Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 26

Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Það voru sjötíu kartöflur sem komu undan tveimur kartöflugrösum, 60 undan næstu tveimur og 50 voru undir síðustu tveimur grösunum.Dekkin einangraði Auður með dagblöðum og fyllti svo miðjuna með mold. Kartöfluræktun í bfldekkjum er hentug lausn fyrir þá sem eiga litinn garð. Hún hentar líka þeim sem eiga eng- an garð því ræktunin getur farið fram á svölum. Kartöflugrös í bildekki Sjötíu kartöflur komu undan tveimur grösum Það er algengt að ein spíruð kartafla gefí 10-12 aðrar þegar tekið er upp úr kartöflu- garðinum að hausti. En Auður Jónsdóttir notaði nýja ræktunaraðferð í sumar og fékk 70 kartöflur undan tveimur kartöflugrösum. AUÐUR fylgist reglulega með garðyrkjuþáttum á sjónvarpsstöð- inni BBC prime og sá þar spjall við mann sem ræktaði kartöflur í bíld- ekkjum. Hún ákvað að prófa þessa ræktunaraðferð og tók spíraðar kartöflur sem hún átti og setti í bíldekk. Hún fyllti bfldekkin með gömlum dagblöðum til að einangra og einnig til að vama því að kartöflurnar yxu inn í dekkið. Þá fyllti hún miðjuna með mold og setti niður tvær spír- aðar kartöflur. Þetta endurtók hún með önnur tvö bfldekk. Kartöfl- ugrasið óx vel og Auður setti annað dekk ofan á og fyllti með mold þannig að uppúr stóðu aðeins 5-8 sentímetrar af kartöflugrasi. Og kartöflugrösin héldu áfram að vaxa og Auður setti þriðja dekkið ofan á og fyllti upp með mold uns aðeins nokkrir sentimetrar af kartöflugr- asi stóðu uppúr. Hún bendir á að nokkrir sentimetrar af kartöflugr- asi verði alltaf að standa uppúr svo sólin nái að skína á það. Hún gætti þess líka að vökva vel í sumar. Hún segir að í viðtalinu við manninn á BBC-sjónvarpsstöðinni hafi hann ráðlagt fólki að bæta ekki við fleiri dekkjum eftir júlímánuð. Þá notaði hann einnig gler í upphafi ræktunar, þ.e. lagði gler yfir fýrsta dekkið uns kartöflugrasið var farið að vaxa. Betri kartöflur úr dekkjum Það ríkti spenna á heimili Auðar þegar farið var að kíkja undir kart- öflugrösin í dekkjunum. Ur fyrstu dekkjaröðinni komu 70 kartöflur, undan annarri komu 60 kartöflur og þegar kíkt var í þriðju dekkjar- öðina var uppskeran 50 kartöflur. Auður sem setti einnig niður kar- töflur með hefðbundnum hætti seg- ir það ótrúlegt en þessar rauðu kar- töflur úr dekkjunum bragðist miklu betur en þær sem komu úr gamla kartöflugarðinum. Ljósmynd/Auður Jónsdóttir Það þarf að vökva vel og passa að sólin nái alltaf að skina á það gras sem uppúr stendur Þessa ræktunaraðferð má einnig nota á svölum og pöllum en þá þarf bara að setja eitthvert undirlag svo auðvelt sé að fjarlægja moldina úr dekkjunum að hausti. Pöntunarlisti GreenHouse KOMINN er út bæklingur með haust- og vetrar- línu frá Green- House. Fyrirtæk- ið, sem er danskt, hefur hingað til sérhæft sig í sölu dömufatnaðar í öllum stærðum íyrir alla aldurshópa, en í haust var brydd- að upp á þeirri nýjung að bjóða einn- ig karlmannsföt til sölu. Að sögn Bjargar Kjartansdóttur, umboðs- manns GreenHouse á Islandi er fatn- aðurinn aðallega seldur á kynningum í heimahúsum, en einnig er hægt að panta fhkur símleiðis. Samlokubakkar frá Sóma SÓMI ehf. hóf fyrir skömmu fram- leiðslu og sölu á svokölluðum sam- lokubökkum. A hverjum bakka eru tuttugu og átta fjórðungshlutar af samloku og hægt er að velja á milli þriggja tegunda. Segir í tilkynningu frá Sóma að bakkamir henti einkum í skrifstofuteiti, en þeir eru sendir, panti fyrirtæki deginum áður. 150 gramma Dala Brie DALA-BRIE er einn mest seldi osturinn á íslandi. Nú hefur fram- leiðendum tekist að gera hann enn mýkri, en það er gert með því að minnka þykkt hvers oststykkis. Þannig nær osturinn að þroskast á skemmri tíma og bijótast alveg í gegn. Framvegis mun osturinn því vega 150 grömm í stað 200 gramma áður. Jeppi eða jepplingur á tiunda hvert heimili í landinu Rekstrarkostnaður dísilknúins jeppa tæplega milljón á ári Gerirþú kröfur til þeirra bœtiefna, sem þú kaupir? Auövitaö gerir þú þaö! Þess vegna viljum viö benda þér á BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord. ■ BlO-bætiefnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja- framleiöslu. ■ BlO-bætiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni. ■ Á bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna, sem tryggir hámarksvirkni. ■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð í þynnupakkningum. Það auðveldar alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti. BIO-QUINON QtO eykur úthald og orku. BIO-BILOBA skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda. BIO-SELEN+ZINK er áhrifaríkt andoxunarefni. BIO-CHROM stuölar aö bættu sykurjafnvægi líkamans, dregur úr þreytu og tilefnislausu hungri. BÍO-CALCIUM • BIO-CAROTEN • BIO-E-VITAMIN • BIO-FIBER • BIO-GLANDIN BIO-HVÍTLAUKUR • BIO-MAGNESIUM • BIO-MARIN • BIO-ZINK BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur! THORARENSEN LVF V«m,görðum 1S • Slmi 530 7100 SAMKVÆMT tölum skráningar- stofimnar sem annast bifreiða- skráningu vélknúinna ökutæka eru tæplega tíu þúsund jeppar í einkaeign í landinu. En það samsv- arar því að tíu prósent heimila á íslandi hafi jeppa til einkanota. Fyrstu átta mánuði ársins var 27% aukning í sölu á jeppum og jepplingum. AUs seldust 2.897 shk ökutæki fyrstu átta mánuði þessa árs en 2.278 á sama túnabili í fyrra. Féjag íslenskra biffeiðaeigenda (FÍB) hefur gert samanburð á reksírarkostnaði bensín- og dfeilk- núinna bifreiða og miðast útreikn- ingarnir við nýja Qórhjóladrifna jeppa. í útreikningum FÍB kemur fram að heildarkostnaður rekstrar Qórhjóladrifinnar jeppabifreiðar er frá 865.940 til 922.330 á ári. Út- reikningamir skiptast í fimm liði ogtekið ertillittil allraþátta er koma að rekstri jeppabifreiðar auk vaxta- og bflastæðakostnaðar svo einhver dæmi séu nefnd, en hér er um meðalútreikninga að ræða. Konur 'vúxaýr Náttúruleg lausn á náttúrulegu vandamáli Samanburður á rekstrarkostnaði bensín- og dísilknúinna jeppabifreiða Útreikningar miðast við jeppa af árgerð 1999 | Meðaltalskostn. 5 ára Forsendur Bensínkn. Dísiljeppi, Dísiljeppi, jeppi fastagjald km gjaíd Verðflokkur bifreiðar, kr. Þungaskattsmælir, (áætl.) 3.000.000 3.200.000 3.200.000 32.000 Þyngd bifreiðar, kg. 1999 1999 1999 Eyðsla bifreiðar, 1/100 km. 15 11 11 Tryggingaflokkur 2 2 2 Eignarár 5 5 5 Akstur á ári, km. - - W 15.000 15.000 15.000 Bensín, (88,60 kr/l.) Dísilolia, (32,70 kr/l.) Þungaskattur, kr. Þungask. km gjald (6,97 kr/km) Viðhald og viðgerðir Hjólbarðar 199.350 53.625 20.250 53.955 136.675 58.625 20.250 53.955 104.550 58.625 20.250 Kostnaður á árí , Kostnaðurákm 273.225 269.505 237.380 ’ 18,22 kr/km 18,22 kr/km 18,22 kr/km Tryggingar Skattar og skoðun Kostnaður á ári Kostnaður á km 89.000 32.265 89.000 32.265 89.000 32.265 121.265 121.265 121.265 8,08 krlkm 8,08 kr/km 8,08 kr/km Bílastæðakostnaður Þrif ,«KT! Kostnaður á ári Kostnaðurákm 5.700 12.900 5.700 12.900 5.700 12.900 18.600 18.600 18.600 1,24 kr/km 1,24 kr/km 1,24 krlkm Verðm.rýrnun á árí (%) Verðm.rýrnun á ári, kr. 10,7% 321.000 11,8% 377.600 11,8% 381.376 Kostnaður ákm 21,40 25,17 kr/km 25,43 kr/km Vaxtakostnaður, 6% Kostnaður á km 131.850 135.360 136.714 8,79 kr/km 9,02 kr/km 9,11 kr/km Heildarostnaður á ári 865.940 922.330 895.334 Heildarostnaður á km_____57,73 kr/km 61,49 kr/km 59,69 kr/km -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.