Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 5Í** sjúkdóms sem dró hana til dauða árið 1955. Frá þessum árum á ég þó ljúfa minningu frá heimboði til þeirra Lárusar. Við undum þar með honum kvöldlangt vinir tveir og skólabræður, ég og Jóhannes Nor- dal Sigurðsson. Kristjana var sýni- lega nokkuð vanheil en bar sig höfð- inglega að vanda, og tveir fallegir sveinar, elstu synir þeirra, aðstoð- uðu móður sína fímlega við að þjóna gestunum. - Eftir lát Kristjönu kvæntist Lárus aftur og átti Mar- gréti Ólafsdóttur Gíslasonar. Hana missti hann árið 1982. Þess eru mörg dæmi, því miður, að gáfuðum og hæfileikaríkum mönnum veitist erfitt að leiða til lykta hin torveldustu viðfangsefni sín. Þeir vinna að undirbúningi verksins lengi og vel og ná góðum áfangastöðum, en þegar kemur að lokaátakinu er því líkt sem þeir hrökkvi undan, þeir taka að verja tíma sínum til smærri verkefna eða flýja inn í falska draumaheima. Eg gat þess að Lárusi hefði veist langsótt að ljúka háskólaprófinu þótt það hefðist um síðir. Við út- gáfu Sverrissögu vann hann síðan stórmikið verk sem ég mun lýsa nánar hér á eftir. En á prent komst sagan aldrei, hvorki handritaútgáf- an sem hann vann að svo kappsam- lega í Kaupmannahöfn 1952 né heldur útgáfan fyrir Hið íslenska fornritafélag. Eg veit að þetta var Lárusi þung raun. Vissulega hafði hann margt sér til málsbóta, og þá ekki síst að þetta var lengst af hjá- stundaverk samfara fullum emb- ættisstörfum og öðru brauðstriti af ýmsu tagi. Sjálfur var hann og fús að finna sitthvað til skýringar, jafn- vel misrétti eða framtaksleysi ann- ai'ra. En ég ætla að hitt mundi sönnu nær að útgáfu Sverrissögu hefði hann aldrei fengið lokið einn síns liðs, hverjar sem aðstæður hefðu verið. Hitt reyndist honum farsælla að vinna sín útgáfuverk í félagi við aðra. Þannig gerði hann hið merka mannfræðirit Læknar á Islandi í samvinnu við Vilmund Jónsson landlækni, einnig bindi til viðauka við handritaskrár Lands- bókasafns og fleiri verk ásamt sam- starfsmanni sínum Grími Helgasyni bókaverði. Eftir á má harma að honum skyldi ekki veitast til að- stoðar við Sverrissögu einhver samstarfsmaður - eða samstarfs- menn, þá hefðu útgáfur hans á sög- unni náð að fullkomnast. En þótt það lánaðist ekki þá lá margt annað eftir Lárus Blöndal. Hann rækti embættisstörf með samviskusemi nær óslitið frá ung- um aldri og fram yfir venjuleg starfslok embættismanna. Sérstak- lega skal þess getið að hann var borgarskjalavörður Reykjavíkur 1967-71, en áður hafði hann verið bókavörður við Landsbókasafnið í hálfan fjórða áratug, síðustu árin forstöðumaður handritadeildar safnsins. Einmitt á þeim árum átti hin nýja Handritastofnun Islands þar heimili sitt, og sem starfsmaður hennar naut ég daglega samvista hans og fyrirgreiðslu. Þótt Lárusi auðnaðist ekki að gefa Sverrissögu út á prent, þá reit hann um söguna heila bók sem Árnastofnun gaf út árið 1982 (Um uppruna Sverrissögu). Þetta er textafræðilegt verk, samþjappað og efnismikið, þar sem tekin eru til meðferðar afmörkuð vandamál, og fæ ég ekki betur séð en niðurstöður Lái-usar séu traustar og vel sann- aðar. Þegar Lárus var vel hálfníræður að aldri, árið 1992, afhenti hann Arnastofnun „til ráðstöfunar að eigin mati“ aðdrætti sína til undir- búnings útgáfu Sverrissögu. Og þá fylltist ég undrun og aðdáun er ég sá hvílíkt feiknaverk þarna var um að ræða. Alls eru þetta fjórtán pappakassar, svo stórir að hver þeirra mundi hæfilega rúma 1000 vélritunarblöð. Ailir eru kassai-nir fullir af skrifuðum blöðum. í átta fyrstu kössunum eru „samhljóða og afbrigðilegir leshættir fjögurra höf- uðhandrita Sverrissögu", svo sem segir í meðfylgjandi skrá Lárusar, alls 15.437 miðar og blöð. í síðari sex kössunum er meðal annars vél- ritað eintak af meistaraprófsritgerð Lárusar, uppskriftir og ljósrit ým- issa handrita sögunnar og fleira. Þegar Lárus afhenti mér þessa miklu aðdrætti sína átti ég aðeins tvö ár eftir sem forstöðumaður Ámastofnunar og var hvorki vel heilsuhraustur né framtakssamur. Ég gerði því enga sérstaka ráðstöf- un fyrir þessum efniviði, en tjáði vini mínum að ég hefði trú á því að verk hans ætti eftir að koma að gagni þótt síðar yrði. Nú leyfi ég mér að ævilokum hans að varpa fram þeirri tillögu að fé verði veitt og fenginn ungur fræðimaður til að halda fram verki Lárusar og nýta það til nýrrar handritaútgáfu Sverrissögu. Um er að ræða eitt allra merkasta verk íslenskra bók- mennta, elstu vel varðveittu Nor- egskonungasöguna, mikið snilldar- verk sem meðal annars var ein helsta fyrirmynd Snorra Sturluson- ar við konungasagnaritun hans. Seint mun nokkur koma sem end- urvinnur frá grundvelli sambæri- legt verk við það sem Lárus hefur innt af höndum. Þá er vænlegra að byggja á því sem hann hefur þegar gert, snyrta það og auka - og leiða það svo til lykta í nýrri útgáfu Sverrissögu. „Mínir vinir fara fjöld,“ sagði skáldið gamla. Svo hlýtur að fara, falls er von að fomum trjám. Vissu- lega er söknuður eftir sérhvern horfinn vin. En að skilnaði okkar Lárusar er mér þó ofar í huga minningin um allar okkar góðu samverustundir, alla þá gleði og hlýju sem mér veittist af vináttunni við þennan „góða dreng og merki- lega mann“. Börnum hans og öðrum niðjum og vandamönnum sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Jónas Kristjánsson. Þegar litið er yfir feril Lárusar H. Blöndals, er lézt fyrir skömmu á 94. aldursári, sést, að hann fékkst við margt um dagana. Hann lagði að loknu stúdentsprófi 1927 stund á íslenzk fræði við Háskóla íslands, en vann með námi að ýmsum störf- um, var símavinnumaður, banka- maður, þingskrifari og starfsmaður í skrifstofu Alþingis og umsjónar- maður með bókasafni þingsins, kvæntist og stofnaði heimili og eignaðist mörg mannvænleg böm, en íslenzku fræðin toguðu alltaf í hann, og lauk hann meistaraprófi í þeim 1945. Hann hafði ráðizt bóka- vörður í Landsbókasafni 1941 og starfaði þar allt til 1. des. 1967, varð forstöðumaður handritadeildar safnsins í ágúst 1962 og var þá þeg- ar orðinn mjög kunnugur handrit- unum, hafði búið til prentunar II. aukabindi handritaskrárinnar 1959 og átti sinn þátt í III. aukabindi, er eftirmaður hans í handritadeildinni, Grímur M. Helgason, leiddi til lykta 1970. Þegar Lárus lét af störfum í Landsbókasafni, gegndi hann emb- ætti borgarskjalavarðai’ fjögur ár , 1967-71, en sneri þá aftur að störf- um hjá Alþingi, fyrst á skrifstofu, en var Alþingisbókavörður 1975-82. Lárus vann alla tíð að ýmsum út- gáfustörfum samhliða embættis- verkum, og má þar nefna m.a. ritið Læknar á Islandi (ásamt Vilmundi Jónssyni) 1944 (2. prentun 1945), í annairi og nýrri útgáfu 1970; Al- þingismannatal 1845-1975 (ásamt öðrum) 1978. Hann annaðist útgáfu endurminninga frænda síns, Sig- fúsar Blöndals, 1960 og ritgerða- safns Þorkels Jóhannessonar í 2 bindum 1965-66. Og fleira sitthvað mætti telja. Til stóð, að hann sæi um útgáfu Sverrissögu á vegum Fornritafé- lagsins, en félagið frestaði þeirri út- gáfu, og tók Lárus þá saman merki- legt rit Um uppruna Sverris sögu, er út kom 1982. Var það flókið og heillandi efni, er hann naut mjög að kljást við og dvaldist þá um hríð í Kaupmannahöfn við rannsókn handritanna. Starfa Lárusar sér víða stað í handrita- og bókaskrám Lands- bókasafns, en skráningarstörf létu honum mjög vel, rithöndin fögur og skýrgreiningar glöggar. Ég minnist samvinnurinar og kynnanna við hann með þakklæti og votta börn- um hans innilega samúð nú að leið- arlokum. Finnbogi Guðmundsson. Lárus Blöndal bóka- og skjala- vörður var svo áhugasamur og næmur að hann varð einn þeirra manna sem eru vottar aldarinnar. Hann var ungur róttækur mennta- maður og þroskaðist með straum- um tímanna. Hann var hugsandi maður og andans maður í eiginleg- um skilningi þessara orða, leitandi og kröfuharður við hugsun sína. Ég fékk að vera skjólstæðingur hans í ýmsum skilningi og minnist hans með virðingu og þökk. Starfsævi sína helgaði Lárus Blöndal hljóðlátum og seinlegum nákvæmnisverkum á bóka- og skjalasöfnum. Þegar hann var að kenna mér prófarkalestur, á bókum Olafs Tryggvasonar huglæknis frá Hamraborg, gerði hann kennsluna ógleymanlega með dæmum og til- vísunum af áratugareynslu. Hann lýsti því að við sagnaútgáfur Fom- ritafélagsins voru prófarkir, t.d. Brennu-Njálssögu, lesnar orð fyrir orð og líka staf fyrir staf aftur á bak frá síðustu blaðsíðu og fram úr - að neðanmálsgreinum ógleymdum. Lárus vann að rannsóknum hand- rita, samanburði og frágangi texta Sverrissögu og gerði grein fyrir því í bók sinni „Um uppruna Sverris sögu“ sem út kom hjá Amastofnun 1982. Þar gerir hann grein fyrir þvi mikla starfi sem lá til grundvallar, og í formálanum lýsir hann m.a. hindrunum sem upp höfðu komið. Niðurstöður hans um samsetningu og uppruna sögunnar, um stöðu sagnahlutans „Grýlu“ í verkinu og um þátt Karls Jónssonar ábóta í rit- un sögunnar hafa orðið varanlegur skerfur til íslenskra fræða. Ásamt Vilmundi Jónssyni vann Láms stórvirkið „Læknar á Is- landi“ og „Alþingismannatal“ með öðmm samverkamönnum. Hann gerði skýrslur um Handritasafn Landsbókasafnsins og yfirlit um framfærslu- og sveitarstjómarmál til forna. Hann vann einnig að ýms- um útgáfum, svo sem Tónlistarfé- lagsútgáfunni á verkum Hallgríms Péturssonar, svo og á ritgerðasafni Þorkels Jóhannessonar og endur- minningum Sigfúsar Blöndal. Er þá ótalið grundvallarstarf við Hand- ritasafn Landsbókasafns, í Borgar- skjalasafni og Skjala- og bókasafni Alþingis. Láms var á yngri árum þing- skrifari og varð vitni að ýmsum sögulegum atburðum þingsögunnar á þeim tíma. Var lærdómsríkt að kynnast yfirveguðu mati hans á at- burðum, mönnum og málefnum. Síðar hneigðist hugur hans til ann- arra áhugamála m.a. trúarbragða- fræði og hugmyndasögu. Hann var skáldmæltur og sér þess t.d. stað í Sálmabók Þjóðkirkjunnar. Um ára- bil var hann einn helsti fræðimaður Frímúrarareglunnar á Islandi. Láms var einn af stofnendum Máls og menningar. Hann var afar fróður um bókmenntir og skáld- skap og bar nákvæmt skyn á tungutak og stíl. Var fróðlegt að læra af honum um mótun setninga og orðasambanda í skáldverkum Halldórs Laxness en Lárus vann að sumum þeirra undir prentun. Lárus Blöndal sá á bak ástvinum, m.a. eiginkonum, syni sínum Bene- dikt hæstaréttardómara og dóttur sinni Kristínu kennara. Var að þeim sjónarsviptir, enda afbragðs- menn á besta aldri. Síðasta skeiðið dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnar- firði og hafði bækur sínar hjá sér. Þegar ég vitjaði hans þar í fylgd með Haraldi var hann enn alveg með á nótunum í umræðuefnum en farinn að kenna þess meins sem loks réð úrslitum. Eftirlifandi ást- vinum votta ég hluttekningu. Lárusi Blöndal, kennara og vel- gjörðamanni, fylgja bænir og þakk- ir. Jón Sigurðsson. í dag kveð ég hinstu kveðju föð- urbróður minn Lárus H. Blöndal. Hann var elstur sex systkina, lifði þau öll og þótti það mest ofrausn af almættinu. Örlögin mótuðu lífs- reynslu hans og þroska strax í bemsku. Þau ófu honum reynslu- þrunginn ævidag ljóss og skugga, litríka ævi, og báru honum jafnt barmafullan bikar sorga og kaleik ljúfra unaðsstunda á langri ævi. Gæfa hans og vöggugjöf var mikið æðruleysi og innri styrkur. Hugsun hans var krefjandi. Hugurinn hneigðist að fræðimennsku og þeirri innri sjálfsskoðun sem bein- ist að betrun og göfgun hugarfars- ins og stefnir einlægt að því óend- anlega takmarki að hefja hug og hjarta á hærra stig. Hann kleif lífstindinn af sjálfsögun og sálar- þreki. Lífssýn hans var víðfeðm og djúp. Svo lýsir hver sem þekkt hefur. Ég kynntist Lárusi þegar ég vann með honum á Borgarskjalasafninu og síðar á bókasafni Alþingis. Þess- ar samverustundir gleymast mér aldrei. Þær voru fræðsla og hug- ljómun fremur en vinna; innsýn í veröld skruddu og skænis, bóka, ritlinga og einblöðunga; listin að hemja, raða, flokka og greina; en umfram allt að safna, geyma og forða frá glötun og gleymsku. Hafi ég ekki þá þegar borið í mér erfða- bundinn bókorm smaug hann mér í merg og bein við þessi kynni. Ég þakka honum það. Lárus var fjölþættrar náttúru eins og hann átti kyn til; mikill húmoristi, hrókur alls fagnaðar, einfari og alvörumaður. Hann var aristókrat í hugsun og eðlisfari, stórlundaður og skapríkur að eðlis- lagi en fór vel með það, blíðlyndur, hrifnæmur og viðkvæmrar lundar líkt og bræður hans. Þar mættust sterkar andstæður af traustum stöfnum móðurætta og föðurleggs. Þessi margslungna flétta mótaði ómstríðar sálir og stórsniðna karaktera, sem nutu gleði og glaums en voru þó að eðlislagi dul- ir; gjöfulir án þess að ota fram sínu en áttu til að springa út eins og fagnandi blóm mót sólarfaðmi þeg- ar þau fræ er þeir geymdu dýrust fundu jarðveg og næringu í áhuga- sömum hlustanda. Lárus var ættrækinn, vinhollur, trygglyndur og samkvæmur sjálf- um sér. Hann var fjölfróður, víðles- inn og manna glaðastur á góðri stund, enda Blöndalir þótt glaðvært fólk í veislusal, örlyndir, lífsnautna- menn, listhneigðir og skáldmæltir. Þessi skaphöfn sindrar björt í frændgarði og afkomendum. Aldinn höfðingi og sameiningar- tákn Blöndalsættar - afkomenda Haraldar L. Blöndal og Margrétar Auðunsdóttur - er hniginn í valinn. Börnum, tengdafólki og frændgarði öllum votta ég hugheila samúð. Haraldur G. Blöndal og Qölskylda. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Lárusar föðurbróður míns. Elsta eikin er fallin. Börn Haraldar afa og Margrétar ömmu eru nú öll gengin yfir móð- una miklu. Með fráfalli Lárusar er skarð fyrir skildi. En margs er að minnast og margt ber að þakka. Símtölin, bréfin, samverustund- irnar, vísumar, sögurnar, minning- arnar hans, sem hann svo ljúflega deildi með mér - ómetanlegur fjár- sjóður, nammidósin - alltaf til stað- ar og ekki skorið við nögl, brosið hans og hláturinn, fallegu hendurn- ar og silfurgráa hárið. Lárus var gæddur góðum mannkostum. Hann var hnyttinn og stríðinn, sérvitur og stundvís með afbrigðum. Bók- hneigður var hann og fróður, vel lesinn, ætthollur en umfram allt hlýr og einlægur. Ég virti hann og dáði. Leit á hann sem sérstakan „afa“, með hans leyfi að sjálfsögðu. Það eru þáttaskil í lífi okkai' sem eftir lifa. Snertingin við fortíðina er ekki eins skýr. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, orð að sönnu. Ég kveð minn aldna frænda og vin með söknuði í hjarta. Ég þakka dýrmætar minningar, samvistir og samfylgd látins vinar, þakka allt sem hann var mér og bið Drottin um eilífa hvíld og eilíft ljós honum til handa. Ég bið góðan Guð að helga sökn- uð ástvina og trega. ^ Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og hejTÍ aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þigenn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni ogjörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvild og gleði veldur. W varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stef.) Áslaug M.G. Blöndal. í dag er jarðaður Lárus afi minn. Hann var mér mjög kær. Þær eru mér minnisstæðar ferð- imar inn á Rauðalæk til ömmu Mar- grétar og afa þegar ég var strákur. Afi átti til að fara með okkur krakk- ana í bíó og best var þá ef hægt var að sjá skylmingamyndir. Þeirra naut hann jafnmikið og við. Afi var gjafmildur og fundvís á ýmislegt sem litlum dreng þótti til um. Gjafimar breyttust eftir hv^. sem ég eltist, en alltaf vom þó bæk- ur áberandi. Eftir að amma Margrét dó fluttist afi til Rönku föðursystur minnar og með honum samkomustaður stór- fjölskyldunnar. Þar átti hann góð ár og naut ástúðar Rönku og fjölskyldu hennar. Afi var mikill íslenskumaður. Hann átti gott bókasafn, ást sinni á bókum skilaði hann til bama sinna og bamabama. Hann var Ijóðelskur og trúrækinn og meðal þess senjr^ hann orti em nokkrir sálmar. Hann var víðlesinn og áhugasamur um allt milli himins og jarðar, hvort sem það voru fomfræði eða fréttir dags- ins. Líf hans spannaði öldina alla. Sem ungur og ákafur maður var hann virkur í stjómmálum. Lífsviðhorf hans mótuðust á umbrotatímum í ís- lenskri sögu. Vegna starfa sinna í Alþingi, vináttu og fjölskyldubanda við forystumenn stjórnmálaflokka bjó hann yfir mikilli þekkingu á ís- lenskri stjómmálasögu. Eftir að ég hóf nám í stjómmálafræði sótti ég oft í þennan brunn. Á síðustu ámm átti ég innileg samtöl við afa minn um atvik úr ævi hans en líka atburði sem fyrir okkul*** flestum eru aðeins sagnfræði. Með honum hverfur sá aldarspegill sem ómetanlegt var að geta rýnt í. Afi var tæplega 94 ára er hann lést. Hann missti tvær eiginkonur, Kristjönu og Margréti. Tvö bama hans em látin, Benedikt faðir minn og Kristín. Hann var elstur systkina sinna en þau em öll látin og félag- amir flestir famir á undan honum. Hann dó saddur lífdaga en ég kveð með söknuði. Lárus. Okkar elskulegi Láms er látinn. Við höfum öll misst mikið. Sterk nærvera hans og lífsreynsla veittí1 ætíð huggun og styrk á erfiðum stundum. Við minnumst þess hve geislaði frá Lárasi, gleði og kátína á góðum stundum þegar fjölskyldan kom saman. Deyr fé, deyja frændr, deyrsjalfritsama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Við lútum höfði í söknuði og af virðingu. Guð blessi minningu Lámsar H. Blöndal. Snæbjörn Heimir B. Blöndal, Margrét Sigríður B. Blöndal, Kristjana Elinborg B. Blöndal, Kirstín Erna B. Blöndal og fjölskyldur, Ellen Þóra Snæbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.