Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Námsnet Háskóli Islands er með námsnet sem styður bæði við kennslu og nám. A því er hagnýtt efni sem nemur nú þegar hundruðum vefsíðna. Sveinn Guðjónsson ræddi við Jón Erlendsson, forstöðumann Upplýsingaþjónustu Hí, um Netið og þau nýju viðhorf sem upplýsingatæknin er að skapa í öllu námi. Breytt vinnubrögð í háskólum • Námsnetið getur sparað mikla vinnu við óþarfa glósugerð nemenda • Víðtæk miðlun upplýsinga sem spannar flesta þætti æðri menntunar Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Haskóla Islands. íslenskur prófessor í forystu fyrir vefvæðingu UPPLYSINGAÞJONUSTA Há- skóla íslands efndi nýverið til kynningarfundar þar sem Dr. Asgeir Sigurðsson, prófessor í tannlækningum við University of North Carolina (UNC) í Banda- ríkjunum kynnti störf sín að beit- irigu upplýsingatækni í fræðslu, en hann hefur haft forystu um vefvæðingu kennslu í tænn- læknadeild skólans. Dr. Ásgeir hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir störf sín á þessu sviði. Auk þess sem hann sfjómar vef- væðingu tann- læknafræðslu hjá UNC vinnur hann að gerð „bókar“á margmiðlunar- diski um sér- grein sma, tannholsfræði. Upplýsingaþjónusta Há- skóla Islands hefur frá árinu 1997 unnið að þró- un við að koma á laggim- ar og reka Námsnet HI á vegum Námsnetsnefndar Háskólans. Um er að ræða átak til að aðstoþa kenn- ara og nemendur við HÍ við að koma hvers kyns kennslugögnum á Veraldarvefínn, gjaman í sam- vinnu fyrrgreindra aðila. Að sögn Jóns Erlendssonar yfirverkfræð- ings, forstöðumanns Upplýsinga- þjónustunnar, em nú komnar inn á vef Námsnetsins nokkur hundruð vefsíður sem hafa að geyma hagnýtar upplýsingar um vefsíðu- gerð, vefkennslu, samvinnu kenn- ara og nemenda um námsgagna- gerð sem og þau nýju viðhorf sem upplýsingatæknin er að skapa í öllu námi. Stöðugt er unnið að því að auka og bæta þetta efni. Nokkur hluti upplýsinganna er nú þegar öllum aðgengilegur á heimasíðu UH. „Við höfum verið í mikilli þróun- arvinnu allt frá árinu 1997 og höf- um aflað okkur viðamikilla gagna um allt er lýtur að vefkennslu, kennslufræði auk margs annars er máli skiptir," sagði Jón Erlends- son, yfirverkfræðingur og for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskóla Islands, er hann var spurður um framgang og stöðu mála hjá „Námsneti Háskóla Is- lands“. Nú er komið inn á Náms- netið viðamikið efni sem allir kenn- arar, jafnt sem stúdentar auk annarra hafa aðgang að. Nóg er að byrja með að fara bara inn á slóð- ina: http://www.hi.is/ljoner, og rekja sig síðan áfram eftir þörfum, sagði Jón ennfremur. Forsaga málsins er sú að á fundi sínum, 6. febrúar 1997, samþykkti Háskólaráð tillögur stúdenta í ráð- inu um að skipa nefnd, Námsnets- nefnd HÍ, til að koma á laggirnar og reka „Námsnet Háskóla Is- lands“. í nefndinni eiga sæti þeir dr. Magnús Jóhannsson prófessor og Björgvin Guðmundsson hag- fræðinemi auk Jóns. Framkvæmd- in beinist að því að þróa og starf- rækja stoðkerfi fyrir kennara. Tilgangurinn er einkum sá að greiða sem mest götu þeirra við að koma efni um námskeið sín inn á Veraldarvefinn. „Það sem við erum að vinna að núna hjá Upplýsingaþjónustunni er annars vegar fyrrgreind aðstoð við kennarana en einnig að ýta undir það að nemendur taki virkan þátt í þessu starfi með þeim,“ sagði Jón Erlendsson. „Um þessar mundir erum við meðal annars með stórt verkefni í gangi sem lýtur að 200 manna námskeiði, þar sem kenna- rinn, Bjöm Birnir, prófessor, hefur boðið nemendum full afnot af fyrir- lestrapunktum sínum að því gefnu að þeir annist vinnuna við að undir- búa þá fyrir útgáfu á vefnum. Hóp- ur nemenda í viðkomandi nám- skeiði er þegar byrjaður á þessu verki. Kennarinn mun síðan fara yfir glósurnar til að tryggja að þær séu réttar og ítarlegar. Einnig er í gangi vinna við að aðstoða allmarga kennara í læknadeild. Tímafrek glósugerð „Það gefur augaleið að þetta sparar feikilega vinnu við óþarfa glósugerð nemenda," sagði Jón ennfremur. „Við skulum gera ráð fyrir að hver stúdent sé um það bil fjóra til sex tíma í kennslustundum dag hvern. Gera má ráð fyrir að um 50 til 60% af þessum tímum séu fyr- irlestrar. Samdóma álit margra stúdenta er að ein til þrjár klukku- stundir fari dag hvem í „óþarfa glósugerð" hið minnsta, það er skráningu á hvers kyns námsefni sem nemendur verða að kunna skil á fyrir próf og ekki er miðlað á ann- an hátt en í fyrirlestrum. Miðað við 6.500 manna nemendahóp þá má gera ráð fyrir því að um 10-15.000 klukkustundir fari dag hvem í þessa „handvirku gagnagerð". Tal- ið í ársverkum er þessi gagnslitla vinna um 5-7 ársverk dag hvern. Við þetta má bæta að margt annað, svo sem dæmi og lausnir, væri einnig ástæða til að gefa út. Rétt er að vekja sérstaklega athygli á því að hér er ekki á ferðinni peitt sem er sérstakt vandamál í HI. Um all- an heim og á öllum skólastigum tíðkast vinnusóun af þessu tagi. Vinnusóun í „handvirkri gagna- gerð“ í HI er langt í frá algild regla. Margir kennarar eru mjög dugleg- ir við að miðla nauðsynlegum frum- og stoðgögnum, ýmist með prent- un, fjölföldun eða á vefnum. Þetta dregur mjög úr vinnusóuninni og mælist vel íyrir meðal nemenda. Sem betur fer era þessi aldagömlu vinnubrögð á undanhaldi, meðal annars vegna tilkomu upplýsinga- tækninnar og veraldarvefjarins. Langmestu skiptir þó að skipta verkum við skráningar- og útgáfuv- innuna og eins að tryggja gæði efn- isins með því að gera kennarana að lykilaðilum í samvinnunni," sagði Jón Erlendsson. Námsnetsnefnd HI Háskólaráð skipaði Námsnets- nefnd HÍ í febrúar 1997. Frum- kvæðið að málinu kom frá stúdent- um og var Björgvin Guðmundsson, einn nefndarmanna, helsti hvata- maður tillögugerðarinnar. í nefnd- inni sitja auk hans þeir Magnús Jó- hannsson prófessor og Jón Erlendsson, yfírverkfræðingur og forstöðumaður Upplýsingaþjón- ustu HÍ. Mestöll þróunarvinnan sem unnin er á vegum nefndarinn- ar hvílir á Upplýsingaþjónusu Há- skólans. Einkum er um að ræða mjög víðtæka öflun og miðlun upp- lýsinga sem spannar flesta þætti æðri menntunar og kennslutækni. Sérstök áhersla er á virka hagnýt- ingu veraldarvefjarins og upplýs- ingatækni í fræðslu sem og virka samvinnu kennara og nemenda við þróun námsgagna og aðferða við nám og fræðslu. Umræða hefur verið innan nefndarinnar á nauðsyn þess að hluti þess efnis og þeirra gagna sem verða til í tengslum við nám og fræðslu innan Háskóla íslands nýt- ist almenningi hér á landi. Að sögn Jóns Erlendssonar hefur dr. Magn- ús Jóhannsson nú þegar unnið merkilegt starf af þessu tagi meðal annars með alkunnum pistlum sín- um í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins. Flestallir þessir pistlar era að- gengilegir fyrir allan almenning á heimasíðu Magnúsar. Námsnets- nefnd hyggst beita sér fyrir því að sem flestir kennarar og jafnvel námsmenn við HI stuðli að almenn- ingsfræðslu á fagsviðum sín á svip- aðan hátt. Samvinna um námsgagnagerð skilar miklum árangri í tengslum við vinnuna við Námsnet HI hefur verið gerð um- fangsmikil könnun á þáttum er varða hagkvæmni í fræðslu, það er aðferðum sem stuðla að sem bestri nýtingu fjár til að ná sem mestum og raunhæfustum árangri. Þetta verkefni, er nefnist „Framleiðni í námi og fræðslu" er stutt af fjárlag- anefnd Alþingis. Það er unnið í samvinnu UH og Kennaraháskóla íslands sem og allmargra inn- lendra framhaldsskóla. Bæði verk- efnin eru náskyld og styðja hvort annað. Jón sagði að sú mikla grunnvinna sem unnin hefur verið í tengslum við þessi verkefni hefði þegar leitt í ljós fjölda möguleika til að bæta nýtingu fjár í menntun sem og að auka raunhæfan námsárangur. Síkar áherslur hafa verið afarveik- ar til þessa innan íslenska mennta- kerfisins. „Þess má geta að þegar verkefnið hófst tókst ekki að hafa upp á neinum gögnum hér á landi er varða framleiðni í menntun. Nú er búið að afla viðamikilla gagna, þekkingar og sambanda á þessu sviði,“ sagði Jón. Víða tíðkast að nemendur skipt- ist á fyrirlestraglósum og úrlaus- num á einstaklingsgrandvelli," sagði Jón ennfremur. „Mun betra er að allur nemendahópurinn í hverjum bekk skipti verkinu sín á milli. Best er þó að slík samvinna fari fram undir verkstjóm eða rit- stjóm kennarans sem fer þá yfir efnið og ti-yggir að það sé rétt. Slík vinnubrögð eru kennaranum í hag að því gefnu að leiðréttingar verði ekki óhóflega miklar. Fullkomlega skipuleg samvinna um verkskipta námsgagnagerð var hafin í einum menntaskólabekk (4Z) árið 1963. Hún náði skjótlega tO 14 efnis- flokka, það er orðaglósa, dæma o.fl. Það sama var gert í verkfræðideild HÍ árin 1966-1967. Árið 1968 var síðan hafin samvinna af svipuðu tagi við kennara deildarinnar sem gekk afarvel,“ sagði Jón. „Svipað verk var unnið af UH árin 1990 til 1991 undir heitinu „Samvinna kennara og nemenda um náms- gagnagerð". Það gekk afar vel og vora gefin út yfir 10 rit í verkskiptri samvinnu þar sem kennarinn ann- aðist ritsjórn og gæðaeftirlit." Einn kennarinn í Læknadeild, Hannes Petersen, sem tók nýlega upp þau vinnubrögð sem Náms- metsnefnd HÍ hefur beitt sér fyrir lagði niður hefðbundna fyrirlestra í fagi sínu eftir að þeir vora allir komnir á vefinn og tók þess í stað upp verkefnakennslu. Fyrir vikið fékk hann kennsluverðlaun lækn- anema í janúar á þessu ári. Breytingar á grundvallar- viðhorfum Einn mikilvægasti árangurinn af þeim verkefnum sem hér er lýst er stórbætt þekking á veigamiklum breytingum á grundvallarviðhorf- um í fræðslu og námi sem á sér stað um þessar mundir víða í heiminum. Fjöldi þungavigtarmanna í menntamálum erlendis er farinn að tala um að þörf sé á gagngerri end- urskoðun á rekstri æðri menntast- ofnana. Helstu drifkraftamir að baki þessum nýju viðhorfum eru aukinn skilningur á gildi og mildl- vægi kennslufræða, tilkoma upp- lýsingatækninnar og veraldarvefj- arins sem og stóraukin alþjóðavæðing fræðslu. Svo dæmi séu tekin er nú boðið upp á rúmlega 17.000 námskeið á veraldarvefnum um allan heim. Svo virðist að mjög mikil aukn- ing muni verða á slíku framboði á komandi árum. Algengast sé að nemendur verði að greiða sam- bærilegt verð fyrir slíkt nám og greitt er fyrir hefðbundin símenn- tanámskeið. Nokkur dæmi eru þó til um að þau séu í boði á ótrúlega lágu verði og er ljóst að á slíku gæti orðið töluverð aukning. Auk menntastofnana hefur fjöldi stór- fyrii-tækja og útgáfufyrirtækja haslað sér völl á símenntamarkaði með stofnun eigin „háskóla“ (e. Corporate Universities). Að sögn Jóns eru slíkir skólar nú um 1.600 talsins. Þeir vinna ýmist einir eða í samvinnu við hefðbundna háskóla. „Ein afleiðingin sem blasir við er gallhörð hnattræn samkeppni á sí- menntamarkaði sem gæti leitt til þess í vissum tilvikum að aðOar hér á landi sem starfa á þessu sviði verði fyrir nokkram eða jafnvel verulegum samdrætti á einstökum sviðum," sagði Jón. „Enn sem kom- ið er virðist þessi þróun hæg hér- lendis en því er ekki að treysta að svo verði lengi. Þær fjölmörgu og gagngera breytingar sem hér er drepið á hafa enn sem komið er ekki hlotið neina viðeigandi umfjöllun hér á landi. Innlend umræða um menntamál er augljóslega í afar þröngum og fá- breyttum farvegi miðað við þá fjöl- breytni og grósku sem ríkir á er- lendum vettvangi.“ Að sögn Jóns Erlendssonar era fjölmörg dæmi um dugnað kennara við HÍ við að nýta veraldarvefinn. „Þótt skólinn hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu borið saman við aðra skóla, varðandi nýtingu veraldar- vefjarins í námi og fræðslu, er engu að síður að finna innan skólans fjöl- marga duglega einstaklinga í öllum deildum HI, sem hafa staðið sig vel í þessu tilliti. Hvað einstökum deildum viðvíkur þá má geta þess að mest virðist hafa verið unnið innan viðskipta- og hagfræðideild- ar og verkfræði- og raunvísinda- deildar. Um þessar mundir er í gangi sérstakt átak í vefvæðingu fræðslu í læknadeild HI á vegum námsnetsnefndar HÍ. Atak þetta er stuttaf kennslumálanefnd HÍ.“ Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu HÍ, lét þess að lokum getið að allar nánari upplýs- ingar varðandi þessi mál og margt fleira væri að sjálfsögðu að finna á vefsíðu Námsnets HI sem er http:// www.hi.is/~j oner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.