Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 54

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 54
M FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jjármál sveitarfélaga, fast- eignagj öld á landsbyggðinni SVEITARFÉLÖG landsins eru þessa dagana að leggja loka- hönd á fjárhagsáætlan- ir sínar. Eflaust munu rekstrartölur og afgangur eftir rekstur til afborganalána og Iprfestinga, fram- kvæmda verða mis- jafnar eftir sveitarfé- lögum. Greinarhöfundur er þó nokkuð viss um að sameiginlegt vandamál þeirra flestra verður að rekstur sveitarfé- laga er orðinn það um- fangsmikill að tekjur þeirra nægja ekki til að halda uppi því þjónustu- stigi sem þekkt er hjá sveitarfélög- um og íbúar þeirra gera kröfu um. A þetta ekki síst við um sveitarfélög þar sem íbúatala hefur staðið í stað eða fækkun orðið. A undanförnum árum hafa sveitarfélög tekið við ií^Erkefnum frá ríkinu og ber þar- hæst grunnskólann sem öll sveitar- félög tóku við. Utreikningar gefa í skyn að ríkið hafi látið nægilegt fjár- magn fylgja með grunnskólunum til að sveitarfélögin gætu rekið þá án þess að taka fjármagn til þess úr öðrum liðum. Þessir útreikningar hafa ekki tekið á sérsamningum við kennara né heldur því hversu mis- jöfn sveitarfélög eru að uppbygg- ingu. Isafjarðarbær er víðfeðmt sveitarfélög með fjóra byggða- kjarna og þar af leiðandi fjóra skóla. Asafjarðarbær hefur samt sömu fjárhæð til reksturs þessara skóla eins og sambærilegt sveitarfé- lag að mannfjölda sem hugsanlega rekur ein- ungis einnskóla vegna þess að íbúarnir era allir í sama byggða- kjarnanum. Þá eru ým- is önnur atriði er varða tekjur sveitarfélaga sem ekki er hægt að bera saman og heildar- tölur um tekjur og tekjuaukningu sveitar- félaga segja ekkert um, t.d. ýmsar laga- breytingar sem Al- þingi gerir og hafa áhrif á tekju- möguleika sveitarfélaga. Eitt dæmi af mörgum um slíkt varðar Isafjarð- arbæ sérstaklega er að Þróunar- sjóður sjávarútvegsins keypti upp fiskvinnsluhús í bænum og úrelti það skv. lögum þar að lútandi. Skv. sömu lögum þarf Þróunarsjóðurinn ekki að greiða fasteignagjöld til sveitarfélagsins. Þar fer út tekju- þáttrn- sem er mikilvægur og ekkert kemur í staðinn. Hækkun tekna sveitarfélaga vegna hækkunar launa og aukinna umsvifa kemur ekkert endilega fram í öllum sveitar- félögum landsins, a.m.k. ekld þar sem störfum fækkar og fyrirtækjum jafnvel líka með þeim áhrifum sem því. Með þessi atriði í huga er ekki að undra þótt mörgum stjómendum sveitarfélaga, þ.á m. undirrituðum, gremjist ummæli stjómarherra sem gagnrýna sveitarfélögin í heild fyrir Fjárhagsáætlanir Ef ekki næst samkomu- lag við ríkið um endur- skoðun á tekjustofnum telur Halldór Hall- dórsson að sveitarfélög- in verði að taka rekstur- inn til endurskoðunar. stjórnleysi í peningamálum og kalla þau jafnvel stærsta vandamálið í stjórnun efnahagsmála. Með þess- um ummælum em öll sveitaiíélög landsins sett undir sama hatt og þau öll sökuð um óstjóm peningamála. Sveitarfélög landsinsstanda fyrir mikilli þjónustu og þurfa einfaldlega meiri tekjur til að standa undir henni, annars þarf að skera hana niður og ef ekki næst samkomulag við ríkið um endurskoðun á tekju- stofnum verða sveitarfélögin að taka reksturinn til endurskoðunar með það í huga að sinna fyrst og fremst lögbundnum verkefnum en láta ann- að mæta afgangi, s.s. leikskóla, al- menningssamgöngur o.fl. Undirrit- aður er þó ennþá vongóður um aðsveitarfélög og ríkisvaldið muni ná sameiginlegri niðurstöðu um hvemig bestverður að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga með hags- muni beggja aðila íhuga. I þeirri vinnu verður að hafa í huga hversu ólík sveitarfélög em að uppbygg- ingu og tekjuþörf þeirra misjöfn þess vegna. Sameining sveitarfélaga hefur gjörbreytt þeim og þjónustu- uppbygging nýs sveitarfélags verð- ur óhjákvæmilega önnur en þeirra sveitarfélaga er stóðu sjálfstæð áð- ur. Fasteignagjöld á landsbyggðinni Ema Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ritar grein í Morgunblaðið 19. nóv- ember sl. þar sem hún telur ósann- girni felast í því að reikna fasteigna- gjöld úti um landsbyggðina af sérstökum álagningai’stuðli sem tekur mið af fasteignaverði í Reykjavík. Hugsanlega má taka undir að miðað við verðgildi eignai’- innar sem slíkrar gæti það talist ósanngjamt. Ekki má þó gleyma því að kaupverð eignarinnar hefur í flestum tilvikum verið lægra en í Reykjavík og notagildi eignarinnar fyrir eiganda hennar hlýtur að vera í samræmi við þær væntingar sem hann gerir sér án tillits til þess hvar á landinu hún er staðsett. Éma talar einnig um í greininni að fasteigna- mat muni hækka um allt land um 19% eins og í Reykjavík. Þetta er ekki rétt. Fasteignaverð mun hækka að jafnaði um 18% á höfuðborgarsvæð- inu en víðast útum land um 3,5-10% og í einu tilfelli lækkar það um 10% skv. mati yfirfasteignamatsnefndar. Fasteignagjöld era mikilvægur tekjustofn sveitarfélaga, sá næst- Halldór Halldórsson stærsti á eftir útsvaiinu. Ríkisvaldið hefur bent sveitarfélögum á að með því að nýta til fulls álagningarprós- entu fasteignagjalda geti sveitai'fé- lög haft til viðbótar þrjá milljarða í tekjur. Sveitarfélög hafa hins vegai' ekki fullnýtt heimilaða álagningar- prósentu skv. lögum, þar sem fast- eignagjöld hafa þótt ósanngjöm að því leyti að þau leggjast á brúttó eign viðkomandi, og taka ekki tillit til skulda fasteignaeiganda eins og eignarskattur til ríkisins gerir þó. Þessi viðleitni sveitarfélaga til sann- gimi í álagningu dugir þó skammt þegar sífellt er farið fram á aukna þjónustu af þeirra hendi sem þýðir aukin útgjöld. Þess vegna er nauð- synlegt að skoða betur hvort hægt er að tryggja sveitarfélögum þær tekjur sem þau fá af fasteignagjöld- um með nýjum tekjustofni. Hætt er við að ferðaþjónustunni þætti súrt í. broti, hætti sveitai'félög þjónustu sinni við hana til að spara í rekstri og einungis sinna lögbundinni þjón- ustu, en víðast hvar era rekin tjald- stæði, upplýsingamiðstöðvar ferða- mála og sérstakir ferðamála- fulltrúar starfa innan sumra sveitarfélaga og alls staðar svæðis- bundið. Allt er þetta þjónusta sveit- arfélaganna, kostuð af þeim sjálfum, við mikilvægan atvinnurekstm', ferðaþjónustuna. Þessi þjónusta kostar peninga og á meðan ekki kemur tekjustofn í stað fasteigna- gjalda er það ein af aðferðum sveit- arfélaga til að tryggja sér einhverjar tekjm- og geta ekld lagt niður eða lækkað vegna þess að álagningar- stofn fasteigna á landsbyggðinni eigi, að sumra mati, aðvera lægri en á höfuðborgarsvæði. Þeir sömu verða þá að benda á aðrar tekjuleið- ir eða sætta sig við minni þjónustu en sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu veita. Höfundur er bæjarstjóri Isafjarðarbæjar. Mannrétt- indabrot ÍSLENDINGAR eru sífellt að dragast meira og meira aftur úr öðram lýðræðis- þjóðum í mannrétt- indamálum. Islensk lög era svo götótt að £hu veita almennu launafólki ekki þau réttindi sem þykja sjálfsögð og nauðsyn- leg víðast hvar annars staðar í Vestur- Evrópu og Norður- Ameríku. Lagaleg réttindi hér era með þeim allra lélegustu í vestrænum ríkjum og þótt víðar væri leitað. I íslenska löggjöf vantar t.d. öll ákvæði sem tryggja launþegum eðli- legt atvinnuöryggi og vemd gegn því að hægt sé að vísa þeim úr starfi án gildra ástæðna. Hérlendis vantar einnig það lágmarks siðferði hjá tjíjórnvöldum að þau fari eftir þeim lögum sem gilda í landinu, en eins og nú er sniðgengur ríkisstjómin'lög sem vemda eiga launafólk, heilsu þess og öryggi. Geðþóttauppsagnir Eins og áður segir era hér á Is- landi ekki til nein lög sem vemda launþega gegn geðþóttauppsögnum úr starfi og hægt er að segja starfs- fólki upp án þess að þurfa að til- greina ástæðu fyrir uppsögninni. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að segja starfsmanni upp xwarfi fyrir engaf sakir og ráða ann- an í hans stað á sama tíma. Þannig getur persónuleg óvild eða pólitísk- ur ágreiningur orðið til þess að fjöl- skyldumaður standi allt í einu uppi atvinnulaus. Einnig getur litarhátt- ur, trúarskoðanir, aðild að verka- lýðsfélagi, fjölskyldustærð eða eitt- þgpð annað hjá starfsmanni, sem átvinnurekanda fellur ekki, orðið til- efni til uppsagnar og því miður hafa fyrirtæki notað sér þetta með tilefnislaus- um uppsögnum á fyrir- myndar starfsfólki. Fullgilding strax Arum saman hafa ís- lensk stjórnvöld átt þess kost að fullgilda samþykktir Alþjóða- vinnumálastofnunar- innar um mannrétt- indi. Þama era m.a. samþykktir nr. 158 og 166, sem tryggja launafólki lágmarks réttindi við uppsagnii', en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf. Verkalýðsfélagið Hlíf hefur ítrekað bent á þessa ósvinnu og farið fram á að stjómvöld fullgiltu sam- þykktimar. Hingað til hafa væra- Vernd Jafnvel sjúkraskýrslur er varða starfsmenn, segir Sigurður T. Sig- urðsson, eru geymdar inni á launadeildum fyr- irtækja. kærir ráðherrar þrjóskast við ,og þess vegna er launafólk hér á Isl- andi verr sett í ýmsum réttindamál- um en t.d. verkafólk í Jemen og Tyrklandi. Jafnvel nokkur ríki þriðja heimsins hafa fullgilt sam- þykktimar en Island situr eftir eins og steinrunnið bananalýðveldi. Ég skora á ríkisstjómina að fullgilda strax fyrrgreindar samþykktir enda á hún varla annarra kosta völ ef hún ætlar sér að standa við stóru orðin um að hafa ,Jólk í fyrirrúmi" eða á Sigurður T. Sigurðsson það kannski bara við um hennar einkavini en ekki sauðsvartan al- múgann? Heilsufarsskoðanir En það er á fleiri sviðum en í upp- sagnarákvæðum sem troðið er á réttindum launafólks hérlendis. Við skulum ekki gleyma því ófi'emdar- ástandi sem ríkt hefur undanfarna áratugi og ríkir enn í heilsufarsskoð- unum launafólks. Trúnaðarlæknar fyi-irtækja era látnir framkvæma þessar skoðanir, sem eiga lögum samkvæmt að fara fram á sjúkra- húsi eða heilsugæslustöð. Svo langt er gengið að jafnvel sjúkraskýrslur' er varða starfsmenn era geymdar inni á launadeildum fyrirtækja, þar sem atvinnurekandinn hefur greið- an gang að þeim. Forsætisráðherra hneykslast opinberlega á því að sjúkraskýrslur séu geymdar í illa læstum herbergjum hér og þar úti í bæ en lætur átölulaust og virðist telja eðlilegt að launaðir trúnaðar- læknar á vegum atvinnurekenda hafi hliðstæðar skýrslur undir hönd- um. Þetta er ótrúleg siðblinda, sem sýnir glögglega viðhorf stjómvalda til launafólks. Lög verði virt Hægt hefði verið fyrir áratug að setja stærstan hluta þessarar þjón- ustu inn á sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar ef pólitískur vilji hefði verið fyrir hendi. Sá vilji var ekki til staðar og því frestuðu ráðherrar því sífellt að fara eftir gfldandi lögum hvað þetta varðar. Stjómvöld ættu að skammast sín fyrir það vítaverða kæruleysi sem þau hafa sýnt í þessu máli í tvo áratugi og sjá sóma sinn í að breyta nú tfl og fara eftir þeim lögum sem Alþingi setur, en sam- kvæmt þeim eiga heilsugæslustöðv- ar og sjúkrahús að sjá um fyrr- greindar heilsufarsskoðanir en ekki trúnaðarlæknar, sem atvinnurek- endur ráða til sín. Launafólk krefst þess að þessu máli verði komið í það horf sem lög gera ráð fyrir, þannig að persónuleynd verði að fullu tryggð varðandi sjúkraskrár og heilsufarsskoðanir starfsfólks fyrir- tækja. Höfundur er formaður Verkalýðs- félagsins Hlífar. Rússagull o g fleira gull BJARTSÝNIS- MENN hafa um skeið verið sannfærð- ir um að kaldastríðið margumtalaða væri á enda. Margt bendir til að ekki hafi allir fengið sig fullsadda á því. Umræðan um hugsanlegt Rússagull er sem sagt komin á kreik á ný og ekki dregið af sér. Menn heimta tafarlausar játningar og „undan- bragðalaust uppgör við fortíðina!“ Skringilegast af þessu öllu er þó það, þegar verið er að reyna að kreista þessar játningar út úr fólki, sem varla eða ekki var fætt þegar viðkomandi „glæpur" var framinn en hinir „seku“ löngu komnir undir græna torfu. Mér finnst þetta svona álíka gæfulegt og farið væri að kalla þá til ábyrgðar Davíð og Geir fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn tók gömlu nasistunum opnum örmum og leiddi þá til metorða á Islandi. Hvorugur var þá fæddur og þar af leiðandi saklausir! Aðeins meira um peningamálin. Er það virkilega svo að fjöldi fólks hér á landi haldi að stjórn- málaflokkarnir og málgögn þeirra hafi forðast að nýta sér erlent fé í reksturinn hjá sér? Alþýðuflokkurinn hefur nú sjálfsagt komist næst því að gera þetta fyrir opnum tjöldum a.m.k. að hluta til. Þar á ég að sjálfsögðu við framlög frá norrænu bræðra- flokkunum, sem fólk þar á bæ kallar svo. Þessu held ég að eng- inn upplýstur krati láti sér til hugar koma að neita. Hvað halda menn svo að orðið hafi af öllum fúlgunum, sem dælt hefur verið inní íslenska pólitík undir yfirskini „bar- áttunnar gegn heims- kommúnismanum“. Ekki komu þeir pen- ingar frá Sovét. Ég er ekki í vafa um að sá snjalli rann- sóknafréttamaður Arni Snævar færi létt með að grafa það upp, ef hann og hús- bændur hans kærðu sig um. Arnór Hannibals- son hefði kannski hug á að nota sér efnið í II. bindi uppljóstrana sinna. M.a.o. það get- ur varla verið að Amór hafi notið mikilla framlaga frá Sovét, þegar hann var þar við nám? Hann gerir vafalaust samvisku- Rússagull Það þarf blindan mann, segir Guðjón E. Jóns- son, til þess að sjá ekki veikleikana í frjáls- hyggjufárinu. samleg gi'ein fyrir öllu saman í I. bindi, sem ku vera í burðarliðn- um. Við bíðum og sjáum. Það er að sjálfsögðu ekkert vit í því að segja þótt mönnum finnist að því skemmtileg dægradvöl að rísla sér við safaríkar hneykslis- sögur af aurasníkjum íslenskra pólitíkusa á erlendri grund. Hinn finnst mér þá líka sjálfsagt að menn segi alla söguna og dragi ekkert undan. Það er ansis léleg afgreiðsla á yfirgripsmiklu máli að segja frá jpví eins og stórglæp að löngu látnir kommar hafi notið nokkurr- Guðjón E. Jónsson I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.