Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tilfínninga- hlaðið jóla- barokk TONLIST S a I ii r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Delalande, Bibcr, F. Couperin, P. D. Philidor og Marin Marais. Camilla Söderberg, blokk- flautur; Elín Guðmundsdóttir, sem- ba.ll; Guðrún S. Birgisdótt.ir, flauta; Martial Nardeau, flauta; Peter Tompkins, óbó; Ólöf Sesselja Ósk- arsdóttir, bassagamba; Snorri Orn Snorrason, þjorba; Svava Bern- harðsdóttir, fiðla/tenórgamba. Sunnudaginn 12. desember kl. 20:30. UNDIR yfirskriftinni Jólabarokk voru haldnir fjölsóttir tónleikar í Tónlistarhúsi Kópavogs á sunnudagskvöldið var, sem hafa ver- ið árviss hefð suður á Digranesi síð- an 1994 eða þar um bil. Enda barokkstíllinn í hugum margra ekki síður tengdur jólum en piparkökur, glögg og Glúntar. Þess má þó geta, að undir skrúfulykilsmerki sama staðar munu einnig áformaðir „Páskabarokk“- tónleikar þ. 22. apríl n.k., á síðasta ári aldarinnar. Það er mikill kostur geisladiska- væðingar almennt að hafa aukið mjög viðkynni nútímahlustenda af eldri tónlist minni meistai’a. Það má svo sérstaklega telja tónlistarfólki eins og Musica Antiqua og Nardeau- hjónunum Martial og Guðrúnu Birg- isdóttur til hróss að hafa kynnt franska tónlist á þessu þýzk-nor- ræna/engilsaxneska tónneyzlusvæði sem Island hefur tilheyrt hingað til. Höfundar kvöldsins voru allir frá miðbarokktíma og, að Biber undan- skildum, allir franskir. Ef til væri miðlægur tónflutningsgagnagrunn- ur, fengist fljótt úr því skorið hvort nafn eins og Michel-Richard Dela- lande (1657-1725) hefði áður sézt á dagskrám hér. Meðan svo er ekki, verður að nægja að telja, að ekki virðist það líklegt. Umsögn tónskrár um verkin, sem einkum reyndist fjalla um höfundana, greindi enda hvorki frá því né heldur hvort sú mismunandi áhöfn stakra þátta í ótímasettri dansasvítu Delalandes sem hér gat að heyra væri upphaf- leg. Vissulega var smekklega hljóð- færavalið („instrúmenterað") og hin þarafleiðandi fjölbreytni til góðs. Hitt stóð þó eftir, að öll hljóðfæri ut- an fylgibassa léku einraddað - líkt og flest í Konungskonsert Couperins síðar - og hefði verkið því auðveld- lega mátt leika af aðeins þremennum hópi sólista og fylgibassaleikara. Hljóta margir hlustendur að hafa brunnið í skinni eftir að vita nánar hvernig á því öllu stæði. Ekki sízt þar sem flytjendur eru kunnir fyrir upprunalegan flutning - sem hér var hnykkt á með því að koma fram í upprunalegum búningum (að vísu fyrst frá Régence-tíma [1715-25], ef ekki síðar), er óneitanlega urðu til að skapa eftirminnilegt barokk-and- rúmsloft, þó að raflýsing Salarins drægi úr áhrifum kertastjakans á sviðinu. Dansar Delalandes báru sumir heiti í ætt við „prógramm“-fyrir- sagnir í hljómborðssvítum F. Coup- erins eins og „Innganga háseta" (minnti á brezka sjómannadansinn hornpipe), „Söngur sveitapilts og -stúlku" og „Söngur gamalla skötu- hjúa“. Afskaplega fersk tónlist, ekki sízt hemíólaði forleikurinn og hinn punktaði lokaþáttur, „Grand air“, og vel leikin, þó að kapp einkum flautar- anna við að flúra og „fíla“ stflinn í botn skv. forskriftum nútíma upp- runamennsku drægi stundum úr ferskleikanum, bæði hiér og sums staðar í seinni verkum. J. S. Baeh kvað á sínum tíma hafa kvartað und- an flúráráttu Frakka, og sá eiginleiki þýzku tréþverflautunnar að geta nánast misst veikustu nótur „niður á gólf‘, ásamt tilhneigingu blokkflaut- unnar til að hníga í tónhæð undir sömu kringumstæðum (er geta verið áhrifamikil atriði í einleik) nutu sín miður í stæm hóp, þar sem tónferlið vildi fyrir vikið blettast af loftnótu- eyðum. Hefðu spilendur þar betur átt að hemja tilfinningarnar og skila í staðinn öllum tónum til ágóða fyrir heildina. Svava Bernharðsdóttir lék á fiðlu við fylgibassa sembals og bassa- gömbu Sónötu Heinrichs Bibers nr. 14 fyrir scordaturastillinguna A-E- A-D, er hefst á skreyttum Grave- inngangi, en síðan taka við passacöglíuð Aría í Folía-hrynjandi við „lamento“-dansbassa og sprækur Gigue. Svövu tókst dável upp, burt- séð frá 2-3 smáatvikum þar sem fiðl- an datt út af vandskiljanlegum ástæðum. Við tók sjöþætt svíta eftir F. „le Grand“ Couperin, Concert Royale nr. IV; sem fyrr sagði að mestu einrödduð auk fylgibassa, en hér flutt af 2 þverflautum, óbói og fiðlu við undirleik sembals og bassa- gömbu. Var flest ágætlega flutt (með áðurgetnum fyrirvörum), sérstak- lega hinn bráðskemmtilegi lokaþátt- ur, Forlane í rondóformi. Eftir Pierre Danican Philidor (1681-1731) fluttu Martial, Camilla, Snorri Örn og Elín fjórþætta Svítu nr. 4 í a, er skartaði „Fúgu“ í lokin, þótt erfitt væri að heyra það; fremur fornfálegt verk í samhenginu, en vel áheyrilegt, þó að kjökrandi við- kvæmni þýzku og frönsku flautn- anna í Simphonie-þættinum (I.) kunni að hafa þótt eldri hlustendum einum of. Öllu meira hressandi var lokaverkið, sjöþætt Svíta gömbu- snillingsins Marin Marais í g-moll, sem verulega gustaði af í túlkun alls hópsins, enda vafalítið melódískasti og aðgengilegasti tónhöfundur kvöldsins. Marais (1681-1731) var nemandi Lullys og St. Colombe og tók við af þeim fyrnefnda sem hirð- tónstjóri í Versölum. í þessu verki náðu þeir áttmenningar mjög vel saman, enda það stykki kvöldsins sem bar sterkasta hljómsveitaryfir- bragðið og hefði þar að skaðlausu mátt bæta violone í fylgibassann. Flutningur var smitandi fjörugur, samtaka og hreinn og verðugt niður- lag á skemmtilegu barokkkvöldi. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar plötur Vorvindar er með söng Karlakórs- ins Söngbræður úr Borgarfirði. Þetta er hið fyrsta sem hljóðrit- að er til útgáfu af söng kórsins, kórfélagar syngja einsöng í nokkr- um lögum og fá til liðs við sig þær Theodóru Þorsteinsdóttur og Dagrúnu Hjartardóttur í tveimur lögum. Þá syngur kvartettinn Spaðafjarkinn eitt lag á diskinum, en hann er skipaður núverandi og fyrrverandi félögum í Söngbræðr- um. Efnið er blandað: þekkt íslensk karlakóralög og íslensk þjóðlög, lög úr smiðju Bellman, einsöngs- aríur með kórsöng eftir Verdi og Mozart. Þá eru þrjú pólsk þjóðlög sem ekki hafa áður komið út hér- lendis, segir í fréttatilkynningu. Stjórnandi Söngbræðra er Jerzy Tosik-Warszawiak. Undirleikari kórsins á plötunni er Zsuzsanna Budai. Upptökur fóru fram í Reykholtskirkju dagana 1. og 2. maí 1999. Stúdíó Stemma sá um upptöku og upptökumaður var Sigurður Rúnar Jónsson. ART GALLERY Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com Morgunblaðið/Sverrir Auður Hafsteinsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir. Frá rómantík til impressjónisma AUÐUR Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari sendu nýverið frá sér geisladisk með verkum eftir Clöru Schumann, Jean Sibelius, Edvard Grieg, Maurice Ravel og Claude Debussy. Elsta verkið, rómönsur Clöru Schumann, er frá 1853, og hið yngsta, eftir Ravel, er frá 1922, svo segja má að diskurinn spanni um sjötiu ár í tónlistarsögunni. „Við byrjum með rómantík hjá Clöru, förum yfir í ennþá meiri rómantík með Sibelius og Grieg, og svo yfir í impressjónisma hjá Ravel og Debussy," segir Auður. „Svona eftir á að hyggja mætti kannski gefa efnisskránni yfirskriftina Frá rómantík til impressjónisma," segir Guðríður hugsi. Lítill heimur Þær segja að þegar þær hafi far- ið að lesa sér til um tónskáldin hafi þær komist að því að þau hafi mörg hver þekkst innbyrðis og hist. „Þótt ótrúlegt megi virðast hafði Ravel einhvern tíma spilað fyrir Grieg, þeir Ravel og Debussy þekktust vel og Debussy hafði heyrt Grieg spila - en Debussy var gagnrýnandi og hafði skrifað um tónleika hjá hon- um. Þetta var lítill heimur þá eins og nú.“ Á diskinum eru tvær frægar són- ötur, eftir Grieg og Debussy, en hin verkin eru mun minna þekkt. Þær Auður og Guðríður segjast hafa viljað blanda þekktum og minna þekktum verkum, og hafa breidd- ina og fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Upptökurnar fóru fram í septem- ber síðastliðnum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar og um þær sá Hall- dór Víkingsson. Áður höfðu þær stöllur Ieikið efnisskrána á tónleik- um á nokkrum stöðum á lands- byggðinni. Diskurinn er gerður með styrk frá Hljómdiskasjóði Fé- lags íslenskra tónlistarmanna en þær Auður og Guðríður eru á einu máli um það að sjóðurinn hafi ýtt mjög undir iltgáfu klassískra hljómdiska félagsmanna í FIT. Hafa nálgast með árunum Aðspurðar um hvort þær hafi unnið saman lengi rekja þær upp- hafið aftur til ársins 1989 þegar þær léku saman á tónleikum í Nor- ræna húsinu. Síðan hafa þær unnið töluvert saman en aldrei eins mikið og á síðustu mánuðum í kringum upptökurnar. „Við höfum breyst mjög mikið á þessum tíma,“ segir Auður. „Við vorum ofboðslega ólík- ar í spilamennsku en náðum samt strax saman,“ segir Guðríður. Þær eru á því að þær hafi nálgast hvor aðra jafnt og þétt með árunum og hafi báðar grætt á samstarfinu. Sungið fyrir indversk börn TONLIST Hljómdiskar KOM ENGLALIÐ Tólf íslenskir barnakórar syngja jólalög fyrir jafnaldra sína í þræla- ánauð á Indlandi. Barna- og ungl- ingakór Fella- og Hólakirkju. Stjórnandi: Þórdís Þórhallsdóttir. Gradualekór Langholtskirkju. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Barna- kór Biskupstungna. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Bamakór Grafarvogskirkju. Stjórnandi: Hrönn Helgadóttir. Cantina í Hall- grímskirkju. Stjórnandi: Bjarney I. Gunnlaugsdóttir. Litli kórinn í Biskupstungum. Stjórnandi: Hilm- ar Örn Agnarsson. Bamakór Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði. Stjórn- andi: Sigríður Ása Sigurðardóttir. Skólakór Garðabæjar. Stjórnandi: Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Kór Snælandsskóla. Stjórnandi: Heið- rún Hákonardóttir. Unglingakór Selfosskirkju. Stjómandi: Margrét Bóasdóttir. Skólakór Kársness. Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir. Einsöngur og tvísöngur: Alexandra Jóhannesdóttir, Emma Björg Eyj- ólfsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Signý Sigmundardóttir, Björney Inga Björnsdóttir, Elín Anna Aspe- Iund, Erna Niluka Njálsdóttir, Sær- ún Ósk Pálmadóttir og Bára Sigur- jónsdóttir. Einnig koma fram hljóðfæraleikarar. Stjórn upptöku: Olafur Eliasson. Thorarensen Lyf kostuðu gerð hljómdisksins. SKREF CLASSICS 016 SKREF-útgáfan (Ólafur Elías- son) hefur á síðustu árum tekið upp söng barna- og unglingakóra vítt og breitt um landið. Af þeirri góðu reynslu kviknaði hugmyndin um að gefa landsmönnum hlutdeild í þeim verðmætum sem böm skapa og miðla þeim áfram til fátækra barna úti í heimi (uppl.úr mf. bæklingi). Að þessu sinni urðu börn, sem haldin eru í þrælaánauð á Indlandi, fyrir valinu. Hjálparstarfi kirkjunnar hef- ur verið falið að ráðstafa 1000 krón- um af hverjum seldum diski til verk- efna meðal bama á starfsvæði sínu. Á hljómdiskinum era nítján indæl jólalög sungin af tólf (ég taldi 11) ís- lenskum bai'nakórum, allt fallega gert með aðstoð góðra hljóðfæraleik- ara. Raunar hvarflar ekki að mér að gefa hverjum kór sérstaka einkunn eða gæðastimpil, enda út í hött, því allt er hér svipað að gæðum og sönn ánægja að hlusta á þennan indæla söng, frá upphafi til enda. Upptökur og hljóðvinnsla í góðum höndum. Gerð þessa hljómdisks og leyfi fyrir því að nota ágóða af honum til mannúðarstarfa meðal skuldaþræla á Indlandi er í sjálfu sér mikilsverð jólagjöf, sem okkur öllum er gefinn kostur á að taka þátt í. Oddur Björnsson Mósaik- verk í Kaffítári NU stendur yfir sölusýning á mósaikverkum Bryndísar og Oddnínar Magnúsdætra í kaffi- húsinu Kaffitár í Bankastræti 8. Sýningin stendur út desem- bermánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 286. tölublað (15.12.1999)
https://timarit.is/issue/132414

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

286. tölublað (15.12.1999)

Aðgerðir: