Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
í leit að
áhyggjum
/ /
A Islandi eru menn sífellt að uppgötva
ný áhyggjuefni; nú er enskan orðin of
fyrirferðarmikil í Háskólanum.
Eftir Asgeir
Sverrisson
Vsast geta menn ávallt
fundið sér eitthvað
til að hafa áhyggjur
af. Mörgum tekst
það enda öldungis
prýðilega. Til er meira að segja
fólk sem hefur atvinnu sína af því
að hafa áhyggjur. Starfslýsing
þess kveður á um að það skuli
vera gjörsamlega miður sín
vegna tiltekins háttemis eða til-
tekinnar þróunar í samfélaginu
og að því beri skylda til að koma
þessum áhyggjum sínum á fram-
færi og þá auðvitað helst í fjölm-
iðlum.
Sumir fá tæpast litið glaðan
dag sökum þess að umtalsverður
fjöldi samferðarmanna þeirra
kýs að drekka brennivín á göng-
unni niður eftir táradal lífsins.
Aðrir leggjast í þunglyndi vegna
þess hversu lítið af íslensku efni
er að fínna í sjónvarpinu. Margir
uinuADE fá tæpast sof-
v lunuKi- ið af áhyggj_
um vegna
neysluhyggju
allra hinna og
hamborgaravæðingar samfé-
lagsins.
Þessi iðnaður er þarfur og af
hinu góða að því marki sem
áhyggjurnar eilífu skapa um-
ræðu í. Allt fram undir vora daga
höfðu Islendingar ekki önnur
umræðuefni en annað fólk því
fátt gerðist umfram það að veðr-
ið var misjafnlega andstyggilegt.
Eitt er það sem íslendingar
geta jafnan verið sammála um að
sé raunverulegt áhyggjuefni.
Þar ræðir um stöðu íslenskrar
tungu svo ekkj sé minnst á sjálfa
menninguna. Islendingum hefur
enda löngum verið kennt að um-
heimurinn hafí einsett sér að
uppræta íslenska tungu og
traðka menninguna einstöku of-
an í svaðið. Þetta er stundum
nefnt „erlend áhrif‘.
Af þessu ber vitanlega að hafa
verulegar áhyggjur. Er enda lít-
ilmótlegt að standa aðgerðarlaus
hjá er útlendir menn, hefja högg-
sverð skrílmennskunnar á loft í
þeim tilgangi einum að ganga á
milli bols og höfuðs á tungunni
og menningunni.
Um liðna helgi var efnt til svo-
nefnds „málræktarþings" í Há-
skóla Islands þar sem m.a. var
ræddur hlutur íslensku í þeirri
ágætu stofnun. Þar var saman
kominn fjöldi prýðilega áhyggju-
fulls fólks. Einna mesta athygli
vakti fyrirlestur Kristjáns Ama-
sonar, prófessors í íslensku og
formanns Islenskrar málnefnd-
ar. Kristján Arnason taldi það
m.a. áhyggjuefni að þeim nám-
skeiðum hefði farið fjölgandi inn-
an Háskólans þar sem kennt
væri á enskri tungu. Taldi hann
að þetta mætti að sumu leyti
rekja til þess að erlendum gesta-
kennurum hefði fjölgað við HÍ
auk þess sem sífellt fleiri erlend-
ir skiptinemar kysu að nema
fræði sin við stofnunina. Minnti
Kristján Arnason síðan á að ekki
væri gert ráðfyrir öðru en ís-
lenskir stúdentar sem sæktu
nám í öðrum löndum lærðu þar-
lendar tungur. „Hér má spyrja
hvort þau viðskipti sem hér um
ræðir séu á jafnréttisgrundvelli,"
sagði Kristján Amason.
Einhverjir hefðu ætlað að pró-
fessorar við Háskóla íslands
gerðu sér betur ljóst en margir
aðrir hversu mikilvægt það er að
hingað til lands komi erlendir
fræðimenn til að miðla þekkingu
sinni til íslenskra stúdenta.
Ljóst má vera að slíkum heim-
sóknum í nafni þekkingar og
fræða myndi fækka snarlega ef
gerð væri krafa um að þessir er-
lendu fræðimenn kenndu á ís-
lensku. Slík krafa væri gjörsam-
lega fráleit og ekki líkleg til að
auka veg og virðingu Háskóla
Islands. Hið sama gildir um hug-
leiðingar Kristjáns Arnasonar
um ,jafnréttisgrandvöll“ nem-
endaskipta. Það er að sönnu
ægileg staðreynd en staðreynd
engu að síður: Islenska er ekki
heimsmál.
Þvert á móti er nemendum við
HÍ hollt að nema fræði sín á er-
lendum tungum. Við blasir að
slík reynsla getur verið ómetan-
leg þegar út í framhaldsnám er
komið. Og því má ekki gleyma að
þessi skipan mála er ein birting-
armynda styrks smæðarinnar.
Islendingar í framhaldsnámi
hafa í gegnum tíðina numið
drjúgan hluta fræða sinna á er-
lendum tungumálum. Menn hafa
því orðið að nema erlend tung-
umál jafnframt því sem þeir hafa
lagt stund á vísindi sín. Þótt ís-
lendingum hætti til að ofmeta
stórlega tungumálakunnáttu
þjóðarinnar er deginum ljósara
að hún væri allt önnur og minni
ef menntamenn hefðu í gegnum
tíðina getað lesið öll sín fræði á
íslenskri tungu og sótt alla sína
fyrirlestra á því tungumáli.
Það er undarlegt sjónarmið að
þjóð sem sótt hefur drjúgan
hluta framhaldsmenntunar sinn-
ar til útlanda eigi að íhuga það
að loka á erlenda fræðimenn
sem starfa vilja á Islandi sökum
þess að þeir hinir sömu séu ekki
færir um að kenna á íslensku.
Og hvemig væri t.a.m. komið
fyrir íslensku tónlistarlífi ef slík
sjónarmið hefðu verið ráðandi?
Að auki er það flestum háskól-
um metnaðarmál að geta boðið
upp á alþjóðlega viðurkennt nám
og þá er vitanlega nauðsynlegt
að kennslan fari fram á tungu-
máli sem hefur alþjóðlega stöðu.
Þessar áhyggjur eru því eins
og flestar aðrar með öllu
ástæðulausar.
Bjöm Bjarnason mennta-
málaráðherra benti réttilega á
það á fyrrnefndri samkundu í
Háskólanum að staða íslenskrar
tungu væri sterk. Ráðherrann
taldi hins vegar ástæðu til þess
að Islendingar héldu vöku sinni
og nefndi m.a. að „skortur á hug-
myndaflugi“ við að velja verslun-
um og veitingastöðum íslensk
nöfn væri „sorglega mikill“.
Sá „skortur á hugmyndaflugi“
sem Björn Bjamason benti á í
ágætri ræðu sinni vísar ef til vill
frekar til sjálfsmyndar íslensku
þjóðarinnar nú um stundir en
stöðu tungunnar. Er það nauð-
synlega til marks um andleysi að
eigendur verslana og veitinga-
staða kjósi að nefna fyrirtæki sín
erlendum nöfnum? Er sá ófrum-
leiki á einhvem hátt annar í eðli
sínu en sá sem birtist t.a.m. í
morgunsjónvarpi eða íslenskri
eftirlíkingu hinna skapandi
stétta af verðlaunum bandaríska
kvikmyndaiðnaðarins?
Sko til! Þarna er bara fundið
nokkuð lífvænlegt áhyggjuefni.
JÓSEFÍNA STELLA
ÞORBJÖRNSDÓTTIR
+ Jósefína Stella
Þorbjörnsdóttir
fæddist á Blönduósi
28. september árið
1952. Hún andaðist
á Landspítalanum
18. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Elín
Sigurtryggvadóttir,
f. 26.9. 1920, hús-
móðir á Kornsá, og
Þorbjörn Kristján
Jónsson (fósturfað-
ir), f. 12.10. 1905, d.
30.6. 1976. Systkini
Stellu sammæðra
era Jón Tryggvi, f. 21.5. 1941,
Guðmundur Karl, f. 21.10. 1943,
Sigurður Ingi, f. 30.11. 1945,
Aðalheiður, f. 14.4. 1950, d.
28.4. 1950, Krisiján, f. 10.7.
1954, Ingibjörg, f. 13.12. 1955,
d. 23.4. 1956, og Ingibjörg, f.
2.6. 1957. Faðir Jón Hannesson,
f. 2.6. 1927, stjúpmóðir Ásta
Magnúsdóttir, f. 8.10. 1929, bú-
sett á Blönduósi. Systkini sam-
feðra eru Steinar, f. 3.10. 1954,
Rúnar, f. 6.1. 1957, Hannes, f.
4.1.1961, og Jónína Guðbjörg, f.
27.8. 1963.
Hinn 18. nóvember 1994 gift-
ist Stelia eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jónasi Helga Sveinssyni,
f. 20.3. 1953. Hann á Qórar dæt-
ur, Helgu Birnu, f. 11.12. 1975, í
sambúð með Sighvati Rúnar-
ssyni. Þau eiga tvo syni, Sigurs-
tein Atla, f. 14.12. 1993, og
Þótt sagt sé að þeir deyi ungir
sem guð elskar mest, fínnst okkur,
Stella mín, hann hefði getað beðið
lengur eftir þér. Þú sem svarst svo
ung og áttir margt eftir. En þú ert
þó laus við þínar kvalir, sem
fylgdu þínum sjúkdómi, og eitt er
víst að pabbi og litlu systur okkar
hafa tekið vel á móti þér. Það var
oft gaman að hafa þig í kringum
sig þegar þú varst að vaxa úr
grasi, og þú þurftir oft að koma
með og vera með í því sem var að
gerast.
Síðan er við Gulla fóram að búa
varst þú hjá okkur í sveitinni til að
hjálpa okkur við bústörfín, en of
lítið var af hestum sem þú hafðir
svo gaman af.
Bestu þakkir fyrir allt, Stella
mín, og eins hvað þú varst börnun-
um mínum góð.
Þinn bróðir,
Jón.
Stundin líður, tíminn tekur
toll af öllu hér.
Sviplegt brotfall söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
(Hákon Aðalsteinsson)
Stella dó í kvöld.
Svo lítil setning sem þó flytur
svo óskaplega sáran boðskap. Við
vissum að að þessu kæmi en ekk-
ert okkar reiknaði með því svona
fljótt. Við höfum sennilega alltaf
búist við að kraftaverk gerðist svo
að yndislega frænka okkar yrði
ekki tekin frá okkur. Frænka svo
margra. Hvemig verða nú fjöl-
skyldusamkomurnar án kátínu
hennar? Það er eins og ákveðinn
partur af manni sjálfum sé horf-
inn.
Þegar við voram lítil hlökkuðum
við alltaf til að fá Stellu í heim-
sókn. Með henni kom kraftur og
gleði sem fáum einum er gefið.
Stella þýðir stjama og það var ein-
mitt það sem Stella var fyrir okk-
ur í sveitinni í gamla daga, því hún
skar sig alltaf úr hópnum, hún bar
af og hún tók athyglina svo auð-
veldlega til sín. Hvort sem hún
reið um á hestunum sínum með
hárið flaxandi eða var uppáklædd í
veislum.
Hvert og eitt okkar minnist líka
þeirrar athygli sem Stella veitti
Brynjar Nóa, f.
25.5. 1998; Brynd-
ísi, f. 18.9. 1980, í
sambúð með Arnari
Má og þau eiga
eina dóttur, Lenu
Rós, f. 6.6. 1999;
Kristjönu, f. 20.6.
1984, og Klöra, f.
17.4. 1986. Foreldr-
ar Jónasar era
Sveinn Jónasson, f.
18.11. 1923, d. 26.9.
1999, og Ellen Sigr-
íður Emilsdóttir, f.
2.5. 1929. Stella
giftist Kristjáni
Sigurðssyni bónda á Breiða-
bólstað hinn 6.6. 1971. Þau slitu
samvistum. Börn þeirra era Jón
Hannes, f. 7.10. 1970, í sambúð
með Sigrúnu Gísladóttur, f.
16.2. 1973, og á hann eina dótt-
ur, Arnheiði, f. 20.10. 1989,
móðir Fanney Magnúsdóttir;
Sigurður Hólmar, f. 15.2. 1972,
kvæntur Önnu Huldu Hjalta-
dóttur, f. 24.8. 1971, og eiga þau
tvo syni, þá Kristján Hjalta, f.
12.5. 1995, og Hall Aron, f. 12.8.
1998; og Jóhannes Ægi, f. 21.2.
1976.
Stella giftist Einari Óla Sigur-
björnssyni og slitu þau samvist-
um. Þau eignuðust tvö börn, þau
Sigurbjörn Þór, f. 9.6. 1984, og
Eh'nu Guðmundu, f. 8.11. 1986.
Útför Stellu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
okkur og hversu vel hún studdi
okkur elstu systurnar þegar við
fluttum ungar suður og pabbi og
mamma vora fyrir norðan. Stella
átti alltaf tíma til að tala við lítil
frændsystkini og talaði við þau
eins og jafningja. Hún stríddi okk-
ur líka en kom okkur alltaf til að
hlæja aftur, oft með því að knúsa
og tuskast á. Hún fékk okkur til
að gleyma stund og stað. Þegar
við urðum eldri og okkar börn
fæddust fengu þau sömu jákvæðu
athyglina. Hún kom alltaf eins
fram við alla, og þegar hún var
dagmamma var oft erfitt að greina
hvað af börnunum vora hennar
eigin vegna þess að á meðan hún
gætti bama annarra átti hún þau
einnig.
Stella lagði sig alltaf fram um að
heilla börnin í fjölskyldunni og
laða fram bros hjá þeim hverjar
sem aðstæðurnar vora. Núna er
svo sárt að hugsa til þess að þau
yngstu eiga ekki eftir að fá að
kynnast henni. Við munum segja
þeim frá henni, hún mun ekki
gleymast.
Það fór ekki fram hjá neinum
hversu mikil fjölskyldumanneskja
Stella var og ef eitthvað bjátaði á
var nóg að leiða talið að bömum
hennar eða barnabörnum þá
breyttist raddblærinn og varð svo
ljúfur og hlýr. Við pössuðum yngri
krakkana oft og voram sammála
um að það var ekki létt verk. Þau
vildu nefnilega bara vera hjá
mömmu sinni.
Elsku pabbi, Kalli, Siggi, Kiddi
og Inga, nú kveðjum við systur
ykkar. Systur sem ásamt ykkur
ásamt elsku ömmu myndaði svo
samhentan hóp sem er svo sterkur
saman. Hóp sem er og mun alltaf
verða fyrirmynd okkar systkin-
anna. Elsku Jónas, Nonni, Sigrún,
Siggi, Anna Hulda, Jói, Bjössi Þór,
Ella Munda og barnabömin, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur, við vitum hve
missir ykkar er mikill.
Elsku systkini, mamma ykkar
íylgist með ykkur, þið hafið átt
góða fylgd sem þið eigið eftir að
njóta góðs af um alla framtíð.
Elsku Stella, við þökkum þér.
Ástarkveðjur,
systkinin frá Snæringsstöðum.
Það var mikil gæfa mín, þegar
Lilla kynnti mig fyrir beztu vin-
konu sinni, Stellu, sem er látin. Á
þeim tíma bjó hún við lægð í lífí
sínu, sem endaði með hjónaskiln-
aði skömmu síðar, en strax þá
skynjaði ég samt þann mikla og
sterka persónuleika, sm hún bjó
yfir ásamt þeim hlýhug sem
streymdi ætíð frá henni.
Stella var að flestu leyti óvenju-
leg og einstök manneskja, sem æt-
íð fylgdi lífsstefnu sinni, sem ein-
kenndist af höfðingsskap,
heiðarleika, drenglyndi og trygg-
lyndi. Hún lagði hart að sér að
sinna fjölskyldu sinni af alúð og
hafði í hávegum gömlu gildin, að
góð og traust fjölskyldubönd væru
grannurinn að gæfu í lífinu.
Hestamennska var sameiginlegt
áhugamál okkar Stellu. Það gust-
aði af þeim vinkonunum, Lillu og
Stellu, þegar þær riðu út, og var
oft ótrúlegt að fylgjast með, hvea
natnar þær voru við þjálfun hest-
anna, og skipti þær litlu máli,
hvort veður væra góð eða slæm.
Eg minnist þess oft, þegar Stella
kom til okkar í hesthúsið og tók til
hendinni af áhuga og vinnugleði.
Smitaði hún þá okkur hin, svo að
þreytan var á bak og burt. Og
þannig var Stella ætíð, hvort held-
ur var um störf eða leik að ræða.
Stella kynntist eftirlifandi
manni sínum, Jónasi Sveinssyni,
1993 og mynduðust strax góð
tengsl milli okkar Jónasar. Við,
vinir Stellu, sáum þá hvernig hún
öðlaðist hamingjuna á nýjan leik í
farsælu hjónabandi. Alltaf var jafn
ánægjulegt að koma í heimsókn til
þeirra hjóna, hvort heldur var til
skrafs eða ráðagerða því að hjálp-
söm og úmæðagóð vora þau bæði.
Enginn efaðist um annað en að
framtíð þeirra yrði björt. En fyrir
tæpum þremur áram kom reiðar-
slagið. - Stella greindist með sjúk-
dóm, sem leiddi hana að endalok-
um.
I hinum erfiðu veikindum gerði
maður sér enn betur grein fyrir
hinum gífurlega viljastyrk og lífs-
þrótti, sem hún bjó yfir. Aldrei
fann maður fyrir uppgjöf hjá
henni, og þó hún oft á tíðum væri
sárþjáð, kveinkaði hún sér aldrei.
Stella trúði því, að við fæðingu
væru líf og örlög manna fyrirfram
ákveðin, og skýrir það kannski að
hluta til það æðruleysi, sem hún
sýndi í mestu erfíðleikum sínum.
Varð reisn hennar þeim mun
meiri, sem örlögin háðu hatramm-
ara stríð gegn henni.
Það er með öllu óskiljanlegt afl,
sem leggur slík örlög á mannfólk-
ið.
Stella er öllum þeim sem hana
þekktu mikill harmdauði og skilur
hún eftir skarð í hugum og hjört-
um manna, sem aldrei verður fyllt.
En mesta sorgin er hjá Jónasi og
börnunum, sem ég votta mína
dýpstu samúð.
Ástmundur Norland.
Fallin er nú frá fyrir brandinum
beitta mín besta vinkona, hún
Stella. Mikill harmur kveður að og
stórt skarð er skilið eftir í vina-
hópnum sem með tíð og tíma mun
fyllast góðum minningum um heil-
steypta og glaðlynda konu sem áv-
allt var hrókur alls fagnaðar í
gegnum þykkt og þunnt á hennar
lífsferli.
Það vora bömin okkar sem
leiddu okkur saman er við bjugg-
um í Arnartanganum fyrir hart
nær tólf áram síðan og var þar
lagður grannur að náinni vináttu
sem átti eftir að rista djúpt. Stella
var mikið náttúrubarn, fædd og
uppalin að Komsá í Vatnsdal þar
sem hún ólst upp í nánum tengsl-
um við náttúruna. Dugnaður og
atorka var alla tíð hennar aðal
hvort sem var í leik eða starfi,
gengið í hlutina án hugarvíls og
alltaf stutt í galsann og gleðina.
Hestamir urðu fljótlega þunga-
miðjan í okkar vinskap og þar fékk
Stella endumýjuð tengsl sín við
náttúrana. Það voru ekki eingöngu
hestarnir hennar sem hún elskaði
eins og börnin sín sem veittu
henni lífsfyllingu, heldur var at-
hyglin á útopnu að upplifa og njóta
umhverfisins í útreiðartúrunum.
Hláturmildin og einlægnin sem ég
varð aðnjótandi í útreiðartúrum