Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MÖRGUNBLAÐIÐ
Fj árhagsáætlun
meirihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur
fyrir árið 2000 verður
afgreidd á fundi borg-
arstjómar á fimmtu-
dag. Með henni er stað-
fest sú hækkun
útsvars, sem R-listinn
samþykkti fyrir ári,
þegar álagningarstuð-
ull útsvars var hækk-
aður nánast upp í það
hámark, sem lög leyfa.
Þar með var horfið frá
þeirri stefnu, sem sjálf-
stæðismenn stóðu fyr-
ir, að halda álögum á
Reykvíkinga í lág-
marki. Hækkun útsvarsálagningar
úr 11,24% í 11.99% leiddi til tæplega
þúsund milljóna króna hækkunai-
skatta á borgarbúa og eyddi því sem
næst þeirri skattalækkun sem ríkis-
stjórnin stóð fyrir um síðustu ára-
mót. Reykvíkingar fengu því ekki að
vnjóta hennar nema að litlu leyti. R-
’ listinn sá fyrir því.
Auknar tekjur
Vegna uppsveiflu í efnahagslífi
þjóðarinnar og hærri tekna borgar-
búa hafa skatttekjur borgarsjóðs
aukist verulega á þessu ári. A næsta
ári er reiknað með að þær haldi
áfram að aukast. Þannig verður
tekjuaukningin um 1.500 milljónir
króna frá áætlaðri út-
komu þessa árs, en á
þessu ári hækka skatt-
tekjur um 600 milljónir
króna frá fjárhags-
áætlun. Frá árinu 1997
hafa skatttekjur borg-
arsjóðs vaxið um tæpar
5.000 m.kr. á föstu
verðlagi nú í desember,
frá því að vera 15.560
m.kr. árið 1997 í 20.500
m.kr. á næsta ári.
Athygli vekur, að
þrátt fyrir þessa miklu
hækkun tekst ekki að
láta skatttekjur duga
fyrir rekstri og fjár-
festingum. Það er jafn-
framt ljóst að boðuð skuldalækkun
borgarsjóðs á næsta ári skýrist ekki
af betri árangri í fjármálastjórn
heldur byggist hún á því að fjár-
magn verður flutt úr einum vasa í
annan. Orkuveita Reykjavíkur tekur
lán til að greiða niður skuldir borg-
arsjóðs og heildarskuldir breytast
því ekki við það.
Meiri álögur
Þegar R-hstinn tók við völdum á
vordögum 1994 var fljótt ljóst að sá
meirihluti þurfti að ná inn meiri pen-
ingum til að standa undir kosninga-
loforðum sínum. I kosningabarátt-
unni var mjög látið að því liggja að í
rekstri borgarinnar væri mikil sóun
Fjárhagsáætlun
Orkuveitan er látin taka
erlent lán og skuldsetja
sig, segir Inga Jóna
Þórðardóttir, til að
hægt sé að grynnka á
skuldum borgarsjóðs.
og því til margar matarholur, sem
hægt væri að sækja pening í vegna
nýrrar starfsemi. Meirihlutinn
komst að því að svo var alls ekki og
því varð að hækka álögur á borgar-
búa til að standa undir nýjum út-
gjöldum. Holræsaskatturinn var
fyrsta útspilið og mun hann nema
760 milljónum króna á næsta ári.
Jafnframt var ákveðið að hækka
verulega það afgjald (arðgreiðslu)
sem fyrirtæki borgarinnar höfðu
greitt í borgarsjóð. Þar var helst að
finna veitufyrirtækin þrjú, Raf-
magnsveitu, Hitaveitu og Vatns-
veitu. Mun láta nærri að frá árinu
1995 hafi viðbótar arðgreiðslur num-
ið sem svarar tveimur og hálfum
milljarði króna og tæpum þremur
milljörðum sé árið 2000 reiknað með.
Allan þennan tíma hefur ítrekað ver-
ið varað við að þessar gegndarlausu
kröfur um arðgreiðslur veitufyrir-
tækjanna myndu veikja fyrirtækin
og um síðir leiða til hækkaðs orku-
verðs af þeim sökum. En þörfin fyrir
meiri peninga inn í borgarsjóð var
látin hafa forgang fram yfir hags-
muni veitufyrirtækjanna. Þegar
ákveðið var að sameina Rafmagns-
veitu og Hitaveitu í lok síðasta árs
var jafnframt samþykkt með mótat-
kvæðum okkar sjálfstæðismanna að
lækka eigið fé hins nýja fyrirtækis.
Bentum við á að slík lækkun þýddi
ekkert annað en lántöku fyrir hið
nýja fyrirtæki. Þetta er nú komið á
daginn. Fjórir milljarðar skulu
renna frá Orkuveitu Reykjavíkur til
að greiða fjármálaóstjórn R-listans á
undanförnum árum.
Orkuveitan borgar brúsann
Engum blöðum er um það að
fletta að ráðstafanir núverandi
meirihluta undir forystu borgar-
stjórans, þar sem Orkuveitan er lát-
in taka erient lán og skuldsetja sig
til að hægt sé að grynnka á skuldum
borgarsjóðs er til þess fallin að
veikja fyrirtækið til lengri tíma litið.
Á sama tíma og brýnt hefði verið að
létta álögum af fyrirtækinu með
lægri arðgreiðslum en það hefur
mátt þola á undanförnum árum, vill
R-listinn þess í stað óbreytta
greiðslubyrði til næstu fimmtán ára.
Borgarstjóri hefur brugðist ókvæða
við gagnrýni minni á að Orkuveita
Reykjavíkur sé látin standa undir
fjármálaóstjórn R-listans og talið að
með því sé verið að vega að fyrirtæk-
inu. Slíkt tal er fráleitt. Það er hins
vegar vissulega verið að benda á
ábyrgð þeirra stjórnmálamanna,
sem veikja með þessum hætti eitt
sterkasta fyrirtæki borgarbúa.
Veitufyrirtækin hafa með traustum
og hagkvæmum rekstri um árabil
getað tryggt hagstætt verð á orku til
Reykvíkinga. Þeim árangri má ekki
glutra niður.
Því hefur jafnframt verið haldið
fram að engin ástæða sé til að ætla
að staða fyrirtækisins sé að veikjast
og greiðslustaða að versna þar sem
að eigið fé Orkuveitunnar sé um 25
milljarðar króna. Á því ber að vekja
athygli í þessu samhengi að heildar-
eignii' fyrirtækisins eru 36 milljarð-
ar króna, en þar af eru bundnir í
virkjunum, veitukerfi og öðrum fast-
eignum um 32 milljarðar króna.
Þeim eignum breyta menn ekki auð-
veldlega í peninga til að bæta
greiðslustöðu. Hins vegar nýtur fyr-
irtækið lánstrausts og getur lagað
erfiða tímabundna greiðslustöðu
með lántökum þegar handbært fé
verður af skornum skammti. Það
kallar aftur á aukinn kostnað í
rekstrinum og slíkt er nýmæli í
rekstri þessara fyrirtækja, sem hafa
lengst af getað fjármagnað sig með
eigin rekstri. Það er sömuleiðis ný
staða sem komin er upp að hand-
bært fé frá rekstri dugar ekki lengur
fyrir almennum fjárfestingum.
Áuknar erlendar lántökur og vax-
andi greiðslubyrði er það sem blasir
við fyrirtækinu, sem á að vera að búa
sig undir breytt og opið rekstrarum-
hverfi.
Höfundur er leiðtogi sjálfstæðis-
mamia í borgarstjórn.
________________UMRÆÐAN_______
,4.000 milljónir frá Orkuveitu
Reykjavíkur til borgarsjóðs
Inga Jóna
Þórðardóttir
Þj óðaratkvæðagreiðsla
um Fljótsdalsvirkjun
i.
SAMKVÆMT
stjórnskipunaidögum
okkar á að ríkja lýð-
ræði og þingræði hér á
landi. Meginkjaminn í
lýðræðishugtakinu er
réttur þegnanna til að
kjósa valdhafa þjóðar í
almennum kosningum.
I þingræði felst að í
Jtríkisstjórn geta þeir
einir setið sem meiri-
hluti þjóðþings styður
eða a.m.k. þolir í emb-
ætti. Lýðræði getur
verið fyrir hendi án
þingræðis og þingræð-
isstjórn getur ríkt þótt eiginlegu
lýðræði sé ekki fyrir að fara. Það
skyldi þó aldrei vera að það síðar-
nefnda sé farið að einkenna íslenskt
stjórnarfar í seinni tíð?
II.
Tíðkanlegt er að staðhæfa að á
Alþingi sitji þjóðkjörnir fulltrúar og
að þingkjörnir fulltrúar geri þetta
eða hitt. Raunveruleikinn er hins
vegar sá að stjórnmálaflokkar sem
stofnanir ráða mestu um það hver
Veline^
Fegurðin kemur innan frá
Laugavegi 4, sími 551 4473
þingmannsefnin verða
og þingflokkar í meiri-
hluta á Alþingi hverjir
skipa ráðherrasæti.
Er þá varla nema von
að upp í hugann komi
orð eins og flokksræði
og ráðherraræði. Svo
mikið er a.m.k. víst að
ríkisstjóm með örugg-
an, flokkshollan þing-
meirihluta á bak við
sig getur nánast gert
það sem henni sýnist
án þess að spyrja kóng
eða prest. Slík ríkis-
stjórn getur t.d. svið-
sett málsmeðferð
kringum ákvörðun
sem hefur í raun verið tekin fyrir
löngu. Nærtæk dæmi um það er
samþykkt varnarsamningsins, lögb-
inding kvótakerfisins, lögfesting
EES-samningsins, lögin um gagna-
grunn á heilbrigðissviði og nú
þingsályktunin um Fljótsdalsvir-
kjun. Þegar þingræðisskipulag er
komið í þann farveg, sem afgreiðsla
þessara mála sýnir, hjá þjóð sem að
öðra leyti kennir sig við lýðræði, er
kominn tími til að hinn almenni
kjósandi spyrji sjálfan sig að því,
hvort hann í reynd ráði nokkru með
atkvæði sínu.
III.
Ef allt væri með felldu værum
við að kjósa konur og menn á þing
af því við ætlum að treysta þeim
fyrir því fjöreggi okkar að setja al-
mennar leikreglur í þjóðfélaginu
sem kallast lög. Nær lagasetningu
kemst hinn almenni kjósandi ekki í
okkar stjómskipulagi. Þannig er
það ekki alls staðar. í mörgum
löndum er séð fyrir beinni þátttöku
þegnanna í löggjafarstarfi. Það ger-
ist með þjóðaratkvæðagreiðslu. Er
þá ýmist kveðið svo á í stjórnarskrá
að um tiltekin lög eða lagaframvarp
skuli fara fram almenn atkvæða-
greiðsla kjósenda eða að ákveðinn
hópur þingmanna eða tiltekin tala
kjósenda geti krafist slíkrar at-
kvæðagreiðslu. Nái lagafrumvarp
Virkjanir
Hvernig væri nú að gera
það sem minna er, spyr
Björn Þ. Guðmundsson,
og láta þingsályktunar-
tillöguna um Fljóts-
dalsvirkjun og Eyja-
bakka ganga til
þjóðaratkvæðis?
ekki tilskildu atkvæðamagni eftir
settum reglum er frumvarpið úr
sögunni að sinni. Ef um staðfest lög
er að ræða er gildistöku þeirra oft-
ast frestað þar til þjóðaratkvæða-
greiðsla hefur farið fram.
IV.
Um þetta er fjallað í ritinu
Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jó-
hannesson, prófessor og fyrrver-
andi forsætisráðherra. Er þar fyrst
vikið að hinum stjórnarskrár-
bundnu heimildum í rétti sumra
þjóða, sem að framan getur, en síð-
an er sagt almennt: „En auk þess
getur verið mælt svo fyrir í einstök-
um lögum, að þau skuli ekki koma
til framkvæmda eða jafnvel ekki
öðlast gildi fyrr en þau hafa verið
samþykkt við þjóðaratkvæða-
greiðslu. Löggjafanum verður víst
almennt eigi talið óheimilt að fela
kjósendum þannig ákvörðunarvald
um það, hvort ákveðin lög eða til-
tekin atriði í lögum skuli koma til
framkvæmda eða ekki.“
Hvernig væri nú að gera það sem
minna er og láta þingsályktunar-
tillöguna um Fljótsdalsvirkjun og
Eyjabakka ganga til þjóðaratkvæð-
is? Það er ekki of seint, þyrfti ekki
langan aðdraganda og yrði ekki
dýrara en smáspotti jarðganga á
heiðum uppi.
Höfundur er lagnprófessor.
Björn Þ.
Guðmundsson
Innflutningi þarf
ekki að fylgja
áhætta
í GREIN Gerðar
Guðjónsdóttur og Ólafs
Rafnssonar hér í blað-
inu 8. desember síðast-
liðinn láta þau í ljós
áhyggjur af hugsanleg-
um innflutningi
norskra fósturvísa
vegna meintra tengsla
insúlínháðrar syk-
ursýki í börnum og mis-
munandi próteingerðar
mjólkur. Áhyggjur
þeirra era skiljanlegar
þegar hafðar era í huga
annars vegar alvarleg-
ar afleiðingar sjúk-
dómsins, hins vegar
villandi málflutningur margra
þeirra, sem af ýmsum ástæðum
leggjast gegn innflutningi fósturvísa.
Minna hefur hins vegar farið fyrir
þvi í umræðunni að yfirdýralæknir
hefur þegar sett ákveðin skilyrði fyr-
ir innflutningi, sem koma í veg fyrir
að honum fylgi áhætta að þessu leyti.
Kenningar um samband sykursýki
og próteingerðar mjólkur gera ráð
fyrir því að próteinið betakasein A1
geti valdið sykursýki, en myndun
próteinsins ræðst af svonefndu Al-
geni. Það gen finnst í u.þ.b. 50% ís-
lenskra kúa, en 75% norskra kúa.
Skilyrði yfirdýralæknis fyrir inn-
flutningi er á þá leið að tíðni A1 gens-
ins í væntanlegum fósturvísum verði
ekki meiri en í íslenska kúastofnin-
um. Einfalt er að uppfylla þetta skil-
yrði þar sem genið er þekkt, erfða-
greina þarf kynforeldra
fósturvísanna gagnvart geninu og
velja gegn því. Engin fyiirstaða er af
hálfu seljenda fósturvísanna varð-
andi slíkt úival, og engin ástæða til
að ætla að svo verði í framtíðinni.
Raunar er ekki ólíklegt að norðmenn
hefji sjálfir úrval gegn Al-geninu ef
frekari rannsóknir staðfesta tengsl
þess við sykursýki.
Sykursýki er grafalvarlegt mál,
enda styðja kúabændur fyrrnefnt
skilyrði yfirdýralæknis
heilshugar og myndu
vart ljá máls á innflutn-
ingi á öðrum forsend-
um að óbreyttri þekk-
ingu. Jafnframt hafa
þeir lagt fram veralega
fjárhæð til rannsókna á
þessu sviði, sem fram
fara undir stjórn Ingu
Þórsdóttur prófessors.
Að lokum er vert að
benda á að valdi
betakasein Al-prótein
sykursýki í börnum þá
er þeim langmest hætta
búin á fyrstu mánuðum
Sykursýki
/ /
Ahyggjur Gerðar og 01-
afs eru skiljanlegar þeg-
ar hafðar eru í huga
annars vegar alvarlegar
afleiðingar sjúkdóms-
ins, segir Jón Gíslason í
grein um norska fóstur-
vísa og sykursýki.
ævinnar. Æskilegast er að þann tíma
njóti börn móðurmjólkurinnar, en sé
hennar ekki völ er ráðlagt að gefa
þeim sérstakt barnamjólkurduft.
Það fæst aðeins innflutt, unnið úr
mjólk sem inniheldur mun meira
betakasein A1 heldur en íslensk
mjólk. Þrátt fyrir ákafar viðvaranir
ýmissa fræðimanna vegna innflutn-
ings fósturvísa hefur lítið farið fyrir
því að varað væri við þessari þurr-
mjólk. Hvers vegna?
Höfundur er formaður Fagráðs í
nautgriparækt.
Jón Gíslason