Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðvörunarorð Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra til sparisjóða og annarra lánastofnana um þenslu í útlánum Utlánaaukning spari- sjóðanna síst meiri GUÐMUNDUR Hauksson spari- sjóðsstjóri telur ábendingar Birgis Isleifs Gunnarssonar seðlabanka- stjóra um nauðsyn þess að lána- stofnanir dragi úr útlánum og gæti að öryggi í útlánum, bæði til ein- staklinga og fyrirtækja, fyllilega eðlilegar í ljósi þess að nú ríkir þensla í þjóðfélaginu og hlutverk Seðlabankans sé að draga úr því ástandi. I ræðu sem seðlabankastjóri hélt á aðalfundi Sambands ís- lenskra sparisjóða á föstudag, beindi hann orðum sínum sérstak- lega til sparisjóðanna er hann fjall- aði um þenslu á fjármagnsmark- aði. Hann sagði eiginfjárhlutfall þeirra hafa lækkað hratt síðustu misseri og því væri ástæða til að brýna aivarlega fyrir forsvars- mönnum sparisjóðanna og reyndar lánastofnunum í heild að hægja mjög á útlánum. Að öðrum kosti sé líklegt að sparisjóðirnir og aðrar lánastofnanir eigi eftir að verða fyrir útlánatapi er að því kemur að dragi úr umsvifum í efnahagslíf- inu. Sparisjóðirnir vel í stakk búnir Guðmundur segir Sparisjóðina vafalaust koma til með að virða um- mæli seðlabankastjóra en hve hratt þeir stigi á bremsuna geti hann ekki sagt til um. „Viðvörunarorð seðla- bankastjóra eru fullkomlega í takt við það þensluástand sem hér ríkir um þessar mundir og eðlilegt að Seðlabankinn reyni að beita alla að- ila þrýstingi til að draga úr því ástandi. Eg vil þó benda á að hvað sparisjóðina varðar, þá vegur út- lánaaukning þeirra ekki þungt ef litið er til fjármagnsmarkaðarins í heild sinni. Viðskiptabankamir og aðrar lánastofnanir hafa einnig ver- ið að auka útlán sín að undanfomu Guðmundur Hauksson og ef litið er til síðasta árs, má sjá að útlánaaukning þeirra er meiri en hjá okkur. Þá er einnig vert að nefna þá þróun sem hefur verið að eiga sér stað á öðrum sviðum s.s. bílalána undanfarin misseri þar sem mikill vöxtur hefur átt sér stað. Þó að ábendingar Birgis Isleifs séu réttmætar, er ekki hægt að draga sparisjóðina sérstaklega út í því sambandi og saka þá um að standa að aukinni þenslu," segir Guðmund- ur. „I rauninni standa sparisjóðirnir mun betur að vígi en aðrir aðilar á þessum markaði, bæði með tilliti til þess að útlánaaukn- ing þeirra er lítið meiri á sama tíma og eiginfjárstaða sparisjóðanna er sterkari og svigrúm þeirra til að mæta harðnandi árferði þ.a.l. meira.“ Opinn og traustur markaður mikil- vægur I ræðu sinni vék Birgir ísleifur jafn- framt að þeim hröðu breytingum sem átt hafa sér stað á innlendum fjár- magnsmarkaði og þá ekki síst á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Hann lagði áherslu á að gildandi leikregl- ur séu virtar á þessum vettvangi og að viðskipti séu gagnsæ þannig að tryggt sé að fjárfestar hafí allir að- gang að sömu upplýsingum. Guðmundur tekur undir með seðlabankastjóra í því sambandi og segir mikilvægt að verðbréfamark- aður sé opinn og traustur enda hafí sparisjóðimir og dótturfélög þeirra lagt á það ríka áherslu í allri sinni starfsemi á því sviði. Birgir Isleifur Gunnarsson Stefja og Teymi í samstarf Lausnir fyrir þráð- laus fjarskiptatæki FYRIRTÆKIN Stefja og Teymi hafa tekið upp samstarf um að bjóða fyrirtækjum lausnir fyrir þráðlaus fjarskiptakerfi. Samstarf- ið felur í sér að íyrirtækin munu vinna 1 sameiningu að kynningu lausna fyrir fyrirtæki sem vilja nota þráðlaus handtæki, eins og GSM-síma og handtölvur sem byggja á Palm OS, Windows CE og Symbian’s EPOC-stýrikerfí, við vinnu sína og þurfa að komast að miðlægum gögnum eða fá send gögn til sín. Einnig munu fyrirtækin einbeita sér að þeirri þróun sem er að verða við samnýtingu þráðlausra síma og Netsins með tilkomu verkfæra og tækni eins og WAP (Wireless App- lication Protocol). Um 1 milljarður GSM-síma árið 2003 I fréttatilkynningu frá Teymi kemur fram að mikill vöxtur sé í notkun þessara handtækja og reiknað sé með því að GSM-símar í heiminum verði um einn milljarður árið 2003. „Handtækin og fjar- skiptakerfin, eins og GSM-fjar- skiptakerfíð, eru að verða hæfari að meðhöndla alls kyns gögn þannig að GSM-notendur geta brátt haft aðgang að pósti, dagbók, símaskrá, pantað vöru eða haft að- gang að öðrum gögnum sem liggja á innraneti fyrirtækja." Teymi og Stefja munu einnig bjóða upp á þróun lausna sem og staðlaðar lausnir íyrir Palm OS, Windows CE og Symbian’s EPOC- stýrikerfi sem byggja á Oracle8i Lite. Þessar lausnir geta bæði unn- ið staðbundið og samhæfst miðlæg- um Oracle-gagnagrunni fyrirtæk- isins eða unnið beint á veflausnum fyrirtækisins. „Stefja og Teymi sjá fyrir sér mikla þörf hjá stærri fyritækjum og stofnunum eins og spítölum, trygginga-, framleiðslu-, verk- taka-, sölu- og dreifingaríyrir- tækjum, þar sem fólk er á ferðinni allan daginn og þarf að hafa að- gang að gögnum og vinna náið með upplýsingakerfum fyrirtækis- ins,“ að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Hjá Stefju ehf. er unnið við þró- un virðisaukandi lausna fyrir mis- munandi fjarskiptakerfi, eins og GSM, NMT, TETRA, VHF, og In- marsat. Fyrirtækið framleiðir í dag TrackWell-vörulínuna sem er markaðssett erlendis í samstarfí við Nokia, Racal Tracs og fleiri er- lend fyrirtæki. Teymi hf. var stofnað 1995 með það að markmiði að þjónusta ís- lensk fyrirtæki á sviði gagnameð- höndlunar hvers konar. Helstu hluthafar í Teymi hf. eru Opin kerfi hf. með 36%, Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis, með 29%, Islenski hug- búnaðarsjóðurinn ehf. með 20% og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. með 5%. Kanadískur hugbúnaður auðveldar gæðastjórnun á vefsíðum Þ e k k I n g f þ i n a þ á g u ITOLVU- NÁMSKEIÐ Tölvu- og | verkfræðiþjónustan Grensósvegl 16 pðntunarilmí VAFALAUST hafa margir þeirra sem nýta sér Netið til að leita að upplýsingum og afþreyingu lent í þeirri aðstöðu að vefsíðan sem þeir hyggjast skoða finnst ekki. Oft koma þess í stað skilaboð á skjáinn þar sem segir t.d. „HTTP Error 404 - File not found“. „Þetta getur haft slæmar afieið- ingar fyrir fyrirtæki sem stundar upplýsingagjöf eða viðskipti á Net- inu. Rannsóknir sýna að fólk sem vafrar um Netið hefur almennt ekki samband þegar síða finnst ekki, held- ur snýr sér annað með sín viðskipti. Viðskiptavinurinn lætur það fara í skapið á sér að upplýsingar, sem eiga að vera þama, eru ekki til reiðu. Það getur því skipt miklu að viðskiptavin- ir fælist ekki frá vefsíðu þinni vegna þess að síða finnist ekki,“ segir Ted Bumett, aðstoðarforstjóri sölu- og markaðsmála hjá Watchfire-hugbún- aðarfyrirtækinu í Ottawa í Kanada (www.watchfire.com), en fyrirtækið framleiðir hugbúnaðarlínu sem ætlað er að auðvelda, rekstraraðilum vef- síðna að fylgjast með gæðamálum vefsíðnanna. Linkbot-hugbúnaðurinn gerir sjálfvirka úttekt á því hvort allar tengingar yfir á aðrar vefsíður séu í Eru vefsíður fyr- irtækisins í lagi? lagi, þ.e. hvort þær síð- ur sem vísað er í séu fyrir hendi á viðkom- andi vefþjón, auk ann- arra þátta sem skipta máli fyrir rétta virkni vefsíðunnar. Alls próf- ar hugbúnaðurinn yfir 50 gerðir vandamála sem geta komið upp á vefsíðum. Vefsíður gæðaprófaðar „Gæðaprófun vef- síðna er tiltölulega nýtt fyrirbæri, en reynslan sýnir að full þörf er fyrir slíkt eftirlit. Charles Schwab & Co. verðbréfa- fyrirtækið í Bandaríkjunum, sem býður upp á verðbréfaviðskipti á vefnum, hefur til dæmis fengið á sig nokkur hundruð milljóna dollara Ted Burnett kröfur fyrir dómstólum frá viðskiptavinum sín- um, sem gátu ekki keypt eða selt verðbréf yfir Netið vegna þess að vefsíða fyrirtækisins virkaði ekki rétt þegar til átti að taka,“ segir Ted Bumett við blaða- mann Morgunblaðsins. Ericsson með yfir 6 milljónir veðsíðna Bumett segir að rúmur helmingur af fimm hundmð stærstu fyrirtækjum heims noti Linkbot-hugbúnaðinn til að fylgjast með gæðamálum vefsíðna sinna. „Erics- son-fjarskiptafyrirtækið hefur til dæmis yfir 6 milljónir vefsíðna á heimasvæði sínu, með 10 milljón tengingum milli síðna. Linkbot er • • • FJÖLPÓST PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur Netbankaþjónusta í gegnum farsíma TVEIR stærstu bankar á Norður- löndum, Handelsbanken og MeritaNordbanken, hafa greint frá fyrirætlunum um að bjóða við- skiptavinum sínum upp á netbanka- þjónustu í gegnum farsíma, að því Í9LENSKUH HAGFISKUR hagur heimilinna 5677040 Raðk|a. humar. hórpuskel. ýsa. lúða.siungur, lax ofl. FRI HEIMSENDING er fram kemur í Financial Times. Starfsemin mun byggja á svo- kallaðri WAP-tækni (Wireless Application Protocol) sem gerir farsímanotendum fært að nota gögn úr upplýsingakerfum fyrir- tækja með þráðlausum handtækj- um. Með WAP gefst viðskiptavin- um netbanka m.a. kostur á að greiða reikninga, færa fjármuni á milli reikninga og kaupa og selja hlutabréf í gegnum síma. Á dögunum hleypti Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis af stokkunum fyrsta bankanum sem eini hugbúnaðurinn á markaðnum sem getur gæðaprófað vefsvæði með yfir 10 milljónum undirsíðna. Hugbúnaðurinn líkir eftir hegðun þeirra sem vafra um Netið og mælir og skilar skýrslu um þá reynslu sem þeir myndu verða fyrir, og getur hugbúnaðurinn prófað 50.000 teng- ingar á klukkustund." Hugbúnaðurinn hefur unnið til nokkurra verðlauna, og meðal ann- arra notenda en Ericsson má nefna AT&T, Andersen Consulting, Boeing, Citibank, General Motors, IBM og Microsoft, auk ýmissa opin- berra bandarískra stofnana s.s. bandaríkjahers. Fjöldi minni fyrir- tækja hefur einnig keypt hugbúnað- inn og er fjöldi seldra eininga alls yfir 50.000 talsins. Auk Linkbot-hugbúnaðarins framleiðir Watchfire-fyrirtækið Metabot-hugbúnaðinn, sem setur inn og prófar svokallaðar „Meta“- skipanir í vefsíðum og Wisebot sem gerir notendum kleift að sníða til vefsíðu með ákveðnum hætti. Auk þessa er væntanlegur á mark- aðinn hugbúnaður undir nafninu „E-test Suite“, sem ætlað er að prófa kerfi sem sjá um rafræn við- skipti. starfar alfarið á Netinu. Guðmund- ur Hauksson sparisjóðsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar á bæ fylgist menn vel með öllum nýjungum hverju sinni með tilliti til þess hvernig sú þróun falli að þeirri þjónustu sem SPRON og dótturfélög veita. Óvíst hvenær eða hvernig Hvað WAP-kerfið varðar, væri ein- faldlega of snemmt að segja til um hvenær eða hvernig það þjónustu- stig verði útfært fyrir viðskiptavini SPRON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.