Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ > ' :r BSSÆSi .wr,r alla UMRÆÐAN Sjögrens-sjúkdómur - þreyta, þurrkur, þrautir SJÓGRENS-sjúk- dómur er langvinnur bandvefjarsjúkdómur af ónæmisfræðilegum toga. Sjúkdómurinn einkennist fyrst og fremst af þurri slímhúð í augum, munni og loft- vegum, ásamt slímhúð- arþurrki í kynfærum kvenna. Einnig er áberandi hamlandi þreyta ásamt þrautum frá stoðkerfi, þ.e.a.s. lið- og vöðvaverkir. Sjögrens-sjúkdómur- inn flokkast sem fjöl- kerfasjúkdómur, enda getur sjúkdómurinn Björn Guðbjörnsson gefið sjúkdómseinkenni frá flestum líffærum líkamans, t.d. lungum, meltingarfærum og nýrum. Sjögrens-sjúkdómurinn er nefndur eftir sænska augnlæknin- um Henrik Sjögren, sem lýsti sjúk- dómnum fyrstur manna í doktors- ritgerð sinni 1933. Upphaflega var sjúkdómurinn talinn vera fylgikvilli annarra bólgusjúkdóma, t.d. ikt- sýki og rauðra úlfa. Nærri fimmti hver sjúklingur með þessa gigtar- sjúkdóma fá einkenni Sjögrens- sjúkdómsins. A síðari árum hefur það orðið ljóst að Sjögrens-sjúk- dómurinn kemur fyrir einn síns liðs, án annarra gigtarsjúkdóma og er hann þá nefndur primary Sjö- gren’s syndrome. Erlendar rann- sóknir sýna að Sjögrens-sjúkdóm- urinn er a.m.k. jafnalgengur og ikt- sýki, eða u.þ.b. 1% fullorðinna getur haft sjúkdóminn. Hve al- gengt Sjögrens syndrome er hér á landi er óþekkt, en faraldsfræðileg rann- sókn er í undirbún- ingi. Sjúkdómurinn þróast hægt og svo virðist sem fyrstu ein- kenni Sjögrens-sjúk- dómsins geri oft á tíð- um vart við sig áratug áður en sjúkdómur- inn hefur tekið á sig auðkennilega sjúkdómsmynd, sem oft tefur sjúkdómsgreiningu. Sjúkl- Gigt Fyrstu einkenni Sjögr- ens-sjúkdómsins, segir Björn Guðbjörnsson, gera oft á tíðum vart við sig áratug áður en sjúk- dómurinn hefur tekið á sig auðkennilega sjúk- dómsmynd. -I Nýjar víddir í stjórnun The Leadership Diamond Fimmtudagur 21. október Kl. 13:00-18:00 Hótel Loftleiðir, þingsalur 1 Fyrirtæki um allan heim vaxa nú hratt og taka stöðugum breytingum. Þrýstingur hluthafa knýr fyrirtækin til að leggja áherslu á ímynd, hagnað og vöxt - oft á kostnað starfsmanna. Á sama tíma er það staðreynd að verðmæti fyrirtækjanna liggur nú meir og meir í þekkingu starfsmanna og verkefnið verður því að finna leiðir til að stjórna og margfalda þessi verðmæti. Þetta verkefni er nútíma stjómenda sem vilja ná árangri! Hvað er það sem skilur á milli þeirra stjórnenda sem ná árangri og hinna? Hvernig leita hæfileikaríkir stjómendur uppi tækifæri fyrir fyrirtæki sín, samhliða því að byggja upp frumkvæði og hollustu meðal starfsmanna? Prófessor Peter Koestenbaum hefur helgað starfsferil sinn því að skilgreina hugarfar og eiginleika þeirra stjórnenda sem ná afburðaárangri. Rolf Falkenberg og Prófessor Peter Koestenbaum hafa skilgreint þessa eiginleika sem fimm víddir: • Þróa framtíðarsýn þannig að ný tækifæri, nýir markaðir og nýjar afurðir nýtist fyrirtækinu til fullnustu. • Vinna í takt við raunveruleikann með því að fylgjast nákvæmlega með markaðsmálum, fjármálum o.fl. • Þróa innra siðferði þannig að þjónusta við viðskiptavininn og gæði afurða verði leiðarljós starfsmanna. • Leggja áherslu á hugrekki til að taka áhættu, örva frumkvæði og hemja óöryggi. • Halda stefnu í heimi stöðugra breytinga og mótsagna. Fyrirlesarar: Rolf Falkenberg og Peter Koestenbaum Prófessor Peter Koestenbaum og Rolf Falkenberg bjóða íslenskum stjórnendum nú að taka þátt í námsstefnu sinni. Hugmyndir og aðferðir þeirra eru notaðar víða um heim t.d. hjá IBM, Xerox, Ford Motor Corp., SEB bank, Amoco, Statoil, Epic Heaithcare, Warner Cosmetics, Novartis, EDS, o.fl. Stjórnendur Landsvirkjunar hafa nýlega kynnt sér aðferðir Peter Koestenbaum undir leiðsögn Rolfs Falkenberg. Friðrik Sophusson segir: „Athygliverð aðferðafræði um þá eiginleika sem prýða góðan leið- toga í hinu síbreytilega umhverfi okkar. Áhersla lögð á að hver og einn þátttakandi skoði sjálfan sig og fái aðra til að gera það einnig. Þannig fær þátttakandinn skýr skilaboð um það hvernig hann getur bætt sig.“ A Stjórnunarféiag Islands Að ofan: Heilbrigð kona borðar kex á 3 mín. Að neðan: Sjúklingur með Sjögrens-sjúkdóminn reynir að borða þurrt kex, myndirnar eru teknar 5 og 7 mínútum eftir að sjúklingurinn setur kexið inn fyrir varir sínar. ingarnir hafa því iðulega leitað hjálpar lengi innan heilbrigðiskerf- isins, án þess að fá útskýringar eða úrlausn á vanda sínum. Rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er mik- ilvæg svo sjúklingar með Sjögrens- sjúkdóm fái réttar upplýsingar um sjúkdóm sinn, meðferð og eftirlit. Sjúkdómsgreiningin er gerð með nákvæmri augnskoðun og með vefjasýnatöku frá munnvatnskir- tlum eða með ísótóparannsókn á starfshæfni munnvatnskirtlanna, auk blóðrannsóknar. Sjúkdómur- inn staðfestist oft um eða eftir miðj- an aldur. Allmörg sjúkdómstilfelli hafa þó greinst bæði hjá bömum og unglingum. Sjögrens-sjúkdómur er níu sinnum algengari meðal kvenna en karla. Auk fyrmefndra einkenna hafa sjúklingar með virkan sjúkdóm gjarnan hitavellu, sem oft hefur leitt til víðtækra rannsókna m.t.t. þeirra mörgu sjúkdóma sem þekkt- ir eru af því að orsaka hita, en án árangurs. Þetta, auk margvíslegra einkenna frá innri líffæmm, gerir sjúkdómsgreininguna oft á tíðum erfiða, sem veldur óöryggi og enn frekari óþægindum fyrir sjúkling- ana. Horfur sjúklinga með Sjögrens- sjúkdóm byggist á því hvaða líf- færakerfi verða undirlögð af sjúk- dómnum. Sjúklingar sem eingöngu hafa þreytu, einkenni um þurrk í slímhúð ásamt verk hafa ágætis lífshorfur, þó sjúkdómurinn valdi þeim verulegri félagslegri fötlun, bæði með tilliti til atvinnu og sam- lífis. Meðferðarmöguleikar eru takm- arkaðir og engin læknismeðferð er fyrir hendi. Sjúklingar með virkan bólgusjúkdóm eða einkenni frá innri líffæram era í þörf fyrir ón- æmisbælandi meðferð, meðan sjúklingar sem hafa einfaldara form sjúkdómsins fá einfaldari meðferð, sem miðast að því að lina þurrkeinkennin, þreytuna og verkjavanda Sjögrens-sjúkling- anna. (Sjá Læknanemann 1997.) Höfundur eryfirlæknir lyfíækninga- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. ^p6ug/V(V\V - Gæðavara Gjafavara — matar og kaffistell. He Allir verðflokkar. m.i ^clA/^vVxV VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Héimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. Skráning og nánari uplýsingar í síma: 533 4567 og www.stjornun.is MATVIS-félagar Fundarboð Matvæla- og veitingasamband íslands boðar til almenns félagsfundar í dag, foriðjudaginn 12. október, kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn í Alfabakka 14a, þriðju hæð. Dagskrá: 1. Fræðslumál greinanna. Framsögumenn eru: Baldur Sæmundsson kennslu- stjóri, Guðlaug Ragnarsdóttir deildarstjóri meistara- nóms, Gunnar Kristinsson framkvæmdastjóri Fræðslu- róðs hótel- og matvælagreina og Sigmar Reynisson skólastjóri Matreiðsluskólans OKKAR. 2. Kynning á nýbyggingu sambandsins með RSÍ og Lífiðn. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.