Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 68
-158 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Banff-fjallakvikmyndahátídin í kvöld Náttúrimnar glímutök ÚRVAL sjö kvikmynda af alþjóðlegu Banff-fjallakvikmyndahátíðinni verður sýnt í Kringlubíói í kvöld og verða þar á meðal helstu verðlaunamyndir hátíðarinnar. Há- tíðin var sett í gærkvöldi af Mike Mortimer, forseta kanadíska alpaklúbbsins. Athygli vekur að tvær myndanna, sem allar eru er- lendar, eru teknar á íslandi. Annars vegar er það myndin sem hlaut fyrstu verðlaun í flokki fjallamynda og nefnist „Kayak Islanda" en hún sýnir menn á kajökum hendast niður fjöll og fossa. Hins vegar er það mynd um afreksmann í ísklifri „ís á íslandi" sem glímir við kletta og ís á Snæfellsnesi, en þar er að finna nokkur af erfiðustu svæðum til ísklifurs í heiminum. Leiðin sem farin er í myndinni hefur ver- ið nefnd „Black Death“ og er það fyrst og fremst lýsandi fyrir erfiðleikastig fararinn- ar en einnig til heiðurs samnefndri íslenskri framleiðslu, að sögn Helgu Guðrúnar Jóna- sdóttur, eins af skipuleggjendum hátíðar- innar. Hátíðin er kennd við Banff-setrið sem er alhliða fræðslu- og þjálfunarstöð í útivist og gerir allt frá því að þjálfa afreksfólk til þess að halda ljósmynda- og kvikmyndahátíðir, bókahátíðir, ráðstefnur og málstofur. „Samband manns og náttúru og átökin sem geta orðið í hinu frjálsa víðerni er það sem stofnunin sérhæfir sig í,“ segir Helga Guð- rún. Banff-hátíðin fer fram í tugum landa og á annað hundrað borga ár hvert, að sögn Helgu Guðrúnar, og stendur Nanoq-úti- vöruverslunin, sem verður opnuð í Kringl- unni 14. október næstkomandi fyrir hátíð- inni hérlendis. Stefnt er að því að hún verði framvegis árviss viðburður í menningar- og fræðslustarfi verslunarinnar. Aðrar myndir á hátíðinni eru bandarí.ska myndin „Afi í geymsluskúrnum" sem fjallar um bæinn Nederland í Colorado þar sem bæjarbúar glíma við arfleifð norska ævin- týramannsins Trygve Bauge glíma við öfl í samfélaginu og náttúrunni. Þá verður sýnd þýska svarthvíta myndin „Pure“ um tvo snjóbrettamenn í svissnesku Ölpunum á himneskum degi. Bandaríska myndin „Óð- ur til snjóflóða" fjallar um snjóflóð í Kletta- fjöllunum. Richard Attenborough er þulur í bresku myndinni „Isbjörn“ sem tekin er í Kanada. Loks má nefna skosku myndina „The Face - Six Great Climbing Adventur- es“ sem fjallar um tvo fjallaklifrara sem spreyta sig í Víetnam. T * AU PAIR Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára, ógift og bam- laus, er au pair vist í Evrópu einstakt tækifæri til að læra tungumál og kynnast menningu annarrar þjóðar. Við bjóðum dvöl í 13 Evrópulöndum í 6-12 mánuði, auk sumarvistar í 2-3 mánuði í nokkrum löndum. STARFSNÁM / ÞJÁLFUN Starfsnám í Evrópu er góð leið til að læra tungumál og öðlast starfsreynslu í öðru landi. Starfsnám hentar jafnt þeim, sem nú þegarhafa fundið sér farveg í námi eða starfi og hinum sem ekki finna sig í hefðbundnu menntakerfi. I boði er dvöl í Austurriki, Bretlandi, Frakklandi, á Irlandi, Spáni og í Þýskalandi. Dvalartími er 2-l2mánuðir. D'' , NÁMSSTYRKIR Starfsnámsnemar geta sótt um Leonardo da Vinci styrk sem rennur til greiðslu á hluta skólagjalda. Vistaskipti & Nám úthlutar þessum styrkjum fyrir hönd ESB. SKIPTINEMAR Það er mikill munur á því að búa erlendis um tíma eða heimsækja land sem ferðamaður. Skiptinemi fær einstakt tækifæri til að læra tungumál og kynnast landi og þjóð. I boði er dvöl í 5 eða 10 mán. í Þýskalandi og Hollandi. Brottfarir eru í janúar og ágúst GESTASTÖRF Frændþjóðin Noregur hefur löngum vakið áhuga Islendinga. „Working Guest" á bænda- býlum og í ferðaþjónustu er fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur áhuga á að lifa og starfa með norskri fjölskyldu í nokkra mánuði og vinna fyrir sér um leið. AU PAIR IN AMERICA Lögleg dvöl á vegum Au Pair in America. I boði eru m.a. fn'ar ferðir, vasapeningar (43 þús. kr. á mán), námsstyrkur, ódýrar tryggingar, einstök ferðatilboð, auk ýmissa annarra hlunninda. Dvalartími er 12 mánuðir og aldursmörk 18-26 ára. 400 USD „bónus" í lok dvalar. AU PAIR EXTRAORDINAIRE Nú gefst leikskólakennurum og fólki með 2 ára starfsreynslu við bamagæslu tækifæri til að dvelja um tíma í Bandankjunum. I boði eru öll hlunnindi au pair, vasapeningar eru 60 þús. kr. mán. 1,000 USD „bónus" í lok dvalar. SKIPTINEMAR Árlega dvelja nokkur þúsund eriendra skipti- nema á aldrinum 15-18 ára, hjá bandan'skum fjölskyldum á vegum AYA (Academic Year in America). Dvalartími er 5 eða 10 mánuðir, Brottfarir eru í janúar og ágúst. SUMARSTÖRF Leiðbeinendastarf í bandan'skum sumarbúð- um á vegum Camp America er ævintýri líkast og kjörin leið til að þroska leiðbeinendahæfi- leika þína og lífsleikni. Ekki síst er þetta einstakt tækifæri til að ferðast STARFSÞJÁLFUN . Bandankjunum á vegum The Americán Scandinavian Foúndation hentar þeim sem vilja vaxa faglega og persónu- lega. Þátttakendur þurfa að hafa lokið fag- eða sérfræðimenntun, vera með einhverja starfs- reynslu og ekki síst, hafa áhuga á að afla sér frekari þekkingar og reynslu. Aldur 21 -35 ára. Nánari upplýsingar www.asf.training.is MALASKOLAR Enska, franste, rtalska, spænska, þýska... Vistaskipti & Nám er í samstarfi við málaskóla víða um heim fýrir fólk á öllum aldri. Við leggjum áherslu á samstarf við viðurkennda skóla með langa reynslu og traustan bakgrunn, þar sem þörfum hvers og eins er sinnt. Nútímalegar kennsluaðferðir og lifandi málaumhverfi tryggja góðan árangur og ánægjulega dvöl. SÉRSKÓLAR Kennsla fer yfirle’rtt fram á ensku og hægt er að velja námstíma frá einni önn til fjögurra ára háskólanáms, auk ýmissa sumamámskeiða. Meðal annars eru í boði; Sviss: IHTTI School of Hotel Management • SIB Swiss Intemational Banking School. Ítalía: Lorenzo de'Medici, Flórens • The Art Institute of Florence. • Istituto Marangoni Fashion Design í Mílanó. SJÁLBOÐALIÐASTÖRF í MIÐ-AMERÍKU Spænskunám og sjálfboðaliðastörf í Costa Rica og Guatemala. I boði eru störf fýrir hjálpar- stofnanir auk starfa í þjóðgörðum og við samfélagsþjónustu. Þú færð tækifæri til að kynnast hrifandi landi um leið og þú aðstoðar fólkið sem þar býr. Sraro VISTA • CULTUKAL & CDUCATIONAi. TRAVEL LÆKJARGATA4 101 REYKJAVlK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANG vista@skima.is EVRÓ PA AP Kynin kljást KONUR og karlar hafa hingað til aðeins slegist utan hnefaleika- hringsins og þá oft í illu. Bardagi Margaretar MacGregor og Lou Chow sem háður var síðastliðið laugardagskvöld var hins vegar af öðrum toga, í fyrsta lagi var hann háður í hringnum frammi fyrir fjölda áhorfenda og í öðru lagi eru þau Lou og Margaret mestu mátar og voru full tilhlökk- unar fyrir keppnina. tírslitin í þessum tímamótabar- daga kynjanna í hnefaleikum munu eflaust komast á spjöld sög- unnar því Margaret hafði Chow undir eftir stranga en jafna bar- áttu. VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4300-0022-4237 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Simi 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.