Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 43 MENNTUN Nýbreytni Markmið þriðja málþings Rannsóknarstofnunar KHÍ, sem nýlega var haldið, var að kynna verkefni á sviði þróunar- og nýbreytnistarfs. Gunnar Hersveinn kynnti sér nokkra þætti á málþinginu en sagt var frá á sjötta tug rannsóknar- og þróunarverkefna. Framkvæmdastjóri þingsins var Allyson Macdonald. Morgunblaðið/Ásdís Margir útskrifaðir M.Ed.-nemendur kynntu niðurstöður sínar,“ segir Allyson Macdonald. Rannsóknir í skólastarfi • Leikræn tjáning þroskar tillitssemi við aðra og hvetur til samstarfs • Samvinna kennara og tæknimanna er mikilvæg: Tækni og fræði Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla íslands hélt málþing 9. október um rannsóknir, nýbreytni og þróun í skólastarfí og var það haldið með stuðningi menntamála- ráðuneytis, Leikskóla Reykjavíkur og Tæknivals. Helsta markmiðið var að skapa vettvang til kynningar á verkefnum á sviði þróunar- og nýbreytnistarfs og efla rannsókn- ar- og þróunarviðleitni kennara og annarra uppeldisstétta. „Fjöldi verkefna undir merkjum þróunar- vinnu kom mér á óvart,“ segir Ally- son Macdonalds hjá Rannsóknar- stofnuninni, bæði eru þróunar- sjóðir margir og styrkveitingar ágætar, samtals fengu 322 verkefni 90 milljónir króna. Á málþinginu voru kynnt á sjötta tug rannsóknar- og þróunarverk- efna, sem flest höfðu fengið styrki frá opinberum aðilum eða samtök- um kennara. Nefna má sem dæmi frásagnir af þróunarverkefnum úr leikskólum og grunnskólum, nýtt námsefni, tilraunakennslu, rann- sóknir á samstarfi heimila og skóla, efni um unglingsárin, ný viðhorf í upplýsingatækni og þá var Náms- gagnastofnun með sýningu á nýju námsefni. Allyson segir að þróunarverkefni varði yfirleitt marga, t.d. heilan bekk, og áhrifin séu því víðtæk. „Ánægjuleg eru einnig áhrif meistaranámsins í KHI,“ segir hún, „en margir nýútskrifaðir M.Ed.-nemendur kynntu niður- stöður sínar.“ Hún segir að fram- haldsnámið eigi eftir að bæta tölu- vert við rannsóknir, en það eru oftast starfandi kennarar sem fara í þetta nám. Málþingið spannaði víðtækt svið og var skipt í 6 lotur sem sjá má á heimasíðunni www.khi.is/khi/mal- þing/lotaskra.htm. Áður en það hófst flutti Júlíus Björnsson, deild- arstjóri hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, erindi um OECD-PISA rannsóknina á lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Hér er sagt frá tveimur verkefn- um sem kynnt voru á ráðstefnunni. Fj arkennsla í leikskóla- kennaranámi „MARKMIÐIÐ með verkefninu er að skoða möguleika á samstarfi skóla í Evrópu sem bjóða upp á fjamám leikskólakennara," segja Kristín Hildur Olafs- dóttir lektor og Kristín Karlsdóttir, kennari við leik- skólaskor Kennaraháskóla Islands, sem hafa tekið þátt í Sókrates-verkeftú um fjar- kennslu í leikskólakennaran- ámi síðastliðin tvö ár. Kristín Hildur er stjómandi verkefnisins hér. Verkefnið byggir á samstarfi eft- irtaldra skóla; Högskolan í Stavan- ger, Northem College-Dundee og Aberdeen, Waterford Institute of Technology, University of_ Jyvas- kylá og Kennaraháskóla Islands- leikskólaskor. Innan samstarfsins þafa verið unnin nokkur verkefni. í KHÍ-leik- skólaskori var t.d. unnin athugun meðal nemenda skorarinnar bæði í fjarnámi og dagskóla. Tilgangurinn var að greina aðferðir fjarkennsl- unnar og áhrif aðferða í dagskóla. Gildi leikrænnar tj áningar Anna Jeppesen aðjunkt KHI og Ása H. Ragnarsdóttir kennari í Háteigsskóla kynntu verkefnið Leikræn tjáning í skólastarfi, en markmiðið með þessu þró- unarverkefni var þríþætt: • Vinna verkefni í anda nýrrar námsskrár • Sýna fram á hvernig al- mennir bekkjarkennarar geta nýtt aðferðir leikhstar í daglegu skólastarfi. • Sýna fram á mikilvægi lei- krænnar tjáningar við heildstæða menntun einstaklings. I fyrsta kafla bókar þeirra um efnið er farið nokkrum orðum um leikræna tjáningu sem kennsluað- ferð, meginmarkmið kennslunnar og rökstuðningur. Minnst er á nýja námsskrá í leiklist og þá þætti í kenningum Howards Gardners, sem tengjast kennslu í leikrænni tjáningu, einnig era hugmyndir um hvernig má meta framlag nemenda. í öðram kafla er lýsing á nokkr; um verkefnum sjöunda bekkjar. í þriðja kafla er fjallað um verkefni níunda bekkjar. Höfundar komust að þeirri niður- stöðu að ágæti leikrænnar tjáning- ar sem kennsluaðferðar sé ótvírætt og hvers vegna? Jú, hún hvetur bæði til munnlegrar og líkamlegrar tjáningar. Hún þroskar tillitssemi við aðra og gerir einstaklinginn meðvitaðri um eigin persónuleika, einnig er hún hvatning til samvinnu á milli nemenda. í leikrænni tján- ingu er tekist á við ímyndaðar að- stæður og skilningur og nám á sér stað vegna þeirrar kröfu sem þess- ar aðstæður gera til þátttakenda. Vandinn er hins vegar sá að hinn al- menna grannskólakennara skortir meiri þekkingu á möguleikum lei- krænnar tjáningar til að takast á við þessar aðferðir. Morgunblaðið/Golli Melkorka og Snorri hafa áhuga á því að gera rödd ungs fólks í um- ræðunni um vemdun eða virkjun hálendisins meira áberandi. Kynntar vora niðurstöður á mati byggðu á svöram nemenda leik- skólaskorai' á málþinginu. Einnig var kennsluefni í tölvutæku formi kynnt. Hér er stuttur kafli úr lestri Kristínar Karlsdóttur sem hún flutti á málþinginu: „Niðurstöður á mati nemenda leikskólaskorar KHI,“ en nemendur í dagskóla HKI höfðu flestir innan við tveggja ára starfs- reynslu í leikskóla: „Fjamámsnemendm- töldu að kennarar legðu minni áherslu á les- efni námskeiðsins og vora því mun líklegri til þess að nota ítarefni. Þannig má segja að fjamámsnem- endur hafi meiri áhrif á það hvað þeir lesa. Þetta gæti bent til þess að kennarar stjómi ekki námi fjar- nemanna með eins harðri hendi. Sem aftur getur verið vísbending um það að kennarar séu að færa sig lengra frá einstefnumiðlun í átt að’ " meira sjálfsnámi nemenda. Þetta er í takt við þróun kennslumála í vest- rænum samfélögum og einnig eðli- leg þróun í átt að kennslu á háskóla- stigi.“ Og síðar: „Við sjáum merki þess að lélegur tölvubúnaður hindrar framþróun í kennsluaðferðum skólans, dæmi um það er áhersla á einstaklingsverk- efni nemenda í fjarkennslu. Einnig sjást merki þess að kennarar kunna ekki eða vilja ekki nota tæknina. Það undirstrikar svo hversu mikil--*. væg samvinna kennara og tækni- manna er. Kennarai' hafa fræðilega þekkingu og reynslu í kennslu, en flestir þurfa á sérfræðiaðstoð tækni- manna að halda. Könnunin er gerð í miðju breyt- ingaferli sem enn er í gangi áskipu- lagi náms í leikskólaskor HKI... Ný tölvuforrit hafa verið prófuð og era í notkun og allt virðist vera á fleygi- ferð. Þótt reynsla kennara og nem- enda af tölvusamskiptum sé mikil er þróun tæknimála svo ör að erfitt reynist að fylgja henni eftir á sama hraða. Enn eram við að upplifa að það er ekki fagleg þekking og reynsla kennai'a sem hindrar heldur ónógur tölvubúnaður, skortur á tækniþekkingu kennara og ónógur' - aðgangur kennara að sérfræðingum í tæknimálum sem hindra framþró- un í vinnubrögðum fjarnámsins." skólar/námskeið tölvur ■ NÁMSKEIÐ Starfsmenntun: Skrifstofutækni, 415 st Rekstrar- og bókhaldstækni, 125 st Tölvunám grunnur, 80 st Tölvunám framhald, 40 st C++ forritun, 50 st Visual Basic forritun, 50 st Námskeið: Sýn ungs fólks á framtíðina ALÞJÓÐLEG ráðstefna ungs fólks, 14 til 18 ára, Millennium Young Peopie’s Congi’ess, hefst nú í vikunni á Hawaii og fara Mel- korka Ólafsdóttir og Snorri Sig- urðsson, nemendur í Menntaskói- anum við Hamrahlíð, á hana fyrir Islands hönd. Ráðstefnan er á veg- um bresku samtakanna „Peace Child Intemational“ (White House Intemational Centre, Bunting- ford, Hearts. SG9 9AH, U.K.) og er viðfangsefnið friðar- og umhverf- ismál, sýn ungs fólks á 21. öldina. Markmiðið er einnig að taka upp mál frá Ríó-ráðstefnunni. I Hono- lulu munu 300-400 fulltrúar hvað- anæva að úr heiminum iáta rödd sína hljóma, en meðal vemdara ráðstefnunnar er Kofi Annan, að- alritari Sameinuðu þjóðanna. Melkorka segir að fjallað verði um sýn ungs fólks á heimsmálin; fátækt, umhverfismál, mannrétt- indi, og markmiðið að gera raddir ungs fólks meira áberandi í um- ræðunni. „Fuiltrúar eiga að koma með hugmyndir að verkefnum, eins og t.d. um umhverfismál, og verða einhver þeirra styrkt, sér- staklega þau sem koma frá fátæk- um löndum," segir Melkorka. Snorri segir að fulltrúar hverr- ar þjóðar hafi átt að kanna á sínu heimasvæði hvaða mál ungt fólk telji mikilvægast og virtist það breytiiegt eftir þjóðum; Friður, heilsa, menntun, löggjöfín, um- hverfið, frelsun þjóðar og mann- réttindi. „Við eigum svo að taka þátt í umræðum, vera með stefn- umál frá Islandi, eitthvað sem er einkennandi fyrir landið. Einnig eigum við að segja frá einhverju sem við viljum breyta og skýra frá hvernig við ætlum að fara að því,“ segir Snorri. Melkorka og Snorri hafa áhuga á því að gera rödd ungs fólks í um- ræðunni um verndun eða virkjun hálendisins meira áberandi. „Við viljuin koma skoðunum ungs fólks um þetta mál á framfæri,“ segir Melkorka. „Við viljum breyta því t.d. með málþingum í MH um virkjanir norðan Vatnajökuls og að stofna samtök ungs fólks um hálendið. Hugmyndin er að hafa einhver áhrif á stefnu s1jórnenda.“ Snorri og Melkorka segja að ráðstefnan eigi að vera lífleg og verður t.d. söngleikur saminn. Einnig verður bók, sem hefur ver- ið í undirbúningi, gefin út. Þá eiga fulltrúar að koma með steina frá heimalandi sínu og setja í Friðar- garðinn. Ráðstefnan stendur í níu daga eða frá 21.-30. október. Windows 98 Word grunnur og framhald Excel grunnur og framhald Access grunnur og framhald PowerPoint QuarkXPress Unglinganám í Windows . Unglinganám í forritun Intemet grunnur Intemet vefsíðugerð Hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 561 6699 eða netfangi: lolvuskoli@tolviiskoli.is Veffang: www.tolvuskoli.is. r^Tölvuskóli Reykiavíkur tuiixma ■ Borgartúni 28, sími 5616699 __________nudd ■ www.nudd.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.