Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 33 Ásta EiiTksdóttii’, bætti um betur svo þau næðu hálfu hundraðinu og meir. Telst gildur stofn í Listasafni Austur-Skaftafellsýslu, sem enn er einungis til á pappírunum og skrif- stofuveggjum. Með allt þetta í hönd- unum var að sjálfsögðu ekki hægt að láta Svavar liggja óbættan hjá garði með hliðsjón af afmælinu, og er þetta vonandi forsmekkm’ þess sem í vændum er þegar minnst verður aldarafmælis listamannsins. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og rétt að fara strax að leggja drög að undir- búningnum, vera hér samsíða þeim í útlandinu á vettvanginum. Og ef ekkert er að gert fymist fyrii- nafn listamannsins eins og svo margra annarra á síðustu tímum, í öllu falli í bili, en hinn geigvænlegi hraði nýuppgötvaðrar hátækni mun án efa ganga yfir og meltast, komast menn þá vonandi í lygnari sjó... Ekki þurfti að biðja rýninn tvisv- ar um að koma austur, þótt fullbók- aður væri í augnablikinu, allar tíma- áætlanir fæiu á hvolf og öðrum aðkallandi skrifum seinkaði, má hér koma fram. Sýningunni í Höfn hefur verið komið fyrir í Pakkhúsinu svo- nefnda við höfnina og tO frásagnar er að faðir Svavars réð þar ríkjum um skeið og Svavar vann þar einnig. Skemmtileg tilviljun, en það sem máli skiptir er þó að í slíkum húsum fara myndir oft mjög vel á veggjun- um, sökum einfalds byggingarlags og jafnrar birtu, jafnframt svífur þar yfir vötnum einhver stemmning nálgunar og tímalegrar fyllingar. Enn betra í ljósi jafnra birtumagna, að í þessu tilviki vita gluggar í norð- urogvestur. Gunnar Örn hefur valið 15 mynd- ir úr samsafninu, sem mér skilst að sé að meginhluta í Ráðhúsi staðar- ins, kom þangað ekki svo ég get takmarkaða grein gert fyrir því í heild sinni, né dæmt um hve vel val- ið hefur til tekist. Hér er um minni verk í fjölþættri útfærslu að ræða og kemst hið sérstaka vinnulag Svav- ars vel til skila í sumum þeirra. Rétt að geta þess að félagar Svavars í listahópnum, Helhestinum, voru á tímabili mjög iðnir við svipaða list- sköpun, sem má í og með hafa verið vegna fátæktar og efnaskorts á styrjaldarárunum, gripu svo til hennar af og til er fram liðu stundir. Þannig sá ég mjög eftirminnilegt úi-val eldri mynda eftir Carl Henn- ing Pedersen í Örkinni í Ishöj síðast þegar ég var þar á ferð. Félagarnir í Helhestinum höfðu góð áhrif inn- byrðis, kveiktu hver í öðrum, eins og það er kallað, en héldu þó sínum persónueinkennum og hér stóð Svavar sterkt í sínum bestu mynd- um. Sér í lagi fyrir uppranann og hina „próvensíölu" kennd, sem er sjálf sál og andrúm sveitarinnar og jökulfrerans í gi-enndinni, en vel að merkja með alþjóðlegu ívafi. Slíkir era einmitt mestir heimsborgarar í núlistum og hæglega mætti telja upp nöfn flestra frábærastu mó- dernista aldarinnar þessu til árétt- ingar. Gunnar Örn er með svipaðan fjölda mynda og Svavar, en allt eru það málverk kringum eitt meginstef og bera allar samheitið Öi-vera verk, en listamaðurinn hefur verið mjög upptekinn í þeim heimi undanfarið. En hafi átt að draga fram skyldleika þessara tveggja listamanna eru þetta trauðla heppilegustu verkin, svo mjög sem vinnulagið og mynd- ferlið stingur í stúf. Önnur og eldri tímabil teldust án efa til muna heppilegri, og þá hefðu menn átt öllu betra með að greina ættarmót- in, en um leið hin sérstöku persónu- einkenni hvors fyrir sig, ólíkt vinnu- lag þeirra og vinnuferli. En hvað sem öðra líður er þetta vel upp sett og mikils háttar sýning sem vert er að veita athygli og sem flestir ættu að skoða sem leið eiga austur að ekki sé talað um staðarbúa og ná- grannasveitimar. Að ýmsu leyti vel heppnuð fram- kvæmd, þótt sterkustu hliðar þess- ara tveggja listamanna komi þar trauðla fram, fjölprentuð sýningar- ski-áin nokkuð framstæð og forn- eskjuleg, ritmálið bætir það þó upp að nokkru, en þar eru höfundarnir þeir Thor Vilhjálmsson og Gunnar Órn. Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Hrönn Axelsdóttir. Inntak sýningar Hrannar í Hafnarborg er samkynhneigð og mikil- vægi þess að vera hrein mey í San Blas í Mexíkó. „Kvenfólk? og hreinar meyjar“ í HAFNARBORG opnar Hrönn Axelsdóttir ljósmyndasýningu á morgun, laugardag, kl. 14. Yfir- skrift sýningarinnar er „Kven- fólk? og hreinar meyjar í San Blas, Mexíkó". Myndirnar voru teknar á árunum 1993-1995 en áþeimtíma bjó Hrönn í San Blas Atempa í Mexíkó. Inntak sýningarinnar er af tvennum toga. Annars vegar legg- ur Hrönn áherslu á að sýna í myndum sínum mikilvægi þess að vera hrein mey og endurspeglun þess í þessu samfélagi. Hins vegar íjalla myndirnar um sam- kynhneigt fólk og hvernig fólk „velst“ til að vera samkynhneigt. Karlmenn veljast frá unga aldri í að vera það sem nefnt er „muxe“, sem enginn hefur sljórnun á nema náttúran sjálf. Þeim eru gefin karlmannsnöfn, en það er alltaf talað um þá sem kvenmenn. Sam- kynhneigðar konur eru sagðar fæddar með fætur fyrst. Þær eru mjög karlmannlegar í fasi og margar þeirra klæðast karlmannsfötum. I þessu samfé- lagi er mjög ákveðin skilgreining á hegðun og klæðaburði. Sem dæmi má nefna að aðeins karl- menn klæðast síðbuxum og íþróttaskóm svo og hnepptum skyrtum. Hrönn Axelsdóttir lauk BFA prófi í ljósmyndun frá Rochester Institute of Technology. Hún hlaut styrk frá New York Foundation of the Arts árið 1998 fyrir þau verk sem nú verða sýnd í Hafnarborg. Sýningin er að hluta til styrkt af Menningarmálanefnd Hafnar- fjarðar. Hrönn mun flytja fyrirlestur um efni sýningarinnar í Hafnarborg sunnudaginn 28. nóvember kl. 17.00. Ráðstefna um kvik- myndir í TILEFNI útkomu bókarinnar Heimur kvikmyndanna verður ráð- stefna um kvikmyndir í Háskóla- bíói, sal 2, sunnudaginn 28. nóvem- ber, kl. 10-16. Flutt verða átta erindi úr grein- um í bókinni og fjalla þau um er- lendar sem innlendar kvikmyndir, afþreyingarmenningu og margt fleira, en Heimi kvikmyndanna er ritstýrt af Guðna Elíssyni og gefin út af ART.IS og Forlaginu. Þeir sem halda erindi á ráðstefnunni era: Björn Þór Vilhjálmssson, Heiða Jóhannsdóttir, Bima Bjamadóttir, Kristján B. Jónasson, Matthías Viðar Sæmundsson, Úlf- hildur Dagsdóttir, Sigríður Þor- geirsdóttir og Torfi Túliníus, sem jafnframt er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis. Mynd- listarsýn- ing í Lóu- hreiðri GUNNAR I. Guðjónsson opn- ar sýningu á verkum sínum í Lóuhreiðri, Laugavegi 59, á morgun, laugardag, kl. 16. Sýningin er í tilefni þess að Lóuhreiður er 14 ára um þess- ar mundir. Kanmier- tónleikar í Bústaða- kirkju KAMMERTÓNLEIKAR Tónlist- arskólans í Reykjavík verða haldnir í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30, í Bústaðakirkju. A efnisskránni er Tríó fyrir horn, fiðlu og píanó op. 40 og Kvintett fýrir klarínettu og strengi op. 115 eftir J. Brahms, Strengjakvartett op. 76 nr. 1 í G-dúr eftir J. Haydn, Píanótríó op. 67 eftir D. Sjostako- vitsj, Kvartett fyrir flautu og strengi og Píanótríó í C-dúr Kv 548 eftir W.A. Mart. -----♦ 4 ♦-- „Þunglyndi hins sanna listamann“ SARA Björnsdóttir opnar sýningu í Galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Þetta er síðasta sýningin af þremur sem allar tengjast innbyrð- is og ber sýningin yfirskiáftina „Þunglyndi hins sanna lista- manns“. Þar leikur listin stórt hlut- verk, í von mannsins um betra líf. Sýningin stendur til sunnudags- ins 19. desember og er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14- 18. Vefslóð gallerísins er http://gal- leri@hlemmur.is Jólasýning Hand- verks og hönnunar HANDVERK og hönnun opnar jólasýninguna Allir fá þar eitthvað fallegt, á Amtmannsstíg 1 á Bern- höftstorfunni, á morgun, laugar- dag, kl. 12. A sýningunni eru verk eftir átján handverksaðila, víðsvegar að af landinu. Þeir einstaklingar og fyr- irtæki sem sýna eru Anna Gunnarsdóttir. Arnfríður Lára Guðnadóttir, Deborah Robinson, Edda - Guðrún G. Jónsdóttir, Elín- borg Bessadóttir, Guðrún Steing- rímsdóttir, Halldóra _ Hafsteins- dóttir, Hólmfríður Ófeigsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín K. Þor- geirsdóttir, María Guðmundsdótt- ir, Philippe Ricard, Þórey S. Jóns- dóttir, Handverk frá Hóli, Húfur sem hlæja ehf., Leikfangasmiðjan Stubbur, Listiðjan Eik og Tehettan Freyja. Sýningin er opin alla daga kl. 12- 17, nema sunnudag, og stendur til 18. desember. ♦ ♦ ♦ Síðasta sýning SÍÐASTA sýning á harmleiknum Fedra eftir Jean Racine sem sýnd- ur er í Þjóðleikhúsinu er næstkom- andi sunnudag. Tinna Gunnlaugsdóttir fer með hlutverk Fedru, drottningarinnar sem er heltekin af forboðinni ást til stjúpsonar síns sem leikinn er af Hilmi Snæ Guðnasyni. Aðrir leik- endur eru Anna Kristín Arngríms- dóttir, Arnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. h 11 11 I 14 CRA/j . hrn> ? *« ® -i happers GREAT OUTOOOSS" ÚTIVERA FAXAFENI 12 - REYKJAVÍK - SÍMI 533 1550 OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARD. 10-16 SÖLUAÐILAR: Ellingsen Reykjavík, Húsasmiðjan um allt land, Akrasport Akranesi, Kaupf. Borgfirðinga, Skipaþjónustan Ólafsvík, Hafnarbúðin (safirði, Vísir Blönduósi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KEA Hrísalundi Akureyri, KÞ Esar Húsavík, Kaupf. Héraðsbúa Egilstöðum, S.Ú.N. Búðin Neskaupstað, Kaupf. Austur-Skaftfellinga Höfn, Skóbúð Selfoss - Sportbær, Skeljungsbúðin Keflavík, Eðalsport Vestmannaeyjum REGATTA-útivistarfatnaðurinn hefur fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. MIKIÐ ÚRVAL OG EINSTAKLEGA HAGSTÆTT VERÐ. SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND jSOTEN Jakkar með ISOTEX-einangrun og útöndun, frá 7.990 krónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.