Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 53 BÖÐVAR HERMANNSSON + Böðvar Her- mannsson fædd- ist á Þórsbergi 3. janúar 1946. Hann lést af slysförum 2. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ásdís Reykdal, f. 30.9.1914, d. 13.9. 1971 og Hermann Sigurðsson, f. 19.10. 1918, d. 15.4. 1991. Systkini hans eru Ragnheiður, f. 1947; Þórunn Jó- hanna, f. 1948; Lovísa, f. 1949; Jó- hannes, f. 1951, d. 1970; Harald- ur, f. 1953 og Herdís f. 1955. Böðvar kvæntist Jóhönnu Mar- gréti Sveinsdóttur, f. 31.3. 1951. Hún er dóttir hjónanna Pál- hönnu Þ. Magnúsdóttur, f. 16.2. Það er erfitt að setjast niður og ætla að koma orðum að hugsunum mínum og tilfinningum og skrifa um Bauja, sem var mjög stór hluti af lífi Imínu og tilveru. Ég var harmi sleginn þegar ég fékk þær fregnir að Baui væri dáinn. Ég er varla búinn að átta mig á því enn. Við sem vorum nýkomnir heim úr sumarfríi á Spáni og farnir að huga að næstu ferð, þegar þetta hræðilega slys átti sér stað. Bauja er ég búinn að þekkja síðan ég var smástrákur. I fyrstu sem frænda og pabba æskuvinar og jafn- aldra, þar sem ég var heimagangur, Ien seinni árin sem góðan vin og vinnufélaga. Daglegt líf verður ekki það sama því undanfarin ár hefur hver vinnu- dagur byrjað á Þórsbergi, þar sem ég sótti Bauja. í vinnunni og þó sér- staklega í bílnum á leið til og frá vinnu spjölluðum við um allt milli himins og jarðar. Hann hafði góðan húmor og hafði frá mörgu skemmti- legu að segja. Við Bauja var hægt að tala um allt, hann hafði skoðanir á • flestum málum þótt ekki værum við alltaf sammála um alla hluti. Mjög I gott var að ræða við hann um hin j ýmsu mál sem aldrei fóru lengra en milli okkar tveggja. Baui var óspar á að miðla af reynslu sinni og kenndi mér mjög mikið, hvort sem var í starfi, frí- stundum eða lífsins daglega amstri. Því á Baui eftir að vera með mér í huganum um ókomin ár. Golfið var hans helsta áhugamál. Yfir sumartímann vai- varla rætt um annað í kaffi- og matartímum í vinn- j unni. Loks var ekki hægt annað en að smitast og byrja að spila með svo maður væri samræðuhæfur og vissi um hvað málin snerust. í sumai- var sett á fyrirtækismótaröð þar sem við vinnufélagarnir spiluðum saman og sló ég þar mín fyrstu högg. Sumar- fríið sem við vorum að koma úr var einmitt golfferð. Ég kveð þig kæri Baui, með þess- um fáu línum, þín er sárt saknað og það er svo margt sem ég fæ ekki með orðum lýst. Þú hefur reynst mér ómetanlegur vinur og félagi. Ég er 9 þakklátur fyrir allar þær góðu stund- ir sem við höfum átt og samveruna bæði í leik og starfi. Guð blessi þig. Elsku Jóhanna, Maggi, Herdís og Ragnar, ég votta ykkur og fjölskyld- um ykkar innilega samúð. Gísli Þór. Það var sunnudaginn 3. október sem mamma sagði okkur fréttirnar, Baui frændi væri dáinn. Við vorum 9 mjög lengi að trúa þessu og gerum ekki enn. Við eigum margar góðar minningar um hann, hann var einn af uppáhaldsfrændum okkar. Þegar við vorum yngri bjuggu hann og fjölskylda hans í næsta húsi og voru þær margar stundirnar sem við eyddum þar með krökkunum hans. Þegar veturinn kom var vélsleðinn dreginn fram og þá var garðurinn !hans Bauja vinsælasti staðurinn í hverfinu og þegar sleðinn var tekinn með upp í sumarbústað var jafnvel enn skemmtilegra. Það var síðan í 1928 og Sveins Sveinssonar, f. 16.4. 1917, d. 19.12. 1990. Börn þeirra eru: 1) Magnús Jón Áskels- son, f. 1969, kvænt- ur Brynju Haralds- dóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Her- dís Hanna Böðvars- dóttir, f. 1980, býr nieð Sigurði Sig- urðssyni og eiga þau einn son. 3) Ragnar Böðvars- son, f. 1986. Böðvar vann við ýmis störf um dagana en síð- ustu árin við trésmíðar. Utför Böðvars fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. einu ferðalagi okkar í Borgarfirði sem Baui kenndi okkur nýja leið til að borða kleinu, með kavíar ofan á, og gerum við það enn. Sumarið 1998 komu þeir Baui og Gulli í heimsókn tií okkar og einhvem veginn þróaðist samtalið í það að Baui og Sæmi mön- uðu hvor annan í að raka allt hárið af sér og átti Baui að byrja, hann sett- ist á stól úti og hélt hendinni örugg- lega yfir glasinu til að vera viss um að ekkert hár færi í það. Síðan tók- um við systurnar rakvélina og hárið fauk af og var hann mjög stoltur með nýju hárgreiðsluna, en sérstaklega þó að gráu hárin væra komin í ljós. Anna hefur alltaf líkst Bauja og áttu þau sameiginlegan kæk. Bauja þótti mjög gaman að stríða henni á kæknum og var hún lengi vel alls ekki sátt við það en með tímanum hefur hún lært að sætta sig við það og er orðin stolt af því að vera líkt við Bauja frænda sinn. Við viljum votta Jóku, Magga, Herdísi, Ragnari og öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúð og kveðjum Bauja með þessu ljóði eftir Vilhjálm Vil- hjálmsson, uppáhaldsdægurlaga- söngvara hans: Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Jóhannes, Anna og Auður. Kveðja frá Golfklúbbnum Setbergi Fyrir fáeinum árum komu saman nokkrir vinir Friðþjófs bónda á Set- bergi. Hópurinn var ekki stór í byrj- un en tilefnið var undirbúningur að stofnun golfklúbbs og byggingu golf- vallar í landi Setbergs. Böðvar Her- mannsson var einn þessara manna. Þar kom fljótt í ljós einlægur áhugi hans og ákafi við að koma verkefninu af stað sem allra fyrst. Margar spurningar vöknuðu um hvernig best væri að standa að verkinu, en þar sem fjárráð voru lítil og stuðningur Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ obinberra aðila ekki fyrir hendi þurfti að hafa allar klær úti við bygg- ingu vallarins. Reyndist Böðvar þá betri en enginn, margai’ af tillögum hans og hugmyndum nýttust vel og í hans huga var ekkert sem ekki mætti leysa. Allt frá byrjun lagði hann á sig mikla vinnu og fórnfýsi við byggingu skála og vallar en eins og þeii’ sem til hans þekktu var hann hagur á járn og tré og snillingur við vélar. Hann var kosinn í fyrstu stjórn klúbbsins og reyndist þar eins og áður úrræðagóður og hugmynda- ríkur. Böðvar hafði ríka kímnigáfu og var oft unun af því að fylgjast með líflegum umræðum þeirra fé- laga að leik loknum. Golfklúbburinn Setberg stendur í mikilli þakkarskuld við Böðvar og hefur misst einn sinn öflugasta stuðn- ingsmann og félaga. Hið ótímabæra fráfall hans fyllir okkur söknuði, en minningin um góðan dreng lifir. Við vottum Jóhönnu og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Þórarinn Sófusson. Fréttir af andláti Baua, vinar míns og frænda, voru mér mikið reiðar- slag. Margar minningar koma upp í hugann um Baua frænda sem var orðinn mér svo kær vinur en erfitt er á slíkri stundu að koma orðum að til- finningum þeim sem sækja á hug- ann. Baua hef ég þekkt frá því ég var strákur, þegar við Maggi vorum með dúfur og söfnuðum í áramótabrenn- ur. Þegar síðan byrjað er að byggja upp golfvöllinn heima þá tókst fljótt á með okkur góður vinskapur. Þótt ekki værum við á svipuðum aldri, áttum við svo auðvelt með að nálgast hvor annan. Þegar verið var að ræða hvernig þetta og hitt skyldi gert, fann ég hversu ákveðnar skoðanir Baui hafði á öllu og að ekkert væri ógerlegt. Það var alveg sama hvað átti að gera, það var ekkert mál og alltaf var Baui tilbúinn að leggja fram hjálpai’hönd. Allt frá því byrjað var á skálanum kom Baui ávallt þeg- ar hann mögulega gat til þess að hjálpa og gerði hann þessar stundir svo ánægjulegar með léttu og skemmtilegu skapi sinu. Þegar hætt var á kvöldin að vinna við skálann löbbuðum við oft nokkrai’ holur og þá spiluðum við fyrst golf saman. Það var alltaf skemmtilegt að spila með Baua því keppnisandi hans vai’ svo mikill og reglurnar voru alveg á hreinu. Skotin flugu ávallt á milli um hver myndi hafa sigur enda var stutt í kímnina hjá honum Baua vini mínum. Það er sárt að kveðja góðan vin en ég mun ávallt minnast Baua sem vin- ar sem ég gat reitt mig á. Ég minnist þess þegar ég og konan mín ætluð- um að kaupa okkur bfl, þá sagði ég Baua frá því, og vildi hann ólmur að- stoða okkur við að finna rétta bflinn. Það var alveg sama hvert efnið var, það var alltaf hægt að ræða það við Baua. Það fyllti mig alltaf ánægju er ég sá Baua keyra upp að skálanum því þá vissi ég að fjörlegar umræður væru á næsta leiti. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir er við áttum saman, hvað Baui kenndi mér um líf- ið og tilveruna og fyrir að segja ætíð sína meiningu. Elsku Jóhanna, Maggi, Herdís, Ragnai’ og fjölskyldur, ykkur færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Högni Friðþjófsson. Það var sorgardagur þegar okkur bárust fréttir um andlát vinar okkar Böðvars Hermannssonar. Kynni okkar hófust þegar hann hóf búskap í Hafnarfirði með Jóhönnu Mai’gréti Sveinsdóttur og Magnúsi syni henn- ar, sem hann gekk í föðurstað þannig að til fyrirmyndar var. Sú góða vin- átta hefur haldist síðan. Við hjónin höfum, þegar við höld- um fyrirlestur um ísland, oft vitnað í þau sem dæmigerða íslenska fjöl- skyldu, með mynd, þar sem hann og Jóhanna eru stödd fyrir framan hálf- klárað hús sitt við Þórsberg. Baui var einn hinna íslensku þúsundþjala- smiða sem með hæfileikum og þolin- mæði byggja sjálfir upp sín fallegu heimili og þar með einnig íslenskt þjóðfélag. í júlí sl. þegar við heimsóttum ís- land fórum við fjölskyldurnar í ferða- lag um Vestfirðina. Það var alltaf fróðlegt og skemmtilegt fyrir okkur að ferðast með Bauja, enda var hann mjög vel að sér um sögu og staðhætti á þessum stöðum þar sem fjölskyldan _ hafði búið á Patreksfirði um árabil. ’ I ferðalögum var Baui hinn ákjós- anlegasti fararstjóri, enda var hann mjög áhugasamur um sögustaði og örnefni og var sérlega annt um hina viðkvæmu íslensku náttúru. Einkennandi fyrir Bauja var róleg og vel yfirveguð framkoma ásamt ósvikinni íslenskri gestrisni og nutum við fjölskyldan góðs af því. Með nýja golfvellinum rétt hjá heimilinu hafði hann eignast áhugamál sem var hon- um og fjölskyldunni tfl mikillar ánægju. Útivistai-eðli sitt gat hann á þenn- an hatt ræktað og með gáska og ' vissu stærilæti sagði hann frá afrek- um fjölskyldunnar á golfvellinum. Það er mjög erfítt að skilja að Baui er ekki meðal okkar lengur. Við munum sakna hans sem góðs vinar og Islandsferðir í framtíðinni verða ekki þær sömu án hans. Elsku Jóhanna, við samhryggj- umst innilega allri fjölskyldunni og megi Guð veita ykkur styrk til að takast á við framtíðina. Blessuð sé minning Böðvars. Uffe Ostergaard og Soffía Daníelsdóttir Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld tii kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum oklcar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl; Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Ig S.HELGASON HF I STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 + Ástkær móðir mín, MARGRÉT OLLÝ SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Krummahólum 10, varð bráðkvödd á heimili sínu að morgni föstudagsins 8. október. Haukur Ólafsson. t Astkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÖLVI PÁLL JÓNSSON frá Stakkadal í Aðalvík, Réttarholtsvegi 67, Reykjavík, iést laugardaginn 9. október. Jarðarförin auglýst síðar. Laufey J. Guðmundsdóttir, Halldóra J. Sölvadóttir, Sveinbjörn Guðjónsson, Hermann T. Sölvason, Marianne Person, Margrét S. Sölvadóttir, Axel H. Sölvason, Björk Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis í Hlíðarhjalla 45, Kópavogi, lést föstudaginn 8. október sl. Guðmundur Antonsson, Þórunn Huld Ægisdóttir, Jóhann Bjarnarsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Birgir Sigurðsson, Jón Viðar Guðmundssson, Kristrún Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.