Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 53
f
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 53
UMRÆÐAN
Rarik - það er ég - Opið
bréf til Hvergerðinga
MIKLAR umræður
hafa farið fram í
Hveragerði að undan-
förnu og reyndar í öll-
um fjölmiðlum lands-
ins hvort selja eigi
Rafveitu Hveragerðis.
Um þetta mál eru
skiptar skoðanir og
jafnframt ljóst, að á
meðal kjörinna fulltrúa
í bæjarstjórn er meiri-
hluti fyrir sölu rafveit-
unnar. Sá er þessar
línur ritar er hins veg-
ar þeirrar skoðunar að
sala rafveitunnar
byggist á lítið ígrund-
uðum skammtímasjón-
Knútur
Bruun
armiðum og sé vond hagfræði fyrir
íbúa Hveragerðis til lengri tíma lit-
ið. Öllum ber saman um að af-
greiðsla þessa máls í bæjarstjórn
Hveragerðis varðar hvern einasta
íbúa bæjarins og hefur mikil áhrif á
fjárhagsstöðu allra heimila og fyrir-
tækja í bæjarfélaginu. Eðlilegt
hefði því verið að boða til borg-
ara8fundar um málið en meirihlut-
inn ákvað þess í stað að ræða málið
og afgreiða á lokuðum bæjai-stjórn-
arfundi. Hvaða feimnismál liggja að
baki þeirrar ákvörðunar getur
meirihlutinn einn svarað. Og meh’i-
hlutinn ræður og hann hefur sagt:
„Rarik - það er ég.“
En víkjum nú að annarri hlið
málsins. I bæjarstjórn Hveragerðis
sitja sjö kjörnir fulltrúar sem er
ætlað það hlutverk samkvæmt leik-
reglum lýðræðisins og settum lög-
um að gæta sameigin-
legra hagsmuna bæjar-
búa, taka ákvarðanir í
öllum málum er varða
stjóm bæjarins og
leggja embættismönn-
um þær línur sem þeir
eiga að vinna eftir. Rík-
ar siðferðiskröfur verð-
ur að gera til þessara
fulltrúa, einatt eiga
þeir að víkja sérhags-
munum til hliðai' og
ætíð að starfa með
heildarhagsmuni fyrir
augum eða eins og
stendur í sveitarstjóm-
arlögum að gegna
störfum af alúð og sam-
viskusemi. Hvaða skilning sveitar-
stjómarmenn leggja svo í þessi
hugtök verða þeir að gera upp við
sig sjálfir og miða þá m.a. við sið-
ferðislegar grundvallarreglur sem
gilda um viðskipti manna á milli og
taka til allra stjórnvalda og þegna í
þjóðfélaginu. Og nú kemur að tilefni
þess að þetta opna bréf er ritað.
A lokuðum fundi í bæjarstjórn
Hveragerðis á fullveldisdaginn 1.
desember sl. var eitt mál til um-
ræðu og afgreiðslu, sala Rafveitu
Hveragerðis til Rarik. Fundur
þessi stóð í rúmar þrjár klukku-
stundir með löngum og erfiðum
hléum fyrir meirihlutann en fyrir
fundinn var búið að taka ákvörðun
um sölu rafveitunnar til Rarik burt-
séð frá hagsmunum íbúa bæjarins
og hagstæðari tilboðum frá öðram
orkufyrirtækjum. Rarik-tilboðið
FIX ,
ra+%cé/
Tegund: 340 og 390
Litir: Svart, brúnt, bordo
Stærðir: 40-48
Verð frá kr. 4.495
DOMUS MEDICA
við Snorrobraut • Reykjovik
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlonni 8-12 • Reykjavik
Sími 5689212
Póstsendum samdægurs - 5% staðgreiðsluafsláttur
Reykvíkingar
Munið borgarstjórnarfundinn
á morgun kl. 13.00.
Borgarbúar velkomnir í Ráðhúsið.
Á dagskrá er m.a. seinni umræða
og afgreiðsla fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000.
Útvarpað verður á
Nær
flðfflKItpi
Reykjavíkurborg
Skrifstofa borgarstjórnar
Raforkuverð
Allar almennar við-
skiptareglur hafa verið
brotnar í þessu máli,
segir Knutur Bruun,
og það gefur sterklega
til kynna að hér sé á
ferðinni eitthvað sem
þolir ekki dagsins ljós.
var eina tilboðið sem hafði í för með
sér hækkun raforkutaxta til allra
íbúa og fyrirtækja í Hveragerði. Og
allt kom fyrir ekki, enda þótt inn á
fundinn bærast bréf frá tveimur
orkufyrirtækjum sem vora hag-
stæðari en Rariktilboðið og án
hækkunar á raforkutöxtum varð
meirihlutanum ekki haggað. Rarik
skyldi það vera.
I lok fundarins lét bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins m.a. bóka
„Bæjarmálafélag Hveragerðis er
greinilega hagsmunafélag fárra út-
valinna, ekki heildarinnar.“
Horfum nú aðeins til undirbún-
ings málsins og aðdraganda.
Bæjaryfirvöld í Hveragerði kalla
eftir tilboðum í kaup á rafveitunni
og þrjú orkufyrirtæki skila inn
sundurgreindum tilboðum með
kaupverðsupphæðum og orku-
taxtatilboðum. Rarik gerir ekki
tilboð en lýsir yfir áhuga á viðræð-
um og hefði því eftir öllum við-
skiptai’eglum átt að vera úr leik.
Eftir að tilboð lágu fyrir og höfðu
verið opnuð að viðstöddum fulltrú-
um bæjaryfirvalda og tilboðsgjafa
var haldinn fundur með fulltrúum
Rarik, sem síðan afhentu kauptil-
boð eilítið hærra í krónutölu en til-
boð annarra tilboðsgjafa en jafn-
framt eina tilboðið með hækkun
raforkuverðs.
Allar almennar viðskiptareglur
hafa verið brotnar í þessu máli og
það gefur sterklega til kynna að
hér sé á ferðinni eitthvað sem þolir
ekki dagsins ljós. Ákall bæjaryfir-
valda til orkufyrirtækja um tilboð í
Rafveitu Hveragerðis er óheiðar-
legur leikfarsi þar sem tilboðsgjaf-
ar sitja ekki við sama borð. Fyrir-
fram er búið að ganga frá sölunni
til Rarik sem eitt tilboðsgjafa fær í
hendur tilboð hinna og er síðan
leyft að stinga inn síðbúnu tilboði
með leyfi viðkomandi ráðuneytis.
Skyldi það ráðuneyti hafa gert sér
grein fyrir viðskiptasiðferðinu í
þessu máli.
En hver skyldu svo verða eftir-
mál þessara makalausu viðskipta ef
þau verða að veraleika.
Hvað Hvergerðinga varðar þýða
samningar við Rarik hærra raf-
orkuverð til heimila og fyrirtækja
miðað við að tekið hefði verið til-
boðum einhverra hinna þriggja
orkufyrirtækjanna sem hefðu skil-
að af sér sömu krónutölu í bæjar-
kassann. Óneitanlega vaknar
spurning um hverra erinda er verið
að ganga með þessum samningum.
Pegar málið kemur til kasta Al*’’
þingis, fær Rarik þá aukafjárveit-
ingu upp á 215 milljónir úr ríkis-
sjóði til þess að kaupa Rafveitu
Hveragerðis í óheiðarlegri sam-
keppni við önnur orkufyrirtæki I
landinu? Fari slík fjárveiting í gegn
verða alþingismenn að gleyma jafn-
ræðisreglunni, heiðarleika í útboðs-
málum og nýjum veraleika á sviði
orkumála í íslensku þjóðfélagi.
Allra efst trónir sú spurning sem
tíminn einn getur svarað - ef henni
yfirleitt verður einhvern tímann
svarað.
Hvers vegna er Bæjarmálafélag-
ið í Hveragerði Rarik?
Eða eins og lagt var í munn eins
bæjarfulltrúa þeirra:
„Rarik - það er ég.“
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Hveragerði.
SNYRTISTOFAN
GUERLAIN
Óðinsgötu 1 s:562 3220
V7ww.guerlain. is
vertu í
sam iandi um jóiin
jólatilboð á símum
NOKIA321Q
Hallarmúla 2 • Sími 5Ó0 2060 og 540 2078
4-