Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Betri veröld eða „Veröld ný og góð“? Federico Jérome Mayor Bindé EFTIR því sem við þokumst nær árinu 2000 verður sífellt erfíð- ara að ráða í framtíðina. Getur mannkynið lifað 21. öldina af? Við getum ekki spáð fyrir um framtíð- ina, en við getum búið okkur undir þana. Erum við raunverulega und- Irbúin fyrir 21. öldina? Sökum þess að við höfum nokkrar efasemdir um þetta, ákváðum við að veita al- þjóðasamfélaginu rannsóknartæki: framtíðarmiðaða skýrslu sem ber titilinn „Veröldin framundan: Grunnurinn lagður að framtíð okk- ar.“ Hugmyndin var að reyna að svara nokkrum einföldum spurn- ingum. Til dæmis hvort okkur standi ógn af fólksfjöldaspreng- ingu? Mun vera til nóg fæða fyrir alla jarðarbúa? Mun verða mögu- legt að útrýma fátækt? Stefnum við í átt til félagslegrar og búsetu- tengdrar aðskilnaðarstefnu, sem æti orðið til þess að lýðræði éyrði sögunni til? Munu konur ná fram sjálfsögðum rétti sínum? Einnig er ástæða til að velta því fyrir sér hvernig bregðast megi við gróðurhúsaáhrifum og gróðureyð- ingu. Munu stríð verða háð vegna yfirráða yfír vatni? Mun mannin- um takast að beisla sólarorku og endurnýtanlega orkugjafa? Mun tækniþróun verða til þess að bilið milli fátækra og ríkra breikki enn, eða mun hún auðvelda fjar- kennslu? Munu 50% eða jafnvel af öllum tungumálum heims verða útdauð árið 2100? Mun kraftaverk eiga sér stað í Afríku? Hvernig getum við þróast frá menningu ofbeldis til menningar friðar? Mun 21. öldin hafa mann- úðlega ásjónu, eða mun hún taka á sig óhugnanlega mynd „veraldar nýrrar og góðrar“ [vísun í framtíð- arhrollvekjuna „Brave New World“ eftir Aldous Huxley]? Við dögun nýrrar aldar bíða okkar fjórar mikilvægar áskoran- ir. Sú fyrsta er að koma á friði. Kalda stríðinu er lokið, en friður- inn sem nú ríkir er engu að síður „heitur". Frá falli Berlínarmúrsins hafa verið háðar 30 styrjaldir víða um heim, í flestum tOvikum borg- arastríð. Tálsýnirnar um varanleg- an frið og endalok sögunnar eru fyrir bý. Onnur áskorunin snertir dreif- ingu heimsins gæða. Munum við verða vitni að því á næstu öld að hluti jarðarbúa lifi við sárari fá- tækt en nokkru sinni, á meðan aðr- ir búa við meiri apðæfí en dæmi eru um í sögunni? I dag lifír meira en helmingur mannkynsins undir fátæktarmörkum, þ.e.a.s. á tekjum sem eru minni en 140 krónur á dag. Hlutfall tekna ríkustu 20% jarðarbúa gagnvart hlutfalli tekna fátækustu 20% jarðarbúa hefur aukist úr 30/1 árið 1960 í 61/1 árið 1991 og í 81/1 árið 1995. Samfélag „fimmta hlutans" er því orðið að veruleika. Þriðja áskorunin varðar sjálf- bæra þróun. Þrjár plánetur eins og jörðina þyrfti til ef allir jarð- arbúar ættu að ná neyslustigi Bandaríkjamanna. Munu vænting- ar okkar um þróun ekki óhjá- kvæmilega minnka möguleika komandi kynslóða til þróunar? Hver mun kenna okkur að um- gangast tæknigersemar okkar á ábyrgan hátt? Fjórða áskorunin er að takast á við vandann sem leiðir af síminn- kandi heimi. Sökum hnattvæðing- ar hafa flest vanda- mál áhrif út fyrir landamæri ríkja, og krefjast alþjóðlegrar lausnar. Höfum við gert nokkra lang- tímaáætlun? Það er ekki úr vegi að spyrja. Mörg ríki virðast hafa villst af leið og jafnvel misst viljann til að setja sér markmið. Hefur mannkynssagan fall- ið í hendur „nafn- lausra stjómenda"? „A ögurstundu er aðeins ímyndunar- aflið verðmætara en þekking," sagði Einstein. Þess vegna verðum við að endurbyggja alþjóðasamfélagið, ef við viljum gera hnattvæðinguna mannúðlegri og ljá henni raunverulega merk- ingu. Fjórir samningar ættu að mynda stoðir nýs alheimslýðræðis. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að komast að samkomulagi um nýjan samfélagssamning. Endurbygging samhents þjóðfélags með því að útrýma fátækt verður að hafa al- gjöran forgang, í samræmi við skuldbindingar ríkjaleiðtoga á ráð- stefnunni um þjóðfélagsþróun í Kaupmannahöfn. Við verðum að leggja grunninn að þriðju iðnbylt- ingunni og endurdreifa afrakstri hnattvæðingar. Annar samningurinn er náttúru- samningurinn, byggður á banda- lagi vísinda, þróunar og umhverf- isverndar. Handan samfélagssamningsins, sem sam- tíðarmenn semja um sín á milli, verðum við að komast að náttúru- samningi sem tryggir sjálfbæra þróun og vistvæna nýtingu jarð- argæða. Vísindin verður að frelsa úr Prómeþeifsduld þeirri, er knýr þau til yfírráða yfir náttúrunni. Þriðji samningurinn er menn- ingarsamningur. Lífstíðarmenn- tun fyrir alla ætti að vera algjört forgangsmál ríkisstjórna og sam- félaga. Hver borgari, rétt eins og Aldahvörf Er verð friðar, þróunar og lýðræðis of hátt, spyrja Federico Mayor og Jérome Bindé, starfsmenn UNESCO. Sókrates, ætti aldrei að hætta að læra og að læra að læra. Það eitt og sér mun þó ekki leysa öll vanda- mál. Binda verður enda á aðskiln- aðarstefnuna sem ríkir í skólum og háskólum og endurskipuleggja menntun sem verkefni borgarans. Byltingin sem orðið hefur í ýms- um nýjum vísindagreinum felur í sér mikla áskorun, en er jafnframt nytsamlegt verkfæri til að fram- fylgja menningarsamningnum. Við munum þurfa að umbreyta upp- lýsingaþjóðfélaginu í þekkingar- þjóðfélag, á svæðum þar sem enn er litið á síma sem lúxus. Mun fjarkennsla hafa breytt menntast- ofnunum í sýndarveruleikaveröld árið 2020? Mun nám í gegnum tölvur ná til þeirra sem áður hafa verið útilokaðir? Munum við vera nógu skynsöm til að gera menn- ingarsamning sem hvetur til menningarlegrar fjölhyggju og samlífs ólíkra menningarkima, frekar en að stuðla að einstreng- ingshætti í menningarmálum? Fjórði samningurinn er siðferði- legs eðlis. Hvernig getum við örv- að friðarmenningu og hugvitsam- lega þróun, sem færi saman við vöxt byggðan á þekkingu og út- breiðslu þekkingar, í stað þess að troða á einstaklingunum? Getum við fest lýðræðið frekar í sessi í tíma og rúmi, með því að stuðla að framsýnum skilningi á þegnskap og með því að skapa lýðræði sem hefur líkt og markaðurinn hvorki landamæri í tíma og rúmi? En þennan siðferðissáttmála er ekki unnt að uppfylla án þess að deila gæðunum með sanngjörnum hætti. I því skyni að færa ágóðann af hnattvæðingu til allra, eins og G-8-ríkin hafa hvatt til, ætti að nota afrakstur friðar til að afskrifa skuldir fátækustu ríkja heims frá árinu 2000, til að gera Afríku og öðrum heimshlutum kleift að byrja upp á nýtt. Síðast en ekki síst þurfum við að íhuga siðferði framtíðarinnar. Hvernig getum við aftur komið á þeirri venju að hugsa langt fram í tímann og losa okkur við skekkjur skammtímasjónarmiða? Hvernig getum við bætt hæfni okkar til að spá fyrir um og búa okkur undir óorðna hluti? Stjórnmálaleiðtogi verður ekki aðeins að hafa óflekk- aðar hendur, hann verður einnig að hafa skýra sýn. Hvernig getum við komið siðferði framtíðar, skildu sem siðferði samtímans fyrir fram- tíðina, inn í menntun barna okkar og leiðtoga framtíðarinnar? Það eru til lausnir á vandamál- um 21. aldarinnar sem unnt er að beita, svo fremi sem pólitískum vilja er framfylgt. Mun kostnaður- inn verða of mikill? Við teljum svo ekki vera. Höfum það hugfast að útgjöld vegna hermála um allan heim nema 49-56 milljarða króna á ári, og unnt væri að spara verulega með því að skera þau niður. Auk þess væri hægt að auka framleiðni samfélagsþjónustu, leggja af óhag- kvæmar niðurgreiðslur og berjast af alefli gegn spillingu. Höfum það hugfast að sam- kvæmt mati Sameinuðu þjóðanna myndi það einungis kosta um 2,8 milljarða króna á ári að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að grunnmenntun, fullnægjandi nær- ingu, drykkjarvatni og lágmarks hreinlætisaðstöðu, auk kvensjúk- dómalækninga og fæðingarhjálpar fyrir konur. Þessi upphæð er að- eins 4% af samanlögðum auði 225 ríkustu manna heims. Þróunarlönd fá ekki nauðsyn- lega aðstoð sem kostaði einungis 2,8 milljarða króna á ári, á meðan 49-56 milljörðum er varið til varn- armála á ári hverju. Gildir ekki það sama um alla? Er verð friðar, þróunar og lýðræðis of hátt? „Þú skalt ekki búast við neinu af 21. öldinni," sagði rithöfundurinn Ga- briel Garcia Marques. „Það er 21. öldin sem býst við öllu af þér.“ Mayor er framkvæmdastjóri UN- ESCO. Bindé er yfirmaður greining- ar- og dætlanadeildar. Opið bréf til forseta Islands Eyja Margrét Agni Bryiyarsdóttir Ásgeirsson EFTIRFARANDI bréf ásamt eintaki okkar af bæklingnum „Verða tímamót í lífi þínu? Úr mín- us í plús“ var sent skrifstofu for- seta Islands þann 7. október. Til hr. Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Islands Kópavogi, 7. október 1999 'Virðulegi forseti. Þann 30. september síðastliðinn barst inn á heimili okkar bækling- urinn „Verða tímamót í lífi þínu? Úr mínus í plús“ sem gefínn er út sameiginlega af ýmsum kristileg- um trúfélögum. I bæklingnum er formáli ritaður af forseta Islands þar sem forsetinn mælir m.a. með bæklingnum sem leiðarvísi og hjálparhellu á erfiðum stundum. Vegna innihalds þessa rits og stuðningsyfirlýsingar forsetans við það teljum við ástæðu tiþað minna ^að þótt þjóðkirkja sé á Islandi og mikill meirihluti Islendinga meðl- imir í kristnum' trúfélögum eru samt til íslenskir þegnar sem ekki eru kristnir. Bæði má finna Islend- inga sem aðhyllast önnur trúar- brögð og einnig er nokkur fjöldi fólks trúlaus. Hingað til höfum við staðið í þeirri trú að forseti lýð- ^»ldisins íslands væri fulltrúi allra Islendinga en ekki eingöngu þeirra sem eru kristnir. í ritinu „Verða timamót í lífi þínu? Úr mínus í plús“ er dregin upp mynd af okkur sem ekki játum kristna trú sem andlega snauðum villuráfandi syndurum sem þarfn- ist hjálpar. Talað er um „frelsun“ í gegnum kristna trú sem einu færu leiðina til þess að verða siðferðis- vera og þ.a.l. hljótum við sem ekki erum kristin að vera álitin siðlaus. Einnig er því haldið fram að allar þær ógnir og böl sem að mannkyn- inu steðji séu til komnar vegna skorts á tryggð mannfólksins við kristna trú. Með öðr- um orðum þá er þetta rit sneisafullt af hroka, fordómum og lítilsvirðingu í garð alls þess fólks sem ekki er kristið. Haft er í hótunum við okkur í þeim til- gangi að kristna okkur: Ef við „frels- umst“ ekki öll hið snarasta munu plág- ur og náttúruham- farir herja á mann- kynið auk þess sem við sem ekki „frels- umst“ munum „falla til jarðar með lokaða fallhlíf1. (Hvað varð nú um hinn kristilega kærleiksboðskap?) Við teljum að stuðningsyfirlýsing forseta Islands við áróður af þessu tagi sé með öllu óviðeigandi, bæði vegna þeirra Islendinga sem ekki eru kristnir og í ljósi samskipta Is- lendinga við erlendar þjóðir sem margar hverjar aðhyllast önnur trúarbrögð. Svo virðist sem ákveðinn hópur kristinna manna sé haldinn þeirri ranghugmynd að kristnir menn Trú Við teljum, segja Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Agni Asgeirsson, að stuðningsyfirlýsing for- ------7----------------- seta Islands við áróður af þessu tagi sé með öllu óviðunandi. hafi fundið upp siðferðið og eigi á því einkaleyfi. Þeir virðast telja að einungis þeir sem eru kristnir eigi „rétt“ á því að tileinka sér og taka þátt í að skilgreina hluti eins og umburðarlyndi og náungakærleik. Þetta er viðhorf sem hlýtur að stafa af fordómum og fáfræði og við erum að sjálfsögðu vön að láta málflutning þessa fólks sem vind um eyru þjóta. I þetta skipti horfir þó málið öðruvísi við. Okkur þykir nóg um að Þjóðkirkjan sem fram að þessu hefur yfirleitt gert a.m.k. lágmarkskröfur til þess efnis sem hún lætur frá sér fara skuli taka þátt í útgáfu „Úr mínus í plús“ og auðvitað erum við ekki hrifin af þvi að biskup íslands skuli í formála sínum leyfa sér að gefa í skyn að við trúleysingjarnir séum óhæfir foreldrar. En þegar sjálfur forseti lýðveldisins tekur undir þann róg sem í slíkum boðskap felst er okk- ur ofboðið. Við teljum að með stuðningi forseta íslands við um- ræddan bækling sé vegið að trú- frelsi okkar og rétti til að njóta virðingar. Viljum við minna á 63., 64. og 65. gr. í stjórnarskrá okkar og 1. og2. gr. mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna. Einnig má líta á „Úr mínus í plús“ sem rógsherferð á hendur öllurn þeim Islendingum sem ekki eru kristnir. Við skilum hér með því eintaki af „Ur mínus í plús“ sem okkur var sent og frábiðjum okkur allan frek- ari trúaráróður frá hendi forseta- embættisins. Jafnframt óskum við eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1) Heyrir trúboð undir starf- slýsingu forseta íslands? 2) Hefur forsetinn í hyggju að lýsa yfir stuðningi við annan áróður þar sem alið er á fordómum í garð ákveðinna þjóðfélagshópa? 3) Er það yfirlýst stefna for- setaembættisins að telja almenn- ingi trú um að trúleysi jafngildi siðleysi? 4) Telur forsetinn að stuðnings- yfirlýsing hans við ofangreint rit samrýmist ákvæðum sem finna má í íslensku stjórnarskránni um mannréttindi óháð trúarbrögðum og í mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna þar sem réttur til virðingar er flokkaður meðal mannréttinda? Við vonumst til að forseti ís- lands sjái sér framvegis fært að sýna trúarafstöðu okkar sömu virðingu og við reynum að sýna trú hans. Virðingarfyllst, Agni er verkfrædingur, Eyjn er heimspekingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.