Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 28
ERLENT
28 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bandaríkjamenn varaðir við
hættu á hermdarverkum
Meintir hryðju-
verkamenn
handteknir
Washington. AP, AFP.
TÓLF menn hafa verið handteknir í
Miðausturlöndum á síðustu tveimur
vikum vegna gruns um að þeir hafí
skipulagt bermdarverk gegn
Bandaríkjamönnum, að sögn banda-
ríska dagblaðsins The New York
Times í gær. Nokkrir mannanna
eru grunaðir um að tengjast Sádi-
Arabanum Osama bin Laden, sem
hefur verið sakaður um að hafa
staðið fyrir sprengjuárásum á
bandarísku sendiráðin í Kenýa og
Tansaníu sem kostuðu 220 manns
lífið í ágúst á síðasta ári.
The New York Times hafði eftir
embættismanni í Washington að
bandarískum yfirvöldum hefðu
borist „mjög áreiðanlegar upplýs-
ingar“ um að mennirnir hefðu und-
irbúið hryðjuverk gegn Bandaríkja-
mönnum, en ekki kom fram hvar
þeir voru handteknir.
Blaðið hafði ennfremur eftir
heimildarmanninum að bandarísk
yfirvöld teldu sig vita hvar menn-
irnir hefðu ætlað að fremja hermd-
arverkin en hann vildi ekki nefna
staðina.
Áður hafði bandaríska stjórnin
varað Bandaríkjamenn, sem búa
eða ferðast erlendis, við hermdar-
verkum á næstu vikum og embætt-
ismaður í Washington sagði í gær
að þær viðvaranir hefðu meðal ann-
ars verið byggðar á handtökunum í
Miðausturlöndum.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
sagði á laugardag að Bandaríkja-
menn þyrftu að vera á varðbergi
vegna hugsanlegra hermdarverka
nú í desember og fyrstu vikuna í
janúar. „Bandaríkjastjóm hefur
fengið trúverðugar upplýsingar um
að hryðjuverkahreyfingar hafí
skipulagt árásir gegn bandarískum
borgurum og þessi hætta nær yfir
allan heiminn," sagði James B.
Foley, talsmaður ráðuneytisins.
Foley sagði að hættan á hryðju-
verkum tengdist hátíðahöldunum
vegna árþúsundamóta og föstumán-
uði múslima, sem lýkur í janúar.
Bandaríkjamönnum var ráðlagt
að forðast fjöldasamkomur og fjöl-
menn hátíðahöld.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á
sunnudag að Bin Laden, sem dvelur
í Afganistan undir vemdarvæng
Talebana, kynni að hafa skipulagt
hryðjuverk en bætti við að hætta
stafaði af „margvíslegum hreyfing-
um“ án þess að útskýra það frekar.
Fréttastofa sjónvarpsstöðvarinn-
ar ABC sagði að meðal annars væri
hætta á árásum á helga staði krist-
inna manna í ísrael og á hemumdu
svæðunum.
Þriðja sjónvarpseinvígi frambjóðenda repúblíkana
Bush
breytir
um stíl
Des Moines. AP.
GEORGE W. Bush, sem er lang-
líklegastur til að verða frambjóð-
andi bandarískra repúblikana í
forsetakosningunum á næsta ári,
hefur breytt nokkuð um stíl í
baráttunni við helsta keppinaut-
inn, John McCain. Fram að þessu
hefur framkoma Bush þótt ein-
kennast af litlausri gætni en nú
vill hann sýna, að honum geti
sollið móður í brjósti og jafn-
framt, að hann sé ekki sá andlegi
iéttvigtarmaður, sem margir
telja hann vera.
Þeir Bush ogMcCain hafa tek-
ist á í sjónvarpi þrisvar sinnum
og þótt Bush hafi sloppið fyrir
horn í fyrstu tveimur umferðun-
um urðu stuðningsmenn hans
fyrir vonbrigðuin með frammi-
stöðuna. Þótti hann fara heldur
halloka fyrir McCain í umræðum
um skatta og fjármögnunarað-
ferðir fiokkanna og það kann að
eiga einhvern þátt í því, að
McCain hefur nú gott forskot á
Bush í New Hampshite. Bush
hefur að vísu miklu meira fylgi í
öðrum ríkjum en New Hamps-
hire er mikilvægt að því leyti, að
þar verða fyrstu forkosningarnar
1. febrúar nk.
Niðurstöður tveggja kannana i
New Hampshire voru birtar sl.
föstudag og hafði McCain forystu
í þeim báðum, 43% á móti 28% og
Bökum það besta
Þrátt fyrir hörð orðaskipti fór vel á með þeim
Bush og McCain að þættinum loknum.
Reuters.
37% á móti 30%. Það hafa því
orðið mikil umskipti á fáum dög-
um því að Bush hafði forystuna,
38% á móti 30%, á mánudeginum
áður.
Ekki nógu
forsetalegur?
Bush hefur borið ægishjálm yf-
ir aðra frambjóðendur innan
Repúblikanafiokksins allt frá
upphafi, jafnt í skoðanakönnun-
um sem í íjárútvegun og sagt er,
að hann hafi sett sér það eitt
mark8mið að komast í gegnum
forkosningabaráttuna án þess að
verða mikið á í messunni. Hann,
ráðgjafar hans og aðrir stuðn-
ingsmenn óttast nú, að það sé
ekki nóg.
Bush virðist vera öruggur með
sjálfan sig en líka ákaflega líf-
laus. Hann endurtekur sjálfan
sig, flytur sitt mál í ræðuformi
og lætur auðveldlega koma sér
úr jafnvægi. Því oftar sem hann
hefur komið fram, því meiri efa-
semdir eru um þckkingu hans í
ýmsum greinum, t.d. erlendum
málefnum. Sumum finnst hann
einfaldlega ekki nógu forsetaleg-
ur og benda á, að játningar hans
um sukksamt líferni á yngri ár-
um og lélegar einkunnir í há-
skóla sýni, að þarna sé fyrst og
fremst á ferðinni pabbadrengur
með nóg af peningum.
Hristi af sér slenið
Þriðja einvígi þeirra Bush og
McCains fór fram í fyrrakvöld og
þá var frammistaða hans miklu
betri en áður. Aðstoðarmenn
hans höfðu þá ráðlagt honum að
tala meira um smáatriðin í stefnu
sinni, t.d. hvað varðaði skatta,
menntamál og hermál, til að
kveða niður grunsemdir um, að
hann skildi þessi mál ekki til hlít-
ar. Tókst honum það nokkuð vel
og McCain hafði þau orð um á
eftir, að Bush hefði augljóslega
dregið sfna lexíu af fyrstu tveim-
ur umferðunum.
l»phui|Kikhf>i, aiiyrlliiittOfaiÓlr, mid«t
Ixuly middhort, ctinkn|t|nilluii
Reebok
SPA KUR
Hótel Esja • Sími: 5881700
I