Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Vopnað rán framið í söluturni Ræninginn - ófundinn KARLMAÐUR sem framdi vopnað rán í söluturninum Spesíunni í Garðabæ skömmu eftir klukkan 23 á laugardagskvöld er ófundinn, en leit lögreglu að manninum hefur staðið jdir síðan um helgina. Ræninginn kom inn í söluturninn með riffil, ógnaði afgreiðslumanni með vopninu og hafði á brott með sér um 50 þúsund krónur. Af- greiðslumanninn sakaði ekki. Ræninginn er talinn vera á aldrin- um 18 til 25 ára og huldi andlit sitt með lambhúshettu er hann framdi ránið. , Rannsóknardeild lögreglunnar í ' r'tfiafnarfirði hefur málið til rann- sóknar og biður lögreglan þá sem hafa einhverjar vísbendingar um málið að hafa samband við sig. ---------------------- Hryggbrotn- aði á björg- unarsveit- "*• aræfingu TVÍTUGUR nýliði úr Björgunar- sveit Ingólfs í Reykjavík var fluttur með alvarlegan bakáverka á slysa- deild eftir slys á æfingu með sveit- inni á sunnudag. Var maðurinn að æfa stökk í sjó fram í flotgalla og hryggbrotnaði er hann lenti í sjón- um. Viðstaddir voru félagar hans sem voru við kennslu og æfingar og komu honum til aðstoðar ásamt lög- reglu og Slökkviliði Reykjavíkur. Við skoðun á slysadeild kom í ljós skaði á hryggjarlið. Gekkst hinn slasaði undir aðgerð í fyrrinótt og liggur nú á bæklunardeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Að sögn læknis á bæklunardeild ' Aamaðist maðurinn ekki vegna áverkans og er líðan hans góð eftir atvikum. Kvennaráðstefnan Framlög frá mörgum aðilum til verkefna ‘"^ÁÐGERT er að jafnréttisskrif- stofa Norrænu ráðherranefndar- innar taki við verkefnum ráð- stefnunnar Konur og lýðræði við árþúsundamót, sem lauk í Reykjavík á sunnudag. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formað- ur framkvæmdanefndar ráð- ^ili stefnunnar, kvaðst í samtali við Morgunblaðið ánægð með fram- lög margra fslenskra og er- lendra fyrirtækja og stofnana til verkefna sem vinna á að fram að stu ráðstefnu, sem halda á í ilnius í Litháen eftir 18 mán- uði. Hillary Rodham Clinton, for- setafrú Bandarikjanna, sagði meðal annars í ræðu sinni við lok ráðstefnunnar, að margar konur hefðu kannað nýjar lendur síð- sta árþúsund, stefnt Iffi sinu f ttu og þraukað langar ferðir í von um að skapa nýja framt.íð. _ast; Ææ Morgunblaðið/RAX Stóra fikniefnamálið Tíundi maðurinn í gæsluvarðhald KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. október í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær í tengslum við rannsókn á stóra fíkniefnamálinu. Maðurinn var handtekinn í Reykjavík á sunnudag og fékk efna- hagsbrotadeiid ríkislögreglustjóra hann úrskurðaðan í varðhald í gær. Þetta er fyrsti sakborningurinn sem efnahagsbrotadeildin fær úrskurð- aðan í varðhald eftir að deildin hóf að aðstoða lögregluna í Reykjavík við rannsókn fjármálahliðar málsins. Alls sitja því tíu manns í gæslu- Hafnarskógur stækkaður Hafin er framkvæmd landbóta- áætlunar fyrir svæðið undir Hafnarljalli í Borgarfirði. Grædd- ir verða upp víðáttumiklir melar í Melasveit og trjám plantað til að skýla þjóðveginum. Þá verður Hafnarskógur tvöfaldaður til austurs. Skógurinn hefur þolað mikið vindálag, sjávarseltu og beit í langan tíma. Af þeim ástæð- um er hann talinn meðal merkari birkiskóga landsins. Myndin var tekin í Hafnarskógi, í baksýn sést í Hafnarfjall. ■ Hafnarskógur/6 varðhaldi vegna málsins og er mað- urinn, sem handtekinn var á sunnu- dag, langelsti gæsluvarðhaldsfang- inn í hópnum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins stundaði hann atvinnustarfsemi á höfuðborgar- svæðinu. Verðmæti þeirra eigna og pen- inga, sem haldlögð hafa verið síðan rannsókn hófst nema a.m.k. 70 milljónum króna og fer sú tala enn hækkandi. Lögreglan segir að rannsókninni miði vel, en þar sem að mörgu sé að hyggja sé hún seinunnin. 77 tonna grafa valt 77 TONNA grafa valt af tengivagni vöruflutningabifreiðar á veginum á milli Hrauneyjafossvirkjunar og Vatnsfellsvirkjunar í gær. Óhappið varð þegar bifreiðar- stjóri flutningabifreiðarinnar vék fyrir umferð. Kanturinn gaf sig með þeim afleiðingum að grafan valt af. Grafan skemmdist talsvert og var unnið að því í gærkvöld að koma henni á réttan kjöl með tveimur krönum, einni jarðýtu og hjólaskóflu. Davíð Oddsson um frumvarp til laga um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum Væntir þess að málið verði tekið til rækilegrar skoðunar Morgunblaðið/Sverrir Hillary Rodham Clinton forsetafrú Bandaríkjanna og Davíð Oddsson yfirgefa Borgarleikhúsið við lok ráðstefnunnar á sunnudag. Kvaðst hún hafa fundið sér nýja helju í Guðríði Þorbjarnardóttur, sem ung hefði siglt til Ameríku og alið þar fyrsta evrópska barn- ið sem vitað sé að fæðst hafi í Norður-Ameríku. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti, sem flutti hátíð- arræðu á laugardagskvöld, kvað ráðstefnuna hafa verið málefna- lega og einbeitta og sagði vinnu- hópana hafa sinnt verkefnum sfnum af þekkingu. AIls voru 305 þátttakendur á ráðstefnunni, frá 10 löndum, Rússlandi, Eystrasaltsrfkjunum, Norðurlöndunum og Bandaríkj- unum. ■ Konur og lýðræði/Cl DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við fyrstu umræðu um laga- frumvarp um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lána- stofnunum, sem tveir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi, að hann vænti þess að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynnti sér rækilega með hvaða hætti væri staðið að þessum málum í öðrum löndum þegar nefndin fengi málið til umfjöllunar. Hann greindi jafn- framt frá því að nú væri til umræðu í ríkisstjórninni frumvarp sem hefði það að markmiði að styrkja mjög vald Fjármálaeftirlitsins. Þótt forsætisráðherra vildi ekki taka afstöðu til einstakra þátta frumvarps Vinstri grænna sagði hann það á ölium réttum forsendum flutt og lýstu fleiri þingmenn þeirri skoðun að frumvarpið væri þarft innlegg í umræðu um dreifða eign- araðild að viðskiptabönkum og öðr- um lánastofnunum. Fram komu þó athugasemdir við einstök atriði þess og m.a. efuðust nokkrir þingmenn um að hægt væri að setja reglur í þessu efni sem héldu. Forsætisráðherra benti hins veg- ar á í þessu samhengi að víða er- lendis væru skráðar reglur um eignaraðild að viðskiptabönkum og þótt þær væru ekki alls staðar eins hnigju þær ávallt að sama marki, að tryggja dreifða eignaraðild. „Og ég fæ ekki séð að það sé hægt að færa sannfærandi rök fyrir því að mönn- um hafi tekist, og vilji þeirra hafi staðið til þess, að komast framhjá slíkum reglum.“ Hvatti forsætisráðherra til þess að efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis tæki þessi mál til rækilegrar skoðunar þegar hún fengi frum- varpið til umfjöllunar að aflokinni fyrstu þingumræðu. Ekki mótfallinn skriflegum reglum I máli forsætisráðherra kom fram að hann væri ekki á móti skriflegum reglum ef ekki væri með öðru móti hægt að tryggja það meginmarkmið að eignaraðild að viðskiptabönkum væri dreifð. Sagði forsætisráðherra að full sátt ríkti um þetta markmið í ríkisstjóminni þótt vissulega væru innan stjómarflokkanna skiptar skoðanir um leiðir að því marki. Greindi forsætisráðherra frá því að nú væri til umræðu í ríkisstjóm- inni framvarp, sem viðskiptaráð- herra hefur undirbúið, sem hefði það að markmiði að styrkja mjög vald Fjármálaeftirlitsins. „Og það má vera að slíkt vald geri það líklegra að sú skipan sem mér er kæmst, að hægt sé að búa við óskrifaðar reglur í þessum efnum, geti náð fram að ganga,“ sagði Davíð. „Ég get alveg sagt fyrir mig að ég treysti slíkum hlutum jafnvel og skrifuðum lögum ef þeir hafa haldið áratugum saman.“ ■ Fékk góðar/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.