Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 41 etuepli innan ESB Reuters ny Blair, forsætisráðherra Bretlands linnar alþjóðlegu fjármálamiðstöðvar idan þrýstingi hinna leiðtoganna um magnstekjuskatt. um aðgerðir gegn „skaðlegri skatta- samkeppni" á innri markaði Evrópu í skuggann. Framkvæmdastjórn ESB lagði tillögurnar fram 5. nóvember 1997 og þær voru staðfestar af fjár- málaráðherrum aðildarríkjanna 1. desember sama ár. Auk fjármagns- tekjuskattsins ná áformin til tilskip- unardraga, sem miða að því að koma í veg fyrir tvísköttun af vaxtagreiðsl- um, einkaleyfisþóknunum og viðlíka tekjulindum tengdra fyrirtækja sem starfa í fleiri en einu ESB-landi. Markmiðið er að samræma slíkar tekjulindir, sem að öllu jöfnu eru skattskyldar í heimalandi hvers fyrir- tækis. Fyrirtæki eru sögð „tengd“ í þessum skilningi ef annað þeirra á að minnsta kosti 25% í hinu eða þau hvort í öðru, eða að þriðja fyrirtækið eigi a.m.k. 25% í báðum hinum. Þriðji þátturinn felst í samræmdum hegðunarreglum um fyrirtækjaskatt- heimtu, sem aðildarríkjunum er ætlað að skuldbinda sig til að fara eftir. Er þessum reglum ætlað að verka þann- ig, að lög eða reglugerðir í hverju að- ildarríki, sem leiða til áberandi lægri skattheimtu af fyrirtækjum í því landi en gengur og gerist í sambandinu, sé eftir atvikum hægt að lýsa skaðlega skattalöggjöf. Aðildarríkin skuldbinda sig til að setja engar nýjar slíkar reglur og að afnema þær sem í gildi eru. Undir þessar hegðunarreglur falla til dæmis skattafsláttur til erlendra __________ fyrirtækja (sem ætlað er að reynzt laða að erlenda fjárfest- itiórn- ingu). Sérskipuð nefnd ’rkevnt ESB, sem vann að samn- . ingu tillögunnar um hegð- unarreglurnar lagði í lok nóvember fram loka- skýrslu sína, þar sem fram kemur að af 250 gildandilögum og reglugerðum, sem nefndin tók til skoðunar, væru 66 sem skilgreinast ættu sem skaðlegar. Samstaða er meðal allra ríkisstjórn- anna 15 um þessa tvo þætti áfor- manna, hindrun tvísköttunar á vissar tekjulindir tengdra fyrirtækja og hegðunarreglur á sviði fyrirtækja- skattheimtu, en ráðherrarnir hafa fram að þessu hafnað því að kljúfa þá frá hinum sem ekki hefur náðst sam- staða um. Endurskoðuð þjðð- liag’sáætlun sýnir verri útkomu en áætlað var Breytingar frá þjóðhagsáætlun 1999 og 2000 _ ^ YFIRLIT: | fi f Hlutfallslegar (%) U L magnbreytingar 1999 Þjóðhagsáætlun-| Endursk. spá | 2000 Þjóðhagsáætlun-j Endursk. spá | Einkaneysla 7,0 (6,0) 3,0 (2,5) Samneysla 4,5 (3,4) 2,5 (2,5) Fjármunamyndun -1,1 (-o,D 2,7 (2,1) Þjóðarútgjöld 4,7 (4,0) 2,8 (2,4) Útflutningur vöru og þjónustu 6,9 (8,3) 1,9 (2,6) Vöruútflutningur 8,8 0,7) 1,1 (2,2) Þjónustuútflutningur 3,0 (5,5) 3,5 (3,5) Innflutningur vöru og þjónustu 6,0 (3,4) 1,9 (2,0) Vöruinnflutningur 6,0 (2,1) 0,8 (0,9) Þjónustuinnflutningur 6,0 (6,7) 4,5 (4,5) Verg landsframleiðsla 5,0 (5,8) 2,9 (2,7) Viðskiptajöfnuður* -6,0 (-4,6) -5,6 (-4,2) Verg þjóðarframleiðsla 4,3 (5,2) 2,4 (2,4) Vergar þjóðartekjur 3,9 (4,8) 2,9 (2,7) Ýmsar forsendur (% breytingar) Neysluverð 3,4 (3,2) 4,5 (4,0) Kaupmáttur ráðstöfunartekna 5,3 (4,8) 1,3 (1,3) Viðskiptakjör vöruviðskipta -1,9 H,6) 0,6 (0,8) Endurskoðuð þjóðhags- áætlun gerir ráð fyrir mun meiri viðskiptahalla á þessu og næsta ári en reiknað var með. Jafn- framt er gert ráð fyrir meiri verðbólgu en í fyrri áætlun. ÓRÐUR Friðjónsson, for- stöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, segir að niðurstaða hinnar nýju þjóðhagsáætl- unar sé alvarleg og hún kalli á við- brögð af hálfu stjórnvalda. Viðskiptahallinn var 33,5 milljarðar á árinu 1998 og vonuðust stjórnvöld eftir að heldur myndi draga úr honum á þessu og næsta ári. Nú bendir flest til að þettta gangi ekki eftir heldur aukist viðskiptahallinn enn meira. I þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram í október, var reiknað með að viðskipta- hallinn yrði 29 milljarðar á þessu ári og litlu minni á næsta ári. í endur- skoðaðri áætlun er reiknað með við- skiptahallinn verði um 9 milljörðum rneiri og verði 38 milljarðar í ár og svipaður á næsta ári. Meiri verðbólga Verðbólga á árinu 1998 var aðeins 1,7%, en snemma á þessu ári komu fram vísbendingar um að verðbólgan væri að aukast. I þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram í október, var því spáð að verðbólgan í ár yrði 3,2%, en nú er því spáð að hún verði 3,4% og aukist enn frekar á næsta ári og verði 4,5%. Endurskoðuð þjóðhagsáætlun gerir hins vegar ráð fyi-ir heldur minni hag- vexti en reiknað var með í haust eða 5% samanborið við 5,8% í eldri áætlun. Árið 1999 er fjórða árið í röð þar sem hagvöxtur er rneiri en 5%. Þjóðhags- stofnun bendir á í yfirliti sínu að í upp- hafi hagsveiflunnar hafi verið slaki í efnahagslífinu, atvinnuleysi hátt og verðbólga lítil. Þetta svigrúm sé núna uppurið. Atvinnuleysi sé komið niður fyrir 2% og verðbólga aukist hröðum skrefum. Einkaneysla hefur aukist um 30% á fjórum árum Einkaneysla hefur aukist mikið á þessu ári eða um 7%, en reiknað var með 3% vexti í eldri áætlun. Einka- neysla hefur aukist um 30% á síðustu fjórum árum. Samneysla er einnig meiri í ár en spáð var eða 4,5% í stað 3,4%. Horfur eru á að útflutningstekjur verði ekki eins miklar í ár og reiknað var með í haust. Reiknað var með 2% aukningu, en nú eru horfur á óbreytt- um tekjum milli ára. Skýringin er minni framleiðsla á sjávarafurðum en reiknað var með. Innflutningur hefur hins vegar auk- ist mun meira en reiknað var með. Aukningin milli ára er 6%, en reiknað var með 2% aukningu í eldri þjóð- hagsáætlun. Þessi mikli innflutningur skýrir að hluta til aukinn viðskipta- halla. - Nú eru horfur á að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 5,3% á þessu ári, sem er heldur meira en reiknað var með í haust. Hins vegar er óvissa um hvaða launabreytingar verða á næsta ári og byggir Þjóð- hagsstofnun áætlun sína á að kaup- máttur aukist um 1,3% árið 2000. Kallar á viðbrögð Þórður Friðjónsson sagði mjög al- varlegt hversu viðskiptahallinn væri að aukast mikið. „Meiri viðskiptahalli og meiri verð- bólga en gert var ráð fyrir sýnir að það hefur ekki enn tekist að draga úr vexti eftirspurnar í þjóðarbú- * skapnum. Þess vegna er nauðsynlegt að fara gaumgæfilega yfir stöðu og horfur efnahagsmála í kjölfar af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins og vega það og meta hvort ekki er þörf á að gera frekari ráðstafanir." Þórður sagði að hægt væri að auka aðhaldið annars vegar í ríkisfjánnál- um og hins vegar í peningamálum. „Það þýðir einhvers konar sam- dráttaraðgerðir sé litið til ríkisfjár- mála og hins vegar er það vaxtahækk- un eða beiting tækja Seðlabankans sem felur í sér að dregið verði úr vextr útlána í bankakerfmu. Það sem er aðalatriði málsins er að það er algerlega nauðsynlegt, upp á framhald jafnvægis og stöðugleika í efnahagslífinu, að verðbólga verði ekki að marki meiri en annars staðar á næstu misserum. Sömuleiðis er al- gerlega nauðsynlegt að draga úr við- skiptahallanum, sem hefur verið að aukast, einkum vegna þess að al- mennur innflutningur á neysluvörum hefur aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þjóðarútgjöld eru einfald- lega að aukast mun hraðar en þjóðar- tekjur og það liggur í augum uppi að það getur ekki gengið til lengdar," sagði Þórður. Forsætisráðherra segir lítil frávik felast í endurskoðaðri þjóðhagsspá Tekj uafgangur ríkissjóðs dregnr úr þenslunni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir þjóðhagsspá í meginatriðum eins og þá fyrri þótt ákveðin frávik séu. Hann segir að spá um aukinn viðskiptahalla sé ákveðið áhyggju- efni en gerir sér vonir um að mikill tekjuafgangur á ríkissjóði dragi úr undirliggjandi þenslu á næstu mán- uðum. „Aðalfrávikið er að viðskiptahall- inn verði meiri en þeir spáðu fyrir fáeinum vikum og það er auðvitað áhyggjuefni," segir Davíð þegar leitað er viðbragða hans við endur- skoðaðri þjóðhagsspá. „Hitt er hins vegar jákvætt að menn telja að verðbólgan verði minni á næsta ári en á þessu ári, atvinnuleysi sé búið, hagvöxtur verði sæmilegur og reyndar miðað við það sem við þekkjum í kringum okkur bara mjög góður. Þannig að þetta eru ekki veruleg frávik, fyrir utan við- skiptajöfnuðinn, sem er að því leyti til lakari líka en talan segir að minni þáttur í viðskiptajöfnuðinum núna er varanlegar fjárfestingar, meiri þáttur er eyðsla sem ekki mun skila ávöxtun í framtíðinni. Það er lakara. En að öðru leyti er ekki um neinar veru- legar breytingar að ræða.“ Gera sér glaðan dag Forsætisráðherra segist ekki hafa áhyggjur af því að efnahagslífið stefni nú niður á við og segist því algerlega ósammála. „Þvert á móti er kvört- unin sú að það sé of mikið líf í hagkerfinu, en ekki að það sé stefnt niður á við, langt því frá. Hins veg- ar eru menn að gera sér glaðan dag, kannski dálítið umfram það sem skynsamlegt er. A móti kemur að ríkið skilar gríðarlegum afgangi, 31 milljarði á tvennum fjárlögum, og ennþá stærri tölu ef þú tekur láns- fjárafganginn sem er talan sem skiptir máli þegar talað er um þenslu. Og ég man ekki til þess í sögunni áður að ríkisstjórn hafi skil- að öðrum eins afgangi. Þannig að ég tel líklegt að þessar tölur muni hafa áhrif á undirliggj- andi þenslu á næstu mánuðum og misserum og úr henni muni draga, sérstaklega ef okkur tekst að halda skynsamlega á kjara- samningsmálum, sem ég veit ekki annað en allir hinir bestu menn vilji gjarnan gera.“ Forsætisráðherra telur ekki ástæðu til sérstakra aðgerða vegna þeirra tíðinda sem felast í endur- skoðaðri þjóðhagsspá. „Hér er bara verið að upplýsa um ákveðna þróun sem menn svo sem vissu um. Þetta er heldur meiri halli en var talað um í síðustu áætlun, þá var, hygg ég, talað um 31 milljarð, en við höfum séð þetta á síðustu vikum að það stefndi í einhverja slíka tölu þannig að hún kemur okkur ekki í opna skjöldu." Ekki kveðst Davið eiga von á áframhaldandi þróun í þessa átt, fremur að hægt og bítandi muni draga úr. „Þjóðarbúið sem slíkt er með þessum hætti að auka skuldir sínar. Á móti kemur að menn eru að fjárfesta í stórum stíl í erlendum skuldabréfum og hlutabréfaeign þjóðarinnar erlendis nemur nú tug- um milljarða króna, sem eru inn- stæður sem menn áttu ekki von á. Gengið er afar sterkt, gengi krón- unnar hefur ekki verið sterkara um árabil og gjaldeyrisforðinn er hag- stæður. Þannig að með því að allar ytri aðstæður séu vænlegar og menn dragi síðan aðeins úr þegar líður á hef ég ekki neinar stórkost- legar áhyggjur af þessu, þótt ég hefði gjarnan viljað að tölurnar væru lægri.“ Davíð Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.