Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ragnar Stefánsson sagði að gos væri ekki yfírvofandi en líklega yrði Hafþór Jónsson, Páll Einarsson, Magnús Tumi Guðmundsson
gefln út viðvörun ef skjálftar færu yfir 3 á Richter. og Ragnar Stefánsson.
Gos ekki yfírvofandi
en vöktun nauðsynleg
Morgunblaðið/Golli
íbúar í Rangárvallasýslu fylltu félagsheimilið í Heimalandi á fundinum í gær.
Vísindamenn ganga
ekki svo langt að segja
að gos úr Eyjafjallajökli
sé yfírvofandi en engu
að síður benda mæling-
ar þeirra á landrisi og
jarðskjálftum til þess að
gos sé mögulegt. Sam-
kvæmt gossögunni hafa
ekki miklar hamfarir
fylgt gosi úr jöklinum en
hins vegar hafa Kötlu-
gos hafíst í kjölfar
þeirra og einu slíku gæti
fylgt stórhlaup niður á
Markarfljótsaura.
MIÐAÐ við virkni Eyjafjallajökuls
má búast við svipuðu gosi og kom úr
jöklinum árið 1821, sem stóð yfir til
1823. Gosið var kraftlítið þeytigos en
langvinnt. Ekki fór sögum af stórum
jökulhlaupum í kjölfar þess.
Ef Eyjafjallajökull færi að gjósa að
nýju mætti búast við stuttum og
snöggum jökulhlaupum vegna bratta
Eyjafjallanna og þótt bæir í námunda
við jökulinn séu vel varðir gegn þeim
er aðra sögu að segja um vegamann-
virki, sem þyldu aldrei slíkan ágang
náttúruaflanna.
Almannavarnir ríkisins vilja
áhættugreiningu á svæðinu og telja
ástæðu til að taka fullt mai-k á vís-
bendingum um óróa í jöklinum. Þá
telja heimamenn fjarskiptamál Al-
mannavarna ekki í nógu góðu lagi.
I síðasta gosi ollu flúorsambönd í
gjósku frá gosi úr jöklinum töluverð-
um gaddi í búpeningi og hætt er við
því aftur ef næsta gos verður eins.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á vel sóttum borgarafundi á
Heimalandi í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi í gær þar sem nokkrir vísinda-
menn fóru yfir stöðu mála með
heimamönnum.
Aurflóð í kröftugum
gusum
Magnús Tumi Guðmundsson, jarð-
eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofn-
un Háskóla íslands, sagði að annað-
hvort mætti búast við kröftugum
gusum vegna jökulhlaupa frá gosi úr
jöklinum eða smágusum. Samkvæmt
reynslu frá öðrum löndum yrði lík-
lega um að ræða aurflóð sem myndi
ná niður úr bratta fjallanna og skilja
eftir sig aurinn áður en vatnið úr flóð-
inu dreifðist niður á láglendið. Hann
lýsti mögulegu ástandi sem svo að
„óþægindi“ hlytust af því en litlar lík-
ur væru á „hamagangi“ en útilokaði
ekki að hættulegt hlaup gæti komið
sem krefðist þess að hús í nágrenninu
yrðu rýmd.
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðl-
isfræði, sagði að skoða yrði þau merki
sem komið hefðu fram á mælum við
Eyjafjallajökul í samhengi við eldgos
úr Kötlu. Ein möguleg atburðarás
væri sú að stórhlaup kæmi úr Kötlu-
öskjunni eftir aðrennslisrás til norð-
vesturs niður á Markarfljótsaurana.
Ragnar Stefánsson, jarðskjálfta-
fræðingur hjá Veðurstofunni, sagði
að ekki hefðu mælst miklir skjálftar í
jöklinum en hins vegar væri þróunin
þó það mikil að nauðsynlegt væri að
vakta íjalhð vel. Hann tók fram að
gos væri ekki yfirvofandi en ef þær
væringar í jökhnum sem greinst hafa
að undanfomu væm raunveralegur
undanfari goss mætti búast við svip-
uðu gosi og varð árið 1821.
Ragnar sagði að ef styrkur eins
skjálfta færi yfir 3 á Richter og fleiri
fylgdu í kjölfarið þá þætti hugsanlega
ástæða til að vara fólk við.
Páll Einarsson lýsti Eyjafjallajökli
sem ,yólegu“ og „lötu“ eldfjalli. Hins
vegar hefðu landmælingar við jökul-
inn í sumar þótt gransamlegar svo
ákveðið var að mæla landris aftur nú í
nóvember síðastliðnum. Þá fengust
fyrri mælingar staðfestar og var Ijóst
að mælipunktur fyrir ofan Seljavelh í
V-Eyjafjallahreppi sýndi að land
hafði risið um 10 cm til suðsuðvesturs
og litlu meira við Fimmvörðuháls.
Ragnar Stefánsson greindi frá vax-
andi kvikusöfnun efst í gosrás jökuls-
ins við toppgíg hans, en miðað við þá
þrýstiorku sem slyppi út úr fjallinu
mætti ekki búast við kröftugu gosi.
Mark takandi á
vísbendingnnum
Hafþór Jónsson hjá Almannavörn-
um ríkisihs sagði að full ástæða væri
til að taka fullt mark á þessum vís-
bendingum og sagðist vilja áhættu-
greiningu fyrir svæðið og greindi frá
áætlunum og starfsskipulagi Al-
mannaráma ef vá bæri að höndum.
Hafþór sagði tilgang áhættugrein-
ingarinnar vera þann að finna svör
við þvi hvernig ætti að bregðast við
þegar vísindamenn áhtu að gos í
Eyjaíjallajökli væri að hefjast.
Ur hópi heimamanna kom fram
nokkur gagnrýni á fjarskiptamál Al-
mannavama. Til að mynda væri
skipulagi á prófun aðaltalstöðvar í
Nýja-Bæ í Vestur-Eyjafjallahreppi
og reglubundnu eftirliti með henni
ábótavant. Ennfremur væru ekki
hafðar uppi öryggisráðstafanir af
hálfu almannavarnanefndar til að
hafa talstöðina á bænum í gangi ef
rafmagn færi af, t.d. með því að
leggja til aukaolíu á rafstöð bæjarins.
I Skógum í Austur-Eyjafjalla-
hreppi er þá hvorki unnt að ná GSM-
né NMT-farsímasambandi og aðal-
talstöð Almannavama, sem er í Skóg-
um, er biluð. Þar að auki er talstöðin
lokuð inni í byggingu framhaldsskól-
ans í Skógum, sem hætti starfsemi á
þessu ári.Hefur talstöðin ekki verið
færð þar sem hún virkar ekki annars
staðar innanhúss í Skógum. Rofni
símasamband vegna náttúrahamfara
blasir því við algert sambandsleysi í
Skógum samkvæmt upplýsingum
íbúa þaðan. A næsta ári verður, sam-
kvæmt áætlun Landssímans, komið
farsímasamband í Skógum.
Umsögn Veðurstofunnar til Skipulagsstofnunar vegna álvers f Reyðarfírði
Dreifingarskilyrði
loftmengunar slæm
SÉRFRÆÐINGAR Veðurstofu ís-
lands benda á í umsögn til skipulags-
stjóra ríkisins að dreifingarskilyrði
loftmengunar séu almennt slæm í
Reyðarfirði. Ef reisa eigi stóriðju á
Hrauni þurfi að horfast í augu við
þessa staðreynd, nota viðeigandi
tækni við framleiðslu, setja strangari
reglur um hreinsun útblásturs og
gæta varkárni við meðferð mengandi
efna. Þetta kemur fram í úrskurði
skipulagsstjóra varðandi mat á um-
hverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers
við Reyðarfjörð en skipulagsstjóri
leitaði umsagna og sérfræðiálits
meðal fjöldamargra stofnana og sam-
taka.
Ekki gert ráð fyrir
vothreinsibúnaði í 1. áfanga
Framkvæmdaraðiiar álversins
hafa gengið út frá að álver í fyrsta
áfanga (120 þúsund tonn) verði búið
þurrhreinsibúnaði en í öðrum og
þriðja áfanga verði vothreinsibúnaði
bætt við. Vothreinsibúnaður dregur
úr brennisteinsdíoxíðmengun auk
þess að minnka nokkuð flúor- og ryk-
mengun og hreinsa þungmálma og
svokölluð PAH-efni úr útblásturs-
loftinu. Margir þeirra sem sendu
skipulagsstjóra umsagnir eða at-
hugasemdir töldu að gera ætti kröfu
um vothreinsibúnað í fyrsta áfanga
álversins.
Aðrar aðstæður en í
Straumsvík og á Grundartanga
Fram kemur í skýrslunni að Veð-
urstofan telur að dreifingarskilyrði
mengunarefna séu miklu betri við ál-
verin í Straumsvík og Grandartanga,
þar sem eingöngu er beitt þurr-
hreinsibúnaði, og því kunni að þurfa
meiri hreinsun og strangari fram-
kvæmd og reglur í álveri í Reyðar-
firði. Er sérstök athygli vakin á veð-
urfarsaðstæðum sem skapast geti að
sumarlagi í Reyðarfirði sem leitt
gætu til þess að skammtímamengun
af brennisteinsdíoxíði kunni stundum
að geta valdið óþægindum og angri á
iðnaðarsvæðinu og í nágrenni þess.
í 33 athugasemdum sem
Skipulagsstofnun bárast er fjallað
um veðurfar. Þai- kemur fram að að-
stæður í Reyðarfirði séu ekki heppi-
legar til staðsetningar stóriðju vegna
þess að fjörðurinn er djúpur og
þröngur, staðviðri era tíð og búast
megi við mörgum samfelldum stillu-
dögum. Páli Bergþórsson veðurfræð-
ingur bendir á í athugasemd sinni að
veðurskilyrði í Reyðarfirði séu með
því óhagstæðasta sem gerist hér á
landi fyrir verksmiðjurekstur þar
sem mengun lokist inni í tiltölulega
tíðu hægviðri í löngum aðkrepptum
firði. Hollustuvemd ríkisins vísar í
reynslu af útblæstri frá fiskimjöls-
verksmiðjum í þröngum fjörðum sem
geti legið lengi yfir, einkum í stillum
þegar loftið verði lagskipt.
Fram kemur í frammatsskýrslu
framkvæmdaraðila að veðurathug-
anir hafi verið gerðar á fyrirhuguðu
iðnaðarsvæði við Hraun frá maí 1998
til maí 1999. Veðurstofan fellst í sinni
umsögn á að mælingar frá maí 1998
vegna áhrifa af starfsemi fyrsta
áfanga álversins geti talist nægilegar
til að hægt sé að nota þær til að spá
yfir lengra tímabil, en nokkur óvissa
sé um nákvæmninga þar sem dreifi-
kerfi loftmengunar í Reyðarfirði sé
mjög flókið og veðuraðstæður breyt-
ist frá ári til árs. Veðurstofan bendir
hins vegar á að 480 þúsund tonna ál-
ver kalli á miklar athuganir áður en
unnt sé að taka ákvörðun um stað-
setningu þess í þröngum firði um-
luktum háum fjöllum.
Brennisteinsdíoxíð stundum til
óþæginda á svæði og nágrenni
Veðurstofan bendir einnig á að við
úrvinnslu á vind- og stöðugleikamæl-
ingum i Reyðarfirði hafi vaknað ugg-
ur um að skammtímamengun af
brennisteinsdíoxíði kunni stundum
að sumarlagi að verða til óþæginda á
verksmiðjusvæðinu sjálfu sem og í
nágrenni þess, t.d. á Búðareyri. Vot-
hreinsun geti leyst þann vanda. Þá
beri Islendingum að uppfylla strang-
ari kröfur um mengunarmörk skv.
nýútkominni tilskipun Evrópusam-
bandsins fyrir 19. júlí árið 2001 og
nauðsynlegt verði að taka tillit til
þess varðandi álver í Reyðarfirði.
Styrkur mengunarefna hvergi
yfír viðmiðunarmörkum
Fram kemur í gögnum fram-
kvæmdaraðila að fyrir álver með 120
þúsund tonna ársframleiðslu og án
vothreinsibúnaðar reiknist styrkur
mengunarefna hvergi yfir viðmiðun-
armörkum utan þynningarsvæðis
sem þarf að ná yfir verksmiðjulóðina
og nánasta umhverfi hennar. I um-
sögn Náttúravemdar ríkisins segir
að ljóst sé að mengun muni aukast í
Reyðarfirði ef verður af byggingu ál-
vers og telur stofnunin að aðeins eigi
að miða við 120 þús. tonna ársfram-
leiðslu í fyrstu. Krefjast eigi
hámarkshreinsunar á mengunarefn-
um strax í fyrsta áfanga og notast
eigi við vothreinsun.