Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breska blaðið Observer segir Kínverja hafa annast fjarskipti fyrir Júgóslavíuher Árásin á sendi- ráðið í Belgrad engin mistök Fréttinni vísað á bug sem „þvættingi" London, Washington. Reuters. NATO skaut stýriflaugum að kín- verska sendiráðinu í Belgrad þegar í ljós kom, að það var notað sem fjarskiptamiðstöð fyrir júgós- lavneska herinn. Var þessu haldið fram í breska blaðinu Observer á sunnudag en breska stjómin vísar fréttinni algerlega á bug. Þá sagði Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að fréttin væri „þvættingur". Observer hefur eftir ónefndum leyniþjónustuforingja, að í Júgósla- víustríðinu hafi NATO ekki síst beint spjótum sínum að fjarskipta- tækjum júgóslavneska hersins, þar á meðal að fjarskiptabúnaði, sem var á heimili Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu. „Það var ráðist á aðsetur forset- ans 23. apríl og þá þögnuðu fjar- skiptin í sólarhring," sagði heimild- armaðurinn, sem íylgdist að sögn með fjarskiptunum frá Makedóníu. „Þegar þau hófust aftur uppgötvuð- um við, að þau komu frá kínverska sendiráðinu." tíreltum kortum kennt um Stýriflaugarnar þrjár, sem skotið var á kínverska sendiráðið 7. maí, ollu dauða þriggja kínverskra send- iráðsmanna og leiddu til mikillar spennu milli NATO og kínverskra stjómvalda. Háttsettir embættis- menn í Bandaríkjunum og NATO sögðu árásina hafa verið mistök, sem stafað hefði af úreltum kortum, en stjómin í Peking lagði ekki trún- að á það. í þrjá daga á eftir vora mikil mótmæli við sendiráð Banda- ríkjanna og Bretlands í Peking. Observer, sem vann fréttina í samvinnu við danska blaðið Politik- en, segir og hefur eftir háttsettum manni í flugumferðarstjórn NATO í Napólí, að kínverska sendiráðið hafi réttilega verið fært inn á kort yfir byggingar, sem ekki mátti ráð- ast á, en á því vom meðal annars kirkjur, sjúkrahús og sendiráð. Fullyrðir blaðið, að kínverska sendiráðið hafí verið tekið af þess- Reuters Kínverska sendiráðið í Belgrad eftir árásina 7. maí í vor. Þrír starfsmenn þess létu lífið. um lista er í ljós kom, að það annað- ist fjarskipti fyrir júgóslavneska herinn. Upplýsingar um Stealth- flugvélina? Observer getur sér til, að Kín- verjar hafi lagt Milosevic lið í því skyni að fá í staðinn upplýsingar um tæknibúnað í bandarísku Stealth-flugvélinni, sem var skotin niður yfir Júgóslavíu, en hann veld- ur því, að hún sést illa í ratsjám. „Talið er, að Kínverjar hafi einn- ig fylgst vel með stýriflaugaárásun- um á Belgrad með það í huga að þróa vamir gegn þeim,“ sagði blað- ið. Taslmenn NATO í Bmssel vísa þessari frétt á bug og Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að það væri ekki sannleik- skom í sögunni. Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN, að fréttin væri „þvættingur". Árásin hefði verið hörmulegt slys. Hugsanlegt er, að fréttin kyndi aftur undir spennunni á milli Kína og NATO og setji sitt mark á Bret- landsheimsókn Jiang Zemin, for- seta Kína, nú í vikunni. Musharraf skipar Þjóðaröryggisráð til að stjórna í Pakistan Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við ávarpinu eru jákvæð Islamabad. AP, Reuter. AP fbúar í Karachi fylgjast með sjónvarpsávarpi Pervaiz Musharrafs á sunnudag. PERVAIZ MUSHARRAF, hers- höfðingi og leitogi valdaránsmanna í Pakistan, lofaði í sjónvarpsávarpi á sunnudag að grípa til aðgerða til að leysa þau vandamál sem steðja að Pakistönum. Bandaríkjamenn hafa í meginatriðum lýst ánægju með ræðu Musharrafs en einnig áhyggjum vegna óvissu um hvenær lýðræði verði endurreist í landinu. Musharraf nefndi í sjónvarps- ávarpinu að vandamálin væm gjaldþrota efnahagslíf, átök trúar- hópa, spillt valdakerfi, veikar stofnanir og spenna milli lands- hluta. Hann kenndi jafnframt Sharif, hinum brottrekna forsætis- ráðherra, um hve slæmt ástandið í landinu væri. Musharraf tUkynnti að skipað yrði sex manna Þjóðar- öryggisráð til að fara með æðstu völd í landinu. I því munu eiga sæti herforingjar og sérfræðingar á öðram sviðum, auk þess sem ráðið mun njóta aðstoðar fjölmargra ráð- gjafa. Einnig verður skipuð ríkis- stjóm en hún verður háð yfiram- sjón öryggisráðsins og stjórna í umboði þess. „Herinn hefur ekki í hyggju að vera við völd í landinu lengur en er algerlega nauðsynlegt tU að undir- búa jarðveginn undir raunveralegt lýðræði," sagði Musharraf meðal annars í ávarpinu og bætti við að stjómarskráin hefði aðeins verið afnumin um stundarsakir. Hann nefndi hins vegar engin tímamörk í þessu sambandi eða hvenær stefnt væri að því að efna til kosninga í landinu. Musharraf lofaði að vinna að því að minnka spennu í samskiptum Pakistana og Indveija og að pak- istönskum hermönnum við land- mæri ríkjanna yrði fækkað. Einnig beindi hann þeim tilmælum til ta- lebana í Afghanistan, sem Pakist- anar hafa hingað til stutt, að þeir deili völdum í landinu með öðram hópum. Hann hvatti ennfremur ís- lamska hópa heima fyrir að vinna að friði og sátt í landinu og lofaði kristnum og hindúum að þeim yrðu tryggð réttindi og vernd. Hershöfðinginn flutti erindi sitt fyrst á ensku og síðar á urdu, sem er tungumál meirihluta íbúa lands- ins. Hann hét Bandaríkjunum og Vesturlöndum því að Pakistanar myndu sýna ábyrgð í meðferð kjamorkuvopna og sagði að þeir hefðu ávallt haft skilning á áhyggj- um heimsins vegna hættunnar á útbreiðslu slíkra vopna. Bandaríkin jákvæð íafstöðu sinni Bandaríkjamenn fögnuðu í gær þeirri yfirlýsingu Musharrafs að lýðræði verði endurreist í Pakistan en lýstu á sama tíma áhyggjum vegna þess að ekki hefur verið nefnd ákveðin tímasetning í því sambandi. Sendiherra Bandaríkj- anna í Pakistan, William Milam, sagði á fundi með fréttamönnum að stjómvöld í Washington hefðu í meginatriðum jákvæðar væntingar til Musharrafs en að þau hygðust bíða og sjá hver framvindan yrði í landinu áður en þau tækju afstöðu til frekari lánveitinga Alþjóðagjald- eyrissjóðsins til Pakistan. Pakist- anar eru mjög háðir því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn veiti þeim lán svo unnt sé að renna stoðum undir veikburða efnahagslíf landsins. Gjaldeyrisbirgðir seðlabankans era mjög af skornum skammti og gjalmiðill landsins stendur höllum fæti vegna viðvarandi viðskipta- halla og þungrar endurgreiðslu- birði af erlendum lánum. Milam lýsti ánægju með vilja Musharrafs til að bæta sambandið við Indverja og boðaða fækkun í herliði Pakistana á landamæram ríkjanna. Sendiherran sagðist vona að alvarlegar viðræður hæfust inn- an skamms milli Pakistana og Ind- verja. Milam sagði einnig að Banda- ríkjamenn fögnuðu tilmælum Mus- harrafs til talibana í Afghanistan um að þeir reyni að ná sátt við aðra hópa um stjóm landsins. Hins veg- ar lýsti hann vonbrigðum með að Musharraf skyldi ekki lýsa yfir stríði á hendur hryðjuverkamönn- um, eins og Osama Bin Laden sem dvelur í Afghanistan sem „gestur“ talibanastjómarinnar. Bandaríkjamenn hafa fengið staðfestingu á því að Sharif fyrram forsætisráðherra og aðrir meðlimir ríldsstjómar hans sem handteknir vora í síðustu viku, séu heilir á húfi. Stjórnmálamenn í farbanni Musharraf hefur heitið því að beijast gegn spillingu meðal valda- manna í landinu og hafa innistæður á fjölmörgum bankareikningum verið frystar og mörgum þeirra meinað að yfirgefa landið. Mus- harrafs hefur lýst því yfir að marg- ir stjórnmálamenn eigi yfir höfði sér að verða sóttir til saka fyrir að hafa dregið að sér opinbert fé. Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra í Pakistan, sem tvisvar var vikið frá völdum vegna spillingarmála, hefur fagnað að- gerðum Musharrafs til að kveða niður spillingu í landinu. Pakistan hefur á síðustu 11 árum haft alls fimm ríkisstjómir sem stýrt hafa landinu í umboði hersins. Allar þessar fimm ríkisstjórnir hafa verið skipaðar til að sjá um að kosningar færa fram í landinu eftir að herinn hefur séð sig tilneyddan að víkja lýðræðislega kjömum stjómvöldum frá. Samkvæmt stjómarskrá landsins verður að halda kosningar innan 90 daga frá því að ríkisstjóm lætur af völdum og þingið er leyst upp. Musharraf hefur enn ekki leyst upp þingið, þar sem 217 fulltrúar sitja, og get- ur því í raun látið stjórnarskrána taka gildi á ný án þess að boða til kosninga. Aðgerðir SÞ á A-Tímor Heimfor flótta- manna hraðað Dili, Jakarta. AFP. STARFSMENN Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor und- irbúa nú endurkomu tuga þús- unda flóttamanna frá Vestur- Tímor. Flóttamennimir munu koma með skipum í vikunni en hingað til hafa þeir eingöngu verið fluttir með flugi. Allt að 260.000 íbúar A-Tímor flúðu til V-Tímor eftir að átök bratust út í kjölfar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði A-Tímor í ágúst. Að sögn Jacques Franquin, yfirmanns flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á A-Tí- mor, er gert ráð fyrir að unnt verði að flytja 5-6.000 manns í hverri viku með skipum. Hann leggur áherslu á að landamæri Austur- og Vestur-Tímors verði opnuð svo einnig verði hægt að flytja flóttamenn land- leiðina. SÞ taki að sér stjómina til að byrja með Sendinefiid á vegum Indón- esíustjómar er nú komin til Dili, höfuðborgar A-Tímor, til viðræðna við fulltrúa Samein- uðu þjóðanna um pólitíska framtíð eyjunnar. Leiðtogi sjálfstæðissinna á A-Tímor, Xanana Gusmao, hefur stungið upp á því að rétt sé að afhenda Sameinuðu þjóðunum æðstu stjóm á A-Tímor í tvö til þrjú ár, áður en fullt sjálfstæði fæst. Fylkingamar á þingi Indón- esíu samþykktu í gær að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði A-Tímors. Þingið þarf þó að staðfesta samkomu- lagið formlega í atkvæða- greiðslu á morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.