Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsráðstefna á Sauðárkróki um jarðhita, virkjun, vinnslu og markað Háskóli Islands stendur að stofn- un fræðaseturs Skagafírdi. Morgunblaðið. FJÖLMENNI sat ráðstefnu sem Ræðuklúbbur Sauðárkróks, ásamt fleirum, stóð að í Bóknámshúsi Fjöl- brautaskólans á föstudag. Stefán Guð- mundsson, fyrrv. alþingismaður, bauð gesti velkomna og var ráðstefnustjóri, en Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri setti samkomuna og fjallaði um ýmis mál sem á döfinni væru í ráðuneytinu. Ragna Karlsdóttir fjallaði um jarð- hita í Skagafirði, og kom fram í máli hennar að óvíða væri jarðvarmi meiri en í Skagafirði, en jafnframt væri óvíða minni nýting á honum en á þessu svæði. Sagði Ragna að nánast hvar sem leitað væri mætti finna jarð- varma þó í mismiklum mæli. Sverrir Þórhallsson fjallaði um virkjunarmál og ýmsa möguleika þeim tengda varð- andi nýtingu á jarðhitanum, en síðan fjallaði Magnús Agústsson um innan- landsmarkaðinn fyrir orku af þessum toga. Þá ræddi Einar Valur Ingimundar- son um jarðvegshitun, en síðan Stein- ar Frímannsson um byggingu gróðurr húsa, og kostnaðarhlið þess að nýta jarðvarma til ylræktar. Hilmar Magn- ússon fjallaði um erlendan markað. Samvinna við franska háskóla Að þeim erindum loknum tók til máls Guðmundur Óm Ingólfsson en erindi hans snerist um fiski- og þör- ungarækt. Guðmundur er fram- kvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Máka, sem sérhæft hefur sig í eldi hlýsjávarfiska, sérstaklega barra, og unnið verulegt brautryðjendastarf í þeim efiium í samvinnu við franska háskóla og fiskeldisfyrirtæki, auk Há- skóla íslands. í ræðu Guðmundar kom fram að undanfarið hefði Háskól- inn átt mjög stóran þátt í rannsóknar- starfinu um endumýtingu vatns og varma vegna fiskeldis. Þetta verkefni væri unnið í samstarfi við Máka á Sauðárkróki, Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar, Bændaskólann á Hól- um og franska aðila. Verkefnið hefði hlotið verulega styrki frá Evrópusam- bandinu og viðurkenningu (Eureka). I framhaldi af þessu sagði Guð- mundur að Háskólinn hefði lýst vilja til þess að setja á stofn fræðasetur í Skagafirði ef um það næðust samn- ingar við heimaaðiia og sveitarstjóm. Sagði Guðmundur að væntanlega yrði sjónum beint að jarðhitanum, fiskeldi og lífríki vatnsins, og ef allt færi að vonum yrði þegar á næsta ári farið að vinna málið áfram. Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra ávarpaði gesti í ráðstefnulok, árnaði heimamönnum allra heilla með þann mikla auð sem þeir hefðu sofið á svo lengi án þess að vita af honum, og vísaði þar til þeirra upplýsinga sem fram komu um hinn mikla jarðvarma í héraðinu. Ráðstefnunni var svo slitið í lokahófi í Jarlsstofu, veitingastað, sem gerður hefiir verið upp í hinu gamla hóteli Tindastól og var þetta opnunar- hátíðin. Morgunblaðið/Bj örn Ráðstefna um jarðhita og virkjanir á Sauðárkróki var vel sótt. Morgunblaðið/Ásdís Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnuðu heimasiðu Rammaáætl- unar um nýtingii vatnsafls og jarðvarma að viðstöddum Jóni Helgasyni, formanni Landverndar, og Svein- birni Björnssyni, formanni verkefnissljórnar. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma Heimasíða til að auðvelda þátt- töku almennings FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra opnuðu í síð- ustu viku heimasíðu fyrir Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Tilgang- urinn er að auðvelda almenningi og félagasamtökum að fylgjast með og taka þátt í gerð áætlun- arinnar. Ríkisstjómin ákvað í mars að hefja gerð Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Við opnun heimasíðunnar í gær kom fram að verkefnissfjórn hef- ur tekið til starfa og verið er að skipa fjóra faghópa með um 40 sérfræðingum sem ætlað er að vinna með verkefnisstjórninni. Landvemd hefur verið falið að koma á virkum samráðsvettvangi við almenning og hafa félaga- samtökin umsjón með heimasiðu Rammaáætlunarinnar. Á heimasíðunni kemur fram að verkefnisstjórn Rammaáætl- unarinnar muni ekki koma til með að forgangsraða virkjun- um sem lagaheimild er fyrir og búast megi við að verði virkjað- ar áður en röðun Rammaáætl- unar fer fram. Er þar átt við Sultartangavirkjun, virkjun í Svartsengi og Vatnsfellsvirkj- un. Búðarhálsvirkjun, virkjun í Bjarnarflagi og Villinganes- virkjun kæmu til röðunar í Rammaáætlun ef ekki verður áður gefin út heimild til bygg- ingar þeirra. Sama gildir um Fljótsdalsvirkjun, ef ekki hefur verið tekin ákvörðun um bygg- ingu hennar þegar Rammaáætl- unin fjallar um jökulár norðan Vatnajökuls. Heimasíða Rammaáætlunar- innar er: www.land- vernd.is/natturuafl Samfylking- arfélag stofnað á Suðurlandi UM fjögur hundruð manns hafa gerst stofnfélagar í nýju félagi, Samíylkingin á Suðurlandi, sem stofnað var síðastliðinn laugar- dag í Tryggvaskála á Selfossi. Fimmtán manns voru kjömir í stjóm félagsins. Þingmennimir Margrét Frímannsdóttir og Lúð- vík Bergvinsson ávörpuðu fund- inn ásamt fleimm. í máli þeirra kom fram að Samfylkingin á Suðurlandi muni leggja sérstaka áherslu á umhverfismálin, jöfnuð og réttlæti og byggðamál, sér- staklega með tilliti til möguleika ungs fólks á landsbyggðinni. I stjóm Samfylkingarinnar á Suðurlandi em: Björgvin G. Sig- urðsson, Guðjón Ægir Sigur- jónsson, Katrín Andrésdóttir, Hjálmfríður Sveinsdóttir, Sol- veig Adolfsdóttir, Sigurbjörg Grétarsdóttir, Kristinn Bárðar- son, Magnús Agústsson, Ami Gunnarsson, Dagbjört Hannes- dóttir, Guðni Kristinsson, Unnar Þór Böðvarsson, Torfi Áskels- son, Þómnn Bjarkadóttir og Soffia Sigurðardóttir. Stjóm félagsins á eftir að skipta með sér verkum. Eiiiaiigrun fanga æ algengara úrræði 92% FANGA sem úrskurðaðir vom í gæsluvarðhald í fangelsum ríkisins fram til 1. október á þessu ári vom í einangrun í upphafi vistarinnar. Samsvarandi hlutfall fyrir árið 1996 var 52%, fyrir árið 1997 var það 79% og í fyrra 72%. Einangmn gæslu- varðhaldsfanga virðist því verða æ algengara úrræði, en í nýrri skýrslu ríkisstjómarinnar um málefni fanga segir að frelsissvipting, þ.e.a.s. gæsluvarðhald án einangmnar, nægi í „allflestum tilvikum" ef hætta er talin á því að merki um brot verði afmáð eða munum skotið undan. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, seg- ir að einangmn í gæsluvarðhaldi sé oft nauðsynleg til að upplýsa mál og bendir meðal annars á sem dæmi stóra íikniefnamálið sem upp komst snemma í september. Hann segir að mismunandi geti verið milli ára hversu margir komi að hverju máli, og meiri þörf sé á einangrun ef fleiri en einn em í haldi í tengslum við sama mál. Upplýsingar um tíðni einangmn- ar í gæsluvarðhaldi koma fram í svari Fangelsismálastofnunar við fyrirspum Fréttavefjar Morgun- blaðsins. Afstaða dómsmálaráðu- neytisins til gæsluvarðhalds er birt í bráðabirgðaskýrslu ríkisstjómar Islands til Evrópunefndar um vam- ir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs- ingu, sem samin var sem svar við spumingum og athugasemdum nefndarinnar í kjölfar heimsóknar hennar til íslands í fyrra. Fangar einkum einangraðir á Norðurlöndunum Rod Morgan, breskur prófessor í refsirétti við Háskólann í Bristol, segir í nýútkominni bók, „Preventing Torture", að Norðurlöndin séu í sér- flokki hvað það varðar einangmn gæsluvarðhaldsfanga. Hann segir að í Bandaríkjunum og Bretlandi séu slíkar aðferðir óheimilar, og í flestum Evrópulöndum séu þær alger undan- tekning. Frá niðurstöðum Morgans segir í grein í netútgáfu norska dag- blaðsins Aftenposten, en ekki kemur fram þar að hann hafi fjallað sérstak- lega um Island í þessu sambandi. Morgan segir í samtali við Aften- posten að ekkert bendi til þess að einangrun gæsluvarðhaldsfanga hafi orðið til þess að fleiri sakamál leysist á Norðurlöndum en annars staðar. Egill Stephensen segir að það komi sér á óvart hversu mismun- andi tölumar em eftir ámm. „Það getur verið að breytilegt sé milli ára hversu margir sitji inni í tengslum við hvert mál. Það þykir ekki sama þörfin á einangrun ef um er að ræða einn einstakling sem kemur að rnálinu," segir hann. Hann bendir á að þegar síbrota- menn em settir í gæsluvarðhald sé það oft til að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér þangað til dómur hefur fallið, en ekki til þess að vemda rannsókn máls. Læknar hafðir með í ráðum Egill segist ekki líta á einangrun fanga sem vandamál og bendir á að haft sé samráð við heilbrigðisstéttir þegar til þess háttar ráðstafana sé gripið. „Læknar eru með í ráðum, og fangamir geta alltaf fengið þá læknis- og sálfræðisaðstoð sem þeir þurfa. Landlæknir hefur komið hingað í fylgd fleiri lækna og rætt þessi mál við okkur. Við emm ein- faldlega að reyna að upplýsa mál eins og nokkur kostur er og beitum þeim úrræðum sem em tiltæk og rúmast innan ramma laganna.“ Egill bendir á að til dæmis sé al- gerlega nauðsynlegt að sakborning- ar í stóra fíkniefnamálinu, sitji í ein- angmn. „Það er algerlega fráleitt að þeir gangi lausir austur á Hrauni og hafi frjáls samskipti hver við annan. Menn verða að beita heil- brigðri skynsemi. Ef á að rannsaka og upplýsa mál verður að hafa þennan hátt á, það er útilokað ann- að. Það er spuming hvort vegur þyngra, sálrænar raunir, sem sumir þessara manna verða fyrir í tiltölu- lega skamman tíma, eða það að upp- lýsa málin.“ í ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar fyrir árið 1995 kemur fram að til ársins 1992 þýddi gæsluvarðhaldsúrskurður að jafn- aði einangrun. I kjölfar lagabreyt- inga á árinu 1992 hafi sjaldnar ver- ið gripið til einangrunar, en með- ferð gæsluvarðhaldsfanga varð að flestu leyti sambærileg við meðferð afplánunarfanga. Þó kemur fram að gæsluvarðhaldsfangar séu yfír- leitt hafðir í einangrun í upphafi, en að henni sé aflétt þegar rann- sóknarhagsmunir knýja ekki leng- ur á um slíkt. Samkvæmt upplýsingum frá F angelsismálastofnun vom 88 manns úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fangelsum ríkisins árið 1996. Þar af hófu 46 varðhaldið í einangrun, eða 52%. Árið 1997 voru 89 úrskurð- aðir í gæsluvarðhald, sjötíu hófu vistina í einangrun, eða 79%. Árið 1998 vom 57 úrskurðaðir í gæslu- varðhald, 41 var hafður í einangrun í upphafi, eða 72%. Á tímabilinu fram til 1. október á þessu ári vom 87 úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þar af hófu 80 vist- ina í einangrun, eða 92%. Ekki ligg- ur enn fyrir meðaltalslengd ein- angmnarvistar gæsluvarðhalds- fanga fyrir árin 1996-1999. Á árinu 1993 var meðallengdin 12,5 dagar, árið 1994 var hún 8,6 dagar og árið 1995 8,9 dagar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.