Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 49 „ UMRÆÐAN ~ Jólin og sorgin UNDANFARIN ár hefur mér fundist sí- fellt áleitnari spurning- in um það, hvernig eigi að taka á því að halda jól, þegar fólk hefur nýlega misst ástvin, m.ö.o. fjölskyldan er að halda fyi'stu jólin eftir þennan lífsbreytandi atburð. Það vantar ekki, að mörgum eru jólin huggunarrík hátíð og verða til að undir- strika samstöðu og nánd innan fjölskyld- unnar, svo er þó ekki alls staðar. Þörfín fyrir kyrrláta hátíð Á undanförnum árum höfum við séð breytingar á umgjörð jólahátíð- arinnar í þá veru, að bæði fær hátíðin umfjöllun og um hana eru sýnileg tákn uppi, sem blasa við okkur frá því upp úr miðjum október og fram yfir miðjan janúar. Þetta er sem sagt um fjórðungur úr ári. Sumir vildu helst hafa jólin allt árið og til eru þjónustufyrirtæki, sem bjóða upp á þjónustu og vörur til að sinna slíkum þörfum. Það er þó ekki málið, sem ég vildi vekja athygli á, heldur það, að fyrir þá, sem eru í sorg, er hinn mikli hávaði og erill, sem tengist hátíðinni, oft mikill þröskuldur og erfiður, því tilfinninga- lífið er í miklu uppnámi vegna missisins og þörfin fyrir meiri kyrrð og tíma í friði með sín- um nánustu mikil. Auk þess setur missirinn af stað keðjuverkanir af ýmsum toga, sem ekki er hægt að sjá fyrir. Við þurfum þess vegna, vil ég meina, að hefja umræðu um einfaldari hátíð, með smærri efna- hagslegii umgjörð, minni sölu- mennsku, stærra ti'úarinnihaldi. Við búum í landi, þar sem við erum að leitast við að mæta ólíkum þörfum ólíkra einstaklinga og samfélagslega er okkur ekki hagur að því, að allir verði steyptir í sama mót. En hvernig getur fjölskylda í sorg haldið jól, sem einmitt hafa að leiðar- ljósi, að byggja upp og hugga? Jóla- hátíðin sem trúai'hátíð varpar ljósi á gjöfina miklu frá Guði til manna, Jesúm Krist. Gjafir eru ekki bara efnahagslegar. Fólk, sem reynist okkur vel og kemur okkur til hjálpar þegar við höfum þörf fyrir það, er líka gjafir. Við gefum gjafir í minn- ingu um þá, sem eru okkur kærir. En lítil umræða hefur farið fram um undirstrikun á þeirri gjöf, sem líf þess sem við misstum var, í tengsl- um við jólahátíðina. Þetta vil ég gera að sérstöku umræðuefni í þessari grein. Gjöfín undir trénu Getur fjölskylda undirstrikað minninguna sem lifir, með því að helga þeim, sem látinn er, eina gjöf undir trénu? Vissulega. Hér má nefna sem dæmi, að fjölskylda getur látið útbúa mynd, af þeim, sem látinn er, pakkað inn í gjafaumbúðir og tek- ið síðast fram allra gjafa á aðfanga- dagskvöld, sett myndina á þann stað, sem henni er ætlaður, og kveikt þar lifandi ljós. Annað dæmi er, að út- búið sé sérstakt myndaalbúm, með þeim minningum, sem skipta fjöl- skylduna mestu máli, og þessum myndum ætlaður staður á kvöldinu, þegar allt verður heilagt. Nú kann einhver að spyrja: Er þá ekki verið að velta sér upp úr sorginni? Því er til að svara, að ef við gerum aldrei neitt í minningu um þá, sem við höf- um elskað og misst, þá erum við ekki að lyfta upp og heiðra minningu þeirra, heldur erum við einmitt að láta eins og þeir hafi aldrei verið til! Við eigum að leyfa sorginni að eiga sinn stað. Með því að bæla hana og Jólin Gleði og sorg eru syst- ur, segir Bragi Skúla- son. Pað eru ekki allir boðnir velkomnir á jól- um. Sumir eru líka ein- mana á þessari hátíð. ýta henni til hliðar erum við að gera úrvinnslu hennar erfiðari og þakk- lætið vegna þeirra, sem gengnir eru og gáfu lífi okkar ríkara innihald, fær þá heldur ekki farveg. Eru ekki allir hressir? Það er ekkert að því, að leyfa ein- um stólnum við jólaborðið að vera auðum. Það er ekkert að því að gráta vegna sorgar, þó að komin séu jól, þótt hin almenna krafa sé, að allir séu hressir. Það er ekkert að því, að geta ekki um stund fundið gleðina, því sorgin er svo rúmft-ek. Það er gott, að vitja leiðis með blóm og ljós og að það sé hluti af hátíðinni. Og um áramót, þegar við horfumst í augu við nýtt ár, sem ástvinur okkar verð- ur ekki hluti af, þá má líka undir- strika þakklætið vegna vegferðar, sem er að baki, og það er ekkert að því, að blys verði minningarblys. Jólin koma á hverju ári Sumum líður þannig á aðventu, að þeir vildu helst fresta jólunum. Það er þó ekki mögulegt. Þau koma til okkar hvort sem við erum tilbúin eða ekki. Aimennt talað er það þannig í sorginni, að hefðir eru hjálplegar. Ef við köstum hefðunum, þá er hætt við, að við köstum innihaldinu líka. Því er svarið oftast, að breyta eins litlu og mögulegt er, þótt sorgin hafi knúið dyra. Gleði og sorg eru systur. Það eru ekki allir boðnir velkomnir á jól- um. Sumir eru líka einmana á þess- ari hátíð. Sumir fæðast meira að segja í myrkri og eru lagðir í jötu. Það er ekki tilviljun, að Jesús og skrautið eiga ekki alltaf samleið. Guð gefi okkur huggunarríka jóla- hátíð. Höfundur cr sjúkrahiísprestur við Landspítalann. tm v Jól í Hagkaupi tímabil i msmm Meira úrval - betri ka i r/ ’m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.