Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 35 www.saa.is auglýsing Fréttir SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - Ármúla 18 - 108 Reykjavík Sími 530 7600 - 9. tbl. 15. desember 1999 - Ábyrgðarmaður Theódór S. Halldórsson www.saa.is auglýsing ■ Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur hjá SÁÁ: Frá kvíða, niðurlægingu og vanlíðan til betra lífs Stutt viðtal við önnum kafinn sálfræðing „Ein stúlka kemur til mín í stuðningsviðtöl einu sinni í mánuði austan af landi ogþað er rösklega gert" segir Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur. Margar starfsstéttir koma að áfengi8- ogvímuefnameðferð hjá SÁÁ og má nefha lækna, hjúkrun- arfólk, ráðgjafa og sálfræðinga sem í sameiningu byggja upp þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá samtökunum. Fyrir um það bil einu ári tók Margrét Halldórs- dóttir sálfræðingur til starfa hjá SÁA en hún starfar á Sjúkrahúsinu Vogi, Meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi og á Göngudeild SÁA í Síðumúla. „Mér finnst það ákaflega mikill kostur við starf mitt að ég skuli geta fylgt skjól- stæðingum mínum svona lengi eftir," sagði Margrét í stuttu spjalli við SÁA Fréttir. „Éghitti fólkið fyrst þegar það er í afeitrun á Sjúkrahúsinu Vogi, fylgi því síðan eftir á Vík og get að auki veitt því stuðning í eftirmeðferð á Göngu- deildinni í Síðumúla og sumir skjól- stæðinga minna koma til mín frá sam- býlum SÁA og einnig frá Dyngjunni. Það getur verið erfitt fyrir skjólstæð- ingí áfengis- eða vímuefnameðferð að vera sífellt að hitta nýja leiðbeinendur eftir þvi sem líður á meðferðina og þess vegna mjöggott að sami aðili geti fylgt ákveðnum einstaklingum svo að segja frá upphafi til enda meðferðar. Ég veit ekki til að þetta sé hægt annars staðar. Lítið brottfall - mikil ábyrgðartilfinning Margir af mínum skjólstæðingum eru ungar stúlkur eða ungar konur sem hafa gengið í gegnum margvíslega og erfiða reynslu í neyslunni, oft erfiða kynferð - isreynslu eða einhverjar vondar upplif- anir sem er erfitt eða ómögulegt að ræða í grúppu eða hópvinnu. Ég reyni að sinna þessum stúlkum með ein- staklingsmeðferð ogviðtölum. Tengsl- in milli þeirra og mín hefjast hérna á Vogi og lýkur þegar þær enda stuðn- ingsmeðferð á Göngudeild. Það hefur komið mér mjög á óvart hversu brottfall er lítið úr Göngudeildarmeðferðinni og hvað stúlkurnar sýna mikla ábyrgð - artilfinningu gagnvart þeirri vinnu sem þær eru að reyna að leysa af hendi. Ég held að mæting þeirra í viðtöl og ábyrgðartilfinningþeirra sé síst minni heldur en gengur og gerist hjá skjól- stæðingum sálfræðinga — og þá heldur meiri ef eitthvað er. Ein stúlka sem býr austur á landi kemur til mín í stuðn- ingsviðtöl einu sinni í mánuði og það finnst mér rösklega gert.” Þrjá daga í viku starfar Margrét á SjúkrahÚ8Ínu Vogi. „Á Vogi myndast tengslin við skjól- stæðingana. Það er ekki svo að allar konur sem til okkar koma hafi þörf fyrir sérstaka sálfræðimeðferð enda mundi ég ekki anna því og að auki eru skjól- stæðingar mínir ekki eingöngu konur heldur einnig karlar á ýmsum aldri. Fyrir utan viðtölin á Vogi sinni ég þar lika greiningarvinnu ýmiss konar svo semgeðrænu mati oggreindarmati. Því miður er það ekki óalgengt að ungt fólk sé svo skert vitsmunalega af mikilli vímuefnaneyslu að það þurfi að meta hæfni viðkomandi til að hafa gagn af því að fara í gegnum meðferð." Einn dag vikunnar starfar Margrét á Meðferðarheimilinu Vík sem SAÁ rekur á Kjalarnesi. Þar flytur hún fyrirlestur sem fyallar um kvíða og leggur einnigsérstaka áherslu á nokk- urs konar einstaklingsmeðferð, það er að segja viðtöl við konur eða stúlk- ur undir tvítugu. Og einn dag í viku starfar Margrét í Göngudeild SÁÁ í Siðumúla. Geta haft stjórn á eigin líffi „Á Göngudeildinni fæst ég einnig við aðstandendaviðtöl," segir Margrét, „en það eru viðtöl við aðstandendur fólks sem farið hefur í meðferð. Margir aðstandendur, kannski einkum makar. þurfa mjög á viðtölum að halda til að átta sig á þeirri stöðu sem skyndilega er komin upp þegar mótaðilinn er skyndilega farinn að reyna að breyta lífsmunstri sínu. Þessir aðstandendur sumir hverjir eru mjög illa farnir af langvarandi meðvirkni og ráðleysi. Þessi vinna með aðstandendum finnst mér mjög gefandi í mörgum tilvikum," heldur Margrét áfram, „ekki síst þegar það fer að renna upp fyrir meðvirkum aðstandendum að þeir bæði þurfa og geta tekið eigin ákvarðanir og ráðið sínueiginlífi." Margrét Halldórsdóttir lauk BA- prófi í sálfræði frá Háskóla Islands árið 1981 oghélt siðan til Noregs til fram- haldsnáms og lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Osló árið 1984. Margrét starfaði síðan í a ár í Noregi sem skólasálfræðingur, fyrir- tælqasálfræðingur ogað fyölskyldu- ráðgjöf. Hún fluttist aftur til Islands ogtók til starfa sem sálfræðingur hjá Ungiingaheimili rildsins í nóvember 1986 ogá Göngudeild 1986 til 1994 og síðan á Geðsviði Borgarspítalans í 4 ár oghætti þar umáramót 1998- 1999 enþarstarfaðihúnm.a. íneyð- armóttöku vegna nauðgunarmála í 3 ár. Ogaukþessahefur Margrétunnið síðan árið 1993 á vegum Styrktar- félags krabbameinssjúkra barna. „Það erumiklarannirhjáméristarfinu hjá SAÁ," segir Margrét. „Það er svo að segja hver mínúta fullbókuð og skipu- lögð fram að jólum að ekki sé meira sagt. En þessu starfi fylgir sú umbun að fá að fylgjast með skjólstæðingum sem taka verulegum stakkaskiptum og feta sig hægt og bítandi frá kvíða, niður- læginguogvanlíðantilbetralífs." □ V Nú nálgastjól og aldamöt og í því tilefni senda Samtök áhugafólks um áfengis- ogvímuefnavandann öllum skjólstæðingum.félagsmönnum, starfsmönnum, vinum og velunnurum samtakanna bestu óskir um gleðilega jólahátíð oggott ogfarsælt komandi ár og gifturíka tíma í upphafi nýrrar aldar. Við hlökkum til jólahátíðarinnar og vonum að starf samtaka okkar á síðustu áratugum þeirrar aldar sem nú er að líða hafi stuðlað að því að sönn jólagleðifái að ríkja á sem flestum heimilum i landinu. Fiá hlökkum sérstaklega til nýársdags árið 2000 en á þessumfyrsta degi nýrrar aldar og nýs árþúsunds ætlum við að vigja ogtaka í notkun langþráða unglingadeild við Sjúkrahúsið Vog, glæsilega sjúkrahúsdeild þar sem við vonumst til að geta veitt,, aldamótakynslóðinni" okkargóða aðhlpmingu og stuðning til þess að takast á við alvarlegasta sjúkdóm sem herjar á ungtfólk á okkar tímum, áfengis- og vímuefna- vandann. Viðþökkum Islenskuþjóðinnifyrirþannfrábæra stuðning sem hún hefur veitt okkur á þeirrí öld sem nú erað líða ogþökkum sérstaklega liðið ár. Meðykkarstuðningi hefur okkur tekist að lyfta Grettistaki og meðykkar stuðningi munum við halda áfram baráttu okkar og setja takmarkið sifellt hærra. Við þökkumAlþingi lslendinga ogRíkisstjómfyrirskilningogliðveislu við hugsjónamál okkarí baráttunni við áfengis- og vímuefnavandann. Við óskum íslendingum öllum gleðilegra jóla og Guðs blessunar. Stjóm Samtaka áhugaíólks um áfengis- ogvímuefnavandaim Fyrir alla fjölskylduna: Jólaball aldarinnar í Ráðhúsinu SÁÁ heldur sfðasta og glæsilegasta jólaball 20. aldarlnnar á fjórða dag jóla, 28. desember kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis fyrir börn og fjölskyldur SÁÁ fólks og vina og velunnara samtakanna. Það er ráðlegt að tryggja sér (ókeypis) miða á jólaballið með góðum fyrirvara. Tommi og Þorleifur sem hafa borið hit- ann og þungann af skipulagi þessa mikla jólafagnaðar verjast allra frétta um skemmtiatriði en segja þó aö stefnt sé aö því aö á þessu jólaballi verði fleiri og meiri jólasveinar en áður eru dæmi um að hafi verið samankomnir á einu jólaballi. Þarna verða á ferðinni meðal annarra: Andrés Sigurvinsson, Kertasníkir, Ellen Kristjáns, Jakob Jóns- son, Hurðaskellir, Grétar Örvarsson, Bjarni Ara, Bjúgnakrækir, Hemmi Gunn, Pétur Pókus, Gluggagægir, Eyþór Gunn- arsson, Jóhann Ásmundsson, Stekkja- staur, Land og synir, Sigfús Óttarsson, Giljagaur, KK, Rúnar Júlíusson, Stúfur, Pottasleikir, Gunnar Ólafsson í Skíta- móral og fleiri jólasveinar og jólameyjar eins og húsrúm leyfir. 9 eða 13 eða 30.000? Hvað eru jólasveinarnir margir? SÁÁ bíður eftir liðveislu frá 30.000 jólasveinum. Það er útbreidd skoðun að jólasveinarnir séu 9 eða 13 talsins og búi í Esjunni og leggi af stað til byggða 13 dögum fyrir jól. Það kann því að hljóma eins og ýkjusaga að SÁÁ bíður nú eftir allmörgum jólasveinum, nánar tiltekiö um 30.000, sem eru á leið til landsins og spurðist síðast til þeirra í Kúala Lúmpúr í gær. Þessir ágætu jólasveinar eru á leið til (slands til að leggja SÁÁ lið í baráttunni gegn áfengis- og vimuefnavandanum. Þannig er að á hverju ári þarf SÁÁ að afla milli 50 og 60 milljón króna með frjálsum fjárframlögum frá almenningi til að standa undir rekstri sjúkrastofn- ana SÁÁ sem sinna á þriðja þúsund skjólstæðingum á hverju ári. SÁÁ- Álfurinn hefur verið duglegur við að atla SÁÁ nauðsynlegra tekna á undan- förnum árum en vegna mikilla fram- kvæmda við nýbyggingu yfir ungl- ingadeildina og nýja göngudeild við Sjúkrahúsið Vog er þörf á sérstöku fjáröflunarátaki til viðbótar á þessu sfðasta ári aldarinnar. 30.000 Jóla- sveinar gáfu sig fram til að leggja samtökunum lið og eru nú á leiðinni til landsins og ná vonandi hingað fyrir jól. SÁÁ-fólk mun selja þessa litlu jólasveina síðustu dagana fyrir hátiðarnar og er það von okkar að hinir langt að komnu SÁÁ-jólasveinar verði aufúsugestir á heimilum landsmanna um hátíðarnar rétt eins og gömlu, góðu jólasveinarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.