þýðir vonin um frjálsan markað fyrir þær milljónir stúlkna, sem hvorki kunna að lesa né skrifa eða fyrir þær konur, sem geta hvorki lagt á ráðin um eigin fjölskyldur eða framtíð? ... Nú veltur á okkur að veita hverri stúlku, sem vex úr grasi á næstu öld, tækifæri til að alast upp í heimi, þar sem hún getur náð eins langt og draumar hennar, vinnusemi og hæfileikar koma henni.“ Á því leikur tæpast nokkur vafi, að ráðstefnan um kon- ur og lýðræði og heimsókn Hillary Clinton hingað til lands eiga eftir að hleypa nýju lífi í baráttu íslenzkra kvenna og kvenna í nálægum löndum fyrir jafnri stöðu á við karlmenn. Það er rétt, sem forsetafrúin bandaríska sagði, að baráttan fyrir jafnrétti kvenna er barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Grunntónninn í málflutningi Hillary Clinton, hvort sem hún er að tala um stöðu kvenna um víða veröld eða gagn- rýna ranglátt og ófullkomið heilbrigðiskerfi í Bandaríkj- unum, er sterkur áhugi á málefnum og umbótum. Þessi kraftmikli umbótavilji hefur ekki sést í bandarískum stjórnmálum frá því á dögum Kennedy-bræðranna og Lyndons B. Johnsons. Kynjasamskipti og stjórnarfarsbreytingar í löndum Austur-Evrópu Kynjamisrétti nær til allra þátta samfélagsins Þjóðfélagsbyltingin sem átti sér stað eftir hrun kommúnismans í lok síðasta áratugar hefur haft mikil áhrif á stöðu og líf kvenna. I tilefni af þátttöku kvenna frá Austur- Evrópu á ráðstefnunni um konur og lýðræði í Reykjavík kynnti Rósa Erlingsdóttir sér hlutskipti kvenna fyrir og eftir stjórnarbyltinguna 1989. Morgunblaðið/Kristinn UPPHAF þjóðfélagsbylt- inganna í Áustur-Evrópu var meðal annars mark- að af mótmælum verka- lýðsfélaga, kirkju og pólitískra andófshópa sem unnu skipu- lega gegn ríkjandi stjórnarfyi-irkomu- lagi á áttunda áratugnum. I rannsókn- um á stjórnarfarsbreytingunum er al- mennt fullyrt að samtök eins og Sam- staða í Póllandi hafí leikið lykilhlut- verk í að koma þeirri þróun af stað sem að lokum leiddi til þess að járn- tjaldið hrundi. Þessar hreyfíngar eru jafnan skilgreindar sem mannrétt- indahreyfingar, sem börðust fyrir jafnrétti og mannhyggju og kröfur um borgaraleg og pólitísk réttindi þegn- anna voru hafðar í fyriirúmi. Mai’k- mið þeirra var að koma á lýðræðislegu þegnasamfélagi að vestrænni fýrir- mynd. Þar sem konur voru fjölmennar í pólitískum andhófshópum beindist athygli femíniskra fræðikvenna að þessum hreyfingum og þeim hugtök- um sem þær höfðu haft í hávegum. Mikil þátttaka kvenna svo og jafnrétt- isstefna sósíalismans, kveikti von með- al þeirra kvenna, sem fylgdust grannt með atburðunum austan tjalds, um að lýðræðislegir stjórnarhættir í Austur- Evrópu myndu jafnvel frá upphafí bjóða konum og körlum sömu tæki- færi og taka þar með aðra stefnu en þekkist úr sögu kvenfrelsisbaráttu vestrænna kvenna. En þrátt fyrir mikla þátttöku kvenna er athyglisvert að innan hreyfínganna var ekki tekist á við vandamál þjóðfélagslegra kynja- samskipta. Þau viku fyrir málstaðnum sem var að berjast gegn kúgun stjórn- valda. Samkvæmt hugmyndum and- ófshópanna átti þegnasamfélagið, sem var sterkasta lýðræðislega aflið á bylt- ingartímanum að viðhalda krafti og margbreytileika þjóðfélagsins eftir breytingarnar. Háleitar hugmyndir um vald fólksins fölnuðu þó fljótt og mótun lýðræðislegra stjórnarhátta endaði í höndum þröngs hóps karl- manna, með þeim afleiðingum að kröf- ur kvenna um lýðræðisleg réttindi hlutu ekki áheyrn stjómvalda. Konur frá austur-evrópskum löndum telja af- skiptaleysi stjórnvalda og lítil sem engin þátttaka kvenna í stjórnmálum sé ein af meginástæðum þess að staða kvenna í þessum hluta álfunnar hafí verið jafn bágborin á þessum áratug og raun ber vitni. En með tilkomu lýð- ræðislegra stjórnarhátta myndaðist hins vegar pólitískur vettvangur fyrir baráttumál kvenna sem þær hafa síð- astliðin ár nýtt sér á margvísiegan hátt. I málflutningi kvenna frá löndum Austur-Evrópu á ráðstefnunni um konur og lýðræði nú um helgina kom fram að jafnréttisstefna sósíalismans hefði styrkt stoðir karlaveldisins fremur en að hún hefði upprætt kynjaskiptingu eins og stjórnvöld landanna höfðu fullyrt. Af efnahags- legri nauðsyn var konum beint inn á vinnumarkaðinn en þær voru jafn- framt ábyrgar fyrii- heimilsstörfum og því litu margar konur til launavinnu sem aukna byrði. Kynjaskiptur vinnu- markaður, veikt þegnasamfélag og ríkiskerfi sem glæpsamlegan hátt bannaði hvers kyns gagnrýni á stjórn- arhætti sína urðu til þess að konum gafst lítið svigrúm til að ræða sameig- inlega reynslu sína og hagsmunamál, enda höfðu þær engan pólitískan vett- vang fyrir baráttumál sín. Nú þegar lýðræðislegir stjórnar- hættir eru í þann mund að festa sig í sessi eftir „táradal“ efnahagslegra sviptinga verður austur-evrópski markaðurinn óðum samkeppnishæfur á alþjóða vettvangi. Og rétt eins og farið hefði verið eftir uppskrift hurfu konur af vinnumarkaði og úr pólitísk- um embættum. Kvenfjandsamlegt við- horf ráðandi valdakjarna sem og al- mennings hindraði jafnframt myndun kvenfrelsishreyfinga og þróun póli- tískrar sjálfsmyndar kvenna er, að sögn ráðstefnugesta frá Austur-Evr- ópu, enn stutt á veg kominn. Á ráð- stefnunni um helgina bentu konur frá Austur-Evrópu einnig á að eftir stjórnarfarsbreytingarnar hefði vændi aukist tú muna í heimalöndum þeirra og sökuðu alþjóða glæpahringi um að gera út á neyð kvenna, sem flestar leiðast út í vændi í vestrænum löndum undir fölskum forsendum. Staða kvenna í ríkissósíalisma í femínískum ritum um jafnréttismál í Austur-Evrópu er oft talað um konur sem fórnarlömb stjórnarfarsbreyting- anna. I fyrsta lagi verði þær frekar fyrir barðinu á neikvæðum fylgifisk- um frjáls markaðshagkerfís en karl- kyns landar þeirra. I öðru lagi séu þær í mun lakari stöðu til að verja réttindi sín en vestrænar kynsystur þeirra, þar sem kvennahreyfmgar hafa átt erfitt uppdráttar og séu enn vanmáttugar. Þessar fullyi’ðingar, burtséð frá réttmæti þeirra, eru vill- andi því þær fela í sér rangar upplýs- ingar um stöðu kvenna í sósíalískum ríkjum. Hin svokallaða „frelsun konunnar" sem fólst í innlimun hennar í fram- leiðsluferlið var þungamiðja jafnrétt- isstefnu ríkissósíalískra stjórnarkerfa. Þrátt fyrir jákvæð viðhorf til atvinnu- þátttöku kvenna reyndi þessi stefna ekki að uppræta hefðbundin kynhlut- verk eða kynskiptingu almennt. En goðsögnin sem ríkti um stöðu kvenna í Austur-Evrópu á tímum rík- issósíalismans á sér margþættar ástæður. Lagalega séð höfðu þær allt frá 1950 sama aðgang að menntun og að vinnumarkaðinum og karlmenn. Sósíalískar konur voru sterkbyggðar, keyrðu traktor, voru verkfræðingar, þingmenn eða jafnvel geimfarar; fóst- ureyðingalöggjöf var frjálslynd og of- an á allt saman var þeim tryggð heil- dags dagvistun fyrir börn sín. I kennisetningum sósíalismans gegndi konan þremur hlutverkum; þær voru allt í senn mæður, verka- menn og duglegir sósíalistar. Konur voru einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að geta valið og jafnréttisstefna ríkis- flokkanna einskorðaðist við það að tryggja skilyrði sem auðvelduðu kon- unni að sinna öllum þessum hlutverk- um. Aukin þörf á verkafólki vegna út- þenslu þungaiðnaðar og stórfelldrar iðnaðarframleiðslu miðstýrðs hagkerf- is í löndum sósíalismans var svo til eingöngu mætt með varaforða þjóðfélagsins þ.e. húsmæðrum. Innlimun kvenna í framleiðsluferlið á eftirstríðsárunum var því fyrst og fremst efnahagsleg nauðsyn og var framfylgt með þrýstingi stjórn- valda gegn vilja meirihluta kvenna. Atvinnuhættir sósíalismans kröfðust mikils fjölda verkafólks og ein laun nægðu ekki fyrir framfærslu fjöl- skyldunnar. Konum var í orðsins fyllstu merkingu beint út á vinnu- markaðinn. Þær héldu áfram að bera ábyrgð á heimilisstörfum og unnu því tvöfaldan eða jafnvel þrefaldan vinnu- dag. Kommúnísku ríkisflokkarnir töldu engu að síður að þessi stefna væri nægileg til að tiyggja jafnrétti kynj- anna og að öll opinber umræða um þau málefni væri yfirborðsleg og óþörf. Stefnan var einnig í fullu sam- ræmi við marx-leníníska hugmynda- fræði. En Lenín, Marx og Engel töldu að atvinnuþátttaka kvenna myndi leiða til þess að konan yrði fjárhags- lega sjálfstæð og þar með væri jafn- rétti kynjanna tryggt. I lok síðasta áratugar voru um 3/4 hlutar kvenna í ríkjum Austur-Evrópu á aldrinum 18-60 ára í fastri heils- dagsvinnu. Þrátt fyrir þessa þróun, sem gjörbreytti lífi kvenna í þessum löndum, héldu konur áfram að sinna heimilisstörfum og svokölluðum ósér- hæfðum kvennastörfum. Kynjaskipting á vinnumarkaði, sem er, að mati kennisetninga femínism- ans, afleiðing félagslegarar mótunar kynhlutverka, var talin eðlileg af nátt- úrunnar hendi. Kynin vora talin ólík í eðli sínu og mismunun á grundvelli kynferðis réttlát og þar með einnig tvöföld eða þreföld byrði konunnar. Vandinn var því ekki samfélagsleg valdatogstreita kynjanna heldur van- kantar konunnar. Þannig var þjóðfé- lagsleg mismunun kynjanna viðhaldið með pólitískum og menningarlegum þáttum. Á tíma ríkissósíalismans ríkti sú til- hneiging að velja konur til þeirra starfa sem talin voru ósérhæfð. Aukin menntun kvenna þýddi ekki nauðsyn- lega að konur og karlar hefðu sömu tækifæri á vinnumarkaðinum eða að menntun nýttist þeim til að hafa póli- tísk áhrif á jafnréttismál. Þær unnu lægstlaunuðu störfin og þannig urðu til sérstök kvenna- og karlastörf. Framhalds- og háskólanám laut sömu lögmálum því mörg námsfög voru ein- göngu ætluð konum og önnur körlum, rétt eins og vissar starfsgreinar hent- uðu bara öðru kyninu. Störfin voru því skilgreind eftir kynferði og sú vinna sem konur inntu af hendi var talin ósérhæfð og lítils virði, skilgreind af þeim sem að drottnuðu yfir vinnu- markaðinum; karlmönnum sem sáu sér hag í að stjórna konum hvort sem það er í ríkissósíalisma eða kapítal- isma. Hefðir feðraveldisins héldu því á þennan hátt uppi trúnni á karlmann- inn sem fyrirvinnu og konuna sem þiggjandi ósjálfstæða veru jafnvel þó að hún ynni fulla vinnuviku. Það var einna helst atvinnuþátttaka kvenna sem ýtti undir þá goðsögn sem ríkti um stöðu kvenna á tímum sósíal- ismans. Þrátt fyrir að hlutfall þeiira hafi verið hæst þar sem launin voru lægst voru þær einnig stór hluti menntamanna og starfsmanna stjórnsýslunn- ar, en í þeim geira voru störf að vísu einnig skil- greind eftir kynferði. I sam- anburði við konur á Vesturlöndum eru einnig mun fleiri konur langskóla- gengnar og þrátt fyrir kynjaskiptan vinnumarkað er það almennt álit kvenna frá þessum löndum að at- vinnuþátttaka þeirra hafi, þrátt fyrir mikla byi'ði, styrkt félagslega stöðu þeirra. Upphafning móðurhlutverksins Upphafning móðurhlutverksins var þungamiðja hugmyndafræðarinnar sem jafnréttisstefna sósíalismans grundvallaðist á. Frelsi kvenna fólst ekki í því að vera jafnháir borgarar heldur vinnandi mæður. Það var þjóð- félagsleg skylda konunnar að bera og barnfæða sósíalíska borgara framtíð- arinnar. Aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði leiddi til þess að í lok fimmta áratugarins hafði fæðingum fækkað all verulega. Síðan þá var megin markmið jafnréttisstefnunnar að auðvelda konum róðurinn með því að lengja barnsburðarleyfi, hækka mæðralaun og tryggja heilsdagsdag- vistun barna. Þegar sósíalískur iðnað- ur stóð í blóma í lok sjötta áratugarins notuðu ráðamenn tækifærið til að benda á þá efnahagslegu óhagkvæmni sem hlaust af vinnu mæðra með smá- börn og áróðrinum var því snúið við. Sagan endurtók sig síðan í samræmi við efnahagslegar sveiflur. I vitund konunnar var móðurhlut- verkið og fjölskyldan einnig á mjög háum stalli en á annan hátt en í aug- um ríkisvaldsins. En þó svo að hefð- bundin kynjahlutverk innan fjölskyld- unnar og ábyrgð konunnar á barna- uppeldi hafi ekki verið upprætt í sósí- alisma þýddi það að verða móðir ekki að konan hyrfi af vinnumarkaði. Til þessara þátta horfðu vestrænar konur öfundaraugum meðan konur í Austur- Evrópu upplifðu það sem þjóðfélags- lega kvöð að þurfa að snúa aftur til launavinnu að loknu barnsburðarleyfi. Þær sáu móðurhlutverkið og fjöl- skylduna í þægilegu ljósi því að hverfa til hennar var tækifæri kon- unnar til að flýja gráan hversdags- leika vinnumarkaðarins. Við fyrstu sýn virðast þessi viðhorf konunnar til barna og fjölskyldu ramm íhaldssöm en hlutverk fjölskyldunnar og einka- lífsins var ólíkt því sem við eigum að venjast í löndum hins vestræna kapít- alisma. Heimur einkalífsins eða fjölskyld- unnar var eini staðurinn sem hægt var að flýja yfirþyrmandi eftirlit einræðis- ríkjanna sem var allsráðandi á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Heimur einka- lífsins var álitin forrétttindi og var ekki túlkaður sem útilokun frá ein- hverju. Þýðing hins opinbera lífs var sömu- leiðis mun minni fyrir hinn almenna borgara en venjan er í lýðræðislegum stjórnarháttum og kapítalísku mark- aðshagkerfi. Hið þjóðfélagslega hlut- verk einstaklingsins var fyrirfram ákvarðað af ríkisflokkunum sem sömuleiðis hafði eftirlit með að þau væru uppfyllt á réttan hátt. Rétt eins og gamla föðui-veldið í samfélögum fyrir iðnbyltingu sem krafðist algjön’- ar hlýðni barna sinna. Öll pólitísk starfsemi sem talin var brjóta í bága við ríkjandi hugmyndafræði kommún- istaflokksins var kæfð í fæðingu. Stjórnvöld komu á glæpsamlegan hátt í veg fyrir allar tilraunir þegnanna til pólitískra áhrifa á gang þjóðfélags- mála. Gagnrýnið þegnasamfélag í vestrænum skilningi var því ekki til staðai' í þessum löndum. Pólitískar at- hafnir þjóðfélagsins voru sviðsettar á landsþingum miðstjórnarinnar og þaulskipulögðum fjöldasamkomum sem allar báru pólitískt yfirbragð sós- íalísku ríkisflokkanna. Þjóðfélagið persónugerði ríkisvaldið sem óvin sinn Oflæti einræðisflokkanna olli því að með tímanum stóðu þjóðfélagið og stjórnvöld andspænis hvort öðru sem ókunn fyrirbæri. Þjóðfélagið persónu- gerði ríkisvaldið sem óvin sinn: Sem „Þá“ á móti „okkur“. Heimilið og sós- íalíska fjölskyldan voru skipulögð á hefðbundinn hátt karlaveldisins á sama hátt og hin borgaralega kjarna- fjölskylda í vestrænum samfélögum. En vegna pólitísks vægis fjölskyld- unnar í huga almennings var hún heiðruð og réttmæti skipulags hennar, með hliðsjón af kynjasamskiptum, var ekki dregið í efa. Þar að auki gafst konum ekki svigrúm til að mynda póli- tískan vettvang til að ræða sameigin- lega reynslu eða stöðu sína og þess vegna, fullyrða konur frá Austur-Evr- ópu, hélst hún næstum óbreytt í um fjörutíu ár. Þó staða kvenna hafi verið mun lak- ari á öllum sviðum þjóðfélagsins en staða karla var vanmáttur fólksins gagnvart stjórnvöldum ekki kynbund- inn heldur algildur. Konur, sem og flestir karlmenn, höfðu engin pólitísk áhrif á gang þjóðfélagsmála. Karlar voru betur settir en konur á vinnu- markaði og í menntageiranum en for- réttindi þeirra nýttust þeim ekki á vettvangi stjórnmála vegna undirok- unar einræðisstjórnanna. En þegn- arnir áttu ekki að finna fyrir félags- legum mun sín á milli þar sem hug- myndir um sósíalisma fela í sér kröf- una um stéttlaust samfélag. Bág staða kvenna í kommúnisma var samt sem áður ekki eingöngu af- leiðing þess að gagnrýnið þegnasam- félag var ekki til staðar. En með því að hindra myndun gagnrýns samfé- lags afmáði ríkissósíalisminn ekki hefðbundin kynhlutverk heldur kom hann í veg fyrir að pólitísk mismunun kynjanna kæmi upp á yfirborðið og þar með styrkti hann stoðir karlaveld- isins innan heimilanna í stað þess að koma á jöfnuði kynjanna. Hlutfall kvenna á þingi í þessum löndum var hátt í samanburði við þátttöku kvenna á þjóðþingum vest- rænna lýðræðisríkja. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að konur á þingi voru lítið annað en handbendi einræðisflokkanna, eins og raunar all- ir fulltrúar á löggjafarsamkundunum. Þátttaka þeirra var tryggð með ríkis- lögum um kvóta sem tryggja átti spegilmynd þjóðfélagsins. Állar mikil- vægari pólitískar ákvarðanir voru teknar af miðstjórn kommúnista- flokkanna eða af ríkisstjórnunum sem sömleiðis voru skipaðar frammá- mönnum einræðisflokkanna. En í þessum valdamiklu stofnunum áttu konur ekki sæti nema í undantekning- artilfellum. Svokölluð kvennaráð þjóðarinnar voru einu samtök kvenna í þessum löndum. Ein kona úr stjórn samtakanna átti sæti í miðstjórn kommúnistaflokkanna en hafði ekki atkvæðisrétt. Starf þessara samtaka einskorðaðist við táknræna landkynn- ingu og við að gefa út kvennatímarit sem voru fjármögnuð og ritskoðuð af einræðisflokki landanna. Á þann hátt störfuðu þær eins og litlu systur karl- anna í flokknum. í dag segja konur frá Austur-Evr- ópu ófullnægjandi reynslu þeirra í baráttu fyi-ir pólitískum réttindum þeim til handa hafi verið einn helsti þröskuldurinn fyrir því að þær sporn- uðu gegn óhagstæðri þróun í málefn- um sínum við upphaf stjórnarfars- breytinganna. Samanburðarrannsóknir á stöðu kvenna á tímum lýðræðisþróunar hvai-vetna í heiminum hafa leitt í ljós að með tilkomu lýðræðislegra stjórn- arhátta eru konur gerðar að pólitísk- um minnihlutahópi. En þær staðhæf- ingar virðast einnig hafa átt við þegar litið er til stjórnarfarsbreytinganna í Austur-Evrópu. Eftir að sósíalísku stjórnkerfin liðu undir lok voru það leiðtogar pólitískra andhófshópa og mannréttindahreyf- inga sem mynduðu fyrstu lýðræðis- lega kosnu ríkisstjórnirnar. I ljósi þess að konur voru stór hluti af þess- um hreyfingum og í mörgum löndum áberandi í fremstu röð er athyglisvert að þær skiluðu sér ekki í teljandi mæli inn á þing eða í stjórnunarstöð- ur eftir breytingarnar. Nýju stjórn- kerfin eru að sögn kvenna frá þessum löndum karlstýrð lýðræði og þó svo að löndin búi við ólíkar þjóðfélagsgerðir og sögu virðist þessi fullyrðing eiga við þau öll. Fyrstu merki um myndun pólitískra andhófshópa í þessum löndum máttj sjá í lok sjöunda áratugarins. I fremstu röð voru menntamannahreyf- ingar sem börðust fyrir lýðræðisum- bótum. Þær vildu eyða áhrifum stalín- ismans og sovétstjórnarinnar og koma á málfrelsi. I Póllandi börðust mennta- og verkamenn hlið við hlið innan Samstöðu og segja má að sú hreyfing hafi haft víðtæk áhrif á myndun sambærilegra hópa annars staðar í Austur-Evrópu. Annar mikil- vægur vængur andófshópa voru neð- anjarðarhreyfingar, en einnig fólk sem leitað hafði skjóls í vestrænu ná- grannaríkjunum af pólitískum ástæð- um. Síðustu árin fyrir fall járntjalds- ins urðu andhófshóparnir fleiri og sameinuðust að lokum í einni hreyf- ingu gegn ríkisvaldinu. Leiðtogar pólitísku andófshópanna voru talsmenn mannhyggju og jafn- rétti þegnanna. Þrátt fyrir það var þróun í átt til frjáls markaðshagkerfis að hætti nýfrjálshyggju mikilvægasta verkefnið eftir að þeir tóku við stjórn- artaumunum. 1 skjóli pólitískra og efnahagslegra umbreytinga létu ráða- menn kröfur kvennahreyfinga sem vind um eyru þjóta og benda á brýnni verkefni sem krefjist skjótai'i af- gi'eiðslu en málefni kvenna. Þá hafa kröfur um að konur sinni sínum kyn- bundu hlutverkum, umhyggju- og lág- launastörfum, jafnframt aukist á óör- uggum tímum þjóðfélagslegi'a og efnahagslegra breytinga. Réttindabarátta kvenna eftir stjórnarfarsbreytingarnar Vitundarvakningin sem átti sér stað á Vesturlöndum fyrir tilstilli kven- fi-elsishreyfinga á sér litla hliðstæðu í löndum Austur-Evrópu. Aðeins þröngur hópur menntakvenna og kvenna úr vaxandi efri millistétt hafa með mikilli og áralangri vinnu myndað samtök um femíniska kvennabaráttu. Kvenréttindakonur og femíniskir fræðimenn frá Austur-Evr- ópu hafa bent á að fyrstu árin eftir fall kommúnísku stjórnarkerfanna hafi reynst mjög erfitt að virkja konur til hvers kyns réttindabaráttu. Þar að auki segja þær áberandi hve andúð al- mennings og stjórnmálamanna á femínisma og hvers kyns kvennabar- áttu sé mikil og jafnvel heiftarleg. Til að mynda hafa vinsælir stjórnmála- menn leyft sér að saka konur um háa tíðni skilnaða og fóstureyðinga og segja að þær hafi vanrækt börn sín vegna vinnuálags á tímum sósíalism- ans. En eins og áður sagði er pólitísk sjálfsmynd kvenna enn veik og þær því móttækilegi’i fyrir áróðri stjórn- valda um að þær hafi notið of mikilla réttinda á tímum sósíalismans. Meiri- hluti kvenna hafnaði til dæmis kvóta- kerfi, eins og þekkist á Norðurlöndun- um, til að tryggja þátttöku þeirra á þingi og bar lítið traust til kvennasam- taka því hvort tveggja hafði verið mis- notað af fyrrum valdhöfum. Þar að auki var hugtakið „femínismus“ túlkað sem íyrirbæri vestrænna velferðar- ríkja og honum hafnað því hann sam- ræmist ekki veruleika kvenna í þess- um löndum. Eins segja konur frá Austur-Evrópu, sem starfað hafa í kvennahreyfingum að erfitt hafi reynst að virkja kynsystur þeirra vegna þess að þær vildu ekki koma af stað menningarlegum deilum um kynjaskiptingu. Það væri slæmt fyrir sjálfsvirðingu kvenna á tímum þjóðfé- lagslegi-a umbreytinga að túlka þær sem þjóðfélagslegan eða pólitískan minnihlutahóp. Jafnvel þó svo að þær hefi gert sér grein fyrir sérstæðum vandamálum kvenna töldu margar konur enga þörf fyrir hreyfingar sem krefjast aukinna kvenréttinda eða jafnréttis kynjanna. Margar konur tölu einnig að lýðræðislegir stjórnar- hættir myndu með tímanum tryggja réttindi þeirra. Engin hefð ríkti heldur íyrir kvennabaráttu því ríkisstýrð jafnrétt- isstefna sósíalismans sá um að tryggja félagsleg réttindi kvenna að ofan. Dagvistun barna, frjálsar fóstureyð- ingar, barnsburðarleyfi eða réttur til atvinnu, sem vestrænar kvennahreyf- ingar börðust fyrir áratugum saman, voru sjálfsögð réttindi þar til þau voru afnumin fyrstu árin eftir stjórnarfars- breytingarnar. Eins og áður sagði einskorðaðist jafnréttisstefna stjórnvalda við að stýra konum út á vinnumarkaðinn. Þæi' höfðu ekki frelsi til að velja. Eft- ir breytingarnar þráðu margar konur að sinna heimili og börnum án þess að vera útivinnandi. Á þann hátt hylltu þær hefðbundin gildi fjölskyld- unnar sem var í fullum samhljóm við íhaldssama stefnu stjórnvalda og kaþólsku kirkjunnar sem er mjög valdamikil í mörgum löndum Austur- Evrópu. Mai'kmið stjórnai-flokkanna var hins vegar að mati kvenfrelsishreyf- inga augljóst; með því að styrkja og hylla stöðu kon- unnar innan heimilisins tryggja þeir að meirihluti kvenna hverfi af vinnu- markaði, sem kemur sér vel á tímum mikils atvinnuleysis og efna- hagslegra sviptinga. Konum er sagt að nú séu þær loksins frjálsai' til að sinna þeim hlutverkum sem náttúran og for- sjá Guðs ætlaði þeim. Stjói'nmála- flokkar, kirkjan og kvenfélagasamtök beita sér því í sameiningu, að sögn kvenna á ráðstefnunni, að koma á þjóðfélagslegum skilyi'ðum sem auð- velda konum að sinna sínu „eðlilega“ kynhlutverki. Á fyrstu lýðræðislega kosnu þjóð- þingum mældist þátttaka kvenna und- antekningarlaust innan við tíu af hundraði. Ráðherraembætti féllu í flestum tilfellum í hlut kai'lmanna, en frá þeirri reglu voru þó örfáar undan- tekningar. Staðreyndirnar tala sínu máli og auka enn fremur skilning á því hversu erfitt reyndist, fyrstu árin eftir breytingarnar, að mynda kvenna- hreyfingar eða undirbúa jarðveginn fyrir femíniska umræðu í þessum - löndum. Skipulögð kvennabarátta við lok aldarinnar Fyrsti vísir að skipulagðri og fjöl- mennri kvennabaráttu í Austur-Evr- ópu var þegar harkalega var vegið að grundvallarréttindum kvenna í nokk- urum löndum þegar gera átti fóstur- eyðingar ólögmætar með öllu á fyrstu lýðræðislega kjörnu þingunum. I Eystrasaltsríkjunum náðu áform stjórnvalda ekki fram að ganga en í Póllandi og í Ungverjalandi voru fóst- ureyðingar bannaðar, nema ef með- ganga ógnar heilbrigði móður og barns, og í Póllandi eru fóstureyðing- ar túlkaðar í stjórnarskrá landsins sem glæpsamlegt verknaður kvenna og lækna. Á þeim tíma sem lögin voru sett myndaðist eins konar bræðralag kaþólsku kirkjunnar og andstæðinga kommúnismans gegn frjálsum fóstur- eyðingum. En það beinir einnig at- hyglinni að veikri stöðu kvenna hversu auðveldlega íhaldssömum öflum tókst að gera lítið úr sjálfsákvörðunarrétti kvenna í þessum löndum. í Póllandi skipulagði eina starfandi femíniska kvennahreyfingin „Pro Femina“ mótmælagöngur og stofnaði þverpólitísk samtök kvenna á þingi gegn fóstureyðingalöggjöfinni. - Kvennahreyfingunni tókst, sem áður sagði, ekki að koma í veg fyrir laga- setninguna en átökin um hana mark- aði þó upphafið að kvennabaráttu í landinu og víðar í Austur-Evrópu því atburðirnir í Póllandi vöktu óhug með- al kvenna annars staðar. Samtök kvenna á þingi eru enn starfandi og Pro femina verður fjölmennari með hverju árinu sem líður, sem.bendir til þess að konur í Póllandi, sem og víðar, hafi áttað sig á að kvenréttindi er ekki nauðsynlegur fylgifiskur töfraorðsins lýðræði. I Eystrasaltsríkjunum og í Rúss- landi voru einnig stofnuð þverpólitísk samtök þingkvenna, sem samfara al- mennri þingmennsku funda reglulega og samþykkja ályktanir um aðgerðfr sem stuðla eiga að samþættingu bar- áttumála kvenna við öll önnur þjóðfé- lagsleg málefni. Nú fyrir skömmu sameinuðu einnig kvennahreyfingar í Litháen, Lettlandi og Eistlandi ki’afta sína í svokölluðum regnhlífarsamtök- um sem bera heitið „Femina Baltica". Eins hefur Norræna rannsóknastofn- unin í kvenna- og jafnréttisfi'æðum, studd af Norðurlandaráðinu, verið í forsvari fyrir samskiptum kvenna- hreyfinga á Norðurlöndum og Eystra- saltslöndunum. Stofnaður hefur verið upplýsingabanki á Netinu um rann- sóknir í kvenna- og kynjafræðum sem og jafnréttishrejrfinga á Norðurlönd- um, í Eystrasaltslöndunum og í Norð- vestur-Rússlandi, en það eru einmitt þau lönd auk Bandaríkjanna sem tóku þátt í ráðstefnunni um konur og lýð- ræði í Reykjavík. Lýðræði og konur Óháðar félagslegar hreyfingar (NGO) eru alltaf háðar eðlilegu sam- spili ríkis og þegnasamfélags. En, að sögn kvenna á ráðstefnunni, búa ung lýðræðisríki Austur-Evrópu ekki enn við stjórnkerfi sem býður upp á jafn- vægi í samskiptum ríkis og óháðra samtaka. Þar að leiðandi eru hags- munahópar eins og kvenfrelsishreyf- ingar í meira mæli háðar stjórnvöld- um. Ráðamenn þurfa að koma auga á félags- og þjóðhagslega óhagkvæmi kynjamisréttis áður en réttindamál kvenna hljóta áheyrn þeirra. Borgara- réttindi kvenna eru ekki sjálfsagður fylgifiskur lýðræðis og þau verða ekki að veruleika án pólitísks vilja valda- kjarnans sem og þrýstings sam- einaðra hagsmunahópa kvenna. Myndun lýðræðislegs þegnasamfélags er nauðsynleg forsenda þess að mynd- un kvennahreyfinga komi til fyrir utan stofnanir stjórnkerfisins, en myndun þeirra er, eins og reynsla vestrænna kvenna sýnir, nauðsynleg vegna þess að lýðræði sem stjórnarfyrirkomulag tryggir ekki sjálfkrafa réttindi kvenna. Lýðræði býður hins vegar upp á pólitískan óháðan vettvang fyrir bai'áttumál, sem konur í Austur-Evr- ópu nýta sér nú á ýmsan máta til dæmis á ráðstefnunni um konur og lýðræði. Frá einu karlaveldi tii annars Þverpólitísk samtök þingkvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.