Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Leiðandi
framleiðandi
„Hlutverk ríkisins á sjónvarpsmark-
aðnum verði hlutverk framleiðandans
með fjármagnið á bakvið sig, þar verði
línurnar lagðar og hugmyndirnar og
handritin unnin til fullnustu, þar verði
verkefnin boðin út ogþeim svo fylgt eftir
affulltrúa framleiðandans. “
Alltaf skýtur upp koll-
inum reglulega um-
ræða um að breyta
Ríkisútvarpinu í
i hlutafélag og sýnist
þá mörgum sem aðeins sé verið
að stíga fyrsta skrefið til einka-
væðingar þess. Virðist það
reyndar vera grundaður ótti þar
sem aðrar ríkisstofnanir sem há-
effaðar hafa verið virðast eiga
stutt á markaðinn sumar hverjar.
Umræðan um Ríkisútvarpið
hefur þó á sér nokkuð annan blæ
og er þá ýmist verið að tala um
Sjónvarpið eða Hljóðvarpið,
hvort ríkið eigi að eiga annað eða
bæði, ennfremur hvort nokkur
ástæða sé til þess að hér sé ríkis-
rekin afþreyingarstöð, (Rás 2)
sem sé í beinni samkeppni við
aðrar slíkar sem virðast gegna
því hlutverki mæta vel. Rás-1 er
hinsvegar
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
nokkuð heil-
agari kýr,
menningar-
hlutverk
hennar er
ótvírætt og full ástæða til að ef-
ast um að einkareknar útvarps-
stöðvar gætu tekið við hlutverki
hennar með viðeigandi sóma.
Undirritaður er vafalaust ekki
einn um það að hafa komist að
þeirri einföldu niðurstöðu að á
Rás 1 er flutt fjölbreyttasta dag-
skráin, efnismesta, fróðlegasta
og skemmtilegasta og er dag-
skrárgerðin sjálf vel unnin og
sýnir metnað þeirra sem þar
koma að. Ekki er með þessu ver-
ið að gera lítið úr faglegum metn-
aði þeirra sem vinna við Rás 2,
heldur einfaldlega að ólíkar for-
sendur eru lagðar til gi-undvallar.
Undirritaður er vafalaust ekki
heldur einn um það að telja dag-
skrá Rásar 1 hina sönnu afþrey-
ingu, þar sem saman fara efnis-
lega áhugaverðir þættir og vel
unnir. Slík dagskrá krefst þess að
hlustað sé með báðum eyrum og
af nokkrum skilningi stundum og
hefur það fengið á sig allt að því
neikvæðan hljóm í munni þeirra
sem telja allt sem ekki rennur
eyrna á milli umhugsunarlaust
vera til marks um menningar-
rembing. Finnst manni reyndar
ástæðulaust að elta ólar við slíkt
og hefur allt of mikið verið lagt
upp úr því að reyna að draga
óforbetranlega lágkúruunnendur
upp á hærra plan eða það sem
enn verra er; að reyna að nálgast
þá á þeirra forsendum með því að
klæða ýmsa listviðburði og menn-
ingarlegar athafnir í búning dæg-
urflugna.
Upplýsingahlutverk Ríkisút-
varpsins er einnig ótvírætt og
spurning hvort nokkur einkaaðili
er í stakk búinn til að taka við því
og þá má einnig spyrja hvort þær
skyldur og ábyrgð sem slíkt legg-
ur á viðkomandi myndi undan-
tekningarlaust vega þyngra en
sjónarmið hagkvæmni og rekstr-
arlegrar afkomu gagnvart hlut-
höfum. Annað mál er hins vegar
hvort hlutafélagaformið með við-
eigandi skipulagsbreytingu innan
stofnunarinnar myndi ekki gera
hana skilvirkari og betur til þess
fallna að gegna hlutverki sínu
sem fjölmiðill í ríkiseign með höf-
uðskyldur sínar á menningar- og
upplýsingasviði.
Ríkisrekin sjónvarpsstöð hefur
einnig höfuðskyldum að gegna á
sviði menningar- og upplýsinga.
Margoft hefur verið bent á hvort
nokkur nauðsyn sé á því að ríkið
standi í rekstri afþreyingarstöðv-
ar sem virðist einna helst vera í
samkeppni við einkastöðvarnar
og erlendar gervihnattastöðvar.
Hefur í framhaldi af því verið
bent á að þess sé ekki langt að
bíða að hver og einn sjónvarps-
notandi geti sett saman sína eigin
dagskrá með því að panta efni
héðan og þaðan. Þetta er auð-
vitað hægt nú þegar með nánast
ótakmörkuðum aðgangi að eins
mörgum rásum og stöðvum og
hver og einn kærir sig um. En við
blasir auðvitað að ekki verður
valið annað en það sem í boði er.
Ekki er hægt að velja efni sem
ekki hefur verið framleitt. Hvers
konar dagskrá það er sem sett er
saman af erlendum stöðvum í
bland við „innlendar" einka-
stöðvar getur hver sagt sér sjálf-
ur, en ijóst er að íslenskt verður
það efni ekki nema að litlu leyti.
Hlutverk ríkisins á sjónvarps-
markaðnum er því ekki endilega
fólgið í rekstri sjónvarpsstöðvar
með núverandi hætti. En menn-
ingarpólitískt hlutverk þess á
sviði framleiðslu efnis fyrir ís-
lenskt sjónvarp er hins vegar
ótvírætt og hafið yfir allan vafa.
Mætti jafnvel hugsa sér að allir
þeir fjármunir sem nú eru settir
(og verða settir á næstu árum) í
umbúnað um Sjónvarpið í Efsta-
leiti væru betur komnir sem fjár-
magn til framleiðslu íslensks efn-
is fyrir sjónvarp, hvort sem það
væri svo á endanum sýnt á einka-
stöðvunum fremur en ríkisrek-
inni sjónvarpsstöðinni. Hér er
verið að varpa fram þeirri hug-
mynd að hlutverk ríkisins á
sjónvarpsmarkaðnum verði hlut-
verk framleiðandans með fjár-
magnið á bakvið sig, þar verði
línurnar lagðar og hugmyndirnar
og handritin unnin til fullnustu,
þar verði verkefnin boðin út og
þeim svo fylgt eftir af fulltrúa
framleiðandans. Listrænir
stjórnendur og tæknivinna sé síð-
an í höndum þeirra sem taka að
sér framleiðslu verkefnisins að
undangengnu útboði. Fyrr í
haust vakti Leikskáldafélag Is-
lands máls á því að nauðsyn væri
á stofnun sérstakrar leiklistar-
deildar innan Ríkissjónvarpsins.
Núverandi fyrirkomulag inn-
lendrar dagskrárdeildar dregur
kraft úr hvorutveggja fram-
leiðslu á leiknu efni og fram-
leiðslu á öðru innlendu dagskrá-
refni sem ekki er síður mikil-
vægt. Annað bitnar á hinu að
ósekju. Það er sannarlega orðið
tímabært að umbylta þeim vana-
hugsun sem ráðið hefur ferðinni
hjá Ríkissjónvarpinu; hvort nú er
lag þegar fyrir dyrum stendur að
ráða nýjan deildarstjóra inn-
lendrar dagskrárdeildar skal
ósagt látið. Líklegra er þó að
breytingarnar verði að gerast
nokkru ofar ef þeirra á að verða
vart á annað borð.
Opið bréf til Hjáim-
ars Arnasonar
SÆLL Hjálmar. Nú
eru ein fimmtán ár síð-
an þú lóðsaðir mig um
Njálu í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, átta
ár síðan þú varst yfir-
maður minn um nokk-
urra mánaða skeið við
sama skóla; og nú ert
þú þingmaður Fram-
sóknarflokksins. Eg
skrifa þér þessar línur
til að minna þig á, að
innan skamms greiðir
þú atkvæði í umdeild-
asta, og í vissum skiln-
ingi mikilvægasta
málinu á þingmanns-
ferli þínum. Eg er að
tala um það mál sem
hefur hrært svo í þjóðlífinu að sú
persóna er varla til hér á landi,
sem hefur ekki myndað sér skoðun
áþví; ég er að tala um Fljótsdals-
virkjun.
Ég er að tala um lögformlegt
umhverfismat.
Hjálmar, þú veist að umræðan
um Fljótsdalsvirkjun hefur þurrk-
að út skil milli flokka, milli kyn-
slóða, tugþúsundir hafa skrifað
undir skjal þar sem umhverfismats
er krafist, fjöldinn skrifað í blöðin;
umræðan hefur jafnvel klofið fjöl-
skyldur, hún hefur sameinað fjand-
menn. Hjálmar, þú skilur mikil-
vægi málsins. Og nú ert þú að fara
að greiða atkvæði um það. Mikil er
ábyrgð þín.
Já, þung er ábyrgðin.
Hjálmar, hér útí þjóðlífinu geng-
ur krafan um lögformlegt umhverf-
ismat þvert á flokkslínur, en ekki -
utan örfá undantekningartilfelli -
hjá ykkur á Alþingi; hefurðu hugs-
að útí þetta? og kanntu þá skýring-
ar? Ég verð nefnilega að hryggja
þig með því, að þú og aðrir stjórn-
arþingmenn eruð grunaðir um
kjarkleysi, um að bresta þor til að
rísa upp gegn forystunni og mynda
ykkur sjálfstæða skoðun. Er ekki
óþægilegt að sitja undir slíku?
Hjálmar, ég óttast að þú gerir
þér ekki grein fyrir
mikilvægi málsins.
Ég óttast að flokks-
gláka augna þinna
blindi þig svo að þú
sjáir ekki að nýir tím-
ar eru upprunnir; eft-
ir löng hugsjónarlaus
ár hefur fjöldí fólks
fundið sér hugsjón til
að bei'jast fyrir; nátt-
úruna. I þessu máli
er nefnilega ekki um
neina fiokkspólitík að
ræða, við erum svo
hátt yfir henni; hef-
urðu gert _ þér grein
fyrir því? Ég verð að
efast um það, því nú
ætlar þú, ásamt flest-
um stjórnarþingmönnum, að rista
öræfin norðan Vatnajökuls í sund-
ur án þess að sýna íslenskri nátt-
úru þá lágmarks virðingu að láta
Umhverfismat
Og nú munu ófáir
fullyrða, segir Jón
Kalman Stefánsson,
að þar með hafir þú
fyrirgert virðingu þinni
o g trúverðugleika
sem þingmaður.
rannsaka hugsanlegar afleiðingar.
Ég óttast að þú, ásamt félögum
þínum, gangir útfrá því sem vísu
að það verði sama sagan í þessu
máli eins og öllum öðrum; eftir að
þingmeirihluti hefur, á grunsam-
lega stuttum tíma, þröngvað því til
samþykkis, fjari óánægjuraddirnar
smásaman út - síðan snjóar yfir.
Það er vaninn hér. En Hjálmar,
þið standið frammi fyrir nýjum
tímum. Nýrri hugsun. Þið standið
frammi fyrir fólki með hugsjón, og
verði þjóðinni, já og náttúrunni,
neitað um umhverfismat, þá á
fjöldinn eftir að flykkjast austur á
öræfin, fólk á eftir að hlekkja sig
við vélar, leggjast á vegi, það á eft-
ir að rífa sig uppúr allsnægtunum
og berjast fyrir náttúrunni; berjast
gegn því afturhaldi sem þú rennur
saman við ef þú neitar okkur um
matið. Hjálmar, þú og samherjar
þínir munið bera ábyrgð á mót-
mælunum, á reiðinni og heiftinni
sem virkjunarframkvæmdir eiga
eftir að leysa úr læðingi. þetta er
ekki hótun hjá mér, ég er að upp-
lýsa þig. Ég er að gera þér grein
fyrir alvöruþunga málsins.
Hjálmar, þú skilur núna að í at-
kvæðagreiðslunni ber þér skylda
til að fullvissa þjóðina um að það
sé sannfæring þín en ekki flokks-
hlýðni sem stýrir þér. Þú verður að
rökstyðja hversvegna þú teljir
ástæðulaust að hlutlausir aðilar
meti skaðann af þeirri umfangs-
mestu virkjunarframkvæmd sem
hefur verið ráðist í hérlendis. Þú
verður að lýsa því yfir, að þrátt
fyrir að stefni í kröftug mótmæli,
líklega þau mestu í fimmtíu ár,
þrátt fyrir að fjölmargir aðilar, vís-
indamenn, lögmenn, stjórnmála-
menn og almenningur hafi lagt
fram sterk rök fyrir því að það
beri í það minnsta að flýta sér
hægt, og að erlendir fjárfestar
dragi sig ekki til baka verði lög-
formlegt umhverfismat samþykkt,
að þrátt fyrir allt þetta teljir þú
ástæðulaust að matið fari fram.
Gerir þú það ekki, en greiðir at-
kvæði án ítarlegs rökstuðnings, án
þess að svara efasemdarröddum,
hljótum við að álykta að þú sért
beygður af flokksaganum; hrædd-
ur til hlýðni í einu mestu hitamáli
lýðveldissögunnar. Og þá munu
ófáir fullyrða, að þar með hafir þú
fyrirgert virðingu þinni og trúverð-
ugleika sem þingmaður.
Með kveðju: Jón Kalman
Stefánsson:
Höfundur er rithöfundur.
Jón Kalman
Stefánsson
Launahækkanir ríkis-
starfsmanna - liggur
ábyrgðin hvergi?
MIKIL umræða hef-
ur farið fram að undan-
förnu vegna mikilla
launahækkana ríkis-
starfsmanna á síðasta
samningstímabili um-
fram það sem áætlað
var. Á Alþingi er verið
að afgreiða íjáraukalög
sem nema rúmlega
helmingi þess tekjuaf-
gangs sem ríkisstjórn-
in ætlar sér að lækna
ofþensluna með á
næsta ári. Samhengið
er stundum dálítið
skrýtið.
Það er ljóst að stærstur hluti
þeirrar útafkeyrslu sem fjárauka-
lögunum er ætlað að ná yfir er
vegna gífurlegra launahækkana
ríkisstarfsmanna umfram áætlanir.
Nokkuð hefur verið spurt um
ábyrgð stjórnenda stofnana í þessu
sambandi. Forsætisráðherra sagði
í viðtali að greinilegt væri að
stjórnendur hefðu ekki þolað ná-
lægð við starfsfólk vegna launa-
ákvarðana og því hefði þetta allt
farið miður. Forsætisráðherra
sagði líka að erfitt væri að draga
einhvern einn til ábyrgðar, þarna
væri í rauninni um
óhapp að ræða þar
sem einn stjórnandi
hefði tekið mið af öðr-
um, einbjörn togaði í
tvíbjörn o.s.frv.
Nú er það þannig
að fyrir suma ríkis-
starfsmenn hefur ver-
ið komið upp
ábyrgðaraðilunum
Kjaradómi og Kjara-
nefnd til þess að
skýla sér á bak við
þegarlaunaákvarðan-
ir eru gagnrýndar.
En í sambandi við
það sem nú er verið að ræða um er
reynt að segja þjóðinni að ábyrgðin
liggi í rauninni hvergi.
Einhvers staðar hlýtur ábyrgðin
að liggja, ef ekki hjá stjórnendum
einstakra stofnana þá hjá
samninganefnd ríkisins, sem starf-
ar í umboði fjármálaráðherra eða
einstökum ráðuneytum. Ef ekki
finnast aðrir hlýtur hin endanlega
ábyrgð að liggja hjá ríkisstjórninni
eða einstökum ráðherrum.
Islenskur launa- og kjaramark-
aður er í rjúkandi rúst, aðallega
vegna launabreytinga umfram
Laun
Það er ljóst að stærstur
hluti þeirrar útaf-
keyrslu sem fjárauka-
lögunum er ætlað að ná
yfír, segir Ari Skúlason,
er vegna gífurlegra
launahækkana ríkis-
starfsmanna umfram
áætlanir.
kjarasamninga, umfram eðlilega
launaþróun og áætlánir hjá opin-
berum aðilum. Það verður mjög
erfitt að vinna úr þeirri stöðu sem
búið er að koma upp. Svo er okkur
sagt að enginn sé ábyrgur. I nálæg-
um löndum er öruggt að einhverjir
hefðu verið dregnir til ábyrgðar og
jafnvel ráðherrar tækju pokann
sinn þar af minna tilefni.
Höfundur er frnmkvæmdastjóri ASl.
Ari Skúlason