Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 11 FRÉTTIR Arangursrík samvinna vísindamanna 1 rannsóknum á rauðum úlfum Hafa staðsett litningasvæði sem geyma erfðavísa sjúkdómsins Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Rannsóknastofa í gigtarsjúkdómum er til húsa á Landspítalalóð. Hér er Kristján Steinsson lengst til hægri ásamt samstarfsmönnum, þeim Gerði Gröndal, Helgu Kristjánsdóttur og Alfreð Árnasyni. Með því að staðsetja litningasvæði sem hafa að geyma erfðavísa rauðra úlfa er stigið mikilvægt skref í þá átt að útskýra orsakir sjúkdómsins og um leið skyldra gigtsjúkdóma. Alþjóðlegi gigtardag- urinn er í dag. ÍSLENSKUM vísindamönnum hef- ur í samvinnu við sænska starfs- bræður tekist að staðsetja ákveðin litningasvæði sem sýnt þyki að hafi að geyma erfðavísa sem tengjast gigtsjúkdómi sem nefndur er rauðir úlfar. Dr. Kristján Steinsson, yfir- læknir á gigtarskor Landspítalans og Rannsóknarstofu í gigtarsjúk- dómum, segir þessa uppgötvun mjög mikilvæga og leiði hún vonandi til þess að menn átti sig betur á orsök- um sjúkdómsins. Síðar hafi hún hugsanlega í för með sér skjótari greiningu og bætta meðferðarmögu- leika. Rauðir úlfar geta komið fram á ýmsan hátt og segir Kristján sjúk- dóminn geta reynst erfiðan í grein- ingu og greiningartöf vera allt frá nokkrum dögum upp í ár. „Sjúkdóm- urinn einkennist af mikilli mótefna- myndun er beinist gegn eigin líkama og veldur bólgu í liðum, húð og innri líffærum. Afleiðingar bólgunnar geta oft verið mjög alvarlegar. Mikilvægt er að geta hafið meðferð sem fyrst og því er nauðsynlegt að greina sjúk- dóminn snemma," segir Kristján. Rauðir úlfar eru mun algengari með- al kvenna, einkum ungra kvenna, og er hlutfallið 8 konur á móti hverjum einum karli. Upphaf þessara rannsókna er á þann veg að samstarf tókst á milli Kristjáns og erfðafræðideildar Uppsalaháskóla. Gerð var kembileit eða skimun í erfðaefni íslenskra fjöl- skyldna þar sem sjúkdómui'inn er ættlægur. Rannsóknin var unnin hér á landi og í Uppsala. „Með arfgerðargreiningu tókst að staðsetja nokkra erfðavísa, meðal annars á litningi 2,“ segir Kristján. „Þá er ljóst að skortur á ákveðnum þætti í ónæmiskerfínu, svokölluðum kompliment-þætti 4 sem er mikil- vægur liður í ónæmiskerfmu, eykur áhættu á að einstaklingur með vissa arfgerð fái sjúkdóminn. í framhaldi af þessum niðurstöðum voru athug- aðar sænskar og norskar fjölskyldur og hefur fengist sama niðurstaða hvað varðar viss litningasvæði, með- al annars svæðið á litningi 2,“ segir Kristján og að þess vegna sé ljóst að niðurstöður á íslenska hópnum megi yfirfæra á sjúklinga í öðrum lönd- um. Um þessar mundir eru að birtast tvær greinar um þessar niðurstöður í alþjóðlegum vísindaritum og hafa niðurstöðurnar þegar verið kynntar á ráðstefnum erlendis. I næsta mán- uði verða þær til dæmis kynntar á bandaríska gigtarlæknaþinginu. Svipaðar rannsóknir fara fram að minnsta kosti á tveimur öðrum stöð- um í Bandaríkjunum og segir Krist- ján ennþá ríkja ákveðna samkeppni milli hópanna en síðar meir sér hann fram á mikilvæga samvinnu á milli þeirra. Mikið verk framundan „Þótt þessi niðurstaða sé fengin er mikið verk framundan við að ein- angra þessa erfðavísa og komast að því hvaða hlutverki þeir hugsanlega gegna í tilurð sjúkdómsins. Við erum að stíga eitt mikilvægt skref í þá átt að útskýra orsakir rauðra úlfa og um leið annarra skyldra gigtsjúkdóma," segir Kristján en varar við því að þessar fréttir séu túlkaðar þannig að lækning og meðferð séu héðan af leikur einn. „Framtíðin verður að skera úr um hvort og hvernig ný lyf geta þróast sem beinast að því að ráðast að rótum sjúkdómsins og hvernig bæta má meðferð og fyrir- byggjandi aðgerðir." Orsakir gigtsjúkdóma eru taldar ráðast bæði af erfðum og þáttum í umhverfinu en Kristján segir ýmis- legt benda til þess að erfðaþátturinn sé mjög sterkur. Hér á landi er verið að vinna með 10 fjölskyldum en alls eru fjölskyldurnar milli 30 og 35 í rannsóknarhópnum í löndunum þremur. Islenski hópurinn telur 150-200 manns og segir Kristján styrk Islendinga liggja því að hér sé hægt að rekja sig gegnum marga ættliði. Það hafi gefið mikilvæga vit- neskju um hversu sjúkdómurinn sé ættlægur. Rannsóknirnar byggjast m.a. á gögnum sem safnað var í far- aldsfræðilegri rannsókn á rauðum úlfum sem fram fór hérlendis fyrir nokkrum árum. Haldin er nákvæm skrá yfir alla einstaklinga hérlendis með rauða úlfa og meðferð sjúkling- anna er að miklu leyti miðstýrð, þ.e. flestir eru til eftirlits og meðferðar á gigtarskor Landspítalans. Rannsóknir að eflast Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdóm- um var komið á fót haustið 1996 og segir Rristján þá hafa verið stigið mikilvægt skref til eflingar á grunn- rannsóknum á gigtsjúkdómum. Stof- an er hluti af gigtarskor Landspítal- ans og var byggð upp í samvinnu við Gigtarfélag Islands og læknadeild Háskóla Islands. Þá átti Lionshreyf- ingin stóran þátt í að koma henni upp með afrakstri af sölu á rauðu fjöðrinni árið 1995. Rannsóknarverk- efnin eru meðal annai's kostuð með styrkjum frá Rannsóknaráði Islands, Rannsóknasjóði Háskólans, Vísinda- sjóði Landspítalans, NORFA, nor- rænum rannsóknasjóði, og stórum styrk frá Evrópusambandinu. „Þessi framlög hafa gert það að verkum að við höfum getað tekið upp samvinnu við önnur lönd og höfum við rannsóknir á leit að erfðavísum fyrir rauða úlfa átt samvinnu við erfðafræðideild Uppsalaháskóla,“ segir Kristján. Ásamt honum hafa unnið að þessum hluta rannsókn- anna á rauðum úlfum Helga Krist- jánsdóttir líffræðingur, Gerður Gröndal læknir og dr. Alfreð Árna- son erfðafræðingur. Auk rannsókna á rauðum úlfum hafa þai- farið fram rannsóknir á ikt- sýki, sem er algengt form liðagigtar og getur valdið verulegum skemmd- um á liðum, auk rannsókna á ákveðnum þáttum í ónæmiskerfinu. Helstu samstarfsaðilar hérlendis hafa verið Rannsóknarstofa í ónæm- isfræði og Blóðbankinn og á Gigtar- skor er hafið samstarf við íslenska erfðagreiningu á rannsóknum á erfð- um iktsýki. Andlát JOHANN ÞORVALDS- SON JOHANN Þorvaldsson fyrrverandi skólastjóri í Siglufii'ði er látinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Jóhann fæddist 16. maí 1909 á Tungufelli í Svarfaðardal. Hann lauk kennaraprófi árið 1932 og var kennari í einn vetur í Olafsvík og á Suðureyri við Súgandafjörð næstu fimm. Jóhann var kennari við bamaskóla Siglufjarðar frá árinu 1938 til ársins 1973 og skólastjóri frá 1973-1979. Hann var skólastjóri Iðnskóla Siglufjarðar frá 1945-1973. Jóhann var forstöðumaður gesta- og sjómannaheimOis Siglufjarðar, sem stúkan Framsókn rak á árun- um 1941-1960. Hann var ritstjóri Regins, blaðs templara, um árabil. Jóhann starfaði mikið í góðtempl- arareglunni og var heiðursfélagi Stórstúku íslands. Hann var gæslu- maður barnastúkunnar Eyrarrós nr. 68 og æðstitemplar stúkunnar Framsókn, nr. 187. Jóhann starfaði lengi að skóg- rækt í Siglufírði og var formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar tO ársins 1987. Jóhann vai' heiðursfé- lagi í Skógræktarfélagi íslands og hann var sæmdur Fálkaorðunni fyr- ir störf að kennslu og skógrækt. Jóhann tók einnig þátt í öðrum félagsmálum og stjórnmálum í Siglufirði og var m.a. ritstjóri Ein- herja, blaðs framsóknarmanna í Siglufirði, í fjórtán ár. Eftirlifandi kona Jóhanns er Friðþóra Stefánsdóttir. Böm þeirra em fimm. Kötluæfíng í Mýrdal og Skaftárhreppi Vel gekk að rýma hús NÁGRANNAR Kötlu æfðu síð- astliðinn Iaugardag viðbrögð við eldgosi og jökulhlaupi úr Mýr- dalsjökli. Meðal annars var æfð rýming húsa í Mýrdal, Álftaveri og Meðallandi. Æfingin gekk vel að sögn Sigurðar Gunnarssonar sýsiumanns. Kötluæfingin var verklagsæf- ing með það að markmiði að þjálfa almannavarnanefndir og hjálparlið þeirra í boðun, skipu- lagi og framkvæmd rýmingar, sla'áningar og fjarskipta vegna eldsumbrota í Kötlu. Æfingin hófst klukkan hálf tíu um morg- uninn með því að ímynduð til- kynning barst til almannavarna- nefndanna í Mýrdal, Skaftár- hreppi og Rangárvallasýslu um að tíðii' smáskjálftar væru í Mýr- dalsjökli. Almannavarnanefnd- irnar komu saman og fóru í yfir viðbúnaðaráætlanir og haft var samband við björgunarsveitir og aðra sem taka þátt í æfíngunni. Gert var hættumat og lýst yfir viðbúnaðarstigi. Æfingin þróað- ist síðan í hættustig þannig að vegum var lokað, hús rýmd á hættusvæðinu og íbúum vísað í skráningarstöðvar fljótlega eftir hádegið. Sigurður Gunnarsson sýslu- Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Félagar í Rauðakrossdeildinni í Vík önnuðust skráningu fólks sem gert var að rýma hús sín í Kötluæfingunni um helgina. maður í Vík segir að æfíngin hafi gengið vel. Það tók um 45 mínútur að rýma húsin í Vík neðan bakka, um eina klukku- stund að rýma bæi í Álftaveri og um eina klukkustund og tuttugu mínútur að rýma í Meðallandi. Einu vandræðin vora með fjar- skipti vegna þess að neyðarrásin var of mikið notuð og tepptist hún um tíma. „Annars á þetta að vera nokkuð gott hjá okkur þótt það kæmi gos með litlum fyrir- vara,“ segir Sigurður. Fyrirhugað er að halda æf- ingu með börnum og kennurum í Víkurskóla og síðar í vetur svo- kallaða skrifborðsæfingu með almannavarnanefndunum. Helgarferö til 28. október Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð í helgarferðina 28. október til London. Við hölum nú fengið 10 herbergi á frábæru verði á Grand Plaza hótelinu í Bayswater. Einfalt 2ja stjörnu hótel í hjarta London og þú getur notið helg- arinnar í þessari vinsælustu höfuðborg Evrópu, og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 4 nætur - 28. október Verð kr 24,990 Flug, gisting og flugvallarskattar. Flug út á fimmtudegi 28. október, heim á mánudegi 1. nóv. Aðeins 10 herbergi. Flugsæti til London Verðkr 19.990 Flug út á fimmtudegi 28. október, heim á mánudegi 1. nóv. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.