Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Þurfum úrvalsgóðan
litföróttan stóðhest
Litafjölbreytni í íslenska hrossastofninum
er talin hafa mikið gildi og auka verðmæti
hans, en nú hafa menn vaxandi áhygg;]'ur af
því hversu hættulega sjaldgæfír litföróttir
hestar eru orðnir. Ásdís Haraldsdóttir
ræddi við Pál Imsland, frumkvöðul að
stofnun félags til bjargar þessum lit
FYRIR nokkrum árum gerði Páll
tilraunir með að setja hryssur í öll-
um litum, þar af mörgum sjaldgæf-
um, undir litföróttan fola. Hann
segir að svo virðist sem litförótt sé
til í öllum litum í islenska hrossast-
ofninum. „Áður hafði ég aldrei séð
því lýst á prenti eða þekkt þess
dæmi að til væri leirljós, moldótt
eða vindótt litförótt hross,“ segir
hann, „en í Ijós kom að þetta er til
<)g einnig í gráu. Litaskiptin sjást
meðan hrossið er ungt. Eftir því
sem hrossið lýsist hverfa litföróttu
einkennin en að sjálfsögðu erfast
þau. Litförótt er einnig til í skjótta
litnum, en enn á ég eftir að sjá gló-
brúnt, litförótt hross. Ég hef þó
enga ástfeðu til að ætla að það sé
ekki til. I tilrauninni kom fram lit-
förótt með öllum öðrum litum. Eitt
tryppið var til dæmis bleikvindótt,
sokkótt, litforótt."
Áhugalitlir eigendur
úrvalshryssna
Páll segist ekki enn vera búinn að
gera þessa tilraun upp en hann
muni gera það. Hann hefur hins
vegar reynt að fylgjast með trypp-
unum sem urðu til.
Vegna þess að frést hefur að
stofna eigi félag til bjargar litför-
óttu einkennunum hafa ýmsir
hringt og spjallað um málið, lýst
yfir áhuga á að vera með og látið
vita um litforótt hross. Páll segir
áhugasamasta fólkið vera það sem
einhvem tímann hefur átt litförótt
hross. Hann telur að þeir sem félag-
ið þurfi mest á að halda séu þó þeir
sem eiga vel rætkuð hross með
langa sögu á bak við sig og eru tO-
búnir að halda úrvalshryssunum
sínum undir litföróttan hest. Þann-
ig væri hægt að búa tíl virkilega
góðan fola sem hægt yrði að nota
um allt land og dreifa litnum út um
stofninn svo tdvist hans væri betur
tryggð. Því miður virðist ekki mikill
áhugi hjá þessum hópi fólks enn
sem komið er.
„Þeir sem eru búnir að rækta
lengi og hafa náð langt gætu litið á
verkefnið sem eins konar þegn-
skyldu eða að þeir væru að launa
fyrir sig eftir að hafa getað ræktað
úr þessum stofni í langan tíma,“
segir Páll.
Verið er að sækjast eftir mjög
góðum hryssum, burtséð frá hvem-
ig þær era á litinn og alls ekki endi-
lega litföróttum því ógjörlegt verð-
ur að fá fram arflireinan litföróttan
hest. Ef tveimur litföróttum hross-
um er haldið saman og afkvæmið
verður arfhreint þá festist frjóvg-
aða eggið ekki í leginu og hryssan
lætur fóstrinu mjög fljótlega. En ef
hryssan gengur nógu lengi með fol-
anum og hann fýljar hana aftur og
aftur kemur að því að tO verður arf-
blendið afkvæmi sem getur þá lifað.
Nokkrir álitlegir
folar til
Nokkrir hafa haft samband og
viijað fá lánaðan litfóróttan fola tO
að setja í stóðið sitt til að fá litförótt
hross tO útflutnings. En Páll segir
að um það snúist ekki málið. Aðal-
atriðið sé að festa litinn í stofninum
hér innanlands. Auðvitað sé ekkert
að þessu í sjálfu sér og eðlilegt að
gera þetta í leiðinni, en þetta er
ekki tOgangur með stofnun félags-
ins.
Á næstunni muni þeir Páll, Krist-
inn Guðnason, formaður Félags
hrossabænda, Jón VOmundarson
og fleiri reyna að semja starfsáætl-
un og stofna síðan félag. PáO segir
að reynt verði að fá sem flesta til að
vera með í félaginu og telur að ekki
verði vandamál að fá fólk til sam-
starfs.
Litförótt hross hafa lengi verið til
í Oræfunum og eru tO á einum bæ
þar núna, Svínafelli. Einnig var
sterkur stofn í Dölunum sem talinn
er hafa komið úr Húnavatnsssýslu.
Hross af þessu Dalakyni hafa einn-
ig flust í Borgarfjörðinn, en þar
vora einnig til íyrir litförótt hross.
Páll segir að tO séu nokrir nokk-
uð álitlegir litföróttir folar. Byijað
er að temja einn hest sem er á
fimmta vetur undan Gassa frá
Vorsabæ og segir hann líta vel út
með hann. Nokkrir era að komast á
tamningaaldur. Hann segir þessa
fola alls ekkert úrkast eða rasl
heldur ágætis hross eins og gengur
og gerist og ágætlega ættaða.
„Þetta lítur hreint ekkert iOa út,“
segir Páll.
Upplýsingar stönguðust á
við ritaðar heimildir
En hvers vegna hefur Páll svo
mikinn áhuga á litföróttu?
„Ég hef alltaf haft áhuga á litum.
Svo fékk ég brennandi áhuga á
hestum eftir nokkurra daga ferða-
lag um Lónsöræfi árið 1990 með
Ingimari á Jaðri í Suðursveit. Þetta
ferðalag var eitt af stærstu ævin-
týrum lífs míns. Eftir það fór ég að
rýna í litafjölbreytnina og taka
myndir af hrossum. I kjölfarið leit-
aði ég að litföróttum hrossum og
fann þau hjá Magnúsi í Svínafelli í
Oræfum. Ég spurði hann hvemig
liturinn breyttist. Þegar hann sagði
mér það kom í ljós að það sem hann
sagði stangaðist á við þær upplýs-
ingar sem ég hafði fengið úr bókum.
Ég fór því að fygljast með hrossun-
Ljósmynd/Páll Imsland
Þjótur frá Svínafelli. Rauðjarpur litföróttur. Fyrri inyndin er tekin
20. febrúar 1994. Hesturinn er kafloðinn í vetrarfeldi og er rauðjarp-
ur á lit. Seinni myndin er tekin 24. apríl sama ár þegar hann hefur
fellt jörpu vindhárin og heldur enn hvíta undirhárafeldinum. Full-
genginn úr hárum er hann með snöggan rauðjarpan feld. Smám sam-
an gránar hann yfir sumarið þegar undirhárin byija að vaxa aftur og
er aftur orðinn hvítur að hausti. Síðan dökknar hann aftur síðla
hausts þegar hann er kominn í vetrarfeldinn. Til eru hestar sem hafa
dökkan undirhárafeld og Ijós vindhár.
um allnáið og kom nokkrum sinnum
til að taka myndir af þeim. Ég sá
fljótt að ég þyrfti að koma miklu
oftar því ég missti af litaskiptum.
Það endaði með því að í ein þrjú ár
fór ég einu sinni í mánuði að meðal-
tali til að fylgjast betur með. Ég sá
þá að litabreytingin er allt öðravísi
en skráð hafði verið á bækur.“
Páll segii’ að allt of lítið sé vitað
um liti í íslenska hrossastofninum
og hvemig þeir erfast. Hann segir
nauðsynlegt að aflað verði þekking-
ar á þessu sviði til að hægt verði að
nýta hana í ræktuninni. Margir hafi
mikinn áhuga á fágætum litum í
hrossum, en vita ekki nóg til að geta
ræktað þá.
Málefnalegar umræður
um nýtt ræktunartakmark
lags og vilja. Lund minni meira á
geðslag en vilja, en það sé einmitt
öfugt við það sem eiginleikinn á að
lýsa.
Fundarmenn veltu einnig mikið
fyrir sér eiginleikanum fegurð í reið
sem á nýja einkunnaskalanum á að
fá mun meira vægi. Töldu sumir að
erfitt væri að átta sig á einstökum
þáttum sem dæmast ættu í þessum
eiginleika. Ef margir þættir væra
dæmdir saman minnkaði upplýs-
ingagildi dómsins.
Þá kom fram að sumir töldu að
margir stóðhestar hefðu fengið svo
hátt fyrir fegurð í reið að samkvæmt
því væri ekki pláss á einkunnaskal-
anum fyrir þau hross sem bæra af
hvað þetta varðar. Hrossaræktend-
ur og dómarar þyrftu að taka harðar
á þessum eiginleika og móta sér
skoðanir á því hvemig hestur ætti
að líta út. Fengur frá íbishóli,
heimsmeistari í tölti, var nokkrum
sinnum nefndur sem sú hestgerð
sem stefna bæri að að rækta.
Fótagerð og réttleiki vora einnig
mikið til umræðu og töldu margir
mikilvægt að minnka ekki vægi
þessara þátta og að áfram yrði mildl
áhersla lögð á þá í ræktuninni meðal
annai's með tÚliti til heilbrigðis og
endingar. Einnig vora ræddar hug-
myndir um að dæma geðslag sem
fyrst hjá ungum tryppum, að leggja
þyrfti áherslu á prúðleika á tagl og
fax, góða frjósemi, þol og endingu,
litafjölbreytni, að hross séu geðgóð
og auðtamin og að rannsóknir verði
efldar í hrossarækt.
Þrátt fyrir miklar umræður virt-
ust fundarmenn flestir nokkuð
ánægðir með þær tillögur sem liggja
fyrir og margir minntust á að nauð-
synlegt væri að ræktunartakmarkið
væri í sífelldri endurskoðun.
Samkvæmt nýja ræktunartak-
markinu mun svona út: einkunnaskalinn líta
Sköpulag:
Eiginleiki Er nú Verður
% %
Höfuð 5,0 2,5
Háls, herð- ar og bógar 10,0 10,0
Bakog lend 7,5 2,5
Samræmi 7,5 7,5
Fótagerð 7,5 5,0
Réttleiki 5,0 2,5
Hófar 7,5 7,5
Samtals 50,0 37,5
Kostir:
Eiginleiki Ernú Verður
% %
Fet 0,0 0,0
Tölt 14,3 15,0
Brokk 5,7 8,0
Skeið 7,2 9,0
Stökk 4,3 5,5
Vilji 8,6 12,5 (lund)
Geðslag 4,3
Fegurð í reið 5,7 12,5
Samtals 50,0 62,5
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Armúla 20 sfmi 533 5900 fax 533 5901
Gleraugnasalan,
Laugavegi 65.
MARGIR tóku til máls um nýtt
ræktunartakmark í hrossarækt á
samráðsfundi Fagráðs í hrossarækt
sem haldinn var í Bændahöllinni í
síðustu viku og vora umræður mál-
efnalegar.
Ágúst Sigurðsson hrossaræktar-
ráðunautur Bændasamtakanna
kynnti nýtt ræktunartakmark í
hrossarækt á fundinum sem var vel
sóttur af ræktendum og áhugafólki
af öllu landinu. Agúst lagði áherslu á
að þótt svo virtist sem þetta væra
róttækar breytingar í fyrstu væru
þær í raun og vera frekar fínstilling
á núverandi takmarki.
í máli fundarmanna kom mjög
ákveðið fram að ekki skyldi notað
orðið lund yfir nýjan eiginleika sem
fyrirhugað er að dæma í stað geðs-
nsTuno