Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 44
.^i4 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Haustfundur Útflutningsráðs Sv verður haldinn í dag, þriðjudaginn 12. október, kl. 12.00 í Ársal Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Mun hann fjalla um stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum og útflutning sjávarafurða. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 588 8910. k Áhugaverð fyrirtæki 1. Góð auglýsingastofa til sölu, vel tækjum búin og næg verkefni. Góð viðskiptasambönd. Tvö til þrjú störf. Laus strax. Pekkt stofa. 2. Tölvufyrirtæki til sölu sem er í gífurlegum vexti. Hefur umboð fyrir stærstu tölvuframleiðendur í heimi. Þeir framleiða einnig fjölbreyti- lega aðra framleiðslu sem hægt er að fá á góðu verði. Innflutningur, smásala, þjónustuverkstæði. Mikið framtíðarfyrirtæki. 3. Eitt þekktasta framköllunarfyrirtæki borgarinnartil sölu. Gerir allt sem viðkemur Ijósmyndun. Framkallar, innrammar, stækkar, mynda- tökur og sala á slíkum vörum. Frábær staðsetning. Mikil framlegð — góð afkoma fyrir duglega einstaklinga. Laus strax ef vill. 4. Stór og þekkt vélsmiðja til sölu sem sérhæfir sig i ryðfríu stáli, allri suðuvinnu og hvers konar nýsmíði. Mikill vöxtur í viðskiptum og gríðarleg verkefni framundan. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Mikið af traustum viðskiptavinum. 5. Frábær og þekkt líkamsræktarstöð á besta stað í borginni til sölu. Fullkominn tækjasalur fullur af nýjum æfingatækjum, erobiksalir, teygjuherbergi, vatsngufuböð, stór pottur og allt sem til þarf. Frábær aðstaða. Endalaus viðbótartækifæri fyrir áhugasama aðila sem verða þjálfaðir í leiðsögn ef með þarf. Hægt að taka húsnæði upp í ef með þarf. 6. Áttu bílskúr og frítíma? Gott framleiðslufyrirtæki til sölu sem hægt er að hafa heima hjá sér hvar sem er. Auðvelt fyrir hvern sem er. Gott verð og hægt að yfirtaka lán sem hvílir á vélinni. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKlASflLAIM SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRlMSSON. kr. 65.900,- I THjlBO® Hvíldarstóll úrtaui , Símmúla 28 - 108 Reykjavík - Simi 568 0606 Sálarskikinn Eyjabakkar ÞVÍ miður fyrir talsmenn virkjana á Austurlandi hef ég staðfesta vitneskju um að þeim skjátlist nokk- uð þegar þeir reiða upp ofstækisstimpil- inn í hvert sinn er ein- hver andmælir sjónar- miðum þeirra. Eg hef víða greint hjá kunn- ugu fólki mikla and- stöðu gegn virkjanaá- formunum, ekkert af því fólki hefur sýnt merki þess að hafa án- etjast ofstæki, það hefur þvert á móti haldið sig skynsemis- megin og höfðað til raka sem hæfa efninu, sumt er þetta fólk gamlir Austfirðingar. Eg álít það gagnlegt að minnast á ofstækisstimpilinn, honum er ósparlega beitt í augna- blikinu og hann á eins árs afmæli um þessar mundir. Nú er einmitt ár síðan útvarpið leyfði okkur í frétt- um að heyra skekna rödd aust- firsks verktaka sem lýsti því áta- kanlega hvernig kennarar misnotuðu aðstöðu sína til að koma inn ranghugmyndum hjá börnum um náttúruna. Verktakinn upplýsti líka útvarpshlustendur um hættu- legt eðli ranghugmyndanna og hvernig þær spilla barnshuganum og sýn hans á náttúruna. Hann vildi sem sé staldra við sjálft upphafið. Það var lærdómsríkt að sitja yfír diskinum sínum haustið 1998 og hlusta á þennan mann en sá lær- dómur var ekki beint þægilegur. Eg hafði í andvaraleysi mistúlkað von mína um að þjóðin setti sér og landinu ærleg markmið við alda- skiptin, hafði dubbað vonina upp sem traust mér til þæginda. Viðvörunarljós Haustið 1998 kviknuðu viðvörun- arljós í íslensku samfélagi, dauf og ógreinileg í fyrstu en loga nú stans- laust haustið eftir. Og hverjum loga þau? Þau loga landverðinum í okk- ur sjálfum, þjóðinni. Þessu land- varðartötri hefði verið greiði gerð- ur ef hann hefði verið búinn út með betra nesti. Það hefðu skólarnir átt að gera, þeir hefðu átt að nesta hann betur af náttúrufræði og sið- fræði. Við þurfum að reiða okkur á skólana í þessu efni til að skilningur okkar á náttúrunni sé henni og okk- ur tO gæfu. Við erum ekki svo hepp- in að bera skyn á náttúruna með sama hætti og þjóðir Inúíta og in- díána, hófsemi og virðing þeirra fyrir náttúrunni er okkur ótöm, en við ættum þó að geta lært - þessi námfúsa þjóð og við höfum haft skóla í landinu í æði langan tíma. En við kunnum sorglega lítið í nátt- úrufræði og það háir okkur stór- lega sem einstaklingum og sem þjóð. Þetta birtist okkur daglega í umræðunni sem fram fer um virkj- anamálin á Austurlandi. Það er full ástæða til að ætla að sú umræða væri með öðru móti ef menntun okkar og uppeldi í þessu grundvallarefni væri á hærra stigi. Og það er undirstöðuatr- iði að einstaklingarnir viti glögg skil á réttu og röngu - í hjarta sínu og hafi þor til að að nýta sér það í áformum sínum og gerðum. Þjóðin þekkir þann skilsmun ef hún staldrar við og skoðar hug sinn til landsins og landsins í sálinni. Gleymum ekki að landið sem býr innra með okkur hlýtur að vera andlegt málefni. I þá átt beindist áreiðanlega brýn ám- inning biskupsins nú nýverið og það var leitt að heyra að Smári Geirsson hafði í hasamum ekki gef- ið sér tíma tO að staldra við og ígr- unda orð hans. Eg freistast til að benda Smára og fylgismönnum hans á að lesa litla bók sem opnar glögglega þennan skilning, hún kom út í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári og heitir Uppvöxtur Litla trés, eftir Forrest Carter, það er holl lesning um náttúruna og mann- inn. Um rök Það er ljóst að léttur náttúruf- ræðimalurinn háir mönnum alvar- lega þegar kemur til þess að meta náttúrufyrirbæri og gildi þeirra. Ákafamenn ætla að afgreiða Eyja- bakka sem mýri og geldfugla úr heiðagæsastofninum sem vafasama fulltrúa tegundarinnar. Það er fák- unnátta fólgin í því að líta á geld- fugla gæsastofna sem annars flokks þegna í stofninum. Það er hætt við að heldur einkennilega færi fyrir þeim gæsastofni sem ekki hefði góða innstæðu af geld- fuglum, þar kemur til kynþroska- aldur, kynhegðun og fleira. Aust- firðingar þurfa semsagt ekkert að skammast sín fyrir þessa gesti, þeir eru ekki annars flokks gæsir. Sérstaða Eyjabakkanna sjálfra ætti ekki síður að vera ljós. Af öll- um okkar jökulám eru aðeins tvær sem skarta víðáttumiklum gróður- og votlendissvæðum við upptaka- kvíslar, Þjórsá og Jökulsá í Fljóts- dal. Þessi svæði hafa algerlega eðl- islæga sérstöðu meðal stærri votlendissvæða landsins, svo einfalt er það, og gamla íslenska einsýnist- alið um mýrar sem óæðri jörð er þar afskaplega óviðeigandi. Slíkt tal er kunnuglegt og lék á tungu ræktunarmanna liðinna áratuga en í þessu samhengi er það afdæmis einfeldningsháttur. Það er í fljótu bragði ekki auðvelt að koma auga á jafn gild náttúrufyrirbrigði sem eigi sér aðeins tvo fulltrúa á land- inu, samt eru menn ákveðnir að eyða öðrum og hafa löngun til að Umhverfismál Hönnunarvíman, sem virkj anasérfræ ðingar þjóðarinnar hafa verið í, segir Sigurlaugur El- íasson, hefur leitt af sér hrokafull áform. rýra hinn. Ættu þeir ekki að vita betur, nú við aldarlok? Það vakti grunsemdir um þekk- ingu umhverfisráðherra þegar hún mat náttúrulegt gildi Eyjabakka með fegurðarskyn sitt eitt að mæli- tæki og það var dómgreindarleysi hjá ráðherranum að gera það opin- bert. En það var gagnlegt vilji mað- ur átta sig á þeim hugsanaferlum sem nothæf þykja á Islandi 1999. Venjulegt fegurðarskyn er hverj- um manni afbragðs tæki en sérst- aða náttúrufyrirbæra lýtur allt öðr- um rökum og jafnvel fegurðarskyn umhverfisráðherra þarf ekki að ríma við þau. Ég ætla ekki að hætta mér út í fegurðarskyn og smekk heiðagæsa en ég ætla að leyfa mér að trúa því að það sé ekki tilviljun að þær völdu Éyjabakka fram yfir t.d. Arnarvatnsheiði. Það virðist vefjast fyrir ráða- mönnum þjóðarinnar af hverju við höfum lög um umhverfisvernd og umhverfismat, ég get ekki að því gert að mér finnst það talsvert óhugnanlegt. Ég hélt í sakleysi mínu að slík lög væru sett í þágu náttúrunnar til að „hagsmunir" mannsins væru ekki einráðir. Samt heyrum við þingmenn og ráðherra taka undir það að hagsmunaþung- inn sé svo mikill að ekki sé tími fyr- ir umhverfismat - og þeir stynja undan ábyrgð án þess að þekkja eðli ábyrgðarinnar. Það leynist líka einhver rökvilla í málflutningi Smára Geirssonar, að grípa beri tækifærið til virkjunar, það séu 500 störf gegn Eyjabökkum, hagsmun- imir eigi að sökkva þeim sjálfvirkt. Það er óskynsamlegt og hættulegt að samþykkja svona rök, þau gætu allt eins þýtt eitthvað á þessa leið: 500 störf á Suðurlandi réttlæta skil- yrðislausa virkjun Gullfoss. Ég held að það væri holl hugsanaæfing fyrir stóra virkjanaklúbbinn, Afl fyrir Austurland, að taka út undan- brögð Alþingis frá 1993 og skoða stöðu sína án þeirra, svona rétt til að liðka hugann. Hvaðan annars staðar hafa þeir fengið þá hugmynd að þeim beri einhver óskoraður réttur til Eyjabakka? Þetta er hug- mynd sem ég get fullyrt að sé nokk- urn veginn ný fyrir austan - og þótt mér finnist nýjungin ekki hugnan- leg er ég forvitinn um hana eins og eðlilegt verður að teljast um gaml- an Austfirðing. Sigurlaugur Elfasson -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 SIMI557 7650 Niðurlag Hönnunarvíman sem virkjana- sérfræðingar þjóðarinnar hafa ver- ið í undanfarna áratugi hefur leitt af sér hrokafull áform, getur það t.d. verið rétt að flytja fljót á milli dala, ætti ekki landvörðurinn í okk- ur að hafa efasemdir um slíkt? Hvernig verður þá sá sálarskiki á eftir? Það er leitt að þessir sérfræð- ingar okkar skuli ekki hafa þrosk- aðri skilning og tilfinningu fyrir landinu en fram kemur í verkum þeiri’a, því það gæti hjálpað þjóð- inni. En það er enn leiðara að menn skuli tileinka sér hrokann sem felst í hugmyndum þeirra, jafn rækilega og umræðan sýnir okkur, og ætla þannig með lítilsvirðingu að virkja ásælni og fégræðgi með fullum af- köstum. Höfundur er listmálari og Ijóðskáld og búsettur á Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.