Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Góður óbóleikur TÖNLIST S a I ii r i n n EINLEIKSTÓNLEIKAR Eydís Franzdóttir flutti einleik- sverk eftir Britten, Castiglioni, Hilmar Þórðarson, Svein Lúðvík Björnsson og Drake Mabry. Sunnu- dagurinn 10 október 1999. ÓBÓ, eða blásturshljóðfæri með tvöíoldu reyrblaðamunnstykki, er talið eitt af elstu hljóðfærum sög- unnar, upprunalega talið samsett úr dýraýlu og flautulegg og ýmist nefnt hjarðpípa eða aulos í Grikk- landi. Hjá Frökkum nefnist það „hautbois“ (hátt tré) og hefur það því einnig verið nefnt hápípa. Til eru frásagnir af grískum hápípu- leikurun og talið að fyrsta hermi- tónverkið hafi verið samið á hápípu. Sá sem það gerði hét Sakadas en verkið á að lýsa bardaga Apollos við drekann Pýþon. Fyrir að drepa drekann var Apollo skikkaður til að vera verndari Delfí. Verkið var Strctchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, biússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 sagt vera í fimm köflum, er voru nefndir Viðbúnaður, Askorun, Bar- dagi, Lofsöngur og Sigurdans og var þetta verk flutt á Pýþísku leik- unum, árið 586 f.Kr. Annar aulos- leikari, Harmonides, skv. Lukian- osi, „upphóf einleik sinn með þvflikum þrumutóni, að hann bókstaflega blés úr sér líftóruna í aulosinn og datt dauður niður á staðnum". Þá má geta þess, að au- los var hljóðfæri Dionýsusar, guð gleði og gjálífis og var því í litlum metum hjá Apollo, sem lét setja asnaeyru á Midas konung, fyrir að þykja auloshljómurinn skemmti- legri en hljómur lýrunnar sem var hljóðfæri Apollosar. Eydís Franzdóttir hóf tónleika sína í Salnum sl. sunnudagskvöld með verki eftir Benjamin Britten, Six Metamophoses, sem samið er við texta eftir Publius Ovidus Naso (43. f.Kr.-17 e.Kr.) rómverskt skáld, er tekur fyrir grískar um- breytingar, þar sem fjallað er um persónur sem breytt var t.d. í fjall, blóm og gosbrunn eða hlutu önnur örlög. Það er margt fallegt í þessu verki en sérstaklega eru tveir síð- ustu kaflamir fallegir, þ.e. þeir sem fjalla um Narsissus, sem fyrir eig- inelsku sinnar breyttist í blóm og Arethusa, sem á flótta var breytt í gosbrunn. Eydís lék verkið af glæsibrag, sérstaklega tvo síðustu kaflana. Næsta verk er frá tilrauna tím- anum á milli 1960 til 70 og er eftir Niccolo Castiglioni, samið 1965 fyr- ir óbósnillinginn Holliger. Þetta er tilraunverk þar sem reynt er að bjótast út úr hefðbundnum leikvið- jum, bæði hvað snertir tónferli og tónmyndun, þar sem heyra mátti yfirtónaleik, grunntónn með annan yfirtón (tólfund) samhljómandi og ýmis önnur leikbrögð. Allt var þetta vel útfært hjá Eydísi. Það sama má segja um verkið Sonon- ymus I, eftir Hilmar Þórðarson, verk sem er samið fyrir óbó og tölvu, þar sem óbóið og tölvan eru samvirk í hljóðmyndun og hraða- mótun. Þetta er skemmtileg tilraun en tónmál verksins er því miður ekki áhugavert, sem oft vill verða í tilraunaverkum, þar sem tilraunin verður aðalmarkmiðið. Þó ber að hafa í huga, að þessi aðferð Hilm- ars kann að leiða til þess að frelsa tölvuna undan nauðsyn algjörrar forskriftar og gera hana samvirka í óforrituðum samleik tölvu og hljóð- færis. Sveinn Lúðvík Björnsson átti stutt verk er hann nefnir Glers- kugga (1998), fallegt og látlaust verk, svolítið innhverft og hamið, er var mjög vel flutt af Eydísi. Loka- verk tónleikanna, Lagaflokkur eft- ir Drake Malbry, vel samið leik- tækniverk er hann nefnir Lament for Astralabe (1980), eins konar stjörnuleikur með ýmis tækniatriði á margan hátt glæsilegt verk. Það sem á stundum einnkennir nútíma verk eru stuttar tónhendingar, sem oft ná ekki að mynda samfelldan tónbálk, þótt einstaka tilþrif séu skemmtileg áheyrnar og útheimti mikla leikni af hálfu flytjanda. Leikur Eydísar í þessu erfiða verki var frábærlega vel útfærður og sýndi hún, svo ekki verður um villst, að hún er góður óbóisti og væri fróðlegt að heyra hana leika tónlist frá öðrum tíma en frá 1950 til 98, svona til samanburðar og þá í samleik við önnur hljóðfæri. Jón Ásgeirsson Guðný Guð- mundsdóttir á geislaplötu GUÐNÝ Guðmunds- dóttir lauk nýverið hljóðritun á einleik- sverkum fyrir fiðlu til útgáfu á geisla- diski. Efnisskráin inniheldur Prelu- dium og Dopperfuge yfir nafnið B-A-C-H eftir Þórarin Jóns- son, Sónötu nr. 1 í g- moll eftir Johann Sebastian Bach, Sónötu fyrir einleik- sfíðlu eftir Hallgrím Helgason og Offerto eftir Hafliða Hallgnmsson. Geis- ladiskinn tileinkar Guðný göml- um kennara sinum og forvera í starfi konsertmeist- ara Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, Birni Olafssyni. Guðný er konsert- meistari Sinfóm íuhljómsveitar Islands og einn meðlima Tríós Reykjavíkur. Hún er nú á listamannalaun- um. Upptökur fóru fram í Selljarnar- neskirkju og sá Ríkis- útvarpið um hljóðrit- un^ Utgefandi er Polar- fonia Classics en útgáfan er styrkt af Islandsbanka og Sjóvá Almennar. Guðný Guðmundsdóttir Fínn bás- únuleikari TONLIST S a I u r i n n EINLEIKSTÓNLEIKAR Ingibjörg Guðlaugsdóttir flutti verk eftir Folke Rabe, Pergolesi, Philipe Gaubert, Kazimierz Serocki og Gustav Mahler, Judith Þor- bergsson lék með á píanó. Laugar- dag kl. 16.00. ÞEGAR ungir tónlistarmenn kveðja sér hljóðs, rétt varla búnir að ljúka námi, býst maður allt eins við því að því fylgi talsverð spenna og „nervösitet". Ingibjörg Guð- laugsdóttir básúnuleikari hélt sína fyrstu tónleika í Salnum í Kópavogi á laugardaginn, og var framkoma hennar þannig að hefði maður ekki vitað, og séð, - hefði maður haldið að hér væri á ferðinni þrautreynd- ur músíkant. Ingibjörg Guðlaugs- dóttir lék af miklu öryggi og með mjög persónulegum stfl. Hún er með afbrigðum músíkölsk, og var virkilega gaman að heyra hana spila. Prógrammið sem Ingibjörg lék var lokaprófsverkefni hennar frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg í Svíþjóð, - blönduð efnisskrá með verkum frá ýmsum tímum. Basta eftir Folke Rabe er einleiksgletta samin árið 1982 fyrir básúnusnill- inginn Christian Lindberg. Þarna reynir á tæknikunnáttu hljóðfæra- leikarans, og jafnvel sönghæfileika, - því í hluta verksins þarf hljóð- færaleikarinn að syngja í tónbilum í rörið um leið og hann spilar, þar með opnar hann skemmtilegar hljómrænar víddir þessa einradda hljóðfæris. Ingibjörg lék verkið af öryggi og með miklum húmor. Sinfónía eftir Pergolesi var sam- in um það bil tveimur og hálfri öld fyrr, og fyrir flautu og sembal. Hér gilda lögmál hins settlega síðbar- rokks og allt annars konar stfll og leikmáti. Verkið er í fjórum þátt- um, - hægum og ljóðrænum inn- gangsþætti, fjörlegum og synkóp- eruðum allegroþætti, tregafullum adagioþætti og loks hröðum loka- þætti. Hér kom til sögunnar með- leikari Ingibjargar, Judith Þor- bergsson píanóleikari. Þær Ingibjörg og Judith snöruðu sér í gegnum Pergolesi með miklum glæsibrag. Andstæður milli hins ljóðræna og tregafulla annars veg- ar og hins fjöruga og snarpa hins vegar voru listrænt og músíkalskt útfærðar. Þetta var svipsterk túlk- un og falleg. Morceau eftir flautusnillinginn Philippe Gaubert var af enn öðrum toga, - ljóðrænt flóð hljóma og lita. Básúnan er talsvert meira seig- fljótandi í lýríkinni en flautan sem verkið er samið fyrir, - en á móti kemur að þykkur og hlýr tónn bás- únunnar gefur allt annars konar yfirbragð, - meiri angurværð og meiri dulúð. Verkið var afbragð- svel leikið og af mikilli tilfinningu fyrir ljóðrænum eiginleikum þess. Kazimierz Serocki er lítið þekkt tónskáld hér á landi, en ef marka má Sónatínu hans íyrir básúnu og píanó mættu verk hans gjaman heyrast hér mun oftar. Þessi ágæta tónsmíð er erfitt stykki, sem reynir veralega á básúnuleikarann, en ekki síður píanóleikarann. Leikur Ingibjargar var virkilega glæsileg- ur, músíkalskur og fallegur, og Ju- dith lék með af sama skörangsskap og músíkölsku dýpt. Hvers vegna heyrist ekki oftar í svo fínum pían- ista? Lokaverkið á efnisskránni var söngvar eftir Gustav Mahler úr Söngvum förasveins í útsetningu fyrir básúnu og píanó. Ingibjörgu tókst vel að lita lagið blæbrigðum ljóðsins með fallegum tón, þótt engin orð væru til staðar. Túlkunin var ljóðræn og yndisleg og með- leikur Judithar Þorbergsson frá- bær. Ingibjörg Guðlaugsdóttir er ung, en hefur sannariega margt til brunns að bera í listinni, mikla hæfileika og sterkan karakter, bæði í músíkinni og á sviði. Það verður gaman að fylgjast með þessari ungu listakonu í framtíð- inni. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.