Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 57 BÓKARKAFLI bjarga ekki móður þinni í misgrip- um fyrir fánann! Þessum orðum laust niður í 14 ára kollinn með þvílíkum krafti að allar viðmiðanir í hugarheimi Johan Martin jr. skekktust. Jún- íorinn var alveg fyi'ii'varalaust kominn undir sjónarhorn kirkjunnar og eilífðarinnar. Hann stóð nú nær vitstola þarna í þessu brennandi helvíti og tók umsvifa- laust mannslíf fram yfir sigursæl- an og ginnheilagan silkifána ættar- innar. Johan Martin Fleichdeck jr. sagðist síðar svo frá, að hann hefði brugðist því mikilvægasta hér í heimi, aganum, ættarsómanum, hugsjóninni, sjálfum fánanum. Skömmin hvíldi á herðum hans þyngri en svo að hann fengi risið undir henni til lengdar. 10 árum síðar hengdi hann sig í orðubandi stórriddarakrossins og ættin logn- aðist út af. Karamellur gegn málæði [...] Samkvæmt þingsköpum er það réttur einstakra þingmanna að hamla með maraþonræðum gegn flýtimeðferð á fi-umvörpum sem stríða gegn réttlætiskennd þeirra. En í slíkum málum sem öðrum er oftar en ekki til krókur á móti bragði. Ég er ekki að leggja til við þingforseta að hann útbýti tyggi- gúmmíi sem varnaraðgerð, mér hrýs hugur við tilhugsuninni einni saman, samanber það sem segir í ljóði Jónasar Svafár: “...meðan varir mínar sóru/ mættust tennur/ þær fóru tryllt í talandi húmi í tog- leðursgúmí. Um karamellur gegnir allt öðru máli. Eitt sinn voru þeir þing- mennirnir Karl Guðjónsson, Al- þýðubandalagi, og Jón Pálmason frá Akri, Sjálfstæðisflokki, harð- vítugir andstæðingar í afstöðu sinni til frumvarps, og þegar það var til þriðju og síðustu umræðu í þingsal og komið að Jóni á mæl- endaskrá, þá vantaði Jón í salinn og Karli var skemmt, en óþol í þingforseta að vonum, og gerði hann með hraði þingvörð út af örk- inni að gera dauðaleit að Akur- bónda. Þingvörður fann loks Jón á snyi'tingu karla álútan yfir vaski og með fíngurna uppí sér. „Eruð þér veikir, Jón?“ spurði þingvörður samúðarfullur. „Nei,“ hvæsti Jón. „Helvítið hann Karl Guðjónsson gaf mér karamellu!“ [...] Safnaðarstarf Jólatónleikar í Fíladelfíu í KVÖLD verða haldnir árlegir jólatónleikar í Ffladelfíu til styrkt- ar þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það verður mikil og fjölbreytt dagskrá, m.a. kemur fram lofgjörðarhópur Fíladelfíu ásamt einsöngvurum og hljóðfæra- leikurum og nýstofnaður sönghóp- ur mun flytja syrpu af jólalögum. Flutt verður stutt jólahugvekja og í lokin tendi'um við jólakerti og syngjum saman. Aðgangur er ókeypis en tekinn verða samskot sem renna óskipt til þessa málefn- is. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og það eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Opinberun Jóhannesar í Hallgrímskirkju I dag, miðvikudaginn 15. des., verður síðasti Biblíulesturinn fyrir jól, en nú lesum við Opinberunar- bók Jóhannesar með hliðsjón af Listsýningu Leifs Breiðfjörðs í for- kirkjunni, en myndir hans þar eru allar við texta úr Opinberunarbók- inni. Biblíulesturinn hefst kl. 20, en að honum loknum eða kl. 21 er sunginn náttsöngur í kirkjunni. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur máls- verður á eftir. Grensáskirkja. Jólasamvera eldri borgara hefst kl. 12.10 með helgistund í kirkjunni. Jólamatur í safnaðarheimili. Þar les sr. Jón Bjarman úr nýútkominni ævisögu sinni. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 20. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvandamál. Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrun- arfræðingur. Jólatónleikar Tón- skóla þjóðkirkjunnar kl. 18. Biblíu- fræðsla um Opinberunarbók Jóhannesar kl. 20-21. Náttsöngur kl. 21. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri KIRKJUSTARF borgara í dag kl. 13-17. Spil, lest- ur, handavinna. Kaffí og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Laugarneskirkja. Kirkjuprakk- arar kl. 14.30. Starf fyrir 7-9 ára börn. Jólafundur. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Jólafundur. Aðventugleði kl. 20 í matsalnum á 9. hæð í Hátúni 10 með Þorvaldi Halldórssyni, Margréti Scheving, Guðrúnu K. Þórsdóttur, djákna og sr. Bjarna Karlssyni og ýmsum íbúum hússins og starfsfólki ÖBÍ. Mætum sem ílest. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Jólagleði. Biblíulestur kl. 16. Fílemonsbréfíð lesið. Kaffíveiting- ai’. Opið hús kl. 17. Baldur Sveins- son annast efnið. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu á eftir. Kirkjuprakk- arar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju kl. 20. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla kl. 17-18 fyrir 7-9 ára börn. Æskulýðsstarf fyrir ungl- inga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í slma 567 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknar- prestur. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús hjá æskulýðsfélag- inu í KFUM & K húsinu. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Ffladelfía. Jólatónleikar kl. 20. Fram kemur lofgjörðarhópurinn ásamt einsöngvurum. Aðgangur er ókeypis en tekin verða samskot til styrktar þeim sem minna mega sín um jólin. Allir hjartanlega vel- komnir. Húlaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. ★náttserkir ★náttfatnaöur ★boxer ★sloppar a ★inniskór I__k rympía. Kringlunni 8-12, 553 3600 SígDesoa |élai|» — eoaMwe aw euw Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígraen eðaltré, í hcesta gæðafiokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. ** / 0 ára ábyrgð s* Eldtraust í*- 12 stærðir, 90 - 500 cm t*. Þarfekki að vökva ** Stálfótur fylgir t* íslenskar leiðbeiningar í* Ekkert barr að ryksuga i* Traustur söluaðili <■»■ Truflar ekki stofublómin <* Skynsamleg fjárfesting Bandalag íslenskra skóta Afl til að breytast Athyglisverö bók sem minnir mann á aö þaö er þrennt sem skiptir höfuö máli til aö ná árangri í lífinu; skipulag, sjálfsagi og markmið . Linda Pétursdóttir HVÍTTMIIT honnun | C8%Prenlun Breyttu hugsun þinni - breyttu líkama þínum - breyttu lífi þínu SPACE' SAVER Hægt að legg- |a saman Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. WE5LO CADENCE 935EX Rafdrifin göngu- og hlaupabraut Hraði 0-13 km/klst. Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liðamót. Einfaldur hæöarstillir, vandaður tölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili og vinnustaði. Stgr. 108.370, kr. 114.073. Stærö: L 144 x br. 70 x h. 133 cm. r r 1 ÖRNINNP* STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890 < >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.