Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 41 LISTIR Frá sýning-u Soffíu Sæmundsdóttur. Sagnaljóð í myndum MYJVPLIST G a 11 e r í F o I d MÁLVERK SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR Sýningin er opin frá 10 til 18 og lýkur 28. nóvember. SÝNING Soffíu Sæmundsdóttur ber yfirskriftina „Dalbúar" og mál- verkin á henni snúast öll um eitt þema, eina draumkennda sögu: Einhvern tíma á óræðri öld ganga nokkrir menn á land í fallegum dal og dvelja þar sumarlangt. Pegar sumri tekur að halla og sólargang- ur að styttast ganga þeir til fjalla í leit, að því er virðist, að sól og heiðum himni. Likt og sagan hafa myndirnar á sér blæ drauma eða þjóðsagna. I þeim eru menn klæddir að sið sau- tjándu eða átjándu aldar og við sjáum þá í dalnum, á gangi upp fjallið og við háan foss. Þótt þeir virki hálf-umkomulausir í landslag- inu - eins og þeir sé óvanir því að ferðast í sveit - er eitthvað heill- andi við þessa feitlögnu menn sem stilla sér upp hér og hvar við kletta og hóla, undrandi á svip, lenda í sjálfheldum og keldum en gefast ekki upp í hetjulegri leit sinni að betri heimi. Litimir í myndum Soffíu eru bjartir og pensilmeðferðin einföld en markviss. Myndimar em hins vegar málaðar á mismunandi tréf- leka, ein á gamla skáphurð, og það styður einhvern veginn við söguna af dalbúunum, líkt og verkin sjálf séu eins konar alþýðuminning um frásögn sem er löngu orðin að þjóðsögu. Málverkin átján á sýn- ingunni eru eins og minningar eða upprifjanir á hálfgleymdum atrið- um úr sögunni af þessum undar- legu mönnum sem „einn hrímkald- an vordag“ birtust á einhvers konar pílagrímaferð sem við skilj- um ekki lengur. Sagnaverk af þessu tagi í mál- verki eru vandmeðfarin og líklega þess vegna sem þau sjást sjaldan. Ein hættan er sú að úr verði ein- hvers konar teiknimyndasaga, en hjá því tekst Soffíu auðveldlega að sneiða með því að gera söguna nægilega draumkennda og bregða frekar upp svipmyndum en rekja hana sem einfaldan söguþráð. Líkt og hún höndlar litina og pensilinn tekur hún á sögunni af öryggi og því gengur þessi sýning afar skemmtilega upp og er bæði falleg og hrífandi á hógværan og hispurs- lausan hátt. Jón Proppé Nýjar bækur • ÁSTARSAGA úr fjöllunum, eftir Guðrúnu Helgadóttur, kemur nú út í nýrri útgáfu. Bókin er með myndum eftir Brian Pilking- Guðrún ton. Helgadóttir I fréttatil- kynningu segir m.a.: „Astarsaga úr fjöllunum er ógleymanleg saga, sem orðin er sígild meðal ís- lenskra barnabóka. Myndir Brians Pilkington af tröllunum ófrýnilegu í íslenskri náttúru eru á hverri síðu, fullar af lífi, og saga Guðrún- ar er í senn fyndin og hugljúf. Bókin kom fyrst út 1981 og kemur nú út á íslensku og ensku. Enskur titill bókarinnar er „A Gi- ant Love Story“ en enska þýðingu gerði Christopher Sanders. Bókin hefur komið út á mörgum tungumálum. Utgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 25 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.990 kr._______ frostlögur fyrir hita og kælikerfi •Vörn gegn frosti og tæringu • Hentugt fyrir alla málma • Eykur endingartíma • Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C • Engin eiturefni-umhverfisvænt • Léttir dælingu F5RNOX |L£TUB VtTHID Hringás Heildsöludreifing Skemmuvegur 10 • Sími 567-1330 SífSÉ WfKSMÉt . HAGKAUP 17 verslanir og þjónustuaðilar bjóba frábært vöruúrval til hátíðarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæöi. VerS aSeins kr. 2.600 Antíkqrænt VerS aðeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart f J Verð aSeins kr. 2.600 Litir: Antíkgrænt Hvítt/Svart Verð aðeins kr. 4.780 Litir: Hvítt/Svart Verð aðeins kr. 5.900 £ 4 Hvítt/Svart 4' lerur 15W pr, sfk. kr. 590 15W 3 sfk. kr. 1.420 20W pr, stk. kr. 650 INNRÉTTINGAR & TÆKI ÍILDSOl IRSLUNI -tryg Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.