Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. DBSEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Viðskiptaráðherra um sameiningfu „Upphafið bendir nú ekki til að þetta verði eintómt halelúja." Morgunblaðið/Þorkell Sinai Nhatitíma, formaður Rauða krossins í Mósambik, og Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunar- samvinnustofnunar íslands, takast í hendur. Á milli þeirra stendur Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Islands en þau þrjú skrifuðu undir samninginn. Þróunarsamvinnustofnim og RKÍ taka höndum saman við verkefni í Mósambik Þróunarsamvinna fyrir 60 milljónir RAUÐI kross íslands, Þróunar- samvinnustofnun Islands og Rauði krossinn í Mósambik skrifuðu í gær undir samning um þróunaraðstoð við Mósambik til næstu fjögurra ára. Kostnaður nemur alls um 60 milljón- um króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Þróun- arsamvinnustofnun Islands og Rauði krossinn taka höndum saman á þennan hátt en Þróunarsamvinnu- stofnun hefur um árabil annast verk- efni í Mósambik og verður svo áfram. Rauði krossinn hefur einnig stutt verkefni í Mósambik síðustu árin, annars vegar heimili fyrir götu- börn og hins vegar starf Rauða krossins í landinu. Verkefnið í Mósambik felst í því að reisa heilsugæslustöð og skipuleggja starf sjálfboðaliða Rauða krossins í Mósambik í Matutuine-héraði þar sem bæði er að fínna þéttbýli og strjálbýli. Brýn þörf fyrir heilsugæslustöð Þörf fyrir heilsugæslu er talin brýn í héraðinu þar sem búa um fjög- ur þúsund manns án slíkrar þjón- ustu. Af hverjum þúsund fæddum börnum láta 135 lífið áður en þau verða eins árs og meðalaldur íbúa er 45,5 ár. Byggð verður heilsugæslu- stöð sem sinna á alhliða heilsuvemd og verða sjálfboðaliðar þjáifaðir til að fræða um heilbrigði og sjúkdóma. Einnig verður lögð áhersla á barátt- una gegn alnæmi. Slapp landið að mestu við alnæmi vegna borgara- styrjaldar sem þar ríkti um árabil en eftir að henni lauk hefur alæmi læst þar klóm sínum svipað og í grann- ríkjum. Um 700 ný alnæmistilfelli greinast á degi hverjum og á síðasta ári höfðu um 140 þúsund börn greinst með smit. íbúar landsins eru tæplega 16 milljónir. Þróunarsamvinnustofnun leggur til helming fjárins í verkefnin, Rauði kross Islands 40% og Rauði kross Mósambik 10%. Hjúkrunarfræðing- ur á vegum RKÍ fer til starfa í Mósa- mbik í byijun næsta árs og starfs- maður Þróunarsamvinnustofnunar í landinu hefur aðsetur í höfuðborg- inni Maputo. Sinai Nhatitima, formaður Rauða krossins í Mósambik, og Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri hans, komu hingað til lands vegna undir- ritunar samningsins og var skrifað undir hann í gær í aðalstöðvum Rauða kross íslands við Efstaleiti. Nýtt félag bókasafns- og upplýsingafræða Vill móta stefnuna Fyrir skömmu var stofnað félagið Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsinga- fræða. Þetta er fagfélag starfsmanna bókasafna og upplýsingamiðstöðva. Að sögn Þórdísar T. Þórar- insdóttur formanns fé- lagsins tekur það til starfa formlega 1. janúar árið 2000. Hún var spurð um markmið félagsins? „Það er að auka skilning á mikilvægi sérfræðiþekk- ingar og mikilvægi ís- lenskra bókasafna og upp- lýsingamiðstöðva í þágu menntunar, menningar og vísinda. Því er ætlað að efla rannsóknir og nám í bókasafns- og upplýsinga- fræði, standa fyrir sí- menntun og koma fram innlend- um og erlendum vettvangi, vera til ráðgjafar um bókasafns- og upplýsingamál og ekki síst að vera vettvangur faglegrar um- ræðu.“ - Hefur bókasafnsfræði og upplýsingamiðlun tekið miklum breytingum í ljós sívaxandi tækniþróunar? „Já, hún hefur tekið gífurleg- um breytingum frá því að ég kom til starfa sem bóksafnsfræð- ingur árið 1980. Tölvutækni hef- ur umbylt öllum starfsháttum á bókasöfnum og það sem er svo skemmtilegt er að tölvutæknin kemur ekki síst að gífurlegum notum í bugvísindum. Aðgengi upplýsinga hefur stórbatnað." - Er starf bókasafnsfræðinga á útleið? „Það var haldið um tíma og var rætt um það á alþjóðavett- vangi en komið hefur í Ijós að bókasöfnin eru mjög mikilvæg og þá ekki síst almenningsbóka- söfnin, sem gefa almenningi kost á að nýta sér upplýsingastækn- ina. Nú er ljóst að það er síður en svo að bókasafnsfræðingar séu að verða úreltir, þvert á móti eru þeir nú efthsóttir - líka í fyrir- tækjum í einkageiranum." - Hvað getur þú sagt mér um þau tvö félög sem standa að stofnun Upplýsingar - hins nýja félags? „Félögin eru í raun fjögur þar sem Bókavarðarfélag Islands, stofnað 1960, hefur tvö aðildar- félög, Félag rannsóknarbóka- varða og Félag um almennings- bókasöfn og skólasöfn. Þau þrjú sameinast Félagi bókasafns- fræðinga." - Hvers vegna er þessi sam- eining nauðsynlegt? „Félagsmönnum þóttu kraft- arnir dreifast óþarflega mikið og félögin væru í raun að vinna að sömu eða svipuðum málum þannig að fyrir tveimur árum var stofnuð nefnd til þess að skrifa greinargerð um hugsan- lega sameiningu. Niðurstöður þeirrar nefndar voru að samein- ing væri fýsilegur kostur. Síðast- liðið vor var kosning meðal fé- lagsmanna um sameiningu og hún var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta. Þess má geta að ein forsendan að sam- einingunni var að „fé- lagaílóra" bókavarða- og bókasafnsfræðinga þótti mjög flókin. Félögin höfðu fyrir sam- eininguna unnið sameiginlega að mörgum málum, svo sem útgáfu fréttabréfs sem heitir Fregnir og fagtímarits sem heitir Bóka- safnið.“ - Hvar mun hið nýja féiag hafa aðsetur? ► Þórdís Torfhildur Þórarins- dóttir fæddist 9. október 1947 í Litlu-Tungu í Holtum. Hún lauk stúdentsprófi 1968 frá Mennta- skólanum á Laugarvatni. Kenn- araprófi lauk hún frá Stúdenta- deild Kennaraskólans 1969. Árin 1972 til 1974 var hún við nám í þýsku, uppeldisfræði og félags- fræði við háskólann í Kiel. Árið 1979 lauk hún BA-prófi í bóka- safnsfræði og þýsku frá Háskóla íslands og árið 1981 lauk hún mastersprófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá State Uni- versity of New York at Albany. Einnig hefur Þórdís tekið leið- sögumannapróf og stundað nám við listasögu við HI. Hún starfaði sem fulltrúi hjá Rafmagnsveitum ríkins í þrjú ár, var aðstoðar- bókafulltrúi ríkisins í ár en árið 1980 varð hún forstöðumaður bókasafns Menntaskólans við Sund og gegnir því starfi nú ásamt stundakennslu. Þórdfs á einn son, Grétar Mar, sem er verkfræðingur og deildarstjóri hjá Olíudreifingu ehf. „í Lágmúla 7, í húsakynnum Félags bókasafnsfræðinga, en húsnæðismálin eru enn að vissu leyti í deiglunni. Þess má geta að þetta félag er ekki stéttarfélag. Aðildarmenn þeirra félaga sem standa að Upplýsingu eru í mörgum stéttarfélögum en í vor sem leið var stofnað Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræð- inga.“ - Hver eru framtíðaráform Uppiýsingar? „Framundan er mikið starf við að skipuleggja félagið og það eru uppi áætlanir um að ráða fram- kvæmdastjóra að því. En þess má geta að flest störf innan þess- ara félagsamtaka sem að nýja fé- laginu standa hafa verið unnin í sjálfboðavinnu. Endurmenntun er einnig á döfínni. Hvað önnur framtíðaráform snertir ber hæst að félagið hefur fullan hug á að taka þátt í að móta þá stefnu og þróun sem nú er að verða á sviði upplýsingamiðlunar og upplýs- ingatækni. Sem dæmi má nefna að í deiglunni er að velja sameiginlegt bókasafnskerfi sem þjónað getur öllum bókasöfnum landsins og einnig er verið skipa verkefnisstjórn um aðgang íslenskra aðila að erlendum og innlendum gagnasöfnum. Að- gangur að þeim mun stórbæta aðgengi vísindamanna, nemenda og almennings að upplýsingum. Við vonumst einnig eftir góðu samstarfi við þá aðila sem starfa á svipuðu sviði.“ Tölvutækni hefur umbylt starfsháttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.