Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
JLOTT
í GOL UKALDANN
eftir Hákon Aöalsteinsson
| „Ég haföi gaman af aö lesa þessa bók
I og get því tekið undir þaö,
I sem stendur á bókarkápu:
■ „Þetta er skemmtileg bók sem getur
komiö öllum til aö brosa í
kampinn og glotta í
' golukaldann.“
(Sigurjón Björnsson, Mbl. 9. 11.99.)
Fæst einnig sem hljóðbók
á tveimur snældum,
höfundur les.
ÍJLULDA m
- reynslusaga vestfirskrar kjamakonu H
Finnbogi Hermannsson skráði.
Bókin lýsir lifi og ævikjörum
Huldu Valdimarsdóttur Ritchie.
„Mér finnst frásögnin af ævi þessarar
konu um margt merkileg og vissulega þess
viröi aö koma á prent... Höfundurinn hefur
aö minu viti unnið verk sitt vel og
samviskusamlega og af ágætri ritleikni."
(Sigurjón Björnsson, Mbl. 16. 11. 99)
LIFSGLEÐI
■ minningar og frásagnir
Þórir S. Guöbergsson skráði.
Þau sem segja frá eru: Séra Árni Pálsson,
Herdís Egilsdóttir, Margrét Hróbjartsdóttir,
; Rúrik Haraldsson og Ævar Jóhannesson.
I „Þetta er lipur og fróðleg lesning, vafalaust
1 mörgum kærkomin enda hafa fyrri bækur
B í þessum flokki notið vinsælda.“
Xt (HávarSigurjónsson, Mbl. 24. 11. 99)
lvlER LIÐUR VEL
- ÞAKKA ÞÉR FYRIR
Ljóö lnga Steinars Gunnlaugssonar
Vandaður skáldskapur
sem hefur vakið athygli.
1 LOTTINN
frá fangaeyjunni
eftir Jack Higgins
Frásögn af flótta úr einu rammgerðasta
fangelsi veraldar.
UjUMARAST
eftir Bodil Forsberg
Spennandi ástarsaga eftir vinsælan höfund.
MjQöDcekyr
rynr ourn
I Nokkrar af hinum sígildu barnasögum Heiödísar
I Norðfjörö hafa nú verið gefnar út í nýjum
1 búningi. Tvær snældur eru nú saman í öskju.
ISÖGUR FYRIK SVBFN1NN
Ævintýri og kvöldbænir fyrir öll kvöld vikunnar.
Tvær snældur. Sjö þættir á hvorri snældu.
WÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNASONAR
- GÖMUL OG GÓÐ ÆVINTÝR1
riflK Búkolla, Grámann, Gilitrutt
og fleiri þekkt ævintýri.
JÖLASOGUR
Fallegar jólasögur og jólasveinasögur
fyrir börn. Tónlist sem tengist efninu
>m HÖRPUÚTGÁFAN
Stekkjarholti 8 - 10 • 300 Akranes • Sími 431 2860 • www.horpuutgafan.is
ERLENT
Stjórnarkreppa í Rúmeníu vegna deilu um umbætur
Forsetinn víkur forsæt-
isráðherranum frá
Deilt um hvort
brottvikningin sé
í samræmi við
stj órnarskrána
Búkarest. AP, AFP.
STJÓRNARKREPPA er nú í Rúm-
eníu eftir að Emil Constantinescu
forseti vék Radu Vasile úr embætti
forsætisráðherra í gær. Áður höfðu
tíu af sautján ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar sagt af sér vegna
óánægju með efnahagsstefnu for-
sætisráðherrans sem var sagður
hafa tafið fyrir umbótum.
Vasile kom fram í sjónvarpi og
sagði að forsetinn hefði farið út fyrir
valdsvið sitt því aðeins þingið gæti
vikið forsætisráðherra landsins frá.
Hann sagði að næsti forsætisráð-
herra yrði aðeins leikbrúða forset-
ans.
Constantinescu tilkynnti brott-
vikninguna eftir langan fund með
leiðtogum stjórnarflokkanna og ráð-
herrunum tíu sem sögðu af sér.
Vasile hafði sætt harðri gagnrýni
flokksbræðra sinna í Kristilega
demókrataflokknum, stærsta
stjórnarflokknum, og var einkum
sakaður um að hafa tafið fyrir efna-
hagsumbótum með fyrirslætti og
undanbrögðum.
Forsetinn tilnefndi jafnaðar-
manninn Alexandru Athanasiu,
fyrrverandi félagsmálaráðherra,
sem forsætisráðherra til bráða-
birgða. Ráðheri-arnir sem sögðu af
sér féllust á að sitja í bráðabirgða-
stjórninni, sem hefur takmörkuð
völd, getur ekki lagt fram ný frum-
vörp eða sett reglugerðir.
Skiptar skoðanir um lög-
mæti brottvikningarinnar
Vasile kvaðst ætla að ráðfæra sig
við lögfræðinga um hvort hann ætti
að leita réttar síns fyrir dómstólun-
um. Skiptar skoðanir eru meðal
rúmenskra lögfræðinga um hvort
forsetinn hafi vald til að víkja
forsætisráðherranum frá. Nokkrir
þeirra eru sama sinnis og Vasile og
segja ákvörðun Constantinescu
ógilda þar sem aðeins þingið geti
vikið forsætisráðheiranum frá með
því að samþykkja vantrauststillögu.
Aðrir telja að forsetinn hafi ekki far-
ið út fyrir valdsvið sitt.
Rúmenía er þingræðisland og
völd forsetans eru takmörkuð sam-
kvæmt stjórnarskránni frá 1991.
Sjö ráðherranna sem sögðu af sér
eru úr Jafnaðarmannaflokknum og
þrír úr Frjálslynda flokknum. Vasi-
le neitaði að segja af sér eftir afsögn
þeirra og benti m.a. á að hann nyti
stuðnings Tonys Blairs, forsætis-
ráðherra Bretlands, og fleiri leið-
toga í aðildarríkjum Evrópusamb-
andsins, sem hefur samþykkt að
hefja viðræður við Rúmena á næsta
ári um aðild þeirra að sambandinu.
Stjórnarflokkarnir sögðu að
markmiðið með brottvikningu Vasi-
le væri að „bæta störf stjórnarinnar,
blása lífi í efnahagsumbætur og
auka líkurnar á inngöngu í Evrópu-
sambandið".
Vasile var skipaður forsætisráð-
hen-a í mars á síðasta ári þegar
Victor Ciorbea neyddist til að segja
af sér eftir að hafa misst stuðning
stjórnarflokkanna við svipaðar að-
stæður.
Vasile átti undir högg að sækja
vegna innbyrðis deilna í stjórninni
og hann var sakaður um að hafa tek-
ið afstöðu með vinstrimönnum í
stjórnarandstöðunni í deilunni um
efnahagsumbætur.
Ólga vegna versn-
andi Iífskjara
Lífskjör margra Rúmena hafa
snarversnað á síðustu þremur árum
og hefur það leitt til mikillar ólgu
meðal launþega og fjölmennra mót-
mæla á götum rúmenskra borga síð-
ustu mánuði.
Gert er ráð fyrir því að verðbólg-
an í ár verði um 45% en stjórnin
hafði lofað að koma henni niður í
25% í viðræðum við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Evrópski seðlabank-
inn hefur spáð því að verg þjóðar-
framleiðsla Rúmeníu minnki um 4%
á árinu.
Norður-Kórea
Japanar af-
nema bann
við mat-
vælaaðstoð
Tókýó. AFP.
STJORN Japans tilkynnti í gær að
hún hefði afnumið bann við mat-
vælaaðstoð við Norður-Kóreu og
hygðist hefja viðræður fyi-ir ára-
mótin um að ríkin tækju upp stjórn-
málasamband að nýju.
Bannið við matvælaaðstoðinni var
liður í refsiaðgerðum sem Japanar
gripu til eftir að Norður-Kóreu-
menn skutu eldflaug í tilraunaskyni
yfir japanskt landsvæði í ágúst á
síðasta ári. Samskipti ríkjanna hafa
batnað frá því að Norður-Kóreu-
menn lofuðu í september að hætta
slíkum tilraunum meðan þeir ættu í
viðræðum við Bandaríkjastjórn. Áð-
ur hafði japanska stjórnin afnumið
bann við leiguflugi til Norður-Kór-
eu.
Mikill matvælaskortur
Norður-Kóreumenn standa
frammi fyrir miklum matvælaskorti
í vetur og búist er við að senda þurfi
um 1,3 milljónir tonna af korni til
landsins á næsta ári. David Morton,
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í mál-
efnum Norður-Kóreu, sagði í gær að
ástandið í landinu væri „viðkvæmt“
og frekari áföll, svo sem flóð eða
langvarandi þurrkar, gætu gert það
sem áunnist hefur á síðustu árum að
engu.
Hætta talin vera á krabbameini
samfara vinnu í álveri
Alcoa aðvarar
starfsmenn
Rannsóknir
hér á landi sýna
engin bein
tengsl
BANDARÍSKI álframleiðandinn
Alcoa hefur varað 3.000 fyrrver-
andi starfsmenn sína í tveimur ál-
bræðslum í Ástralíu við því, að
þeir eigi það meira á hættu en fólk
almennt að fá krabbamein í lungu
eða blöðru. Ekki hefur tekist með
rannsóknum hér á landi að sýna
fram á óyggjandi samband að
þessu leyti en í Noregi virðist sem
þeim, sem hafa starfað 30 ár eða
lengur í álveri, sé hættara en öðr-
um við krabbameini í blöðru.
Hættan eykst
um tvö prósentustig
í frétt frá AP-fréttastofunni
segir, að Alcoa hafi ráðlagt núver-
andi og fyrrverandi starfsmönn-
um sínum í Ástralíu að fara í
læknisskoðun og láta sérstaklega
athuga blöðruna. Sé ástæðan sú,
að komið hafi í ljós við rannsókn,
sem kanadíski álframleiðandinn
Alcan gerði, að þeir, sem hafi unn-
ið lengi í álbræðslu, einkum við
rafskautin, eigi meira á hættu en
aðrir að fá krabbamein í lungu og
blöðru.
Talsmaður Alcoa sagði, að
krabbamein í blöðru kæmi upp
hjá 2% manna almennt og krabba-
mein í lungu hjá 3% þeirra, sem
ekki reyktu. Prósentustigin væru
hins vegar tveimur fleiri í hvorum
flokki hjá þeim, sem hefðu unnið í
40 ár eða lengur í álbræðslu og al-
veg sérstaklega við rafskautin.
Rannsóknir hér á landi hafa
ekki leitt í ljós samband á milli
vinnu í álveri og krabbameins svo
óyggjandi sé samkvæmt upplýs-
ingum frá atvinnusjúkdómadeild
Vinnueftirlits ríkisins. I Noregi
hefur það hins vegar verið stað-
fest hvað varðar krabbamein í
blöðru hafi menn unnið í ál-
bræðslu í 30 ár eða lengur.
Tvenns konar rafskaut
Það eru tjöruefnin í rafskautun-
um, sem geta verið hættuleg, en
hjá Hollustuvernd ríkisins feng-
ust þær upplýsingar, að miklu
skipti hvernig rafskautin væru.
Hér á landi væru notuð bökuð raf-
skaut, sem eru í föstu formi og
hættuminni en Söderberg-raf-
skautin, sem eru í fljótandi formi
og eru víða notuð erlendis.