Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Tvöfalt meiri ferskfiskur á markað í Bretlandi en venjulega Utflytjendur ekki í góðgerð arhlutverki Frá fiskmarkaði í Grimsby. ÍSLENDINGAR hafa selt óvenju mikinn ferskfísk í Bretlandi það sem af er viku og telur Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri ísbergs Limited í Hull, að um sé að ræða samtals um 1.1000 tonn en út- fiutningurinn hefur numið um 600 tonnum á viku að undanförnu. I kjölfarið hefur verðið lækkað tölu- vert, einkum á þorski, en Magnús segir að markaðurinn jafni sig á ný, jafnvel þegar í næstu viku. Hann segir útflytjendur ekki færa Bret- um fiskinn á silfurfati og Pétur Björnsson, stjómarformaður ís- bergs, tekur í sama streng. „Út- flutningur á ísfiski stendur undir mestri framlegð og við erum ekki í góðgerðarhlutverki," segir Pétur. Magnú segir að framboð á þorski hafi aukist til muna í þessari viku og því hafi verðið lækkað, meðal- verð fyrir þorsk í vikubyrjun var í kringum 150 kr./kg en hækkaði lítillega þegar leið á vikuna. Fram- boð af ýsu hafi verið svipað og áður en minna af kola en verðið hafi ver- ið nokkuð ásættanlegt sem og fyrir aðrar tegundir. Logi Þormóðsson, framkvæmda- stjóri Tross hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að markaðimir á Islandi sætu ekki við sama borð og erlendir kaupendur ferskfisks, sem fengju hann á silfurfati. „Þetta er vanvirðing við þá sem standa í útflutningi og ekki svaravert,” segir Pétur og Magnús vísar ásökunum líka á bug. „Það er vanvirða við alla útflytjendur að alhæfa að þeir kunni ekki að markaðssetja fiskinn sinn. Avinningurinn fyrir þá hlýtur að vera sá að hámarka arðsemi á öllum mörkuðum, á hverri tegund fisks, með því að sinna þeim á skynsamlegan hátt. Ég held að menn væm ekki að senda fiskinn út á markað ef þeir væra meðvitaðir um að þeir fengju meira fyrir hann á markaði heima,“ segir Magnús. „Eins held ég að markaðirnir heima hefðu ekki getað tekið á móti öllu þessu magni sem við höfum tekið á móti í vikunni." I því sam- bandi segir hann að umræddur þorskur, sem barst til Englands, hafi aðallega verið millistór fiskur af Vestfjarðamiðum sem þyki frek- ar erfiður í vinnslu. Mikilvægur markaður Magnús segir að framboðið minnki til muna í næstu viku, eink- um af þorski. „Margir halda að sér höndum eftir svona viku og verðið kemur trúlega til með að hækka og verða á svipuðu róli og venjulega.. Margir hafa byggt upp ákveðna færni á þessum markaði varðandi gæði, stærðir og tegundir og ég held að það væri ekki gott fyrir ís- lenska útflytjendur að kasta frá sér þessum mikilvæga markaði vegna þess að einhver vill fá fiskinn á lægra verði á heimamarkaði." Meira vigtað heima Ef fiskur er vigtaður endanlega á Islandi ber hann ekkert álag en sé hann vigtaður erlendis er álagið 10% á allar tegundir í kvóta nema á þorski sem á að lækka í þrepum á næstu áram í 10% en er nú 17%. Álagið var lækkað í byrjun mánað- arins og segir Magnús að það hafi strax haft áhrif. „Eftir að álagsreglunum var breytt sáu margir ákveðin tækifæri í að kaupa fisk, sem ber ekki álag, á mörkuðum heima og senda hingað á markað. Hins vegar er slæmt ef allir hugsa það sama á sama tíma- punkti því það eina sem gerist er að verðið hækkar heima og lækkar héma vegna aukins framboðs. Kaupendur hérna hafa aðlagað sig að ákveðnu magni sem hefur verið á markaðnum undanfarin ár. Því hefur verið nokkuð stöðugt fram- boð og allir hafa sniðið sér stakk eftir vexti. I eðlilegri viku þolir markaðurinn hér í Hull og í Grims- by um 200 til 300 tonn á hvorum stað á dag frá mánudegi til mið- vikudags en þetta era þriggja til fjögurra daga markaðir. Mikilvæg- ast er að jafnvægi ríki milli fram- boðs og eftirspurnar og í gegnum tíðina hafa menn alltaf fundið það jafnvægi á endanum.“ Loðnuleiðangur Hafrannsókna- stofnunarinnar Lítið sést enn til loðnunnar LÍTIÐ hefur sést til loðnu í loðnu- rannsóknaleiðangiá Hafrannsókna- stofnunarinnar en visindamenn eru engu að síður bjartsýnir á góða vetrarvertíð. Hafrannsóknaskipin Bjarni Sæ- mundsson og Árni Friðriksson, era nú við loðnuleit undan Norðurlandi. Að sögn Jóhannesar Briem, leiðangurstjóra á Bjarna Sæ- mundssyni, hefur verið leitað frá Grænlandssundi og austur að Mel- rakkasléttu en hvergi hafi sést um- talsvert magn af loðnu. „Við höfum hinsvegar séð talsvert af ungloðnu. Hún liggur eins og venjulega í skil- um í landgrunnskantinum allt frá Grænlandssundi og austur með landinu. Það var smávegis af ful- lorðinni loðnu austast á leitarsvæð- inu en hún er mjög dreifð og hvergi í veiðanlegu magni. Ástandið á ung- loðnuni virðist ágætt og við erum bjartsýnir á að fullorðna loðnan skili sér upp að landinu á vetrar- vertíðinni," segir Jóhannes. Ekki óvenjulegl ástand Jóhannes segir ástandi síður en svo óvenjulegt og svipað því sem það var til dæmis í fyrra. Ástand sjávar sé gott á þessu svæði og skil- yrði öll hin ágætustu. Reyndar sé sjórinn tiltölulega hlýr og saltur | upp á landgranninu. Það séu hag- stæð skilyrði fyrir aðra fiska en loðnan sé kaldsjávarfiskur og haldi sigí skilum. Jóhannes segir að enn eigi eftir að leita norðaustur og austur af landinu, allt suður fyrir Krossanes. Eins hafi hafís tafið fyrir leitinni á Grænlandssundi. Hann vonaðist til að ljúka leiðangrinum eftir viku en það færi mest eftir veðram og vind- um. Auk loðnurannsóknu væri ver- L ið að sinna öðram alþjóðlegum | verkefnum. Árni Friðriksson hefur einnig verið við loðnuleit en búist er við að hann haldi til síldarleitar innan tíð- Slysum til ar þriðja SKÝSLA Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1996 er kom- in út. Á árinu 1996 tók nefndin fyrir 141 mál, auk óafgreiddra mála frá fyrri árum. Tilkynnt var um 434 slys á sjómönnum til Tryggingastofnunar ríkisins á árinu 1996 og er það þriðja árið í röð sem tilkynningum fækkar en árið 1995 var tilkynnt um 459 slys en 486 slys árið 1994. Árið 1996 rannsakaði nefndin 7 skip- stapa en með þeim fórast 5 menn en alls létust 9 menn af slysföram á árinu. Alls rannsa- kaði nefndin 6 tilfelli þar sem skip sukku, 17 skipströnd, 11 árekstra, 11 eldsvoða um borð og 1 tilfelli þar sem leki kom að skipi. Viðamesta rannsóknin var á tildrögum þess að skelfis- kbáturinn Æsa IS fórst á Arn- sjós fækk- anð í roð arfirði 13. október 1996. í um- fjöllun sinni um skipstöpin 7 komst nefndin að þeirri niður- stöðu að í þremur tilvikum hafi skort á stöðugleika skipanna, ofhleðsla í tveimur en í fjórum tilvikum séu ástæður óútskýrð- ar, þótt rökstyðja megi að van- ræksla við skipstjórn hafi átt sér stað. I formála skýrslunnar segir að enn og aftur verði skipstapar raktir til skorts á stöðugleika og ofhleðslu. Oft tvinnist þessir þættir saman og því sé það mik- ill ábyrðarhluti skipstjórnar- manna að ofhlaða ekki skip sín. Við þessu verði að bregðast, til dæmis að bera vegin afla saman við leyfðan farm eða með því að setja hleðslumerki á fiskiskip, eins og heimild sé til í lögum. ar. BMW í heilt ár, smóking frá Bíson Bee-Q og Ericsson TS28 með VITi frá Símanum GSM CATERPILLAR Freistaðu gæfunnar á mbl.is! ^mbl.is -ALL7AH EITTH\/A£> NÝI / KA»HÚBTO*ai vi aS&lð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.