Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNRLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
Vél bandanska flughersins lendir í Christchurc á Nýja Sjálandi með
Neilsen innanborðs.
Krabbameinssjúk-
um lækni bjargað
frá suðurskautinu
Jerri Neilsen á mynd sem tekin var á suðurskautinu fyrr á þessu ári.
Christchurch, New York, Troy. AP, AFP.
BANDARÍSKUM lækni, sem hafði
sjálf fundið æxli í öðru hrjósti sínu,
var bjargað frá Suðurskautsland-
inu um helgina. Hafði hún beðið
þess að komast frá heimskautinu
síðan í júní, en vegna veðurs
reyndist ekki fært fyrr en nú.
Jerri Neilsen var eini læknirinn
í Amundsen-Scott-rannsóknarbúð-
unum á suðurskautinu. Hún fann
hnút í brjósti við sjálfsskoðun í
júní og óskaði þá strax eftir því að
þess yrði freistað að sækja hana.
Ekki var þó hlaupið að því þar sem
hávetur ríkti á suðurpólnum og
nánast ómögulegt að komast að
rannsóknarstöðinni.
Þótt Ijóst hafí verið að ekki yrði
unnt að sækja Neilsen í bráð, sam-
þykkti bandaríski flugherinn að
leggja í djarfan leiðangur til að
reyna að koma til hennar nauðsyn-
legum búnaði til að greina meinið.
I júlí var í þessu skyni flogið í
fyrsta sinn yfir suðurskautið að
vetri til, og var tækjum og lyfjum
varpað niður yfír búðunum, svo
Neilsen gæti sjálf hafið meðferð.
Hún gerði viðeigandi rannsóknir
og gat sent ljósmyndir af sýnum
með tölvupósti til lækna í Banda-
ríkjunum. Hafa þeir fylgst með
" *
ástandi hennar og gefið henni fyr-
irmæli um lyfjagjöf.
Hættulegur leiðangur
Um leið og útlit var fyrir að að-
stæður leyfðu var hafinn undir-
búningur að því að sækja Neilsen.
Vélar frá bandaríska flughernum
biðu í viðbragðsstöðu í síðustu
viku á herstöðinni McMurdo á
Nýja Sjálandi, en til leiðangursins
höfðu verið valdir menn sem hafa
mikla reynslu af flugi yfir heim-
skautin.
Á laugardag hafði hlýnað það
mikið að ákveðið var að láta til
skarar skríða, en fram á siðustu
stundu var tvísýnt að tækist að
bjarga Neilsen. Við Amundsen-
Scott-búðimar var 53 stiga frost,
en flugvélin var aðeins hönnuð til
að þola 50 gráða frost. Að auki var
vindhraðinn um 20 mflur á klukku-
stund, sem þýðir að raunhitastig
var um 80-90 gráður undir frost-
marki. Þá olli skafrenningur á
flugbrautinni við rannsóknarstöð-
ina því að skyggni var takmarkað,
og var því erfitt að lenda.
„Spennan var í hámarki vegna
þess að þetta var sérstakur leið-
angur. Hann var á mörkum þess
sem flugvélin þoldi,“ sagði flug-
maðurinn George McAlIister í við-
tali við AFP-fréttastofuna. „Við
vomm afar heppin, allt gekk eins
og í sögu. Það er mjög góð tilfinn-
ing að hjálpa öðrum," sagði
McAllister.
SársaukafuIIt að vera
fjarri fjölskyldunni
Neilsen er 48 ára gömul og
þriggja bama móðir. Hún hefur
ekki viljað koma fram í íjölmiðl-
um, en var í tölvupóstsambandi við
bandaríska vikublaðið Newsweek
nokkmm dögum áður en henni var
bjargað. „Eg er veik og þrái að
komast á sjúkrahús og komast að
því hvað fyrir mér liggur," sagði
Neilsen meðal annars í bréfi til
tímaritsins.
Þess var gætt að Neilsen yrði
ekki fyrir ónæði fjölmiðla við
heimkomuna til Bandaríkjanna, og
ekki hefur verið skýrt frá líðan
hennar eftir að hún komst undir
læknishendur. Haft var eftir mág-
konu Neilsen, Diönu Cahill, að það
hefði verið afar sársaukafullt fyrir
hana að vera ljarri Ijölskyldu sinni
á þessum erfiðu mánuðum. Sagði
Cahill að Neilsen væri mjög hug-
rökk og hefði sinnt störfum sínum
við búðirnar óhikað, þrátt fyrir
veikindin.
Við Amundsen-Scott-búðirnar
starfar 41 maður við rannsóknir,
og var nýr læknir fluttur á staðinn
er Neilsen var sótt.
„Vitringaskýrsla“ um næstu skref í samrunaþróun ESB
Meirihlutaákvarðan-
ir verði grunnreglan
Blöndunartæki
Moratemp High-Lux hentar sérlega vel
I eldhúsum þar sem koma þarf háum
llátum undir kranann.
Mora - Sænsk gæðavara
TCHGI
5^;p
Smiðjuvegi 11 •
Sírni: 564 1088
200 Kópavogur
1 Fax: 564 1089
Fást í hyggingavöruverslunum um tand allt
Brussel. Reuters, The Daily Telegraph.
EVRÓPUSAMBANDIÐ verður að
setja hömlur við notkun neitunar-
valds aðildarríkjanna, auka notkun
meirihlutaákvarðana við atkvæða-
greiðslur í ráðherraráðinu, og
styrkja stöðu Evrópuþingsins í stofn-
anakerfi sambandsins áður en það
byrjar að taka inn ný aðildarríki.
Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu
„þriggja vitringa“ sem lögð var fyrir
framkvæmdastjóm ESB í Brussel í
gær.
Skýrslunnar, sem Jean-Luc
Deheane, tyrrverandi forsætisráð-
herra Belgíu, Richard von
Weizsácker, fyrrverandi forseti
Þýzkalands, og enski lávarðurinn
Simon of Highbury eru höfundar að,
hafði verið beðið með töluverðri eftir-
væntingu. Henni er ekki sízt ætlað að
þjóna sem grundvöllur nýrrar um-
ræðu um hvaða umbætur sé nauð-
synlegt að gera á stofnanakerfi ESB
áður en aðildarríkjum þess fjölgar
um allt að 13. Er fastlega búizt við
því að skýrslan hrindi af stað nýjum
deilum um hve langt samrunaþróun
Evrópa eigi að ganga.
Þykir skýrslan líkleg til að hafa
mikil áhrif á væntanlegar tillögur
framkvæmdastjómarinnar, sem lagð-
ar verða fram við upphaf nýrrar
ríkjaráðstefnu ESB á fyrrihluta
næsta árs og stefnt er að því að ljúka
EVRÓPA^
LMkiJ^afo i t)ð
Nemendur í grunn-, framhaids- og háskóla athugið!
Erum með einkakennslu og námskeið fyrir iitla hópa
í stærðfræði, eðlisfræði og tölvufræði.
Tölvu- og stærðfræðiþjónustan, Brautarholti 4, 2. hæð, s. 551 5593
á leiðtogafundi i París í desember
2000.
Meðal helztu ráðlegginga skýrslu-
höfundanna þriggja er, að nauðsyn-
legt sé að gera ákvarðanatöku í sam-
bandinu bæði skilvirkari og sveigjan-
legri. Sá sveigjanleiki eigi þó ekki að
ganga svo langt, að hvert aðildarríki
geti kosið að taka ekki þátt í einstök-
um stefnumálum.
„Atkvæðagreiðslur með auknum
meirihluta ættu að verða reglan í
stækkuðu Evrópusambandi. Sú
regla, að nauðsynlegt sé að ná sam-
hljóða samþykki, er oftast samheiti
við stöðnun," sagði Deheane á blaða-
mannafundi í Bmssel í gær.
Gæti kynt undir ágreiningi
um hve langt skuli ganga
Þær hugmyndir sem kynntar era í
skýrslunni gætu aukið á ágreining
milli ESB-landa sem sækjast eftir
meiri samrana og þeirra sem streit-
ast gegn því að aukið vald sé fært frá
stjómvöldum aðildarríkjanna til yfir-
þjóðlegra stofnana sambandsins.
Vísbendingar um að í skýrslunni
yrði að finna tillögur um ákveðnari
skref í samranaátt kveiktu strax við-
vöranarljós í Lundúnum. Sunday
Times skrifaði um helgina að Tony
Blair forsætisráðherra væri reiðubú-
inn að beita neitunarvaldi gegn um-
bótatillögum sem gengu of langt að
mati Breta.
„Margar af þessum tillögum munu
ýta valdajafnvæginu með snöggum
og róttækum hætti í átt að forseta
framkvæmdastjómarinnar og stjórn-
sýslunnar sem undir hann heyrir í
Brassel, burt frá hinum fullvalda að-
ildarríkjum [sambandsins],11 segir í
Daily Telegraph í gær.
Meðal tillagnanna í „vitringa-
skýrslunni", sem samin var að beiðni
Romanos Prodis, er að stofnsáttmála
sambandsins verði skipt upp í tvær
lagalegar ólíkar einingar. I öðrum
hlutanum yrðu eiginleg stjórnlög
ESB en í hinum reglur sem varða
einstök stefnumið. Hugmyndin er sú
að til að gera breytingar á „stefnu-
kaflanum" nægi ákvörðun ráðherra-
ráðsins og aðeins þurfi að kalla sam-
an ríkjaráðstefnur - sem er seinlegt
og fyrirhafnarmikið - til að breyta
stj órnlagakaflanum.
Niðurstöður Tampere-fundarins
Um helgina tók leiðtogaráð ESB
annars fyrstu skrefin í átt að þvi að
skapa sameiginlegt svæði „frelsis,
réttar og öryggis“ með því að sam-
þykkja drög að samræmdri stefnu
aðildarríkjanna 15 í málefnum inn-
flytjenda og flóttamanna, sem og
dómsmálum og aðgerðum gegn
skipulagðri glæpastarfsemi.
Eftir fundinn sögðu leiðtogarnir að
nýjum áfanga hefði verið náð á braut
samrunaþróunar Evrópu. Gerhard
Schröder, kanzlari Þýzkalands,
sagði: „Eftir sköpun innri markaðar-
ins, myntbandalagsins og hinnar
sameiginlegu utanríkis- og öryggis-
málastefnu er þetta fjórða stóra sam-
runaverkefnið."
Sigurlíkur
Habibies
dvína
YFIRMAÐUR Indónesíuhers,
Wiranto hershöfðingi, til-
kynnti í gær að hann hefði
hafnað því að verða varafor-
setaefni B.J. Habibies, forseta
landsins, í forsetakjöri þings-
ins á morgun. Akvörðun hers-
höfðingjans er mikið áfall fyrir
Habibie og eykur sigurlíkur
Megawatis Sukamoputra, for-
setaefnis Lýðræðisflokks
Indónesíu (PDI-P).
Líkumar á því að Habibie
verði endurkjörinn forseti
virðast minnka með hverri
klukkustundinni sem líður.
Akvörðun Wirantos þýðir að
Habibie getur ekki reitt sig á
stuðning 38 fulltrúa hersins á
þinginu, en þeir gætu ráðið úr-
slitum í forsetakjörinu.
Lokaáfangi
hafinn
í London
LOKAÁFANGI viðræðna,
sem miða að því að bjarga frið-
arsamkomulaginu á Norður-
Irlandi, hófst I London í gær
undir stjóm Georges
Mitchells, samningamanns
Bandaríkjastjórnar. Formaður
Sinn Fein, stjómmálaarms
Irska lýðveldishersins, virtist
ekki bjartsýnn á að árangur
næðist, en í yfirlýsingu sem
hann sendi frá sér í gær segir
að fulltrúar flokksins myndu
engu að síður gera sitt besta í
viðræðunum. Búist er við að
samningalotan geti staðið fram
á sunnudag. Peter Mandelson,
nýskipaður Norður-írlands-
málaráðherra í bresku ríkis-
stjóminni, mun í dag fara í
sína fyrstu opinbera heimsókn
til Dublin, höfuðborgar ír-
lands, en þar mun hann ræða
við utanríkisráðherrann David
Andrews.
Tiberi
fyrir rétt
XAVIERE Tiberi, eiginkona
Jeans Tiberis, borgarstjóra
Parísar, kom fyrir rétt í gær,
en hún hefur verið ákærð fyrir
misnotkun á almannafé. Er
henni gefið að sök að hafa
krafið yfirvöld í Essonne-
hverfi um greiðslu að jafnvirði
2,4 milljóna ísl. kr. fyrir efnis-
rýra skýrslu sem hún vann um
hinn frönskumælandi heim.
Rannsókn hefur verið hafin á
nokkram meintum misferlum
er snerta borgarstjóm París-
ar, en málið hefur komið sér
afar Ola fyrir flokk hans og
Jacques Chiracs Frakklands-
forseta.
Mótmæli
á Yestur-
bakkanum
HUNDRUÐ Palestínumanna
gerðu hróp að ísraelskum her-
mönnum á Vesturbakkanum í
gær. Sökuðu þeir ísraela um
hafa orðið valdir að dauða
aldraðs Palestínumanns, er
fékk hjartaáfall eftir að land
hans var gert upptækt. Var
táragasi beint að mótmælend-
unum, en ekki tókst að dreifa
þeim fyrr en heitið hafði verið
að skila landinu aftur íljótlega.