Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 63
MINNINGAR
inum. Á æskuheimili okkar í Hólm-
garðinum var eins og gefur að skilja
oft líf og fjör og sjaldan lognmolla í
stórum systkinahópi. Þar var margt
brallað og fór Deddi þar oft fremstur
í flokki. Bræðurnir skiptu oft liði og
slógust frammi í kompu. Varð þá
sumum þeirra oft heitt í hamsi í hita
leiksins en Deddi tók því mátulega
hátíðlega og hló að öllu saman. Hann
hafði létta lund og var sérlega geð-
góður.
Sem ungur maður var Deddi
nokkur ár til sjós. Þegar hann var í
landlegu fylgdi honum iðulega hálf
skipshöfnin og jafnvel skipshundur-
inn líka heim til mömmu. Var þá oft
þröng á þingi í Hólmgarðinum, sem
var þó æði mannmargur fyrir.
Við minnumst þess líka að þegar
Deddi kynntist eiginkonuefni sínu og
kynnti hana fyrir foreldrum og
systkinum var hann mjög glaður og
stoltur.
Deddi var duglegur til vinnu og
seint verður slegið yflrvinnumet sem
hann setti í Áburðarverksmiðjunni
um árið. Hann var veiðivörður í
Korpu í þrjú sumur og hafði sérstak-
lega gaman af að kenna bræðrum
sínum og mágum veiðibrögðin.
Deddi var matmaður mikill og fátt
þótti honum betra en að setjast að
snæðingi í góðum hópi og gæða sér á
alls kyns kræsingum. Við eigum öll
sérstakar minningar af matarveisl-
um þar sem Deddi naut kræsing-
anna af sérstakri innlifun.
Við systkinin misstum tvo bræður
okkar af slysförum fyrir mörgum ár-
um og fyrr á árinu lést móðir okkar
eftir erfið veikindi. Enn eitt skarðið
hefur nú verið höggvið í fjölskylduna
við sviplegt fráfall Dedda bróður.
Við syrgjum hann og söknum hans
en eftir situr minningin um góðan
bróður og kæran vin. Hugur okkar
er hjá eiginkonu hans og börnum.
Elsku Sigrún, Gyða, Bryndís, Palli
og fjölskyldur. Við biðjum góðan guð
að styrkja ykkur í sorg ykkar. Okkur
langar að kveðja Dedda bróður með
ljóði eftir Huldu skáldkonu:
Pá hinsti svefninn signir augun mín
og sorg og gleði líkt og angan dvín,
ég vildi að sál mín gæti gefíð þér
þann geisla sem þig yfir húmið ber.
Þó takmörk hafi týnst og lönd sé breytt
í tímans bláa hafi — veit ég eitt:
Að þér er allt hinn veiki vilji minn
að vemda, friða og blessa arin þinn.
Hvíl í friði, kæri bróðir.
Systkinin.
Þegar ég var um þrítugt kom ég
oft inn á vinnustofu vinar míns sem
starfaði í sama fagi og ég sjálfur.
Þessi vinur minn hafði alist upp í
Bústaðahverfinu í Reykjavík og átti
nokkra góða kunningja þaðan frá
æskuárunum. Þessir kunningjar
hans voru líka tíðir gestii- á þessari
vinnustofu. Þarna kynntist ég Guð-
mundi Inga Ingasyni eða Dedda eins
og vinir og ættingar hans nefndu
hann sín á milli. Þegar leiðir okkar
Dedda lágu þarna saman fyrir tutt-
ugu og átta árum var hann sjómaður.
Þarna eignaðist ég nýjan vin til við-
bótar við þann sem ég var að heim-
sækja og bundust fjölskyldur okkar
þriggja vináttuböndum.
Með fráfalli Dedda eru báðir þess-
ir vinir mínir farnir yfir móðuna
miklu.
Það sem fyrst kemur upp í hugann
þegar ég minnist Dedda var sá
hressileiki sem ávallt fylgdi honum
ásamt falslausri einlægni hans. Hús-
ið fylltist af glensi og gleðilátum í
hvert skipti sem hann heimsótti okk-
ur hjónin.Væri hann ósáttur við eitt-
hvað úr daglega lifinu ræddi hann
það á jafn hressan og opinn hátt og
það sem varð honum til gleði. Aldrei
pukur eða óheilindi heldur kom hann
til dyranna eins og hann var klædd-
ur.
Deddi var í eðli sínu félagslyndur.
Hann átti mörg systkini sem hann
heimsótti og ræktaði vináttu við.
Móðir hans sem dó á síðasta ári var
honum mjög kær. Föður sinn missti
hann snemma á lífsleiðinni. Hann
bar ríka ábyrgðartilfinningu í brjósti
og elskaði konu sína og börnin þeirra
þrjú. Hann var góður afi.
Deddi eignaðist marga kunningja
enda opinn og skrafhreyfinn. Hann
var snyrtimenni og í gleðskap var
hann hrókur alls fagnaðar. Hann
þekkti til vinnu bænda og sjómanna
af eigin raun og var fljótur að til-
einka sér þau störf önnur sem hon-
um voru falin á lífsleiðinni. Á þessum
tuttugu og átta árum sem við höfum
þekkst og ástundað samfelldan
kunningsskap varð okkur aldrei
sundurorða sem er merkilegt þegar
þess er gætt að báðir voru nokkuð
orðhvatir. Þess í stað glöddumst við
með konum okkar yfir góðum
árangri bamanna sem við ólum upp
og bárum saman bækur okkar um
heimili og atvinnuafkomu. Deddi var
vinum sínum trúr, hjálpsamur og
greiðvikinn. Hann var hugmaður til
allrar vinnu og hangs og slór var eit-
t
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGMARS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis
á Nönnugötu 10a
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4B, Hrafnistu, Hafnarfirði.
Emilía M. Sígmarsdóttir, Ragnar Ó. Steinarsson,
Jónína B. Sigmarsdóttir,
Ingveldur H. Sigmarsdóttir, Hermann Norðfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall og
útför
MARGRÉTAR ALBERTSDÓTTUR
(Maggýjar)
frá ísafirði.
Sérstakar þakkir til Blindraheimilisins og
starfsfólks Grundar, fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Herdís Albertsdóttir,
Ágúst Ólafsson,
Albert Karl Sanders.
Lokað
Grein ehf., Smiðjuvegi 16, Kópavogi, verður lokað í dag,
15. desember, vegna jarðarfarar BJÖRNS R. LÁRUSSONAR.
Grein ehf.
ur í hans beinum. Hann var
skemmtilegur veiðifélagi og gaman
var að fá að smakka á nestinu hans
því hann bar af flestum í því að útbúa
gott nesti. í Dedda eignaðist ég vin
sem ég gat ávallt trúað fyrir hverju
sem var og mér er heiður að því að
hann virti mig eins í þeim efnum.
Stundum komu upp vandamál í lífi
okkar sem voru af sama toga og
lögðumst við þá oft saman á árarnar
til að leysa þau.
Á þessari stundu er mér efst í
huga sá sári harmur sem kveðinn er
að Sigrúnu og börnunum. Þessi jól
verða þeim og öðrum vandamönnum
Dedda erfið en sá sem öllu ræður og
allt græðir gleymir ekki þeim sem
um sárt eiga að binda. Um leið og ég
kveð vin minn, Guðmund Inga Inga-
son, og þakka honum samfylgdina
bið ég Guð að varðveita sál hans og
eftirlifandi ástvini.
Bjami Guðmundsson.
Hann Deddi okkar er dáinn.
Drottinn tók hann til sín, af hverju
allt of fljótt skiljum við ekki.
Deddi var okkar besti vinur í
gegnum lífið og margar áttum við
góðar og eftirminnilegar stundh-
saman.
Alltaf var gott að leita til hans
þegar á þurfti að halda og er okkur
sérstaklega minnisstætt þegar við
þurftum að bregða okkur til Noregs
fyrir þremur árum. Þá leituðum við
til hans og báðum hann um að líta til
með öldruðum foreldrum okkar
meðan við værum í burtu. Ekkert
var sjálfsagðara og leit hann til
þeirra á hverjum degi og stytti þeim
stundir. Æ síðan leit hann til þeirra
og gladdi þau með glaðværð sinni og
hressileika. Kæri Deddi, þau þakka
þér innilega fyrir þessar stundir sem
þú gafst þeim.
Við Deddi áttum oft skemmtilegar
stundir saman. Einu sinni bauðst þú
okkur til þín í sumarbústað á Laug-
arvatni, þar sem við grilluðum öll
svínarifin sem þú hafðir keypt í ótrú-
legu magni.
Þú keyrðir okkur um sveitirnar í
kring og við sögðum við þig að þú
kynnir ekkert að keyra, en þú hlóst
bara á þinn einstaka máta því að
akstur var þitt starf og aldrei kom
neitt fyrir.
Margar voru heimsóknir þínar til
okkar með konfektpoka handa mér
og alltaf var jafn hressandi að fá þig í
heimsókn.
Elsku Deddi, þú sem ætlaðir að að
koma til okkar með Sigrúnu þinni á
laugardaginn kemur og borða með
okkur laufabrauð, síldog magál sem
þér þótti svo góður.
Elsku Deddi, við kveðjum þig með
söknuði. Það verður erfitt að fylla
þitt skarð í hjarta okkar.
Elsku Sigrún, Gyða, Bryndís og
Palli, við biðjum Guð að styrkja ykk-
ur öll, minningin um góðan mann lif-
ir alltaf.
Þínir vinir,
Kristmundur og Margrét.
Vinur minn Deddi er farinn á svið
þess óþekkta. Þegar slys verður er
þetta allt svo snöggt og ótímabært,
maður verður svo dapur og veit ekki
hvemig maður á að vera.
Deddi eins og hann var alltaf kall-
aður af okkur félögunum úr Hólm-
garðinum, hann var góður drengur
og vinur vina sinna. Hólmgarðurinn
var og er sérstakur í lífi okkar félag-
anna. Þangað fluttum við um 1950.
Það vora stórar fjölskyldur sem voru
að byrja buskap. Þessi gata var svo
sérstök, við þurftum ekki nema að
fara út í glugga til að athuga hvort
við værum tilbúnir að fara út. Þetta
var allt svo gott fólk. Þar byrjaði lífið
hjá okkur vinunum. Það voru allir
velkomnir, til Gyðu mömmu Dedda.
Þar var stór barnahópur. Svo eigum
við öll okkar gleðidaga. Þeir voru
margir sem við vinh'nir áttum sam-
an.
En svo komu áföllin. Sjórinn hefur
höggið stór skörð í þessa fjölskyldu
og hafa verið margir sorgardagar
þar. Þegar ég skrifa þér þessar línur
minnist ég þess að þú varst alltaf
fyrri til að hringja, vinur.
Elsku Sigrún Gyða, Bryndís, Palli
og fjölskylda, systkinin úr Hólm-
garði 9 og fjölskyldur þeirra, og aðr-
ir ættingjar. Ég og fjölskylda mín._-
vottum ykkur innilega samúð. Deddi
minn, ég kveð þig að sinni með þess-
um línum.
Þú komst af sjó með gleðibros
oggleðifærðiröllum.
Þú fórst á sjó með gleðibros
oggleðifærðiröllum. x
Þinn vinur,
Vignir Bjamason.
Heimabíó Sprengjan
IQ | Nýjasta og fulikomnasta
tækni á einstöku veröi!
Framtíðarútlit - vönduð hönnun
Super-5 Digital Blackline
myndlampi
180 W - 300 W magnari
6 framhátalarar
2 bassahátalarar
2x2 bakhátalarar
3 Scarttengi að aftan
2 RCA Super VHS/DVD
tengi að aftan
Super VHS, myndavéla-
og heyrnartækjatengi
að framan
Barnalæsing á stöðvar
Glæsilegur skápur á
hjólum með 3 hillum
TOSHIBA heimabíótækin
kosta frá aðeins
kr. 134.900 stgr.
með öllu þessuU
T0SHIBA Pro-Logic tækin eru
marguerðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu
og langmest seldu tækin í Bretlandi!
T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN.
Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins -
DVD mynddiskakerfisins og Pro-Drum
myndbandstækjanna.
Önnur TOSHIBAtæki fást í
stærðunum frá 14" til 61"
•StaOgreiflsluatsláttur er 10%
Fáðu þér framtíðartæki hlaðið
öllu því besta - Það borgar sig!
HOHEC
i/A'
Einar Farestvelt &Cahf.
Borgartúnl 28 ■ Símar: 562 2901 & 562 2900 ■ www.ef.is