Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Leikskólamál í Reykjavik UNDANFARNAR vikur hafa leikskólar borgarinnar verið eitt helsta fréttaefni fjöl- miðlanna. Þó að frétta- flutningurinn hafi nær undantekningarlaust verið á neikvæðum nótum er engu að síður ástæða til að fagna honum. Hann er nefni- lega órækur vitnis- burður um þá viðhorfs- breytingu sem orðið hefur í íslensku samfé- lagi á örfáum árum. Hann er til marks um að fólk vill þjónustu leikskólanna fyrr, lengur og betur en áður. Viðhorfsbreyting í dagvistarmálum Hjá Reykjavíkurborg er skilning- ur á þessari viðhorfsbreytingu og leyfi ég mér að fullyrða að á undan- fömum árum hafi orðið gerbylting í þessum málaflokki frá því sem áður var. Þessi bylting hefur ekki farið hátt en hún hefur engu að síður orð- ið. Hennar sér víða stað: • Árið 1994 stóð heilsdagsvistun á leikskóla aðeins einstæðum foreldr- um og námsmönnum til boða. Núna eiga allir þann sjálfsagða rétt að sækja um þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. • Árið 1994 fengu 1509 böm heils- dagsvist á leikskólum borgarinnar. Núna era þau 3600. • Árið 1994 nutu aðeins einstæðir foreldrar niðurgreiddrar dagvistar hjá dagmæðrum. Allir aðrir urðu að greiða þjónustuna fullu verði. Núna fá foreldrar í sambúð 10 þúsund króna niðurgreiðslu og einstæðir foreldrar 22 þúsund króna fyrir heilsdagsvist. • Árið 1994 var styrkurinn með hverju bami á einkareknum leik- skóla 6 þúsund krónur. Núna er hann almennt 18 þúsund krónur á mánuði og 32 þúsund krónur fyrir böm einstæðra foreldra. • Árið 1994 fengu 5600 böm niður- greidda dagvist af einhveiju tagi. Núna njóta 7200 böm slíkrar þjón- ustu. 83% bama á aldrinum eins til fimm ára fá dagvistarþjónustu sem borgarsjóður styrkir verulega. Kröfur um öryggi og gæði Heilsdagsleikskóli var til skamms tíma félagslegt úrræði en þykir nú sjálfsögð þjónusta við öll böm. Yms- ir sem áður létu sig ekki miklu varða starf leikskólanna gera það nú í auknum mæli. Fyrir nokkram árum var það krafa foreldra að fá dagvist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir bamið sitt, en nú þegar þjónustan stend- ur nær öllum til boða snúast kröfur foreldra um öryggi og gæði þjónustunnar. Foreldr- ar setja fram kröfur um metnaðarfullt starf, fleira fagmenntað fólk, um aukinn stöðugleika í mannahaldi og um bætt launakjör starfs- fólks leikskólanna. Undir þessar kröfur virðist almennt tekið í samfélaginu. Þetta endurspeglar líka viðhorfsbreytingu sem full ástæða er til að fagna. Loks- ins virðist almenn sátt um það í sam- félaginu að nauðsynlegt sé að hækka laun þess fólks sem sinnir uppeldi, menntun og umönnun bama. Þegar kemur hins vegar að því að borga reikninginn er hætt við að það fari eins og hjá litlu gulu hænunni forðum - allir segja ekki ég. Skatt- greiðendur era ófusir til að greiða hæm skatta og þeir sem njóta þjón- ustunnar era ekki tilbúnir til að borga hærri gjöld. Niðurgreidd þjónusta fyrir alla Vegna hinnar gífurlegu þenslu í þjóðfélaginu að undanfömu hefur Reykjavíkurborg, eins og fleiri stór- ir atvinnuveitendur, lent í ákveðnum erfíðleikum í starfsmannahaldi. Ekki hefur fengist fólk til þeirra mildlvægu starfa sem unnin era á leikskólum borgarinnar og virðast allir - líka foreldrar - hafa sam- mælst um að á því máli sé aðeins ein lausn þ.e. að bæta launakjör þess fólks sem á leikskólunum staríar. Borgaryfirvöld hafa fyrir sitt leyti fallist á þessi sjónarmið og ákváðu því að bæta 140 m.kr. við þá upphæð sem að öllu óbreyttu ætti að fara í launagreiðslur á leikskólunum á næsta ári. Helmingur þeirrar upp- hæðar er greiddur af skattgreiðend- um og er tekinn beint úr borgarsjóði. Hinn helmingurinn er borinn uppi af leikskólagjöldum sem hækka við þetta um 13%. Þetta var ekki talið ósanngjamt í ljósi þess að þrátt fyrir þessa hækkun greiða foreldrar að meðaltali ekki nema 33% af kostnað- inum við þjónustu leikskólanna. Meðaltöl segja þó ekki alla sög- una vegna þess að það fer bæði eftir aldri bams og stöðu foreldra hversu hátt hlutfall þeir greiða af raun- kostnaði við vistun hvers bams. Þannig greiðir einstætt foreldra bams sem er í 8 tíma vist að jafnaði um 21,8% af kostnaði við vistun bamsins, námsmenn 32% en for- eldrar í sambúð 42,3%. Ef barnið er l-2ja ára er hlutfallið enn lægra. Sanngirni og sam- vinnuerþörf Nýjustu fréttir af leikskólamálum herma að nú krefjist foreldrar þess að leikskólaþjónusta verði veitt án endurgjalds. Hér áðan var minnst á sanngimissjónarmið. Borgin þarf að gæta þeirra í gjaldtöku en foreldrar í kröfugerð. Það er enginn réttur án skyldu og í allri kröfugerð verður að gæta siðferðilegra sjónarmiða. Ef það er krafa foreldra leikskóla- bama að gjald verði fellt niður fyrir leikskólaþjónustu þá verða þeir líka að sætta sig við það að þjónustan breytist. Aftnarka yrði þjónustu leikskólanna og skilgreina réttinn til hennar. Sá réttur getur ekki ein- vörðungu miðast við mismunandi þarfír foreldra fyrir bamagæslu heldur hlýtur að taka mið af fjár- hagslegri getu sveitarfélagsins til að mæta þeim þörfum. Niðurstaðan gæti m.a. orðið sú að öll börn ættu Leikskólamál Borgaryfírvöld hafa lagt metnað sinn í að auka og bæta þjónustuna við barnafólkið í borginni, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og hefur uppbygging leikskóla- og grunnskólaþjónustu haft algeran forgang í verkefnum borgarinnar. rétt á tiltekinni faglegri þjónustu á degi hverjum, foreldram sínum að kostnaðarlausu rétt eins og í grunn- skólanum, og þar með hefðu sveitar- félögin rækt sínar skyldur. Öll pöss- un umfram það væri mál foreldr- anna og ætti að greiðast af þeim. Færa má veigamikil rök fyrir þessu fyrirkomulagi en hins vegar er hætt við að þau sjónarmið jöfnunar og sanngimi, sem hingað til hafa verið gildandi í leikskólaþjónustu, glatist við slíka grundvallarbreytingu. Borgaryfírvöld hafa lagt metnað sinn í að auka og bæta þjónustuna við bamafólkið í borginni og hefur uppbygging leikskóla- og grann- skólaþjónustu haft algeran forgang í verkefnum borgarinnar. Þegar dæmið er gert upp vegur þessi upp- bygging miklum mun þyngra en tímabundnir erfíðleikar í starfs- mannahaldi - þó svo að síst skuli dregið úr áhrifum þeirra á þá sem í þeim lenda. Þessir erfíðleikar era hvorki meiri né verri en við er að búast á þenslutímum og fráleitt að leggjast í bölmóð af þeim sökum. Það verður a.m.k. að vera hlutskipti annarra en borgaryfirvalda í Reykjavík. Þau munu halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð og sjá til þess að Reykjavík- urborg verði í fararbroddi í leik- skólaþjónustu í landinu eins lengi og Reykjavíkurlistinn fær einhveiju um það ráðið. Höfundur er borgarstjóri í Heykjavík. Hreintunga og yfírstétt I MORGUNUT- VARPI Rásai* 1 mánu- daginn 22.11.99 var samtal við Hallfríði Þórarinsdóttur, ný- bakaðan doktor í mannfræði frá New School of Social Re- search í New York. Hún hélt þvi ákaft fram að íslensk hrein- tungustefna væri eitt af valdatækjum yfir- stéttar til að kúga al- þýðu, óbjöguð tunga væri mál valdastéttar- innar andspænis ein- hverju alþýðumáli. Svo notuð séu hennar eigin orð gætti mikils „óumburðarlyndis" í garð „öðravísileikans“ hjá þeim sem hafa gaman af að sjá og heyra öðra- vísi tungu en alþjóðlegan málgraut eða ensku og leggja sjálfir metnað sinn og lífsfyllingu í að tala og skrifa þetta tungumál sitt sem best þeir kunna. Þeir eru sakaðir um valda- hroka. Við þennan málflutning vanþekk- ingar og fordóma er margt að at- huga. Hér skulu fáeinar staðreyndh- nefndar: 1. Allar götur frá því að hrein- tungustefna hófst á 19. öld hefur hún ekki síst verið barátta alþýðu manna eða fulltrúa þeirra við að fá valdamenn til að skammast til að tala mál sem alþýðan skildi. Það mál hafði alþýðan lært af fomsögum og kveðskap, en ekki af valdsmönnum, og kunnátta hennar birt- ist í alþýðusögum þeim sem skráðar vora eftir miðja 19. öld. Þar er tungan hreinust. Hluti yfirstéttarinnar hefur ævinlega kært sig koll- Árni óttan um íslenska Björnsson tungu og jafnvel talið hana til trafala í alþjóð- legum viðskiptum. Á 20. öld tókst al- þýðunni að talsverðu leyti að sigrast á þeim hroka. 2. „Flámæli" var tekið sem dæmi um „alþýðumál" sem barist hefði verið gegn af einhverri yfirstétt. Þessi tiltekni framburður, sem ekki er á neinn hátt óeðlilegur, var ekld bundinn við samfélagsstétt heldur landshluta. Jaftivel ástsæl skáld vora ekki laus við hann. Það vora ekki síst alþýðumenn í öðrum sveit- um sem skopuðust að hinum „hljóð- villtu". Móðurmálskennarar höfðu síðan forgöngu um að hamla gegn þessum framburði og má vissulega deila um réttmæti þess. Tungan Við málflutning van- þekkingar og fordóma er margt að athuga. Arni Björnsson gerir at- hugasemd við samtal í morgunútvarpi Rásar 1. 3. Tilslökun í málrækt leiðir smám saman ævinlega til þess að tunga fá- mennrar þjóðar verður einungis til heimabrúks og þó ekki nema um stundarsakir. I rauninni era sjónar- miðin í fyrmefndu samtali í takt við þá heimsvaldastefnu í menningar- málum eða öllu heldur menningar- fasisma sem engilsaxnesk yfirstétt hefur lengi ástundað og telur öll önnur mál en ensku til óþurftar. 4. Margt bendir til þess að alþýða manna á Islandi muni í þessum efn- um þurfa í vaxandi mæli að Idjást við hina nýju og uppvaxandi íslensku yf- irstétt, verðbréfahetjumar, sem ólíklegt er að muni telja íslenskt mál sér til framdráttar. Höfundur er útgáfustjóri Þj ó ðm injasafns. YFIRBREIÐSLUR NÝTT ÚTUTÁ NÝRRI ÖLD FYRIR HEIMILIÐ ÞITT Mikið úrval af vönduðum efnum til að lífga upp d gamla sófa og vernda nýja. Yfirbreiðslurnar fierðu lánaðar heim til að mdta. Einnig rúmteppi, púðaver og gjafdvara. Jólavara; Aðventuljós, jólaseríur, jóloskraut. Líttu við og skoðaðu úrvalið. S ó f a I i s t Laugavegi 92 sími 551 7111. g|J CALIDA SWITZERLAND Nærfatnaður \Náttfatnaður\ que Daman auglýsir Veloursloppar, -gallar og -samfestingar Fallegir frottesloppar Glæsilegt úrval af náttfatnaði úr silki, satín, bómull og micro fiber. Sendum í póstkröfu. Laugavegi 24 - Sími 562 4235 Laugavegi 32 - Sími 551 6477
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.