Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SMÁSKÚR Sérverslun m/barnaskó í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919. Mm til útlaada -auðvelt að muna SÍMINN www.simi.is MORGUNVERÐARFUNDUR SAF UM AÐGENGI ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA AÐ ERLENDU VINNUAFLI SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR halda morgunverðarfund miðvikudaginn 13. október nk. kl. 8.30-10.00 í Víkingasal Hótels Loftleiða. Rætt verður um möguleika íslenskra fyrirtækja á að ráða erlent vinnuafl og réttindi og skyldur bæði starfsfólksins og fyrirtækjanna. Frummælendur eru: Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Jón S. Karlsson, EES vinnumiðlun, Jón H. Magnússon, lögmaður, Samtök atvinnulífsins. Allir velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku sem fyrst á skrifstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, sími 511 8000, myndsendir 511 8008, tölvupóstur info@saf.is. Hvenær er nóg að gert? HVERSU mikið þarf aðhald stjórnvalda að vera? Það er of lítið ef samkeppnisstöðu, markaðshlut- deild og arðsemi íslenskra fyrir- tækja er fórnað fyrir aukin rekstr- arútgjöld ríkis og sveitarfélaga. Að- haldið er ekki nægt ef útþensla hins op- inbera er á kostnað verðmætasköpunar í einkarekstri. Það dugir ekki til ef frumkvæði einstakl- ingsins til sóknar á innlendum og er- lendum mörkuðum er fórnað til þess að hægt sé að fjölga op- inberum starfs- mönnum og hækka laun þeirra. Vísbendingar um versnandi sam- keppnisstöðu má sjá á því að framleiðslukostnaður og útsöluverð innlendrar vöru og þjónustu hækkar umfram erlenda. A síðasta ári hækkuðu til að mynda innlendir liðir í vísitölu neysluverðs um 3,5% á sama tíma og verðlag innflutnings lækkaði um 3,2%. Launakostnaður á hverja framleidda einingu hækkaði þá 4,3% hraðar hjá innlendum fyrir- tækjum en erlendum keppinaut- um. Áfram er spáð sömu þróun. I áætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að inn- lent verðlag hækki tvöfalt hraðar en í helstu viðskiptalöndum okkar. Munurinn á innlendum og erlend- um kostnaðarhækkunum verður að öllum líkindum svipaður eða meiri. Áfram mun því vegið að samkeppnisstöðu og markaðshlutdeild inn- lendra fyrirtækja. Þar sem verðsam- keppnin er virkust milli innlendra og erlendra fyrirtækja velja stjórn- endur oft fremur að fórna arðseminni en markaðshlutdeildinni. Þannig fá þeir varið um stund fyrir niðurbrot- safli þenslunnar þá markaðsstöðu sem ís- lenskt framtak hefur skapað. Samtök iðnaðarins hafa gert könnun á af- komu meðal fram- leiðslufyrirtækja innan sinna raða. Borin eru saman ár: shelmingsuppgjör 1999 og 1998. I úrtakinu eru meðalstór fyrirtæki en árleg velta þeirra er allt að tveir milljarðar króna. Samanlögð velta þeirra er tæplega fimmtung- ur af heildarveltu í framleiðsluið- naði. Niðurstaða könnunarinnar er sú að ein af hverjum tíu krónum, sem fyrirtækin höfðu í hagnað fyr- ir ári, eru horfnar. Niðurstaðan er jafnvel enn meira sláandi þegar litið er á ein- stakar greinar innan framleiðsluið- naðar. Þannig eru fjórar krónur af hverjum tíu, sem málmiðnaðarfyr- Alþjóðlegi gigtardagurinn Gigtarskor Landspítalans 30 ára Gigtarskor Landspítalans, Gigtarráð og Gigtarfélag íslands efna til málþings um gigtarsjúkdóma í Súlnasal Hótels Sögu þriðjudaginn 12. október 1999 kl. 13.15. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fundarstjóri: Þóra Árnadóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Gigtarskor Landspítalans og varaformaður GÍ. Dagskrá: Ávarp. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. 13.25. 13.40. 14.20. Umfang og kostnaður gigtar. Emil Thoroddsen, framkuæmdastjóri QÍ. „Living healthy with arthritis and new directions (hopes) in drug treatment of arthritis." Prófessor David Yocum, University of Arizona, Tucson. Gigtarskor Landspítalans 30 ára. Starfsemi Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum. Kristján Steinsson, yfirlæknir á Gigtarskor Landspítalans og Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum. 14.40-15.00. Kaffihlé 15.55. ■v Gigt meðal fornmanna á íslandi. Jón Þorsteinsson, fyrrverandi yfirlæknir. Hreyfing og slitgigt. Helgi Jónsson, dósent við Hl. Gigtarlínan. Símaráðgjöf gigtarsjúklinga. Jónína Björg Quðmundsdóttir, verkefnisstjóri fræðslu og útgáfu hjá QÍ. Upplýsingavefur: Gigtarsjúklingurinn og vinnuumhverfi tölvunnar. Unnur Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi QÍ. Þingslit Silkibolirnir fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, simi 551 2854 ■ Fínstilling “með einu handtaki” • Auðvelt að yfirfara stillingu ■ Lykill útilokar misnotkun • Minnstu rennslisfrávik - Hagkvæm rennslistakmörkun Heimeier - Þýsk nákvæmni T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 irtækin í úrtakinu höfðu í hagnað fyrir ári, horfnar. Kostnaðarhækk- anir í þeirri grein hafa líka verið gríðarlegar undanfarið og langt umfram það sem erlendir keppina- utar hafa þurft að takast á við. Þetta er annað árið í röð sem við sjáum þessa þróun: Minnkandi hagnað þrátt fyrir veltuaukningu. Nú þegar frumvarp til fjárlaga hefur verið lagt fram og stjórnend- ur ríkisstofnana ganga með betlist- af á fund fjárlaganefndar Alþingis er versnandi samkeppnisstaða og minnkandi arðsemi sá raunveru- leiki sem stjórnendur margra ís- lenskra fyrirtækja horfast í augu við. Utgjaldaaukning ríkis og Þensla s Utgjaldaaukning ríkis og sveitarfélaga dregur úr verðmætasköpun einkarekstrar, segir Ingólfur Bender. sveitarfélaga dregur úr verðmæta- sköpun einkarekstrar. Miðað við þann afgang, sem boðaður er í frumvarpi til fjárlaga og horfur á framhaldandi á hallarekstri sveit- arfélaga, verður ekki annað séð en sú þróun haldi áfram. Þess vegna er aðhald stjórnvalda enn ófull- nægjandi. Versnandi samkeppnisstaða inn- lendra fyrirtækja kemur fram í hluta viðskiptahallans. Þar felst hið illkynja mein og merki þess að markaðshlutdeild innlendra fyrir- tækja er fórnað á innlendum og er- lendum mörkuðum fyrir fleiri störf og launahækkanir í opinberum rekstri. Þar sjást merki þess að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í stykkinu í hagstjórninni. Þar sjást merki þess að aðhaldið er alls ekki nóg. Nú munu einhverjir benda á vaxandi tekjuafgang, rekstrara- fgang, lánsfjárafgang og kerfisafg- ang fjárlaga og áætlanir um minni halla á sveitarfélögum og segja að ástæðulaust sé að kvarta. Þeir, sem það gera, hafa hins vegar misst sjónar á því sem máli skiptir: Afkoma hins opinbera er lítið ann- að en tæki til hagstjórnar og ekki markmið í sjálfu sér. Raunveru- leiki íslensks efnahagslífs er það sem við er glímt og birtist okkur í versnandi samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja og miklum við- skiptahalla um þessar mundir. Þeir sem telja að aðhald stjórn- valda sé nægjanlegt horfa framhjá þessum staðreyndum. Ekki má þó fjalla um þessi mál án þess að geta þess sem horfir til bóta. Verði sigling þjóðarskútunn- ar í takt við það sem boðað er í þjóðhagsáætlun má telja niður- stöðuna til bestu frammistöðu ís- lenskra stjómvalda í hagstjórn til þessa. Skortur stjórnvalda á að- haldi um þessi aldamót og síðari hluta þessa áratugar er ekki nema hjómið eitt samanborið við möjg þau dæmi sem hagsaga okkar Is- lendinga geymir um mistök í hag- stjórn á þensluskeiði. Hins vegar er full ástæða til að fara fram á að stjórnvöld geri betur því öll erum við sammála um það markmið að þessi uppsveifla á ekki að enda með brotlendingu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Nýtt á herrana Schiesser® NÁTTFÖT með stuttum/síðum buxum. NÁTTSERKIR Mikið úrval Ivrnpti Kringlunni 8-12, 553 3600 Fást í byggingavöruverslunum um iand alit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.