Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur úr 22 skólum í Reykjavík tóku þátt í hæfíleikakeppni grunnskóla Nemendur frá 22 grunnskólum í Reykjavík tóku þátt í og fylgdust með keppninni. Keppendur Ölduselsskóla sýndu glæsilegt dansatriði og lentu í öðru sæti. Unglingar troð fylltu Höllina HÁTT í tvö þúsund og fimm hundruð ungmenni flykktust í Laugardalshöllina í gær og fylgd- ust með keppendum úr 22 skólum taka þátt í hinni árlegu hæfiieika- keppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk. Þar var sungið, dansað og leikið og voru flestöll atriðin sam- in af krökkunum sjálfum. Laufey Brá Jónsdóttir leikkona var kynn- ir og sagði hún að krakkarnir, bæði keppendur og áhorfendur, hefðu verið frábærir, allt hefði gengið eins og í sögu og engin vandamál komið upp, þrátt fyrir mikið umstang. Úrslitin voru kynnt við gríðar- leg fagnaðarlæti. Varð Hlíðaskóli í þriðja sæti, Ölduseisskóli í öðru og Hagaskóli í því fyrsta. Það var fjórtán manna hópur, bæði strákar og stelpur, sem keppti fyrir hönd Hagaskóla og var atriði þeirra frumsamið dans-, söng- og leikatriði sem fjallaði um töfraritvél sem getur bjargað fólki, til dæmis ef það á enga vini. „Þetta var gert eins og auglýsing í sjónvarpsmarkaðnum og var í rauninni verið að gera grín að því hvað hann er hallærislegur," segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, sem lék söiukonu sem dansaði og söng. Frans Fransson segir fyrir hönd strákannai hópnum að þær Unnur og Tinna Ásgeirsdóttir eigi mest- an heiðurinn af danssporunum og eru strákarnir þeim afar þakklátir fyrir þá kennslu og þjálfun sem þeir fengu í undirbúningnum fyrir keppnina. „Við erum bara strákar sem kunnum áður ekkert nema diskódans, en núna kunnum við al- vöru dans!“ segir Frans. Krakkamir vora að vonum him- inlifandi með sigurinn og sögðu æðislegt að hafa getað haldið merki Hagaskóla á lofti, en þetta er í íjórða sinn sem skólinn vinnur keppnina frá því hún var haldin fyrst fyrir tíu árum. Bók l aFT|F'THE HIIJE Saga Egyptalands hins forna eftir Timothy Roland Roberts í máli og myndum. Spennandi frásögn af lifi og menningu hinnar fornu þjóðar á bökkum Nílar. Ómissandi bók fyrir þá sem hafa á rótum vestrænnar menningar. Chocolate Ecstasy Erlendar bskur daglega ‘fi&es jw l yimindsyon Morgunblaðið/Ami Sæberg Hagaskóli sigraði keppnina með framsömdu dans-, söng- og leikatriði og voru keppendur að vonum himinlifandi með sigurinn. Afar fjörug stemmning myndaðist í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar tvöþúsund og fímmhundrað ung- menni komu þar saman til að fylgjast með Skrekk. Umfang’ opinberra framkvæmda á vegum Rikiskaupa og Vegagerðar ríkisins Of snemmt að meta hvort þensla hefur náð hámarki OF SNEMMT er að meta hvort þensla í framkvæmdum á vegum Vegagerðarinnar og ríkisins hefur náð hámarki og hvort hún sé nú í rénun, að sögn Rögnvaldar Gunn- arssonar, forstöðumanns fram- kvæmdadefldar Vegagerðarinnar, og Jóns H. Ásbjörnssonar, deildar- stjóra útboðsdeildar Ríkiskaupa. Enn væri ekki annað að sjá en næg verkefni væru fyrir hendi og það yrði því vart fyrr en á nýju ári sem línurnar skýrðust í þessum efnum. Rögrivaldur Gunnarsson, for- stöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að lítið bæri á því að færri tækju þátt í útboðum hjá Vegagerðinni en áður og reyndar væri tala bjóðenda nokkuð stöðug síðustu ár. Rögnvaldur sagði að þegar rýnt væri í kostnaðaráætlanir Vega- gerðarinnar og samninga við verk- taka undanfarin ár og meðaltal all- ra samninga sem Vegagerðin gerði, skoðað, kæmi í ljós að árið 1997 hefðu samningar Vegagerðar- innar hljóðað upp á 84,3% af kostn- aðaráætlun verkefna. „í fyrra var þetta hlutfall 79,6% og 1. nóvember síðastliðinn, þegar við tókum þetta saman, var það 79,0%. Þannig að við erum heldur lægri í ár en í fyrra, toppurinn var 1997 hjá okkur,“ sagði Rögnvaldur. I máli Rögnvaldar kom fram að árið 1996 hefði hlutfallið verið 75,8% og sagði hann það sýna enn frekar þann topp sem hefði orðið hjá Vegagerðinni 1997. Þessar töl- ur sýndu aukinheldur að meira hefði verið að gera hjá verktökum á undanförnum árum heldur en t.d. tímabflið 1993-1995 en það þyrfti hins vegar varla að koma á óvart. Rögnvaldur sagði erfitt að spá fyrir um hver þróunin yrði á næsta ári. „Ekki nema þá að verktakarnir hafa lýst áhyggjum sínum af því að það muni draga saman.“ Verkefnin jafnast betur út á árið hjá Rfldskaupum Jón H. Ásbjörnsson, deildar- stjóri útboðsdeildar Ríkiskaupa, tók í sama streng og Rögnvaldur og sagði erfitt að spá um hvort þensla hefði náð hámarki. Nokkuð hefði að vísu dregið úr fjölda nýskráðra verkefna hjá Ríkiskaup- um en það teldist eðlilegt þar sem tilhneigingin væri sú að þær stofn- anir sem Ríkiskaup þjónustaði væru búnar með sínar fjái’veitingar á þessum árstíma. Jafnframt stæði vinna við fjárlög enn yfir og lítið væri vitað um niðurstöðu þeirrar vinnu. „Við skynjum þetta ekkert öðru- vísi núna en venjulega," sagði Jón. „Reyndar hefur þetta mjög jafnast út hjá okkur, síðustu tvö árin hefur orðið mikil breyting að því leytinu til að á árum áður dró alltaf mjög úr skráningu nýrra verkefna upp úr miðju ári, í kringum þetta svok- allaða sumarfríatímabil, þ.e. í júlí og ágúst. Kúrfan er hins vegar allt- af að verða láréttari og láréttari og verkefnin koma jafnara inn yfii' ár- ið hjá okkur.“ Jón sagði að viss verkefni væru reyndar alltaf háð tilteknum árs- tíma, t.d. í byggingarframkvæmd- um, brúargerð, gatnagerð og vega- gerð. „Og efniskaupin sem fylgja þessum verkefnum eiga sér yfir- leitt stað fyrripart árs, því þá eru menn náttúrlega að viða að sér efni í væntanleg verkefni, sem eru þá aftur unnin á sumrin." Þessu yrðu menn auðvitað alltaf eitthvað háðir, sagði Jón, einfald- lega vegna veðráttunnar hér á landi. Engu að síður hefðu verkefni nokkuð jafnast út á árið, í og með vegna þess að stjórnvöld hefðu markað stefnu í þá átt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.