Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Smáfólk /I TH0U6HT YOU | MI6HT LIKE TO 6ETAN EARLY FOR. UIHAT? I'M NOT SOINö ANYLOHEKE.. Vaknaöu, Vakna?! Vakna?!! Mér datt í hug Á hverju? stóri brdöir! Af hveiju ertu að þú vildir Ég er ekki að að veiga raig? byrja snemma. fara neitt. THAT'S TOO BAP.. YOU COULP HAVE BEEN THE FIK5TONE THEKE.. Það var nú verra. Þú hefðir getað orðið fyrstur þangað. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skólamálayfírvöld framleiða baksjúk- linga framtíðarinnar Frá Þorgerði M. Kristiansen: ÉG get ekki lengur orða bundist! I fyrrahaust byrjaði dóttir mín í Hagaskóla - fluttist úr grunnskóla yngri barna yfir í grunnskóla eldri barna. Önnur dóttir mín fór sömu leið nú í haust. Dætur mínar þurfa á venjuleg- um degi að taka með sér skóla- töskur sem vega að meðaltali 8-10 kfló. Samt leggja þær það á sig að fara heim í hádegishléi, fá sér bita og skipta um bækur í töskunni, til þess að þurfa ekki að fara með all- an bókastaflann strax á morgnana. I Hagaskóla er engin aðstaða fyrir nemendur að geyma eitt né neitt, hvorki bækur né fatnað. Þetta þurfa allir unglingar í Hagaskóla að láta yfir sig ganga, bömin okkar sem eru í örum vexti - með líkama sem breytast frá mánuði til mánaðar. Skólatími þeirra er flesta daga frá kl. 8:05- 15:10. Þau sem búa lengst frá þurfa að leggja af stað um 15 mín- útum fyrir skólabyrjun og ganga 1-1,5 kflómetra í skólann með þungar byrðar á bakinu. Þegar vegalengdin er orðin meiri en hálf- ur annar kflómetri eiga þau rétt á strætisvagnamiðum. Síðan í skóla- lok, þreytt - að starfsdegi loknum, eiga þau eftir að burðast aftur heim með skólatöskur sem þau valda varla og setjast síðan heima við heimalærdóm. Fyrirspurnum okkar foreldr- anna og spumingum unglinganna sjálfra varðandi þetta geymslu- leysi hefur ávallt verið svarað á sama hátt. Beiðni hefur verið lögð fram um nemendaskápa undanfar- in ár - á hverju einasta ári. Þessu er alltaf hafnað - svörin eru ævin- lega á þá leið að ekki fáist fjárveit- ing v/peningaskorts - óskum um endurbætur er hafnað v/kostnað- ar. Ég dreg það ekki í efa að kostnaðurinn er einhver - en er ekki stundum talað um forvarnir? Hvers vegna er þessi skammsýni? Hver ætlar að annast baksjúklinga framtíðarinnar, endurhæfingu þeirra og greiða þeim örorkubæt- ur? Hvers vegna í ósköpunum era yfirmenn skólamála hér á íslandi svona skammsýnir? Er skýringin kannski sú að skólamálayfirvöld hafa ekkert með þessa sömu ung- linga að gera eftir að þeir verða fullorðnir - þá verða þeir og þeirra vandamál á höndum annarra, t.d. heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda vegna þeirra stoðkerfisvandamála sem eru sköpuð af skólayfirvöld- um? Unglingar þessa lands eru þeir sem landið munu erfa. Framtíð þjóðarinnar byggist á framtíðar- vinnuframlagi þess dugnaðarfólks sem stundar sitt nám í grunnskól- um landsins. Er ekki röng sú stefna að leggja á þau þvílíkar byrðar árum saman á þessu við- kvæma vaxtarstigi að þau munu varla sleppa án skaða. Spurningin er ekki hvort þau bíði tjón af þessu - heldur hversu mikið tjónið verð- ur - hversu vel þau geti sloppið miðað við óbreytt ástand. Er framtíðarsýn okkar þjóðfélag baksjúklinga og öryrkja? Ég vona ekki - og trúi því ekki! Ég vona að skólayfirvöld sjái að sér og horfí til framtíðar! Útvegið grunnskólunum nemendaskápa og léttið þunganum af löngu, mjóu bökunum! Höfum í huga að það er allt of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. ÞORGERÐUR M. KRISTIANSEN, Hringbraut 91, Reykjavik. Morgunblaðið og reykingar Frá Guðna Tryggvasyni: ÁKVÖRÐUN Halldórs Blöndals, forseta alþingis, um að senda þingmönnum bréf og banna þeim að reykja er leiðaraefni Morgun- blaðsins. Er alþingisforseta hrós- að mjög fyrir framtakið, og sann- arlega á hann hrós skilið að hafa tekið á sig rögg og tilkynnt starfs- mönnum sínum að þeim bæri líka að fara eftir lögum og reglugerð- um sem alþingi hefur sjálft sett. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, hóf máls á reyk- ingum í alþingishúsinu, og hefur sætt gagnrýni samstarfsmanna og pólitískra andstæðinga fyrir baráttu sína. Þetta kom fram í Dagblaðinu í síðustu viku og hjá ríkissjónvarpinu í þessari viku, þegar hún sagði að sömu reglur yrðu að gilda í alþingishúsinu og á öðrum vinnustöðum í landinu. Þá hafði Halldór Blöndal leyft reykingar í alþingishúsinu frá því 15. júní, en hefur greinilega kippst við þegar ráðherra tjáði sig. Væri ekki ráð fyrir Matthías og Styrmi að taka niður flokkspólitísku gleraugun og sjá hvort raunveruleikinn kemur þá ekki í fókus. GUÐNI TRYGGVASON, Jörundarholti 119, Akranesi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.