Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. DBSEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLADIÐ
Viðskiptaráðherra um sameiningfu
„Upphafið bendir nú ekki til að þetta verði eintómt halelúja."
Morgunblaðið/Þorkell
Sinai Nhatitíma, formaður Rauða krossins í Mósambik, og Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunar-
samvinnustofnunar íslands, takast í hendur. Á milli þeirra stendur Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður
Rauða kross Islands en þau þrjú skrifuðu undir samninginn.
Þróunarsamvinnustofnim og RKÍ taka
höndum saman við verkefni í Mósambik
Þróunarsamvinna
fyrir 60 milljónir
RAUÐI kross íslands, Þróunar-
samvinnustofnun Islands og Rauði
krossinn í Mósambik skrifuðu í gær
undir samning um þróunaraðstoð við
Mósambik til næstu fjögurra ára.
Kostnaður nemur alls um 60 milljón-
um króna.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þróun-
arsamvinnustofnun Islands og Rauði
krossinn taka höndum saman á
þennan hátt en Þróunarsamvinnu-
stofnun hefur um árabil annast verk-
efni í Mósambik og verður svo
áfram. Rauði krossinn hefur einnig
stutt verkefni í Mósambik síðustu
árin, annars vegar heimili fyrir götu-
börn og hins vegar starf Rauða
krossins í landinu.
Verkefnið í Mósambik felst í því að
reisa heilsugæslustöð og skipuleggja
starf sjálfboðaliða Rauða krossins í
Mósambik í Matutuine-héraði þar
sem bæði er að fínna þéttbýli og
strjálbýli.
Brýn þörf fyrir heilsugæslustöð
Þörf fyrir heilsugæslu er talin
brýn í héraðinu þar sem búa um fjög-
ur þúsund manns án slíkrar þjón-
ustu. Af hverjum þúsund fæddum
börnum láta 135 lífið áður en þau
verða eins árs og meðalaldur íbúa er
45,5 ár. Byggð verður heilsugæslu-
stöð sem sinna á alhliða heilsuvemd
og verða sjálfboðaliðar þjáifaðir til
að fræða um heilbrigði og sjúkdóma.
Einnig verður lögð áhersla á barátt-
una gegn alnæmi. Slapp landið að
mestu við alnæmi vegna borgara-
styrjaldar sem þar ríkti um árabil en
eftir að henni lauk hefur alæmi læst
þar klóm sínum svipað og í grann-
ríkjum. Um 700 ný alnæmistilfelli
greinast á degi hverjum og á síðasta
ári höfðu um 140 þúsund börn
greinst með smit. íbúar landsins eru
tæplega 16 milljónir.
Þróunarsamvinnustofnun leggur
til helming fjárins í verkefnin, Rauði
kross Islands 40% og Rauði kross
Mósambik 10%. Hjúkrunarfræðing-
ur á vegum RKÍ fer til starfa í Mósa-
mbik í byijun næsta árs og starfs-
maður Þróunarsamvinnustofnunar í
landinu hefur aðsetur í höfuðborg-
inni Maputo.
Sinai Nhatitima, formaður Rauða
krossins í Mósambik, og Fernanda
Teixeira, framkvæmdastjóri hans,
komu hingað til lands vegna undir-
ritunar samningsins og var skrifað
undir hann í gær í aðalstöðvum
Rauða kross íslands við Efstaleiti.
Nýtt félag bókasafns- og upplýsingafræða
Vill móta
stefnuna
Fyrir skömmu var
stofnað félagið
Upplýsing, félag
bókasafns- og upplýsinga-
fræða. Þetta er fagfélag
starfsmanna bókasafna og
upplýsingamiðstöðva. Að
sögn Þórdísar T. Þórar-
insdóttur formanns fé-
lagsins tekur það til starfa
formlega 1. janúar árið
2000. Hún var spurð um
markmið félagsins?
„Það er að auka skilning
á mikilvægi sérfræðiþekk-
ingar og mikilvægi ís-
lenskra bókasafna og upp-
lýsingamiðstöðva í þágu
menntunar, menningar og
vísinda. Því er ætlað að
efla rannsóknir og nám í
bókasafns- og upplýsinga-
fræði, standa fyrir sí-
menntun og koma fram innlend-
um og erlendum vettvangi, vera
til ráðgjafar um bókasafns- og
upplýsingamál og ekki síst að
vera vettvangur faglegrar um-
ræðu.“
- Hefur bókasafnsfræði og
upplýsingamiðlun tekið miklum
breytingum í ljós sívaxandi
tækniþróunar?
„Já, hún hefur tekið gífurleg-
um breytingum frá því að ég
kom til starfa sem bóksafnsfræð-
ingur árið 1980. Tölvutækni hef-
ur umbylt öllum starfsháttum á
bókasöfnum og það sem er svo
skemmtilegt er að tölvutæknin
kemur ekki síst að gífurlegum
notum í bugvísindum. Aðgengi
upplýsinga hefur stórbatnað."
- Er starf bókasafnsfræðinga
á útleið?
„Það var haldið um tíma og
var rætt um það á alþjóðavett-
vangi en komið hefur í Ijós að
bókasöfnin eru mjög mikilvæg
og þá ekki síst almenningsbóka-
söfnin, sem gefa almenningi kost
á að nýta sér upplýsingastækn-
ina. Nú er ljóst að það er síður en
svo að bókasafnsfræðingar séu
að verða úreltir, þvert á móti eru
þeir nú efthsóttir - líka í fyrir-
tækjum í einkageiranum."
- Hvað getur þú sagt mér um
þau tvö félög sem standa að
stofnun Upplýsingar - hins nýja
félags?
„Félögin eru í raun fjögur þar
sem Bókavarðarfélag Islands,
stofnað 1960, hefur tvö aðildar-
félög, Félag rannsóknarbóka-
varða og Félag um almennings-
bókasöfn og skólasöfn. Þau þrjú
sameinast Félagi bókasafns-
fræðinga."
- Hvers vegna er þessi sam-
eining nauðsynlegt?
„Félagsmönnum þóttu kraft-
arnir dreifast óþarflega mikið og
félögin væru í raun að vinna að
sömu eða svipuðum málum
þannig að fyrir tveimur árum
var stofnuð nefnd til þess að
skrifa greinargerð um hugsan-
lega sameiningu. Niðurstöður
þeirrar nefndar voru að samein-
ing væri fýsilegur kostur. Síðast-
liðið vor var kosning meðal fé-
lagsmanna um sameiningu og
hún var samþykkt með
yfirgnæfandi meiri-
hluta. Þess má geta að
ein forsendan að sam-
einingunni var að „fé-
lagaílóra" bókavarða-
og bókasafnsfræðinga þótti mjög
flókin. Félögin höfðu fyrir sam-
eininguna unnið sameiginlega að
mörgum málum, svo sem útgáfu
fréttabréfs sem heitir Fregnir
og fagtímarits sem heitir Bóka-
safnið.“
- Hvar mun hið nýja féiag
hafa aðsetur?
► Þórdís Torfhildur Þórarins-
dóttir fæddist 9. október 1947 í
Litlu-Tungu í Holtum. Hún lauk
stúdentsprófi 1968 frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni. Kenn-
araprófi lauk hún frá Stúdenta-
deild Kennaraskólans 1969. Árin
1972 til 1974 var hún við nám í
þýsku, uppeldisfræði og félags-
fræði við háskólann í Kiel. Árið
1979 lauk hún BA-prófi í bóka-
safnsfræði og þýsku frá Háskóla
íslands og árið 1981 lauk hún
mastersprófi í bókasafns- og
upplýsingafræði frá State Uni-
versity of New York at Albany.
Einnig hefur Þórdís tekið leið-
sögumannapróf og stundað nám
við listasögu við HI. Hún starfaði
sem fulltrúi hjá Rafmagnsveitum
ríkins í þrjú ár, var aðstoðar-
bókafulltrúi ríkisins í ár en árið
1980 varð hún forstöðumaður
bókasafns Menntaskólans við
Sund og gegnir því starfi nú
ásamt stundakennslu. Þórdfs á
einn son, Grétar Mar, sem er
verkfræðingur og deildarstjóri
hjá Olíudreifingu ehf.
„í Lágmúla 7, í húsakynnum
Félags bókasafnsfræðinga, en
húsnæðismálin eru enn að vissu
leyti í deiglunni. Þess má geta að
þetta félag er ekki stéttarfélag.
Aðildarmenn þeirra félaga sem
standa að Upplýsingu eru í
mörgum stéttarfélögum en í vor
sem leið var stofnað Stéttarfélag
bókasafns- og upplýsingafræð-
inga.“
- Hver eru framtíðaráform
Uppiýsingar?
„Framundan er mikið starf við
að skipuleggja félagið og það eru
uppi áætlanir um að ráða fram-
kvæmdastjóra að því. En þess
má geta að flest störf innan þess-
ara félagsamtaka sem að nýja fé-
laginu standa hafa verið unnin í
sjálfboðavinnu. Endurmenntun
er einnig á döfínni. Hvað önnur
framtíðaráform snertir ber hæst
að félagið hefur fullan hug á að
taka þátt í að móta þá stefnu og
þróun sem nú er að verða á sviði
upplýsingamiðlunar og upplýs-
ingatækni. Sem dæmi má nefna
að í deiglunni er að
velja sameiginlegt
bókasafnskerfi sem
þjónað getur öllum
bókasöfnum landsins
og einnig er verið
skipa verkefnisstjórn um aðgang
íslenskra aðila að erlendum og
innlendum gagnasöfnum. Að-
gangur að þeim mun stórbæta
aðgengi vísindamanna, nemenda
og almennings að upplýsingum.
Við vonumst einnig eftir góðu
samstarfi við þá aðila sem starfa
á svipuðu sviði.“
Tölvutækni
hefur umbylt
starfsháttum