Morgunblaðið - 26.11.1999, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
2. tafla: Virkjanir sem talið er að gœtu tekið til starfa fram til ársloka 2005, ef ákvörðun
yrði tekin um að hefía nauðsynlegan undirbúnine á fvrsta ársfíórðuwti árið 2000
Gagnsetningartimi Afl Orkugeta Orkugeta Kostnaðar-
MW GWh/a GWh/a flokkun
Fljótsdalsvirkjun
Hin heimilaða virkjun 210 1390 I
Hraunaveita sem viðbót við Fljótsdalsvirkjun 040 300 I
Samtals fyrir 2004 1.690
Norðausturland
Laxá, stækkun 6 40 I
Bjamarflag, I. áfangi 40 320 I
Krafla, 3. áfangi Samtals fyrir 2004 30 240 600 I
Krafla, 4. áfangí 30 240 I
Öxarfjörður, 1. áfangi 30 240
Grcnsdalur, 1. áfangi 30 240
Þeistareykír, 1. áfangi 30 240
Bjamarflag, 2. áfangi Samtals 2004-5 30 240 1.200 I
Aðrir landshlutar
Kvíslaveita, 6. áfangi 0 135 I
Nesjavellir, 3. áfangi 30 240 I
Reykjanes, 1. áfangi Samtalsfyrir 2004 30 240 615 1
Búðarháls (án Norðlingaölduveitu) 100 520 II
Norðlingaölduveita 0 750 I
Villinganes 34 190 n-m
Skaflárveita og stækkun SigÖldu Samtals 2004-5 50 515 1.975 i
Flokkun orkukostnaðar m.v. Fljótsdalsvirkjun:
I. flokkur eru virkjanir með svipað orkuverð cða lægra en Fljótsdalsvirkjun.
II. flokkur eru virkjanir með allt að 25% hærra orkuverð en Fljótsdalsvirkjun.
III. flokkur cru vírkjanir með orkuverð á bilinu 25-50% hærra en Fljótsdalsvirkjun.
Ekki verður fullyrt um orkukostnað frá jarðgufuverum á svæðum þar sem rannsóknir eru enn af skorauin
skammti.
Niðurstaða
Athuganir á öflun raforku fyrir
120 þús. tonna álver í Reyðarfirði
má draga saman í fjóra megin-
flokka, eins og fram kemur að hluta
í 2. töflu:
1. Fljótsdalsvirkjun. Þaðan
kæmi megnið af orkunni (82%). Það
sem á vantar gæti hæglega komið
með aukinni vatnsöflun til virkjun-
arinnar með viðbótai-veitum frá
Hraunum. Ef ekki, þá virðist hag-
kvæmast að virkja í Bjarnarflagi
eða í Kröflu.
2. Jarðhitavirkjanir á Norðaust-
urlandi. Hér hefur verið rakið að sú
lausn næst ekki innan þess tíma-
ramma sem settur er. Gæfist auk-
inn tími kæmu þær mjög til álita, en
um það verður ekki fullyrt á þessari
stundu.
3. Raflínur jrfir Sprengisand.
Ýmsir hagkvæmir virkjunarkostir
eru tiltækir á Suður- og Suðvestur-
landi, sem mætti virkja í tæka tíð.
Flutningur orkunnar yfir hálendið
yrði aftur á móti afar dýr. Kostnað-
ur yrði allt að því jafnmikill og
byggingarkostnaður sjálfrar
Fljótsdalsvirkjunar. Þessi kostur
er því ekki raunhæfur.
4. Rafmagn frá Blöndu. Raf-
magn frá Blönduvirkjun, um 800
GWh/a, fer að mestu suður byggða-
línu til markaðarins á suðvestur-
hluta landsins. Þessu rafmagni
mætti snúa í austur, enda væri þá
orkuþörfinni sunnan heiða sinnt
með nýjum virkjunum þar.
Byggðalínan dugar þó ekki til
flutnings orkunnar. Stórefla þyrfti
flutningskerfið milli Blönduvirkj-
unar og Austurlands, sem yrði
kostnaðarsamt og setti þessa lausn
því væntanlega utan kostnaðar-
rammans.
Ofangreindum möguleikum er
lýst á myndrænan hátt í 2. mynd.
Svar Orkustofnunar við spurn-
ingu iðnaðarráðherra er því einhlít.
Ekki verður séð að aðrir kostir en
Fljótsdalsvirkjun séu tiltækir til að
afla raforku á samkeppnishæfu
verði handa ráðgerðu álveri í Reyð-
arfirði innan þeirra tímamarka sem
gefin eru. Þessi niðurstaða er ekki
óvænt. Að jafnaði er aðdragandi
virkjana lengri en þau tæpu fjögur
ár sem eru til stefnu vegna álvers í
Reyðarfirði. Fljótsdalsvirkjun hef-
ur þá sérstöðu að þar er undirbún-
ingi lokið og framkvæmdir raunar
hafnar.
1. töflu má fínna í fyrrgreindu fylgiskjali
með þingsályktunartillögunni. Tölur hennar
eru ekki að fullu sambærilegar við þær sem
eru að baki 1. mynd. í myndinni er glæný
orkuspá lögð til grundvallar.
Illu heilli er villa í fyrrgreindu fylgiskjali.
Þessi tala er þar ranglega sögð vera 1.500
GWh/a.
Höfundur er orkumálastjóri.
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 65
- Handunnin húsgögn
- Gamaldags klukkur
- Urval ljósa ^ .
og gjafavöru SlgUTStj0.171(1
Fákafeni (Bláu húsin),
, , „„ , sími 588 4545.■„
kl. 10-18, lau. kl. 10-15, sun. 13-15.
Þú ert kominn á slóóina...
www.boksala.is
Phytomer kynning
Föstudaginn 26.nóvember
Mecca Spa Nýbýlavegi 24, Kópavogi
Umboðsaðili: Tara heildverslun / Digranesheiði 15
Sími 564 5200 / Fax 554 1101 / tara@isgatt.is
Ku/dcfsfa
-,;or
rennilás