Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 52
#2 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR TORFI * SIGURÐSSON + Sigurður Torfi Sigurðsson fæddist í Reykjavík 30. oktdber 1952. Hann lést á heimili sínu 1. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Fanndal Torfadótt- ir, f. 2.8. 1929, og Sigurður Ágústs- son, f. 9.7. 1923, d. 30.7. 1981. Torfi —’ ólst upp í Kópavogi en dvaldi öll sumur til 16 ára aldurs hjá afa sínum og ömmu, Sigurði Torfa Sigurðssyni, bónda í Hvítadal í Dalasýslu, og Guðrúnu Valfríði Sigurðardótt- ur. Systkini hans eru Guðrún Valfríður, f. 1954, maki Krist- inn Kristjánsson; Sigurður Kristmann, f. 1955; Þórunn, f. 1958, maki Alfreð Friðgeirsson; og Sigrún, f. 1961, maki Páll K. Sigmundsson. Torfi kynntist konu sinni, Onnu Árnadóttur, f. 21.8. 1953, árið 1970 og giftust þau 15. október 1975. Dætur þeirra eru: Guðbjörg Fanndal, f. 25.10. 1974, unnusti Sigurður Örn Jónsson; Eva Björg, f. 23.8. 1977, sambýlismaður hennar er Jón Þdr Guðjónsson, f. 13.12. 1976; Theo- dóra Fanndal, f. 26.8. 1989, og Ásdís Thelma, f. 17.11. 1991. Torfi var rafvélavirki að mennt og starfaði við fag sitt uns hann sneri sér að eigin inn- flutningi. Útför Torfa fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Torfi minn. Nú sit ég héma heima og reyni að festa á blað eitt- hvað til minningar um þig, en á .jnjög erfitt með að finna eitthvað ^sérstakt, því ef égmætti ráða mundi ég geta skrifað heilt Morgunblað um samveru okkar í 30 ár. Það er svo erfitt að hafa þig ekki hér hjá okkur, því undanfarin ár var eitt alltaf öruggt, pabbi var heima enda þótt hann væri veikur. Litlurn- ar okkar eru voða beygðar og líður illa yfir að þú sért farinn frá okkur, en ég reyni að útskýra fyrir þeim að þú vakir yfir okkur og sért nú alveg verkjalaus. Eg hugsa um allar skemmtilegu +■ ýeiðiferðimar okkar og ylja mér við allar góðu minningarnar síðan þú fórst. Eg hef átt mjög erfiða daga undanfarið og engan til að gráta á öxlinni á. Og finnst svo ósanngjarnt að rétt á meðan ég skaust heim til mömmu þinnar til að athuga hvort allt væri í lagi þar, því hún var að koma heim af spítala, þá hafir þú dá- ið og var ég samt aðeins í um þrjú korter í burtu frá þér. Eg sakna alls þíns viskubmnns, bæði hvað snertir ættfræði og allra réttra ráðlegginga þinna. Mér finnst ég svo ein og yfirgefin, en hugga mig við að þér líði vonandi vel núna. Það er svo skrítið að aðeins tæp- um hálfum mánuði áður en þú fórst, ^fluttum við í nýja íbúð þar sem þú gætir komist allra þinna ferða og látið þér líða vel. Eg elska þig nú sem áður og ætla að vera dugleg svo stúlkunum okkar geti liðið sem allra best og kveð þig í bili með versi úr sálmi eftir Einar Benediktsson, sem var eitt af þínum uppáhaldsskáldum. En ástin er björt sem bamsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Anna. Elsku pabbi minn. Nú kveð ég að sinni og það er erfitt. Allt sem ég ætlaði að sýna og segja þér verð ég að vona að þú sjáir annars staðar frá. Enda þótt söknuðurinn sé mikill og erfiður veit ég að þér líður vel núna. Þú varst alltaf með öll svör og ef þú vissir þau ekki þá leitaðir þú að þeim, en oft á tíðum var þrjóskan mikil, þú vissir betur og í lokin var það þannig. Þú varst eini karlmaðurinn í stórri fjölskyldu og undir því vel. Við stelpurnar þínar allar stönd- um saman og styrkjum hver aðra. Enda þótt maður telji sig sterkan þá brestur mig nú kjark til að skrifa meira, en minningin um þig lifir í hjarta mínu að eilífu. Þín, Guðbjörg. Elsku pabbi. Við söknum þín svo mikið og erum búnar að gráta síðan þú fórst frá okkur til guðs. Við elskum þig, elsku pabbi, en vitum að nú ertu engill og horfir nið- ur til okkar. Viltu vernda okkur alla ævi, elsku pabbi. Nú ert þú í hjarta okkar þó að við sjáum þig ekki, og verður þú alltaf í hjarta okkar. Þínar litlu dætur, Theodóra og Thelma. Mér finnst ég varla heill né hálfúr maður og heidur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt (Vilhj. Vilhj.) Elsku pabbi. Okkur langar tii að þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar, þrátt fýrir að við héldum að þær yrðu miklu fleiri. Baráttan er búin að vera hörð hjá þér síðustu ár, en alltaf barðist þú á móti og hafðir betur. Nú lítum við svo á að þú sért kominn á stað, þar sem þér líður vel og engin veikindi hrjá þig. Það er mikil hugg- un fyrir okkur að vita það. Megi Guð og englarnir ávallt vaka yfir þér. Elsku pabbi, við viljum enda þess grein á síðustu orðum þínum til okk- ar: „Við sjáumst." Þín dóttir og tengdasonur, Eva Björg og Jón Þór. Kveðja frá móður Elsku Torfi alla mína ástarkveðju flytja vO. Minningin um mildi þína méríhjartavekuryl. IIIITITTTTTTITT' H H H H H H Erfisdrykkjur ■+- H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 Brosin, sem að bam þú veittir, báru merki glaðri lund. Svörin glöðu, sem þú beittir, sífellt man ég hverja stund. Ótal mörgu bemskubrekin birtu senda nú til mín. Verða ekki, vinur, tekin, vaka þau sem minning þín. Kæri vinur, kveðju mína klökkum huga lýk ég við. Signi drottinn sálu þína sæll þú hljótir himna frið. (Sighvatur F. Torfason.) MINNINGAR PÉTUR HRA UNFJÖRÐ PÉTURSSON + Pétur Hraun- Qörð Pétursson, verkamaður, skáld og alþýðulistamað- ur, fæddist í Stykk- ishólmi 4. september 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi í Reykjavík 3. október sfðastlið- inn. Foreldrar hans voru Pétur J. Hraunfjörð skip- stjóri frá Hrauns- firði, f. 14.5. 1885, d. 5.3. 1957, og Krist- jánsína Sigurást Kristjánsdóttir frá Vindási í Eyrarsveit, f. 6.6. 1891, d. 27.7. 1980. Systkini hans eru: Yngvi, látinn, Kristinn Pétur, látinn, Hugi; látinn, Hulda, látin, Unn- ur, Ásta María, látin, Guðlaug, og Ólöf. Pétur var fhnmti í systkinaröðinni. Pétur kvæntist borgaralega 3.1. 1945 Helgu Ingunni Tryggvadóttur frá Þórshöfn á Langanesi, f. 1.6. 1924, húsmóð- ur í Reykjavík. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristján, f. 25.11. 1944, bflstjóri, ókvæntur og barnlaus. 2) Björg, f. 5.2. 1946, kjólameistari, maki Guðmundur Jóhannsson. Börn: Baugur, Á fyrstu áratugum þessarar aldar var það ekki óalgengt að konur þyrftu að ganga til sláttar fram á síð- asta dag meðgöngu. Og þannig var það með móður okkar Péturs. Hún var í kaupavinnu á Arnheiðarstöðum í Helgafellssveit til 3. sept. 1922. Þá hélt hún gangandi niður í Stykkis- hólm og kom þangað að áliðnum degi. Nokkrir bátar lágu við bryggju og ætluðu út í Eyrarsveit, en vegna veðurs urðu þeir að fresta för. Móð- irin unga reyndi að fá inni yfir nótt- ina. En það var erfitt vegna hræðslu fólks við yfirvöld. Loks fékk hún inni með því skilyrði að barnið fæddist ekki um nóttina. Og eina verðmæta hlutinn í eigu sinni, saumavélina, lét hún sem tryggingu. En um nóttina fæddi Ásta dreng í sigurkufli. Hann var líflítill við fæðingu og ljósmóðirin tók það ráð að hella ofan í hann víni og það varð hans guða- veig. Morguninn eftir kom hrepp- stjórinn og skipaði Ástu að fara strax heim í sína sveit svo barnið yrði ekki sveitfast. En Ásta lét hreppstjóra vita að flytti hann hana og barnið á kviktrjám út í Eyrarsveit ætti hann það við samvisku sína og guð. Og fór hvergi. Ævi Péturs byrjaði þannig með baráttu við misvitur yfirvöld og í þeirri baráttu var hann virkur með- an hann hafði heilsu og kraft. Rúm- lega eins árs til sex ára aldurs var Pétur í fóstri hjá Elíasi B. Jónssyni föðurbróður sínum og Jensínu Jóns- dóttur konu hans á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Milli Péturs og dætra þeirra, þeirra Guðlaugar og Maríu, var ætíð mikið ástríki. Það var erfitt fyrir lítinn dreng að koma úr víðátt- unni í sveitinni á mölina, inn á heim- ili foreldra sinna og systkina sem hann þekkti ekki. Pétur var ákaflega næmur og viðkvæmur maður, en það reyndi hann ætíð að fela með kæru- leysi. Hann laðaði fólk að sér með hrífandi framkomu sinni en hann gat líka stuðað með hárbeittu háði. Pét- ur var litríkur persónuleiki og virtur af börnum og unglingum. Vinir hans höfðu miklar mætur á honum. And- stæðingar hans hræddust hann. Pétur vann mestan hluta starfsævi sinnar við bílaviðgerðir. Hann þótti snjall réttingamaður. Sérsvið hans voru jeppar. Á þeim tíma var það lenska að borga viðgerðir með vín- flösku og þannig ánetjuðust margir Bakkusi konungi, og það gerði Pétur líka. Baráttan varð bæði löng og ströng. Um árabil vann Pétur við sorphreinsun eða í „öskunni". Um það gerði Þorsteinn Jónsson, kvik- myndagerðarmaður, myndina, „Oskudagur“. Myndin lýsir þessu erfiða og vanþakkláta starfi, en er líka saga reykvískrar verkamanna- fjölskyldu á áttunda áratugnum. kvæntur, á þrjú börn, Gnýr, kvæntur, á eitt barn, Jóhann, ókvæntur og barn- laus, og Brá, gift, á eitt barn. 3) Birkir Einar, f. 12.5. 1947, bflaviðgerðarmaður, maki Fanney Svana Stefánsdóttir, skilin. Barn: Brynjar, ókvæntur og barn- laus. 4) Pétur Hraun- Qörð, f. 20.5. 1949, d. 9.2. 1964. 5) Bera, bréfberi, f. 14.6. 1950, skilin. Börn: Ingunn Jóna, gift, tvö börn; Friðrik Valur, kvæntur, á þijú böm; Jónas Már, kvæntur, á eitt barn; Elva Lind, í sambúð, á eitt barn; Jón Pétur, nemi. 6) Börkur Hrauntjörð. f. 3.1. 1953, d. 8.5. 1953. 7) Óttar, far- andverkamaður, f. 5.1. 1956, maki Barbara Sofía Jaslo, búa í Pól- landi. Börn: Mihá Jan og Filip Pét- ur. 8) Bára, öryrki, f. 22.9. 1957. Barn: Elvar Fannar Guðjónsson. 9) Gaukur, vélvirki, f. 23.1. 1959, maki Elínborg Bjarnadóttir. Börn: Vala, Bjarni Már og Fríða Rún. 10) Brynja, verslunarmaður, f. 24.11. 1965, maki Davíð Davíðs- son. Börn: Hjördís Osk, Halldór Pétur, Davíð Agnar og Oli Atli. Pétur var góður penni og reit í blöð og tímarit um sitt aðalhugðarefni, „verkalýðsmál". Hann var einn af stofnendum útvarpsstöðvarinnar „Rótar“ og gaf út „Verkfallsvörð- inn“, ásamt fleirum. Hann var virkur í félagi sínu „Dagsbrún", og vildi hag þess sem mestan. Pétri var létt um mál og kom öllu frá sér í hnitmiðuðu og skýru máli. Hann hafði gott vald á íslenskri tungu. Hann var þyrstur í fróðleik og las mikið. Hann kynnti sér jarðsögu Islands. Ferðaðist mik- ið um landið ásamt konu sinni og börnum. Kleif fjöll og gekk á fjörur. Hann var hafsjór af örnefnum og fróðleik um landið. Pétur og Helga misstu tvo drengi, annan fjögurra mánaða og hinn 14 ára. Það var mik- ill harmur. Þau byggðu hús í Blesu- gróf af vanefnum og bjuggu í tjaldi á meðan á byggingunni stóð. Húsið brann og þau misstu aleigu sína. Þá var þeim holað niður í Höfðaborgina í 20 fermetra íbúð. Þau lifðu atvinnuleysi, verkföll og sjúkdóma. Lífið var baráttan um brauðið. Pétur unni konu sinni en 1974 skildu þau vegna drykkjuskap- ar hans. Það var þeim báðum erfitt. Pétur skrifaði smásögur í blöð og tímarit og las í útvarp. Hann gerði steinmyndir og hélt nokkrar sýning- ar sem vöktu athygli. Árið 1977 fór Pétur til London og gekkst undir hjartaaðgerð. Hann náði aldrei fullri heilsu eftir það. Undanfarin tíu ár hefur líf hans verið þrautaganga vegna sjúkdóma. Það var frábært að sitja með honum yfir kaffibolla og brjóta heimsmálin til mergjar og það nýjasta í bókmenntaheiminum. Milli okkar systkinanna voru miklir kær- leikar. Fyrsta leikfangið sem ég man eftir var brúða sem Pétur skar út handa mér. Hann hefur þá verið ell- efu ára en ég fjögurra ára. Við syst- ur hans eigum margar góðar minn- ingar um þennan yndislega bróður okkar sem var sjálfum sér verstur. Vonandi tekur næsta öld mildari höndum á „öreigum allra landa“. Fjölskylda Péturs þakkar Ólafi Grímssyni, lækni í Víðinesi, hjúkrun- arfólki og öðru starfsfólki frábæra umönnun. Guðlaug Hraunfjörð Pétursdóttir. Langt til veggja, heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði eg tveggja manna mátt, myndi eg leggjast út á vorin. Þessa vísu eftir Stefán frá Hvíta- dal fór Pétur Hraunfjörð oft með og fylgdi hugur eflaust máli því hann hafði forumannseðli. Nú er hann far- inn langförum, þessi eftirminnilegi verkamaður, sagnaskáld og Pétur gekk í Ingimarsskólann í Reykjavík. Hann var þrjár ann- ir í Félagsmálaskóla alþýðu og sótti tima í félagsvísindadeild Háskóla íslands í félagsfræði, stjórnmálafræði og sálarfræði. Hann var formaður í nemenda- félagi Ingimarsskóla, í trúnaðar- mannaráði Dagsbrúnar og at- vinnuleysisnefnd á vegum Dags- brúnar og verkfallsnefndum. Pétur hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit og gefið út smásagnasafnið „Blað skilur bakka“. Smásagan „Hundsbit" hefur verið gefin út hjá Náms- gagnastofnun í bókinni „Brauð- strit“. Pétur lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Oskudagur". Þar að auki lék hann í Gisla sögu Súrssonar, títlaganum, Snorra Sturlusyni, Paradísarheimt, títi- legumanninum, Sóleyju, Atóm- stöðinni og Punktur, punktur, komma, strik. Pétur var steinlistamaður og tók þátt í samsýningu frístunda- listamanna í Dagsbrún í Lista- safni ASÍ 29.8.-13.9. 1987. Hann hélt einkasýningar í Hlaðvarp- anum 1989 og 1990 og tók þátt í samsýningu í Nýlistasafninu á alþýðulist, bæði í Reykjavík, Sel- fossi og víðar. Hann hélt sýn- ingu á máluðum steinum í Gall- erí Langbrók. Pétur var bflavið- gerðarmaður og vann í öskunni í sex ár. títför Péturs fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. spakvitringur. Þegar ég var innan við tvítugt rakst ég stundum á hann á Skólavörðustígnum, sem var sú gata sem uppfóstraði mig. Þá var Pétur í öskunni, eins og sagt er, en sýndi mér þann heiður að hætta sem snöggvast að vinna og spjalla við mig smástund. Við settumst upp á vegg eða í húsatröppur og töluðum um bækur. Hann var jafnan hlýr í við- móti, skemmtinn og spaugsamur og kallaði mig telpuna sína. Þannig var hann allan okkar kunningsskap. Þetta var á þeim árum þegar verkalýðsbar- átta var dálítið hressileg, en Pétur var ekki alls kostar sáttur við stéttarfélag sitt og var í bland með róttækara fólki í Fylkingunni. Þar kynntist ég honum. Áður var Pétur bifvélavirki í bílskúr sínum, en hætti síðan þeim einyrkja- störfum, enda enginn Bjartur í Sumarhúsum, og stundaði þá launa- vinnu. Á miðjum aldri sótti hann tíma í heimspeki í háskólanum, löngum íróðleiksfús og leitandi að duldum rökum tilverunnar. Pétur var um þetta leyti farinn að birta smásögur sínar í tímaritum og lesa þær í útvarp og vakti athygli. Aðeins fyrir fáum árum kom á prent eftir hann smásagnasafnið Blað skil- ur bakka. Þegar ég las sögurnar hans hreifst ég af kraftinum í frá- sögn og orðfæri, en þótti miður hversu lengi hefði dregist að gefa þær út. Hann hefði örugglega orðið landsfrægur fyrir þær á þessum ár- um þegar hann var að skrifa þær. Þetta eru frásagnir af verkalýðsá- tökum og mannlífi í bland við strit, skort og einsemd. Nakið líf. En svo- lítið snaggaralegur stíllinn og orð- færið kímilegt og minnir á höfund- inn; ber honum vitni. En þrátt fyrir glaðhlakkalegt fas bjó í Pétri ein- hver munaðarleysiskennd sem átti líklega rót sína að rekja til uppvaxt- arins og má greina í einni sögu hans. Hann var hagur í fleiru en frásögn- um; á efri árum safnaði hann stein- um úr fjöru og málaði á þá manna- myndir og annað sem andinn innblés honum og efniviðurinn gaf til kynna með skapnaði sínum. Pétur var íág- ur vexti, grannvaxinn, kvikur og snar í hreyfingum. Hann var oft kankvís, stundum skelmislegur. Tjúguskegg hafði hann um tíma og var yfirleitt skeggjaður. Hárið lét hann sér vaxa niður á herðar, enda lék hann stundum fornkappa í liði einhvers höfðingjans eða ribbalda í íslenskum kvikmyndum. Hann kom víða við og skoðaði sig um. Far vel, góði félagi. Berglind Gunnarsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Pétur Hraunfjörð Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.