Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 37 MENNTUN Tré voru gróðursett við Tækniskóla Islands í tilefni dagsins. 35 ára tækniskóli á tímamótum I októberbyrjun voru 35 ár síðan Tækniskóli Islands var stofnaður. Haldið var upp á afmælið föstu- daginn 1. október sl. Afmælis- hátíðin hófst með gróðursetningu fyrir utan skólann á hádegi. Gróð- ursett voru birkitré við inngang skólans á Höfðabakka 9 og full- trúar frá öllum deildum skólans settu niður tré fyrir hönd sinnar deildar. Síðar um daginn var haldin af- mælishátíð í Tónlistarhúsi Kópa- vogs sem hófst með dagskrá í Salnum. Frosti Bergsson, stjórn- arformaður m.a. hjá Opnum kerf- um, flutti hátíðarræðu. Hann nefndi að við lifðum á tímum örra breytinga, og spurði: Hvaða áhrif munu þessar öru breytingar sem nú eru að eiga sér stað hafa á menntun almennt og á starfsemi Tækniskóla Islands? Hvert verður hlutverk Tækniskóla Islands á næstu öld? Ein leið til þess að reyna að átta sig á þessu, er að fara til baka og kanna upphaf Tækniskólans, og styrkleika, sagði hann. Frosti minntist svo skólaára sinna í Tækniskólanum. Árið 1966 hafði hann staðið á blindgötu íslenska skólakerfisins, en þá varð Tækniskóli Islands leiðin fyrir hann að loknu námi í símvirkjun. Hann sagði að námið hefði nýst sér mjög vel en hann er stjórnar- formaður í 7 hátæknifyrirtækjum, þar sem starfa yfír 800 manns. „Sá grunnur sem fenginn er með námi í Tækniskóla Islands er að mínu viti góður og hefur skilað miklu til íslensks þjóðfélags, þökk sé góð- um kennurum og stjórnendum skólans," sagði hann. Björg Birgisdóttir, námsráð- gjafi og kynningarfulltrúi, flutti ávarp og minntist á nokkur atriði í sögu skólans. Hún sagði að á 35 starfsárum skólans hafí nám og námsframboð tekið stakkaskipt- um og að námsbrautimar væm nú fjórtán, á heilbrigðis-, rekstrar- og tæknisviði auk aðfaranáms. Björg sagði að nemendur TI væm eftirsóttir í íslensku atvinnulífí og að gott orðspor færi af hagnýt- ingu fyrirtækja á lokaverkefnum nemenda jafnt á sviði markað- smála, framleiðslu, tækni og hönn- unar. „I ummælum fulltrúa fyrir- tækja hafa þeir jafnvel nefnt að það sé mikilvægt að nýta sér þessa þjónustu til þess að ná betri ára- ngri í harðnandi samkeppni," sagði Björg. „Nýlega kom fram sú hugmynd að stofnun rekstrarfé- lags, undir forystu Samtaka iðn- aðarins og ASI, um sjálfseignar- stofnun Tækniháskóla atvinnulífsins tæki yfir TI í núver- andi mynd. Skólinn stendur á tímamótum og það er afskaplega mikilvægt að sú þekking og reynsla sem hefur skapast innan veggja skólans fái að blómstra áfram og eflast eftir þörfum og aðstæðum." „Megináherslur í Tækniskóla íslands hafa verið hagnýtar, tæknilegar rannsóknir og tengsl við atvinnulífíð. Starfsmenn skól- ans og stjórnendur hafa lýst sig reiðubúna að ganga til samstarfs um þær hugmyndir sem fram hafa komið og jafnframt að tryggja að sá fræðilegi grunnur sem kennsl- an er byggð á fái að þróast áfram og að markvisst verði unnið að því að koma á öflugra þróunar- og rannsóknarsamstarfi í samvinnu við atvinnulífíð. Það þarf að marka stöðu skólans sem sérstak- an fagháskóla með Qölbreytt námsframboð á þremur megin sviðum; rekstrar-, tækni- og heil- brigðisgreina. Fyrirmyndir að slíkum skólum má finna víða er- lendis. Það er mikilvægt að sérst- aða skólans fái áfram að skipa mikilvægan sess í íslensku menntakerfí og að það nám sem boðið er upp á svari þörfum nú- tímalegs atvinnulífs," sagði Björg. Björn Bjarnason, menntamálar- áðherra, ávarpaði gesti og óskaði starfsfólki og nemendum til ham- ingju með 35 ára afmælið. Hann nefndi, að sögn Bjargar Birgis- dóttur, að Samtök iðnaðarins og ASI hefðu umboð til þess að kanna möguleika á að stofna sjálfseign- arstofnun um Tækniháskóla at- vinnulífsins. „Hann lagði þó áherslu á að það væri afar mikil- vægt að þær námsleiðir sem eru nú í boði í Tækniskóla íslands stæðu ungu fólki til boða í fram- tiðinni þó svo að umgjörð skólans yrði með öðrum hætti,“ sagði hún. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál Upplýsingar og þjónusta ■> Upplýsingasamfélagsáætlun 5. Rammaáætlunar ESB auglýsir öðru sinni styrki til verkefna í flokkunum: U pplýsingakerfi og þjónusta fyrir borgarana; Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti; Margmiðlun, efni og innihald; Grunntækni og innviðir; Rann- sóknanetverk; Sértækai- stuðn- ingsaðgerðir. Umsóknarfrestur er til 17.1. 2000. Starfsmenn KERsins veita allar nánari upplýsingar í síma 562@1320, tölvupóstfang: hjordis rannis.is Hjálparh'na og réttindi Framkvæmdastjóm ESB hefur sett á stofn hjálparlínu (IPR help- desk) fyrir eigendur hugverkarétt- inda (Intellectual Property Rights). Hér er um að ræða mið- stöð fyrir fyrirspurnir varðandi hugverkarétt, verndun eignarrétt- ar hugverka og önnur skyld mál. Frekari upplýsingar er að fá á: www.cordis.lu/ipr-helpdesk, netf- ang: info@ipr-helpdesk.org Margmiðlunar- fyrirtæki Á vef MIDAS-NET-skrifstof- unnar, www.midas.is/magnet/ konnun/ compari- t4~ & son.htm, má * C!K£) fmila niður- stoður rann- sóknar á viðhprfum margmiðlunar- fyrirtækja á íslandi og Grikklandi til ýmissa aðstæðna þessa iðnaðar. Rannsóknin er styrkt af verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. CEDEFOP-námsheimsóknir Áhugi á CEDEFOP-námsheim- sóknum eykst stöðugt. Umsóknar- frestur fyrir fyrri helming ár- sins 2000 er nú liðinn, en lýst verður eftir umsóknum fyrir seinni helming ársins 2000 í janúar nk. Mannaskipti í Leonardó Seinni umsóknarfrestur vegna mannaskipta í Leonardó-starfs- menntaáætluninni rann út 1. októ- ber sl. Ásókn í áætlunina eykst stöðugt og bárust margar mjög góðar umsóknir að þessu sinni. Ný starfsmenntaáætlun Leonardó II hefur göngu sína í upphafi árs 2000 og verður hún kynnt sérstaklega þegar þar að kemur. Heimasíða Landsskrifstofu Leonardó; http://www.rthj.hi.is/ leonardo Ársfundur Euro Info Ársfundur þrjúhundruð Euro Info skrifstofa verður haldinn í Grikklandi. Helsta viðfangsefnið verður stuðningur við fyrirtæki en meðal ræðu- manna er Torger Reve, rektor Við- skiptaháskólans í Osló. Hann var gestur á aðalfundi Utflutningsráðs fyrir tveimur árum. Nýjar bækur • HAGNÝT skrif er kennslubók í ritun eftir Gísla Skúlason. Bókin er ætluð nemendum í framhaldsskóla. í fréttatilkynningu segir að m.a. séu gefin holl ráð og leiðbeiningar um hvernig á að skrifa margs kon- ar texta: blaðagrein, starfsumsókn, minningargrein og fundargerð. Megináhersla sé lögð á þau skrif- legu verkefni sem nemendur þurfa að leysa af hendi í skólanum. Gerð sé grein fyrir hvernig hægt er að heyja sér efni, hvernig best sé að skipa þv£ niður og ganga frá. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 128 bls. Anna Cynthia Leplar gerði bókarkápu og hannaði útlit. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddihf.Verð: 2.590. skólar/námskeið tölvur ■ NAMSKEID Starfsmenntun: Skrifstofutækni, 415 st Rekstrar- og bókhaldstækni, 125 st Tölvunám grannur, 80 st Tölvunám framhald, 40 st C-H- forritun, 50 st Visual Basic forritun, 50 st Námskeið: Windows 98 Word grunnur og framhald Excel grannur og framhald Access grunnur og framhald PowerPoint QuarkXPress Unglinganám t' Windows Unglinganám í forritun Intemet grunnur Intemet vefsíðugerð Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur íylgja með námskeiðum. Skráning í síma 561 6699 eða netfangi: toIvuskoIi@tolvuskoIi.is Veffang: www.toIvuskoli.is. ;ur Borgartúni 28, sími 5616699 tungumái ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð R. ICELANDIC: 4 vikna morgunnámskeið hefjast nú mán. 18. okL og 12. nóv. og kvöldnámskeið hefst nú 25. okt. Að hefjast: SÆNSKA I, FRANSKA I, SPÆNSKA I. STUÐNINGSNÁMSK.: HÍ STÆRÐ- FRÆÐI: ST Æ N (líffrTjarðfr.), ST Æ C (verkfr., arkit.), ST Æ I fyrir viðkiptafr./ hagfr. S. 557 1155. nudd www.nudd.is __/xlltah e/"rrH\sA£y NVnr SPARTAN SCHOOL OF AERONAUTICS, U.S.A. áformar að halda kynningarfundi um störf í flugheiminum! kl. 19.00 og 20.30 þriðjudaginn 12. október og einnig kl. 19.00 og 20.30 laugardaginn 16. október á Hótel Sögu. Þessir fundir eru hugsaðir fyrir þá sem vilja læra flug, flugvirkjun og rafeindafræði. Hittið fulltrúa okkar, RAMI MASTRI og DAMON BOWLING. Þeir sem vilja prófa nýjan starfsvettvang eða skipta um störf er boðið! Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, það nám sem er í boði hjá skólanum og aðstæður í Tulsa í Oklahoma. Þeir sem vilja nánari upplýsingar vinsamlega hafið samband í gegnum netfangið rmasri@mail.spartan.edu, fax 001 918 831 5287 eða í síma 001 918 836 6886. ^R/U^TAN SCHDDL OF AEI\ONAUTI(ZS Multipla Flat 103 hostöfl Renault Scenic 90 hestöfl MMC Space Star aShestðfl Mazda Premacy 115 hostöfl Fiöldi sæta 6 5 5 5 ABS hemlar Já Já Já Já Vél 1.6 16v 1.6 8v 1.3 16v 1.8 16v Loftpúðar 4 2 2 4 Stærð LxBxH 3.99x1.87x1.67 4.13x1.72x1.60 4.03x1.70x1.51 4.29x1.70x1.57 Samlæsínaar Já Já Já Já FaranaursrÝmi lítr. 430/1300 410/1800 370/1370 370/1800 ökum.sæll rafstýrð Já Nel Nei Nei Verð 1.630.000 1.678.000 1.525.000 1.859.000 1899 fp 1999 Á Islandl 8Íðan 1925 MULTIPLA FIAT Óvenjuskemmtileg og dförf hönnun sem svo sannarlega hefur sleglð f gegn f Evrópu. Ótrúlegt rými fyrfr sex manns. Bfll sem þú verður aö skoða og prófa tll að trúa. Multipla Ffat - Fullkomlnn fjölskyldubill Oplö á laugardðgum 13 - 17 istniktor BltAR FYRIR ALtA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.