Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 49

Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 49 UMRÆÐAN w \}A .-V: ááAv -i ■ v jat**'/ „ J5 «33 Rix:! I;T Austurstræti 8-10 séð frá Austurvelli. Dularfullt mannshvarf ÞAÐ er ekki af engu sem mikið hefur verið rætt um bygginguna sem nú rís á Isafoldar- lóðinni, við Austur- stræti 8-10, en hana hannaði ég í samstarfí við Hlédísi Sveinsdótt- ur arkitekt. Byggingin stendur jú við sjálfan Austurvöll og þó að Jón Sigurðsson forseti snúi baki í hana, er ekki við hæfí að ein- hver lágkúra rísi bak við þennan helsta stjómmálamann ís- lendinga frá öndverðu. Fjallað hefur verið um bygginguna í fréttum sjónvarps- stöðva, á síðum Morgunblaðsins og í tímaritum. Nú les ég í Fasteignablaði Morg- unblaðsins þann 12. október ítar- Hönnun Það er mér réttlætismál segir Orri - 7 Arnason að þáttur minn í hönnun þessarar byggingar sé að réttu metinn. lega og góða grein um húsið en þar er mín að engu getið, hvorki góðu né illu. í öllum þeim fjölda viðtala sem tekin hafa verið við fyrrver- andi samstarfskonu mína, tengdum Austurstræti 8-10, hefur mér aldrei verið boðin þátttaka sem hefur leitt til þess að Hlédís Sveinsdóttir hefur ætíð komið fyrir sjónir almennings sem eini höfund- ur hússins. Hlédís má þó eiga það að hún hefur sýnt mér þá „vin- semd“ að minnast lítillega á mig sem samstarfsmann sinn. Heldur þótti mér þetta í daprara lagi en of- bauð er ég las fyrrnefnda grein í Fasteignablaðinu. Þar er enn vegið í sama knérunn og Hlédís lætur sem hún hafí hannað húsið ein. Með lævísum hætti gerir hún til- raun til að koma í veg fyrir að ég geti sakað hana um óheiðarleika þar eð hún biður blaðið um örsmáa leiðréttingu er birtist í blaðinu sama dag; var hún öll í skötulíki. Þetta verklag er í meira lagi und- arlegt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Hér er um aðferð að ræða sem Hlédís notar augljóslega til þess að afmá nafn mitt og framlag til þessa húss. Ég var ánægður með verk okkar Hlé- dísar og get því ekki látið hjá líða að gera athugasemd við þetta einkennilega hvarf mitt úr allri umfjöllun um húsið. Arkitektar eru dæmdir af því sem eftir þá liggur og standa og falla með verkum sínum. Það er mér því réttlætismál að þáttur minn í hönn- un þessarar byggingar sé að réttu metinn. Gangur samstarfs okkar Hlédísar er í stuttu máli þessi: Haustið 1998 fékk hún mig til samstarfs um hönnun á Austur- stræti 8-10. Hún hafði áður unnið að því um skeið ásamt öðrum arki- tektum. Ekki veit ég hver þeirra hlutur var og eru þeir úr sögunni. Þótt ég væri með stórt verkefni í Blásölum í Kópavogi sá ég mér fært að vinna að þessu spennandi viðfangsefni. Enda vildi svo vel til að framkvæmdir í Blásölum höfðu tafíst. Ég gekk því glaður til verks. Við unnum að verkinu í hartnær ár og á þeim tíma breyttust forsendur þess verulega og húsið tók stakka- skiptum frá því sem áður var. Við áttum marga og gagnlega fundi með starfsmönnum borgarskipu- lags sem samþykktu tillögur okkar að húsinu. Þá lágu fyrir grafískar tölvumyndir unnar af Radon ehf. sem sýna glöggt útlit hússins. Byggingamefndateikningar voru samþykktar á vordögum. Afram var unnið að teikningum, útboðs- gögnum ofl. En þegar hér var kom- ið sögu voru ýfingar með okkur Hlédísi orðnar miklar og samstarf- ið stirðara en hollt var. Við ákváð- um því að slíta því. Hlédís hefur nú í tvígang gert al- varlega tilraun til þess að eigna sér mitt hugverk á opinberum vett- vangi. Slíkur ruglingur á eignar- réttinum hefur verið nefndur þjófnaður. Hvorki hefi ég löngun né nennu til þess að geta mér til um þær hvatir sem liggja að baki þessari iðju hennar. Hún verður að eiga það við sjálfa sig hvort hún hyggst hafa þetta verklag til fram- búðar. En þá er líklegt að þeim fari fækkandi sem verða til þess fúsir að draga fyrir hana ækið. Ilöfundur er arkitekt og rekur teiknistofuna Zeppelin. Loksins á íslandi! VERSACE MAKE UP Kynning veróur á morgun, mióvikudag og fimmtudag í 'förðun Keflavík v •r innréttíngar baðinnréttingar Full búð af nýjum frábærum vörum l /j i Lat iM. i. L IflKk • (■w - yjji vfr W, & 1 .. .m y 'I’ÉV rWíhÉ Stjömuspá á Netinu yhómbl.is e/-rrH\SA£J /výtt~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.