Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 10

Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt Persónuafsláttur maka verður að fullu millifæranlegur GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignarskatt á Alþingi í gær, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að persónuafsláttur maka verði að fullu millifæranlegur. Sagði Geir að þessi tiltekna ráðstöfun ætti að geta nýst þeim sem lágar tekjur hafa, al- veg jafnt við þá sem hærri tekjur hafa. í máli fjármálaráðherra kom fram að gert er ráð fyrir að þessi breyting taki gildi í fjórum jöfnum skrefum við fjárlagagerð, svo áhrif- in á ríkissjóð verði ekki óhófleg. Sagði ráðherrann að það ákvæði, að ónýttur persónuafsláttur væri ein- ungis millifæranlegur milli maka upp að 80%, væri leifar frá laga- setningu frá 1987 og að menn hefðu lengi gagnrýnt að ekki skuli hægt að færa ónýttan persónuafslátt mOli maka að fullu. Ráðherra sagði eðlilegt að menn veltu fyrir sér hverjir kæmu helst til með að njóta góðs af þessari breytingu og rakti hann að reynslu- tölur sýndu að það væri helst ungt fólk sem hagnýtti sér möguleikann á að færa milli ónýttan persónuaf- slátt, fólk sem hefði kosið að vera heima til þess að gæta bama sinna og ala önn fyrir þeim. Það hefði komið í Ijós að það væri ekki endi- lega tekjuhærra fólk sem nýtti sér þennan möguleika heldur ekkert síður, og jafnvel í enn meira mæli, þeir einstaklingar sem lægri hefðu tekjumar. Sagði ráðherrann að því mætti líta á þessa tilteknu breytingu á skattalögum sem anga af fjöl- skyldustefnu ríkisstjómarinnar. Þessi breyting mest aðkallandi? I umræðum um frumvarpið vörp- uðu stjómarandstæðingar fram þeirri spurningu hvort ekki hefðu aðrar breytingar verið meira að- kallandi en þessi. Sögðu þeir að ef ætlun ríkisstjóm- arinnar hefði ver- ið að bæta hag bamafólks þá væra til mun ákjósanlegri leið- ir til þess, t.d. að hækka aftur bamabætur sem mjög hefðu verið skertar að undanfómu. Rifjuðu stjómarandstæðingar ítrekað upp loforð Framsóknarflokksins fyrir kosningar í vor um svokölluð bama- kort. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar, lýsti einnig áhyggjum sínum yfír að þessi breyting gæti orðið til að stuðla að enn frekari launamun milli kynj- anna og nokkrir stjómarandstæð- ingar bentu á að margir nýttu sér ekki, eða hefðu ekki möguleika á að nýta sér, milli- færanlegan per- sónuafslátt. Þessi afmarkaða breyting kæmi því einungis fá- um til góða. Til dæmis kæmu þeir einstæðum foreldrum að alls engu gagni, sem þó þyrftu sannar- lega á aðstoð að halda. í þessu sambandi benti Geir H. Haarde fjármálaráðherra á að aldrei hefði verið lagt upp með þetta mál á þeirri forsendu að það leysti allan vanda. Á hinn bóginn myndi ríkisstjómin efna til frekari aðgerða síðar til að bæta stöðu fjölskyldu- fólks, óeðlilegt væri að gera kröfur um að öllum ákvæðum stjómarsátt- mála væri hrint í framkvæmd á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins. ALÞINGI Þingsályktunartillaga um greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfínu Jafnræðis sé gætt milli kynja JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að láta fara fram heildarend- urskoðun á greiðslum hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfínu með það að markmiði að jafnræðis sé gætt í slíkum greiðslum milli kynja og að virt séu ákvæði jafnréttislaga í því efni. I máli Jóhönnu kom fram að fyrir lægi að mjög hallaði á konur í yfir- mannastöðum innan bankakerfísins hvað varðaði bifreiðastyrki og stöð- ur í bankakerfinu. Svar viðskipta- ráðherra við fyrirspurn í febrúar 1998 hefði leitt þetta í ljós. Jóhanna rifjaði einnig upp að kærunefnd jafnréttismála hefði komist að þeirrí niðurstöðu að af- gerandi munur væri á bifreiða- styrkjum til kynjanna innan Lands- bankans og Búnaðarbankans sem bryti í bága við jafnréttislög. Jóhanna upplýsti að hún hefði ritað skrifstofu jafnréttismála bréf þar sem hún óskaði eftir upplýsing- um hvernig stefnt væri að því að fylgja eftir þessum úrskurði. Til stuðnings þingsályktunartillögunni rifjaði hún ennfremur upp ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, sem hann flutti á ráðstefn- unni Konur og lýðræði fyrir nokkru, þar sem hann sagði það stefnu ríkisstjórnarinnar að stuðla að bættri stöðu kvenna. Vísindamenn greina genabreytingu sem veldur sykursýki Hjálpar við grein- ingu og meðferð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Visindamönnum líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar og samstarfsaðilum þess hefur tekist að greina genabreytingu sem veldur svokallaðri snemmkominni sykursýki. Frá vinstri: Þórunn Rafnar, Gunnar J. Gunnarsson, Sigurður Yngvi Kristinsson, Reynir Arngrímsson, Bente Talseth og Eimý Þöll Þórólfsdóttir. VÍSINDAMÖNNUM líftæknifyrir- tækisins Urðar Verðandi Skuldar (UVS) og samstarfsaðilum þess við læknadeild Háskóla íslands og Landspítalann hefur tekist að greina genabreytingu, sem veldur svokallaðri snemmkominni fullorð- inssykursýki. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Reyni Amgrímsson, framkvæmdastjóra vísindasviðs UVS, en hann sagði jafnframt að rannsóknamiðurstöð- umar myndu hjálpa til við bæði greiningu og meðferð sjúklinga með þessa tegund sykursýki. Að sögn Reynis hefur aldrei fyrr tekist að greina erfðavísi sem veld- ur sykursýki á íslandi. Hann sagði að með genakortlagningu og arf- gerðargreiningu hefði verið hægt að staðsetja erfðavisi, sem valdi fjölskyldubundinni sykursýki. Há- tækniraðgreining hafi síðan leitt í Ijós stökkbreytingu í ákveðnu geni, sem hafi leitt til óeðlilegrar próteinmyndunar og valdið röskun á efnaskiptum sykurs. Kemur fram hjá ungu fólki „Genabreytingin sem fannst er brottfall á hluta ákveðins gens,“ sagði Reynir. „Þetta veldur því að það myndast prótein sem starfar ekki eðlilega, en prótein þetta er nauðsynlegt fyrir eðlileg efna- skipti sykurs í líkamanum. Gena- breytingin hefur í för með sér að sjúkdómurinn kemur fram hjá ungu fólki og á það til að leggjast í fjölskyldur." Að sögn Ástráðs B. Hreiðars- sonar, yfirlæknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítalanum og þátttakanda i rannsókninni, má flokka sykursýki í insúlínháða og insúhnóháða sykursýki, eða teg- und 1 og tegund 2. Þeir sem þjást af tegund 1, insúlínháðri sykur- sýki, geta ekki lifað öðmvísi en að sprauta sig með insúlíni en hinir, sem em með tegund 2, þurfa ekki einu sinni að vita af því að þeir séu með sykursýki. Tegund 2 syk- ursýki hefur einnig verið kölluð fullorðinssykursýki. Ástráður sagði að um 500 ein- staklingar á Islandi væm með tegund 1 sykursýki, insúlinháða, en um 4.200 með tegund tvö. Hin svokallaða snemmkomna fullorð- inssykursýki (Maturity Onset Di- abetis of the Young - MODY), sem íslensku vísindamennimir rannsökuðu, fellur undir tegund 2. Af þeim sem em með tegund 2 sykursýki em um 0,14% til 1,18% með snemmkomna fullorðinssyk- ursýki. Hefur áhrif á rannsóknir og meðferð við sykursýki Að sögn Reynis er fullorðins- sykursýki (tegund 2 sykursýki) al- varlegur sjúkdómur, sem hijáir 3-5% einstaklinga á Vesturlönd- um og er hann talinn orsakast af samspili erfða- og umhverfisþátta s.s. of mikillar líkamsþyngdar. „Þekktir áhættuþættir, s.s. ofnæring eða ofþyngd, virðast hinsvegar ekki vera nauðsynlegir í þróun sjúkdómsins hjá þeim ein- staklingum sem verða fyrir gena- breytingunni," sagði Reynir. „Breytingin ein og sér virðist nægjanleg til að sjúkdómurinn komi fram.“ Ástráður sagði að þessi upp- götvun myndi án efa hafa áhrif á rannsóknir á sykursýki og í fram- tiðinni meðferð við henni. „Það er alltaf gott að vita sem mest um orsökina, en þetta hefur ekki beinlínis áhrif á meðferð strax,“ sagði Ástráður. „í framtíð- inni mætti hinsvegar ímynda sér að hægt verði að setja helbrigt gen inn i Iikama sjúklings og laga þannig það sem farið hefði úr- skeiðis." Sýnir að erfðarannsóknir eiga eftir að blómstra á fslandi Bernhard Pálsson, stjórnarfor- maður UVS og prófessor við Kali- forníuháskóla í San Diego (UCSD), sagði að árangur fyrir- tæksins væri á heimsmælikvarða. „Að ná svona árangri á nokkrum mánuðum hef ég ekki séð gerast nokkurs staðar í heim- inum,“ sagði Bernhard. „Ég hef góða yfirsýn yfir fyrirtæki sem starfa á þessu sviði í Bandaríkj- unum og ekkert þeirra hefur náð sambærilegum árangri á svona stuttum tíma. Ástæðan fyrir þessum góða árangri Urðar (UVS) er fyrst og fremst sú að fyrirtækið hefur safnað til sín mörgum af bestu vísindamönnum íslands á þessu sviði og þeir hafa bæði góðan efnivið og góða að- stöðu.“ Snorri S. Þorgeirsson, formað- ur vísindastjórnar UVS, tók undir orð Bernhards og sagði að sá hóp- ur visindamanna, sem Reynir hefði stjórnað, hefði staðið sig af- burða vel. Hann sagði að árangur- inn væri nijög merkilegur frá vís- indalegu sjónarmiði og enn eitt dæmið um það að hátæknifyrir- tæki, sem fengjust við erfðarann- sóknir, ættu eftir að blómstra á Islandi. Húsaleigu- bætur og vaxtabætur verði lagðar að jöfnu JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingar, mælti fyrir fram- varpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt á Al- þingi í gær en tiigangur frumvarpsins er að tryggja að markmiðum laga um húsaleigubætur, þ.e. um lækkun hús- næðiskostnaðar tekjulágra leigjenda, verði náð og dregið úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Framvarp þetta var áður flutt á 123. löggjafar- þingi en náði þá ekki fram að ganga. I framsögu Jóhönnu kom fram að hún teldi að til að húsaleigubætur næðu tilgangi sínum, að lækka hús- næðiskostnað Ieigjenda, væri nauð- synlegt að farið yrði með slíkar greiðslur eins og vaxtabætur þeirra sem búa í eigin húsnæði. Sagði Jóhanna að mikið óréttlæti fælist í því að skattleggja húsaleigu- bætur meðan vaxtabætur væru skatt- ftjálsar. Nálægt 60% þeirra sem nú fengju húsaleigubætur væra atvinnu- lausir, ellilífeyrisþegar, örörkulífeyris- þegar, námsmenn eða einstæðir for- eldrar. Hér væri því um að ræða tekjulægstu hópa þjóðfélagsins og til að bæta stöðu þeirra væri brýnt að húsaleigubætur og vaxtabætur væra lagðar að jöfnu. Sagðist hún ekki sjá neinn eðlismun á þessu tvennu. Við umræður benti Geir H. Haar- de fjármálaráðherra á að vaxtabætur væra í reynd hluti af skattkerfínu á meðan húsaleigubætur færu í flokk með framfærslubótum, styrkjum, verðlaunum og öðram þess háttar tekjum, sem allar væru skattlagðar. Óeðlilegt væri því að taka húsaleigu- bætur sérstaklega og undanþiggja þær skatti. Sagði Geir að mönnum hefði einnig verið fullljóst, þegar lög um húsaleigubætur vora sett 1993, að bætumar yrðu skattlagðar, og þær hefðu því verið gerðar hærri en ella fyrir vikið. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða þar á dag- skrá: 1. Tekjuskattur og eignarskattur. Frh. 1. umr. (atkvæðagreiðsla). 2. Tekjuskattur og eignarskattur. Frh. 1. umr. (atkvæðagreiðsla). 3. Breytingar á lagaákvæðum er varða húsaleigubætur. Frh. 1. umr. (atkvæðagreiðsla). 4. Greiðslur hlunninda og bifreiða- styrkja í ríkiskerfinu. Frh. fyrri umr. (atkvæðagreiðsla). 5. Grunnskólar. 1. umr. 6. Framhaldsskólar. 1. umr. Ef leyft verður. 7. Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. 2. umr. 8. Sérstakar aðgerðir f byggðamálum. Frh. fyrri umr. 9. Stofnun Snæfellsþjóðgarðs. Frh. fyrri umr. 10. Ráðuneyti lífeyris, almannatrygg- inga og vinnumarkaðsmála. Fyrri umr. 11. Stjómarskipunarlög. 1. umr. 12. Þingsköp Alþingis. 1. umr. Alþingi Fyrirspurn um kostun þátta á RÚV SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspum til menntamálaráðherra um kostun þátta í Ríkisútvarpinu. í fyrirspurn- arbeiðni sinni óskar Svanfríður svara við þremur spurningum. í fyrsta lagi óskar hún eftir upp- lýsingum um hvaða reglur gildi um kostun þátta í Ríkisútvarpinu. I öðru lagi spyr hún hversu lengi það hafí viðgengist að menn geti keypt sig frá óþægilegum spurningum með því að kosta útvarpsþætti, sbr. nýleg um- mæli fréttamanns þar að lútandi og í þriðja lagi fysir hana að vita hvernig hlustendur séu varaðir við því þegar um kostaða þætti sé að ræða. k f 1 v k I 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.