Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
. 60 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MINNINGAR
GUÐFINNA ÓLAFÍA
SIG URBJÖRG
EINARSDÓTTIR
+ Guðfinna Ólafía
(Lóa) Sígurbjörg
Einarsdóttir fæddist
að Deild á Alftanesi
26. febrúar 1913, en
fluttist með Qöl-
skyldu sinni til
Hafnarfjarðar
tveggja ára að aldri
, og bjó þar eftir það.
Hún lést á Hrafnistu
í Hafnarfírði hinn 5.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Einar Jóns-
son, bóndi og
sjómaður, f. 5.5.
1866, d. 4.4. 1948 og Kristín Guð-
mundsdóttir, húsfreyja, f. 13.11.
1873, d. 2.12. 1955. Bróðir Ólafíu
var Guðmundur Valdimar Einars-
son, stýrimaður og síðar kaup-
maður, f. 19.2. 1896, d. 1958. Upp-
eldisbróðir Ólafíu var
Karl Vilhelm Guð-
brandsson, vélstjóri
og útgerðarmaður, f.
3. 8. 1903, d. 1977.
Hinn 23.10. 1937
giftist Ólafía Páli
Þorleifssyni, f. 13.2.
1910. Páll starfaði
lengi í Rafha og varð
síðar umsjónarmaður
Flensborgarskólans,
þar sem þau bjuggu
og störfuðu í tuttugu
ár.
Dætur þeirra eru:
1) Kristín (Ina), kenn-
ari og bókasafnsfræðingur, f. 5.3.
1938, eiginmaður hennar er
Magnús R. Aadnegard, vélvirkja-
meistari. Þeirra börn eru: Páll
Heiðar, vélfræðingur, f. 31.1.
1964 og Lóa María, lyfjafræðing-
ur og kennari, f. 29.4. 1966. 2)
Þóra Gréta, þjónustufulltrúi í
Sparisjóði Hafnarfjarðar, f.
21.11. 1945, eiginmaður hennar
er Magnús Jón Sigbjörnsson,
vélvirkjameistari. Þeirra börn
eru: Pálmar Óli, verkfræðingur,
f. 15.5. 1966, Bjarki Þór, raf-
eindavirki, f. 11.4. 1973, Ivar
Smári, rafvirki, f. 24.3. 1976, Al-
ma Björk, Verslunarskólanemi, f.
30.3. 1980. A sínum yngri árum
vann Ólafía m.a. á sumrin við
sfldarsöltun á Siglufirði. Einnig
starfaði hún á saumastofu o.fl.
Hún stundaði húsmóðurstörf eftir
að hún giftist, auk þess sem hún
var um skeið matráðskona hjá
kennurum í Flensborg og starfaði
þar við ræstingar.
Ólafía var hannyrðakona og
málaði olíumyndir í frístundum.
Hún starfaði í Kvenfélagi Karla-
kórsins Þrasta, Slysavarnadeild-
inni Hraunprýði og í Kvenfélagi
Hafnarfjarðarkirkju. Þá söng
hún um skeið með Kirkjukór
Hafnarfjarðarkirkju.
Útför Ólafíu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, miðviku-
daginn 15. desember, og hefst at-
höfnin klukkan. 13.30.
þinni hrakaði og hann bar þig alla tíð
á höndum sér. Þið voruð gift í sex
áratugi og tveim árum betur. Pabbi
orti margt fallegt til þín, mamma
mín, á þessum árum og þessa vísu
orti hann í tilefni af demantsbrúð-
kaupi ykkar fyrir tveim ái-um:
Sextíu ár í sælu hjónabandi
sýnist ekki vera mikill vandi,
ef viðkomandi vilja bæði og geta
verið sátt og kunna það að meta.
Við viljum gera þessar tvær fallegu
vísur, sem pabbi orti til þín á fyrstu
árunum ykkar saman, að lokakveðju
okkar systranna og pabba til þín.
Elskulegaástinmín.
Almáttugurgætiþín.
þess af alhug óska ég þér.
Aldrei mátt þú gleyma mér.
Svo bið ég Guð að geyma þig.
Hann gerir það víst fyrir mig.
Að vera með og vaka hjá
vinunni einu, sem égá.
Guð blessi þig um alla tíð, elsku
mamma okkar, og hafðu þökk fyrir
allt.
Með ást og virðingu.
Þínar dætur,
Ina og Gréta.
Elsku hjartans mamma.
Það er erfitt að sætta sig við að þú
sért farin frá okkur svo snögglega.
' Samt segir skynsemin okkur, að best
sé að fara á þennan hátt og vissulega
varstu orðin veikburða og kvalin í fót-
um og öðrum liðamótum. Samt er
eins og við séum aldrei viðbúin þegar
kallið ber svo brátt að.
Þið pabbi voruð gift í sextíu og tvö
ár og voruð alltaf kjölfestan í lífi okk-
ar systranna og síðar maka okkar og
afkomenda. Þú varst alltaf reiðubúin
að hjálpa okkur, gefa góð ráð, gleðj-
ast með okkur á góðum stundum og
taka þátt í erfiðleikum okkar, er á
■ móti blés. Gjafmildi þín var einstök,
þú elskaðir að gefa fallega hluti.
Okkar menn, Maggarnir eins og
við kölluðum þá gjarnan, voru báðir
af landsbyggðinni og þið tókuð þeim
strax eins og kærum sonum ykkar.
Börnin okkar áttu alltaf athvarf
hjá ykkur pabba, bæði þessi tuttugu
ár sem þið voruð í Flensborg og svo í
sextán ár á Álfaskeiðinu og þar fóru
einnig barnabarnabörnin að koma í
heimsókn, ásamt foreldrum, síðari
árin. Hjá ykkur var alltaf svo nota-
legt að vera.
Þið fluttust svo að Hrafnistu í
Hafnarfirði 1997 og flytjum við hjart-
ans þakkir til starfsfólksins þar fyrir
elskulegt viðmót og notalega umönn-
un og vissulega líður okkur betur að
vita af pabba í svo góðum höndum
þar, eftir þennan mikla missi.
Þú varst falleg kona og elskaðir allt
fallegt og skapaðir líka ótal fallega
hluti. Þú litaðir svarthvítar ljósmynd-
ir, málaðir gullfalleg olíumálverk,
saumaðir út, heklaðir og prjónaðir,
auk þess sem þú saumaðir fallegu föt-
in okkar, þegar við vorum yngri.
Þú varst einstaklega félagslynd og
áttir gott með að eignast vini og
kunningja úr öllum aldurshópum. A
árunum í Flensborg (1961-1981)
eignuðust þið pabbi góða vini meðal
starfsfólks og nemenda. Eftir að þið
fóruð úr Flensborg var ykkur oft
boðið sem heiðursgestum, þegar
gamlir árgangar hittust og ykkur
voru oft gefnar góðar gjafir og færð
blóm af nemendum skólans. Þið hafið
fengið faðmlög, kossa, skeyti, kort og
kveðjur frá gömlum nemendum
Flensborgarskólans allt til þessa
dags.
Mamma, þú sagðir oft: „Við þekkt-
um ekkert unglingavandamál, þetta
voru allt svo elskulegir krakkar og
miklir vinir okkar, sem voru í Flens-
borg. Otal kveðjur hafið þið fengið frá
gömlum nemendum, sem þökkuðu
fyrir hlýju ykkar og hjálpsemi. Marg-
+
Elskulegur afi okkar og langafi,
SIGURÐUR AUÐUNSSON,
áður til heimilis í Varmahlíð 12,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási mánudaginn
13. desember.
Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugar-
daginn 18. desember kl. 13.30.
Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Kristján Þór Guðmundsson,
Sigurður Vilberg Dagbjartsson,Kadri Hint,
Stígur Lúðvík Dagbjartsson,
Garðar Bragason,
Baldur Bragason, Jónheiður Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HREINN ÁGÚST STEINDÓRSSON,
frá Teigi
á Seltjarnarnesi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu, Hjaltabakka
32, þriðjudaginn 7. desember sl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudag-
inn 17. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Barnaspítala Hrings-
ins njóta þess.
Guðrún Ólafsdóttir,
Auður Hreinsdóttir, Kristinn Bjarni Ögmundsson,
Kristján Hreinsson, Edda B. Lingaas,
Svanberg Hreinsson, Ásta Rósa Magnúsdóttir
og barnabörn.
ir hafa kysst þig fyrir alla kaffisopana
og brúnkökusneiðarnar, sem þú gafst
þeim og þú áttir alltaf sælgætismola
handa blaðburðarbörnum og öðrum
bömum, sem komu til þín. Hjarta þitt
var kærleiksríkt og þú máttir ekkert
aumt sjá.
Þú varst augasteinn foreldra
þinna, sem voru komin á miðjan ald-
ur, þegar þú fæddist. Mikill aldurs-
munur var á ykkur systkinunum,
Mundi, bróðir þinn var sautján ára,
þegar þú fæddist, en Kalli fóstur-
bróðir þinn var þá tíu ára gamall. Eft-
ir að pabbi þinn dó tókst þú móður
þína heim til okkar og bjó hún hjá
okkur til æviloka.
Þér þótti mjög vænt um bræður
þína og þeirra fjölskyldur.
Atvikin höguðu því þannig, að
snemma á búskaparárum ykkar
pabba leigðuð þið efri hæðina í húsi
Kalla og hans fjölskyldu og eftir það
keyptuð þið pabbi efri hæðina á Vest-
urbraut 15, en neðri hæðina átti
Mundi, bróðir þinn, og hans fjöl-
skylda. Alla tíð lagðir þú, mamma
mín, mikla alúð við að halda sem best-
um tengslum við fjölskyldur bræðra
þinna, sem þér þótti svo vænt um.
Tengdafjölskylda þín var þér einnig
mjög kær.
Elsku mamma, nú er komið að
kveðjustund um sinn.
Við vökum yíir pabba fyrir þig og
reynum að hjálpa honum yfir þennan
erfiða tíma sem framundan er. Guð
blessi hann ævinlega. Líf ykkar var
svo samtvinnað og ást ykkar var ein-
stök. Pabbi annaðist þig og hlúði svo
vel að þér síðustu árin, eftir að heilsu
Kæra amma mín.
Mikið ósköp var erfitt að vera
svona langt í burtu, þegar fréttin
barst. Þú varst alltaf einn af þessum
föstu og öruggu punktum í lífi okkar,
barnabama þinna, og alls konai-
minningar hafa verið að streyma yfir
mig.
Minningin um börn, sem þurftu
pössun eða félagsskap og dyrnar
ykkar í Flensborg stóðu okkur opnar,
hvenær sem var. Þar var endalaus
gestagangur, því að þið nutuð því-
líkra vinsælda meðal kennara og
nemenda skólans, að okkur þótti
ótrúlegt.
Minningin um takmarkalausa þol-
inmæði gagnvart hávaðasömum
leikjum okkar krakkanna, sem
stundum enduðu með rifrildi eða
jafnvel slagsmálum.
Minningin um skapstóran ungling,
sem ekki gat alltaf lynt við aðra en
gat þá alltaf komið til þín og fengið
skilning og skipti þá engu þótt maður
oft hefði á röngu að standa.
Minningin um óþrjótandi áhuga,
sem þú sýndir áhugamálum mínum
og starfi, enda þótt ég vissi, að sjó-
mennska var ekki það starf, sem þú
helst hefðir viljað fyrir drenginn
þinn.
Minningin um hversu vel þú tókst
Lenu, eiginkonu minni, þegar hún
kom til að hefja líf í nýju landi og
hversu stóran þátt þú áttir í því, að
hún og Olga okkar fundu sér stað í
fjölskyldu okkar. Eg færi þér kveðjui-
þeirra og þakklæti.
Mér þótti alltaf svo gott að koma til
þín og sjá ávallt uppáhaldskökurnar
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR BLÖNDAL,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 10. desember, verður
jarðsungin frá Víðistaðakirkju I Hafnarfirði
fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00.
Tryggvi G. Blöndal,
Benedikt Blöndal, Ragna Blöndal,
Sigurður G. Blöndal, Irma Blöndal,
Margrét Þ. Blöndal, Sigurjón Finnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
Munaðstungu,
Reykhólasveit,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. desember.
Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 18. desember
kl. 14.00.
Ásmundur Sigvaldason.
mínar teknar fram. Þú fékkst mann
alltaf til að að maður væri merkileg-
asta persóna, sem kæmi inn fyrir dyr
hjá þér.
Þú snerist alveg endalaust í kring-
um barnabörnin þín og síðar börnin
okkar, löngu eftir að fætur þínir
hættu að bera þig með góðu móti.
Ég er þakklátur fyrir að þú fékkst
að kveðja án langvarandi þjáninga og
varst á stað, þar sem þú fékkst góða
umönnun, ásamt maka þeim, sem þú
hafðir lifað með hamingjusömu lífi í
sextíu og tvö ár.
Kæri afi minn. Trúlega getur ekk-
ert okkar skilið líðan þína í dag. Þið
voruð allt í senn hjón, vinnufélagar
og bestu vinir í rúm sextíu ár, sem
hljómar ótrúlega á þessum tíma
skilnaða og skyndikynna. Við getum
aðeins vonað, að sorgin muni á end-
anum víkja fyiir jákvæðum minning-
um og tilfinningunni fyrir því að vel
hafi tekist. Mamma og Gréta. Þið haf-
ið líka misst mikið, en við verðum að
trúa því að amma sé núna á stað, þar
sem hún nýtur þeirrar blíðu og ástúð-
ar, sem hún sýndi okkur öllum í þessu
lífi.
Páll Heiðar.
Amma og afi hafa alltaf verið stór
hluti af minni tilveru. Þegar ég var
lítil og alveg fram á fullorðinsár var
ég með annan fótinn inni á þeirra
heimili, fyrst í Flensborg og síðar á
Alfaskeiðinu. Amma bar mikla um-
hyggju fyrir okkur barnabörnunum
og fylgdist með því sem við tókum
okkur fyiir hendur og kynnti sér það.
Þegar bróðir minn fór á sjóinn fylgd-
ist amma með skipafréttunum og
vissi upp á hár hvar á hnettinum
hann var staddur og hvert hann færi
næst. Sama átti við þegar frændi
minn flutti um tíma til Þýskalands, þá
fylgdist amma með öllum fréttum
þaðan og uppfræddi okkur hin.
Amma hafði góða nærveni, ég man
hvað mér fannst gott að vera hjá
henni þegar ég var lítil og á unglings-
árunum. Það var mikill gestagangur
hjá henni í Flensborg og alltaf fullt af
fólki í kaffi og mér fannst afskaplega
gaman að fylgjast með og hlusta á
umræðumar. Amma bakaði líka
bestu brúnköku og jólaköku sem ég
hef fengið enda hurfu þær fljótt þó
margar væru bakaðar í einu. Hjá
ömmu komst ég í að lesa gamlar ást-
arsögur, hún átti nóg af þeim og hafði
sjálf gaman af því að lesa.
Amma var mikil handavinnukona
og ég lærði hjá henni að meta handa-
vinnu.
Hún var afskaplega vandvirk og
rakti miskunnarlaust upp það sem
hún var ekki ánægð með. Hún saum-
aði föt á sig og dæturnar og hún
saumaði á okkur elstu bai'nabörnin.
Amma heklaði mikið og tók þá upp úr
dönskum handavinnublöðum alls
kyns uppskriftir. Útsaumuðu mynd-
h-nai- hennar eru þær fallegustu sem
ég hef séð. Amma málaði líka með ol-
íulitum og ég er svo heppin að eiga
myndir sem hún málaði sérstaklega
fyrir mig og gaf mér þegar ég var lít-
il.
Amma hafði gaman af því að gefa
t
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/