Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK 1! Hluturinn í Orra frá Þúfu kom- inn í milljón SAMIÐ var um sölu á hlut í stóðhestinum Orra frá Þúfu síðastliðinn sunnudag og var hann seldur á eina milljón króna en eignarhlutirnir í hestinum eru sextíu. Er hér um að ræða 100% hækkun og metverð og hefur hlutur í stóð- hesti af íslensku kyni aldrei verið seldur svo háu verði. Kaupandinn er þýskur og mun hann eftir því sem best er vit- að vera fyrsti útlendingurinn sem eignast hlut í Orra. Orri er óumdeilanlega fremstur stóðhesta á íslandi í dag, hann trónir á toppnum í kynbótamati Bændasamtaka Islands þar sem hann er með styrka stöðu og virðist bæta sig með hverju árinu sem líður. Þá kemst enginn með tæmar þar sem hann hefur hælana hvað varðar verð á folatollum. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins var í það minnsta einn tollur seldur á 300 þúsund krónur síðastliðið sumar meðan hver tollur næstdýrustu hest- anna er verðlagður í kringum 70 þúsund krónur. Heildarvrðmæti Orra um 60 milljónir Samkvæmt þessari sölu ætti heildarverðmæti hestsins að vera um 60 milljónir króna en kunnugir telja að raunvirði Orra sé á bilinu 100 til 200 milljónir. Þá eigi verðmæti hans eftir að aukast frá því sem nú er eftir því sem meira sæði verður tekið úr honum en búið er að taka og frysta skammta fyrir 70 hryssur. Þá er talið að hugsanlegur út- flutningur sæðis muni styrkja stöðu hestsins enn frekar og jafnvel hækka markaðsverð á folatollum. Til tals hefur komið meðal eigenda að hætta að halda hryssum undir Orra en sæða þær þess í stað til að tryggja betur endingu hans en annað eista hans er ónýtt og bent er á að aðeins þurfi eitt gott högg á heila eistað til að eyðileggja þennan gjöfula hest. ■ Ævintýri sem virðist/52 Heilsað upp á fíðurféð FIÐURFÉÐ á bænum Garðsvík á Svalbarðsströnd kunni vel að meta heimsókn frá alnöfnunum Bjarneyju Bjarnadóttur frá Sveinbjarnargerði og barnabarni hennar, þar sem þær voru í göngutúr í góða veðrinu sl. sunnudag. Litskrúðugar gæsir, endur, hænur og kalkúnar hóp- uðust í kringum þær nöfnur og hafa fuglarnir vafalaust reiknað með einhverju góðgæti frá þeim. Islenskir vísindamenn ná árangri í erfðarannsóknum Greindu genabreytingu sem veldur sykursýki ÍSLENSKA líftæknifyrirtækmu Urði Verðandi Skuld (UVS) og samstarfs- aðilum þess hefur tekist að greina genabreytingu sem veldur ákveðinni teg- und af sykursýki. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Reyni Am- grímsson, framkvæmdastjóra vísindasviðs UVS, en hann sagði að aldrei fyrr hefði tekist á íslandi að greina erfðavísi sem veldur sykursýki. Morgunblaðið/Kristján Atvinnurekendur vilja fjölga starfsfólki um 535 • • Oll aukningin er á höfuðborgarsvæðinu ATVINNUREKENDUR vildu fjölga starfsmönnum um 535 sem er um 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar sem framkvæmd var í septembermánuði. Þetta er meiri eftirspurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra, en þá vildu at- vinnurekendur fjölga starfsmönnum um 400. Tvær nýjar borholur á jarðhitasvæði Kröflu lofa góðu Hola 34 er sú öflugasta til þessa JlrvÆR nýjar borholur, núiner 33 og 34, sem boraðar voru á jarðhitasvæði Kriifiu í sumar lofa mjög góðu sam- kvæmt fyrstu niðurstöðum. Ásgn'mur Guðmundsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, sagði að hola 33 gæfi ná- lægt 10 megavöttum en hola 34 væri enn öflugri og sú öfl- Morgunbiaðið/Birkir Fanndal ugasta sem boruð hefði verið til þessa á svæðinu. Hola 34 í blæstri. Asgrímur vildi hins vegar ekki gefa upp á þessari stundu hversu aflmikil hún væri, enda lítil reynsla kom- Alls eru 25 holur í rekstri í Kröflu en frá upphafi hafa in á hana enn. Holu 34 var hleypt upp í síðustu viku og verið boraðar 34 holur og eru því 9 holur ónýtar eða »íagði Ásgn'mur að það myndi skýrast eftir einn mánuð óvirkar. Öflugasta holan á svæðinu fram til þessa gefur hvað hún byði upp á. 12-13 megavött. Aukin eftirspurn eftir vinnuafli kemur öll fram á höfuðborgarsvæð- inu. Þar vildu atvinnurekendur fjölga starfsfólki um 745, en á landsbyggðinni vildu atvinnurek- endur fækka starfsfólki um 210 manns. Eftirspurn eftir starfsfólki á höf- uðborgarsvæðinu hefm- ekki mælst meiri á þessum áratug að því er fram kemur í frétt Þjóðhagsstofn- unar. Mest er eftirspurnin í þjón- ustu við atvinnurekstur, í tækni- greinum, í verslun og veitinga- rekstri og í iðnaði eða á bilinu 1-2% af mannaflanum í þessum greinum. Þá kemur fram að á landsbyggð- inni fer eftirspurn eftir vinnuafli minnkandi í flestum atvinnugrein- um, mest þó í byggingarstarfsemi, ýmiss konar þjónustustarfsemi, iðnaði, eins og trjávöruiðnaði, efna- iðnaði og í fiskiðnaði. Óskir um fjölgun koma einkum fram í mat- vælaiðnaði. Könnunin nær til 295 fyrirtækja og bárust svör frá 279. Þau eru í öll- um atvinnugreinum nema landbún- aði, fiskveiðum og opinberri þjón- ustu. Umsvif fyrirtækjanna eru um 47% af þeirri atvinnustarfsemi sem hún nær til, sem spannar um 70% af allri atvinnustarfsemi í landinu. Genabreytingin, sem vísinda- mennirnir greindu, veldur svokall- aðri snemmkominni fullorðinssykur- sýki, að sögn Reynis. Genabreyting- in hefur í för með sér að sjúkdómur- inn kemur fram hjá ungu fólki og á það til að leggjast í ættir. Genabreytingin veldur því að það myndast prótein sem starfar ekki eðlilega, en prótein þetta er nauð- synlegt fyrir eðlileg efnaskipti syk- urs í líkamanum. Að sögn Reynis eiga rannsóknarniðurstöðumar eftir að hjálpa til bæði við greiningu og meðferð sjúklinga sem þjást af þess- ari tegund sykursýki. Bernhard Pálsson, stjórnarfor- maður UVS og prófessor við Kali- fomíuháskóla í San Diego (UCSD), sagði að árangur fyrirtækisins væri á heimsmælikvarða. Hann sagði að ástæðan íyrir þessum góða árangri væri fyrst og fremst sú að fyrirtækið hefði safnað til sín mörgum af bestu vísindamönnum Islands og að þeir hefðu góðan efnivið og góða aðstöðu. I Hjálpar/10 Myllan kaupir hlut í bakaríi í Boston MYLLAN-Brauð hf. hefur keypt 30% hlut í bakaríinu Carberry’s í Bandaríkjunum. Aðrir hluthafar í Carberry’s eru Agúst Felix Gunn- arsson, William Febbo og Matthew Carberry auk þess sem lykilstarfs- fólki Carberry’s verður gefinn kost- ur á að eignast hlut í félaginu. Carberry’s var stofnað fyrir sex ámm í Boston. Fyrsta bakaríið var opnað í Cambridge en síðan hafa tvö bæst við. Annað er starfrækt í Harvard en hitt í Arlington. Ekki er einungis um bakarí að ræða heldur em einnig rekin kaffihús þar sem hægt er að fá kaffi og meðlæti úr bakaríinu, auk þess sem seldar eru léttar veitingar eins og súpur, salöt og fleira. Ávallt rekið með hagnaði Carberry’s-fyrirtækið hefur ávallt verið rekið með hagnaði og hefur hlotið margvísleg verðlaun fyi-ir framleiðslu sína. Að sögn Kol- beins Kristinssonar, framkvæmda- stjóra Myllunnar-Brauðs hf., eru um þrjú ár síðan Myllan byrjaði að leita fyrir sér erlendis þar sem tak- markaðir stækkunarmöguleikar eru innanlands í þessu fagi. „Það em um þrjú ár síðan við höfðum fyrst samband við Ágúst og með- eigendur hans um mögulegt sam- starf. Eins höfum við kannað aðra möguleika bæði í Bandaríkjunum og Evrópu en ástæðan fyrir því að við ákváðum að kaupa hlut í Car- berry’s er sú að um ungt fyrirtæki er að ræða sem er í örum vexti. Eins sáum við ekki fram á að geta komið inn á Bandaríkjamarkað sem ódýrir aðilar þar sem ekki er mögu- legt fyrir okkur að keppa við risa- stóra brauðframleiðendur sem ráða lögum og lofum á þeim markaði," segir Kolbeinn. ■ fslenskt brauðmeti/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.