Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 5^ Marcus og Karen Hilton verða með sýningaratriði á afmælishátíðinni. 10 ára afmælishátíð DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni og sýningu í Laugardalshöllinni laugardaginn 23. október nk. Danskeppni þessi er haldin í til- efni af 10 ára afmæli skólans. Keppt verður í öllum aldurs- flokkum. Einnig fer fram úrtöku- mót í suður-amerískum dönsum í flokki áhugamanna 16-34 ára fyrir Evrópumeistaramót sem haldið verður í febrúar árið 2000. Margfaldir heimsmeistarar, Marcus og Karen Hilton MBE, frá Englandi koma fram með sýningaratriði. Nokkur hundruð barna, unglinga og fullorðinna sýna og keppa í danskeppninni og má búast við að ekkert af sterkustu danspörum landsins láti sig vanta. Húsið opnar kl. 14.30 og hefst keppnin kl. 15.30. Aðgangseyrir fyrir 15 ára og yngri er 700 kr., fyrir 16 ára og eldri 1.200 kr. og sæti við borð 1.800 kr. Fyrir 67 ára og eldri er aðgangur ókeypis í stúku. Styðja virkj- unarfram- kvæmdir FUNDUR stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkamannafélagsins Arvakurs á Eskifirði, sem haldinn var 14. október sl., styður eindregið áform um virkjanaframkvæmdir á Austurlandi og nýtingu orkunnar til orkufreks iðnaðar í fjórðungnum. Fundurinn leggur í þessu sam- bandi m.a. áherslu á eftirfarandi: Fljótsdalsvirkjun ásamt álveri við Reyðarfjörð eru án efa byggðarösk- un sem átt hefur Sér stað mörg und- anfarin ár á Austurlandi. Álver við Reyðarfjörð mun hafa mikil áhrif á íbúa- og efnahagsþró- un á Austurlandi auk jákvæðra áhrifa á íslenska hagkerfið. Mikilvægt er að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hefjist að nýju sem fyrst þannig að ekki verði sett í uppnám áform um byggingu álvers við Reyðarfjörð. ---------------- Samkynhneig’ð- ir fái að ætt- leiða börn SAMBAND ungra jafnaðarmanna hvetur stjórnvöld til þess að tryggja að samkynhneigðir öðlist réttindi til þess að ættleiða böm að uppfylltum sömu skilyrðum og aðrir þegnar landsins, segir í ályktun sem sam- þykkt var á fundi framkvæmda- stjórnar Sambands ungra jafnaðar- manna. Ennfremur segir: „Núverandi bann við ættleiðingum samkyn- hneigðra er ldárt mannréttindabrot auk þess sem það ýtir undir for- dóma í garð samkynhneigðra. Skoð- un sumra alþingismanna þess efnis að bíða verði með að samþykkja lagasetningu sem heimOar ættleið- ingar samkynhneigðra þar til að al- menningur sé undir hana búinn er ekki á rökum reist. Mannréttindi mega aldrei víkja fyrir fordómum heldur verða fordómar að víkja fyr- ir mannréttindum. I þessu felst réttlæti." -------♦-♦-♦----- Landssíminn setur upp ATM- skiptistöð á Raufarhöfn LANDSSÍMINN hefur ákveðið í samráði við sveitarstjóm Raufar- hafnarhrepps að setja upp skipti- stöð fyrir ATM-gagnaflutningsnetið á Raufarhöfn. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að tveir stórir viðskiptavinir á staðnum, íslensk miðlun og Lands- bankinn eru nú að byggja upp víð- net á ATM-netinu og eu skiptistöðin því hagkvæmur kostur. Án ATM- skiptistöðvar þyrftu þessir aðilar að greiða fyrir 134 km stofnlínu til Húsavíkur þar sem næsta ATM- stöð er staðsett. Með þessu lækkar leigulínakostnaður viðkomandi aðila mjög verulega. Besti undirbúningurinn fyrir góðan og árangursríkan dag er hollur og góður svefn. Við bjóðum upp á nánast allt sem þú þarft fyrir góðan svefn, m.a. hinar frábæru latex- dýnur og rafmagnsrúmbotna sem hægt er að fá bæði með fjarstýríngu og handstýríngu. Botnarnir eru með kodda- og setstillingu og upphækkun undir fætur og hné. Hægt er að setja þá beint [ rúmgrind eða hafa þá frístandandi sem einstaklings- eða hjónarúm. V E R S l I) N I N uiiiai mánudags-, þriðjudags- og miðirikudagskvöld. Verð 3.990 kr. f J: & ft. A1 <Ste/u/iir ufáuv' Borðapantanir ísíma 562 0200 -11 n> 11 1 Jl : erí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.