Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
Það sem ekki
má segja
ÞRIÐJUDAGINN
7. desember var undir-
ritaður staddur á þing-
pöllum þegar utandag-
skrárumræða var um
„íslensku leiðina",
skýrslu Stefáns Ólafs-
sonar um íslenska vel-
ferðarkerfið.
Meðan umræðan fór
fram tók ég eftir að
ekki voru nema 18
þingmenn í salnum og
var áberandi hvað
þingmenn rápuðu út og
inn og voru greinilega
með hugann við eitt-
hvað allt annað en það
sem fram fór í salnum.
Þetta fannst mér algjör dónaskap-
ur og lítilsvirðing við málefnið og
sýndi í hnotskum hver hugur flestra
þeirra er til þeirra sem lökust hafa
kjörin. Á þessu voru þó undantekn-
ingar frá báðum hliðum. Það er ein-
hvern veginn þannig að maður hefur
alltaf á tilfinningunni að í þinginu sé
^.reglan, annað hvort ertu með eða á
móti mér.
Þá á ég við að, eins og í þessu um-
rædda tilviki, það er tilhneiging hjá
stjórnarliðum að líta þannig á að allir
sem mættu á þingpallana séu
stjórnarandstæðingar en ekki það að
þeir væru þama til að leggja áherslu
á að fá málefnum sem tengjast þeim
breyttum til hins betra fyrir skjól-
stæðinga sína.
Hefur þetta jafnvel gengið það
langt að forsvarsmenn fyrirtækja
hafa hringt í félagasamtök og til-
Tteynnt að þau styrki ekki félög vegna
einhverja mótmæla eða skoðana sem
hafa komið fram hjá forsvarsmönn-
um þeirra.
Það segir sig sjálft að aðilar sem
berjast fyrir bættum kjöram þeirra
sem verst era staddir í þennan og
þann tíma eru oftast í andstöðu við
ríkisvaldið á sama tíma. Sérstaklega
þegar sækja þarf allar kjarabætur til
ríkisins. En nóg um þetta. Það var
fróðlegt að sjá og heyra hvernig ráð-
herrar og þingmenn náðu að tala í
klukkutíma um það sem þau voru í
raun sammála um en gátu samt ekki
verið sammála um, það er að segja að
hækka þyrfti þær bætur sem þeir
verst settu fá.
f—' Af hverju er aldrei hægt að segja
hlutina eins og þeir
eru? Að ekki er hægt að
hækka bæturnar vegna
þess að þá riðlast gogg-
unarröðin í launakerf-
inu og til að viðhalda
því þyrfti að hækka alla
aðra samsvarandi
þannig að engum væri
misboðið og þyrfti að
slá af kröfum sínum og
ímynduðu stolti.
„Þjóðarsátt", hve oft
hefur maður ekki heyrt
þessi orð notuð um hin
ýmsu mál sem deilt er
um og leysa á með
„þjóðarsátt“.
Ég verð nú samt að
nota það um þetta atriði því ef um
eitthvað ætti að nást þjóðarsátt er
það að eyða fátækt og þeirri þjóðar-
skömm sem henni fylgir.
Við höfum alla burði til þess, „vilji
Fatlaðir
Ég tek mannauð,
segir Jóhannes Þór
Guðbjartsson, fram
yfir sandauðn.
er allt sem þarf “ eru fleyg orð, plús
það að taka ákvörðun un lágmarks-
laun og lífeyri sem nægði til mann-
sæmandi lífsviðurværis.
Þetta er ekki stórt atriði og væri
ekkert mál ef allir stæðu saman um
það. Mér verður í því sambandi
hugsað til þeirrar vinnu og áróðurs
sem settur var af stað til að knýja
fram umhverfismat í sambandi við
Fljótsdalsvirkjun.
Ef fólki væri jafn umhugað um þá
sem verst hafa kjörin í þjóðfélaginu
og þessar gæsir og hreindýr sem
voru flutt til landsins og eiga ekki
heima í íslenskri náttúru væri staða
öryrkja og aldraðra ekki eins slæm
og raun ber vitni.
Það getur verið að ég sé svona
þröngsýnn en ég tek mannauð fram
yfir sandauðn.
Höfundur er framkvæmdastjdri
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á
höfuðborgarsvæðinu.
Jóhannes Þór
Guðbjartsson
KAUPÞING
Peningamarkaðsvíxlar Kaupþings hfv
gjalddagi 1. nóvember 2000,
á Verðbréfaþing íslands.
Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka
peningamarkaðsvíxia Kaupþings hf. á skrá þingsins.
Víxlarnir verða skráðir miðvikudaginn 22. desember
nk. Þeir eru á gjalddaga þann 1. nóvember 2000.
Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Utgáfu-
dagur þeirra er 18. október 1999. Skráningarlýsingu
er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráning-
arinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig
hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í
skráningarlýsingunni.
KAUPÞING
Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sími 515 1500, fax 515 1509
I
U mh verfissinnar
og álverselskendur
OFTAR en ekki er
fólk sem tekur afstöðu
gegn Fljótsdalsvirkj-
un eða þungaiðnaði í
Reyðarfirði, uppnefnt
ýmsum nöfnum til að
gera það tortryggi-
legt. I grein sinni í
Morgunblaðinu 20.11.
99, kallaði Vigfús Ól-
afsson umhverfisvini
„eyðimerkurverndun-
arsinna og gerir það
að tillögu sinni að sem
flest lón og stíflur
verði byggðar á há-
lendinu til að auðvelda
uppgræðslu. Ég hló,
því sennilega var um
brandara að ræða (ég vona það
hans vegna). í umræðunni um þessi
mál er sífellt verið að tönnlast á
sömu atriðunum. Eitt af því sem
virkjunarsinnar staglast á, er að
umhverfissinnar komi ekki með til-
lögur um eitthvað sem gæti snúið
landsbyggðarflóttanum við. En
staðreyndin er sú að stóriðjusinnar
hafa sjálfir ekki komið með neina
hugmynd aðra en að byggja upp
mengandi þungaiðnað. Ætla menn
að veðja öllu á einn og sama hest-
inn?
Vetni mun að öllum líkindum
leysa hefðbundið eldsneyti af hólmi
í nánustu framtíð og hefur verið
talað um að íslendingar gætu orðið
leiðandi í vetnisframleiðslu. Ljóst
er að með Fljótsdalsvirkjun, hefur
stærsti hluti orkunnar sem hægt er
að beisla úr fallvötnum landsins
verið nýttur, ef marka má háttvirt-
an utanríkisráðherra. Orkan dugar
þó ekki til að keyra fyrirhugað ál-
ver á Reyðarfirði fullbyggt. Vetnis-
framleiðsla Islendinga væri því úr
myndinni þar sem að sú framleiðsla
krefst mikillar orku, sem ekki verð-
ur til ef rafmagn framleitt með
virkjuninni verður læst í álveri.
Á málfundi í Háskólanum fyrir
skemmstu voru rædd virkjunar og
stóriðjumál og þar spurði ég Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
út í vetnismálin. Hann viðurkenndi
að með álveri væri verið útiloka
möguleika íslendinga til að fram-
leiða vetni í stórum stfl en sagðist
halda að vetnistæknin væri eitt-
hvað sem ekki væri á döfinni á
næstunni. Þetta er
vandamálið í hnotsk-
urn! Hann heldur að
tæknin sé ekki á döf-
inni. Málið er að
stjórnvöld hafa ein-
faldlega ekki kannað
aðra möguleika en að
reisa álver. Svo virðist
sem að menn nenni
ekki að hugsa lengra
en 5 ár fram í tímann
og leiti því að skamm-
tímalausnum án þess
að íhuga aðrar leiðir.
Sífellt heyrir maður
þá fullyrðingu að álver
muni verða til þess að
hámenntuð ungmenni
snúi heim til Reyðarfjarðar til að
vinna í álveri í sinni heimabyggð.
Þarna kristallast sá misskilningur
að störf í álveri séu mönnuð há-
menntuðu fólki að miklum hluta.
Þetta er rangt ef marka má Hrann-
ar Pétursson, upplýsingafulltrúa
Stóriðja
Stjórnvöld hafa einfald-
lega ekki kannað aðra
möguleika, segir
Björgvin Hilmarsson,
en að reisa álver.
ÍSAL, og Geirlaugu Jóhannesdótt-
ur fræðslustjóra sama félags. í
grein í Morgunblaðinu 27.08. 99
segja þau meðal annars: „Hjá IS-
AL eru um 500 starfsmenn. I þeim
hópi eru fjölmargar starfsstéttir
með mislanga skólagöngu að baki.
Stærsti hópur starfsmanna eru ófa-
glærðir verkamenn, um 320 talsins.
Ekki rengi ég þessi orð og sýna
þau að allt tal um mikla menntun
meirihluta starfsfólks í álverum er
byggt á misskilningi.
Sorglegt er að fylgjast með því
hvernig menn eru smátt og smátt
að gefast upp fyrir því ranglæti
sem meðal annars felst í uppsöfn-
uði aflaheimilda á fárra hendur og
hefur orðið til þess eins að ganga
að landsbyggðinni dauðri.
Nú er svo komið að fólk hefur
bugast og bitið í sig þá örþrifahug-
mynd að álverksmiðja muni bjarga
öllu. Stjórnvöld bera mikla ábyrgð í
þessu máli og gætu gert mun meira
til að sporna við landsbyggðarflótt-
anum ef vilji væri fyrir hendi.
Mikið er rætt um hvort Fljóts-
dalsvirkjun skuli í lögformlegt mat
á umhverfisáhrifum. Allir vita að
virkjunarleyfið var veitt áður en
lög um umhverfismat voru sett.
Þetta hefur verið endurtekið of oft.
Árni Þormóðsson spyr í grein sinni
í Morgunblaðinu 23.11. 99, hvað
veldur breyttu viðhofi „fyrri tals-
manna Fljótsdalsvirkjunar gagn-
vart Eyjabökkum. Eins tekur hann
fram að lög um umhverfismat hafi
ekki verið til 1991 og er þá væntan-
lega að meina, að ekkert sé í vegin-
um fyrir að haldið verði áfram með
framkvæmdir.
Lítum nú á þetta rökrænt. Einu
sinni voru ákveðnir menn með
virkjun en eru nú á móti. Einu
sinni voru ekki til lög um umhverf-
ismat, en núna eru þau til. Við skul-
um gefa okkur að ný lög séu sett til
að svara kalli tímans. Ég held að
allir geti verið sammála um það.
Ég sé ekki betur en að þetta sé af-
leiðing þess að viðhorf samfélags-
ins hafi breyst í þá átt er lögin
kveða á um. Ekkert er því undar-
legt við að menn skipti um skoðun,
ekki síst þegar hin nýja skoðun er
beinlínis í takt við lög og vilja sam-
félagsins og því eðlilegt þroska-
merki. Hitt er undarlegra að menn
skuli skýla sér bak við þá stað-
reynd að leyfi hafi verið veitt fyrir
gildistöku laganna er þeir krefjast
framkvæmda, sem undir eðlilegum
kringumstæðum brytu í bága við
núgildandi lög.
Við erum stödd í nútímanum og
ættum að vera þakklát fyrir að ekki
hafi orðið af framkvæmdum fyrr.
Ef af framkvæmdum hefði orðið
um leið og leyfi var veitt á sínum
tíma, hefði framvinda málsins verið
í takt við þágildandi lög og viðhorf
almennings. Málið væri því litið
öðrum augum í dag og menn segðu
sennilega sem svo að í þá daga
hefðu menn ekki vitað betur. Ef
framkvæmdir verða keyrðar í
gegn, samkvæmt lögum sem giltu
fyrir mörgum árum, verður ekki
hægt að kenna fáfræði um heldur
aðeins þrjósku við að horfast í augu
við breytt viðhorf og þekkingu. Við
gætum því alveg eins afgreitt lög
um umhverfismat sem tilgangs-
laust bull.
Reynt hefur verið að kasta rýrð
þá skoðun fólks að umhverfismatið
skuli fara fram, með niðurstöðum
skoðanakönnunar sem sýndi að
fæstir vita hvað í lögum um um-
hverfismat felist. Ég viðurkenni að
ég veit ekki nákvæmlega hvernig
lagabálkurinn hljóðar en það gerir
ekki lítið úr þeirri skoðun minni að
lögformlegt mat á umhverfisáhrif-
um eigi að fara fram. Fæstir vita
nákvæmlega hvernig hegningarlög
um misnotkun barna hljóða, en það
þýðir varla að aðeins lögfræðingar
geti haft þá skoðun að misnotkun
barna sé röng.
Þróunin á Vesturlöndum er sú að
þjóðir eru að hverfa frá hráefnis-
framleiðslu, til hátækniiðnaðar og
fullvinnslu afurða. Ég vil gera það
að tillögu minni að meira verði gert
til að stuðla að fullvinnslu hráefna
sem nóg er af í stað þess að flytja
þau óunnin úr landi.
Eins og álverselskendur hafa svo
oft nefnt, þá er notkun á áli að auk-
ast í heiminum. Væri því ekki vit-
laust að íslendingar reyndu að nota
kollinn og fara framleiða fullunnar
vörur úr áli og iðnaðarráðuneytið
mætti sjá sóma sinn í að styðja við
þá sem út í það færu. Með því móti
væri hægt að margfalda arðsemi af
núverandi álframleiðslu á Islandi.
-á
BT Skeifunni - 550-4444 • BT Kringlunni - 550-4499
BT Hafnarfirði - 550-4020 • BT Reykjanesbæ - 421-4040 • BT Akureyri - 461-5500
Höfundur er nemi í líffræði við
Háskóla íslands.